Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Guðmundur
Sveinsson
fyrrum módel
hjá Kjarval
rifjar upp
kynni þeirra
og samstarf
Sýning á Kjarvalsstööum á
verkum Jóhannesar Kjarvals
veröur opnuð á þriöjudag í tilefni
af því að öld er liðin frá fæðingu
hans. Þar getur að líta mörg verk
frá löngu tímabili og á meðal
þeirra eru tvö málverk þar sem
meistarinn notast viö mannslík--
ama sem mótíf. Eflaust kannast
margir við þessar myndir, en það
er ekki víst að jafn margir viti af
því hver það var sem sat fyrir á
þessum myndum fyrir Kjarval.
Það upplýsist hér með að sá
maður er nefndur Guðmundur
Sveinsson og starfar nú hjá
Skýrsluvélum ríkisins. Okkur datt
í hug að gaman væ'ri að spjalla
við Guðmund og spyrja hann að
því hvernig það hefði verið að
vera „módel" hjá Jóhannesi Kjar-
val fyrir 35 árum. Guðmundur tók
vel í hugmyndina og það varð úr
að hann settist niður með blaða-
manni og rifjaði upp hvernig þetta
bar til og kynni hans af Kjarval.
„Hann á það inni hjá mér, karl-
inn, við megum ekki láta minn-
ingu hans gleymast, hún á að lifa
Iengi með okkur," sagði Guð-
mundur við blaðamann. En
hvernig bar það til að Kjarval
ákvað að mála mannsmyndir og
fékk Guðmund til þess að sitja
fyrir?
„Þetta var nú þannig að Jón
Þorsteinsson íþróttakennari var
mikill vinur Kjarvals og var hon-
um oft innan handar með ýmis-
Iegt. Að vísu var oft erfitt að gera
nokkuð fyrir Kjarval, hann átti
þá til að líta svo á að verið væri að
leggja hömlur á sig og taka fram
fyrir hendur sér. En Jón vildi
hvetja Kjarval til þess að taka
mannslíkamann fyrir, og lofaði
að skaffa mann til að sitja fyrir ef
Kjarval vildi. Hann tók vel í það
og þá kom Jón til mín og sagðist
hafa lofað svolítið upp í ermina á
sér, en ég væri alveg rétti maður-
inn í þetta. Ég þekkti Kjarval þá
ágætlega, við erum báðir úr
Meðallandinu, og auk þess
þekkti hann foreldra mína, þann-
ig að ég gat umgengist hann
óþvingað með góðu móti. Nú, ég
sló til og það var tekið til við mál-
verkið í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar. Kjarval stillti mér
upp í feikilega erfiða stöðu eins
og sést á myndunum, þannig að
ég varð að fá hlé eftir nokkrar
mínútur og stilla mér síðan upp
aftur nokkrum sinnum. Ég stóð
þaína fyrir í nokkur skipti, ætli
þetta hafi ekki tekið svona viku-
tíma í allt. Kjarval var mjög
ánægður með þetta og á meðan
hann málaði á léreftið þá spjall-
aði hann svona um heima og
geima, þó aldrei um það sem
hann var að gera. Ég man að
hann talaði mikið um það hvað
hann væri vondur við mig að stilla
mér svona upp og vorkenndi mér
mikið og spurði oft hvort ég væri
ekki orðinn þreyttur . En þetta
var allt í lagi, því ég gat hvílt mig á
milli og maður var nú í betra
formiþáen nú. Ég var svolítið í
frjálsum íþróttum á þessum tíma,
var þá um fertugt."
Hengt upp
í rafstöð
Hvað varð svo um þessar
myndir?
„Borgin keypti þær og þær
„Já, húnerbýsnaerfiðþessistelling.endavarégaldreilengiíhenni. Enégræðnúviðþettaennþá".Guðmundurframan við stóru myndina ,
verður á Kjarvalsstöðum á sýningunni sem byrjar á þriðjudag. Ljósm.: E.ÓI.
Hanná þaðinni
hjá mér karlinn
voru fluttar í rafstöð austur við
Sog. Þar var þeim stillt hátt upp á
veggi í vélasal, svona stórar eins
og þær eru! En eftir nokkur ár þá
voru þær fluttar á Kjarvalsstaði,
því þær skemmdust af kolarykinu
sem myndast þegar vélarnar
ganga og auk þess skemmdist
önnur þegar einn af þessum stóru
krönum sem þarna eru fór hrein-
lega í gegnum hornið á henni og
reif hana. Ég fór þá austur ásamt
ítalska listfræðingnumPonsi, og
fórum með þær suður þar sem
Ponsi gerði við þær, þær voru
orðnar ansi dökkar af að hanga
þarna."
Pú varst búinn að þekkja Kjar-
val nokkuð lengi áður en hann
málaði þessar myndir, ekki satt?
„Jú jú, við vorum ágætis kunn-
ingjar, ég fór stundum með hon-
um út á land, til dæmis austur á
Hérað og skutlaði honum upp á
Þingvelli. Hann notaði venjulega
leigubíla en ég eignaðist svo
fjallabíl þegar herbílarnir komu
og bauð honum stundum far.
Annars mátti fólk yfirleitt aldrei
koma nálægt honum á meðan
hann var að vinna, það voru bara
fáir sem það máttu.
í eitt skipti þá bauð ég honum
að fara með hann í Landmanna-
laugar í vikutíma, þegar ég átti
frí, ég vann þá hjá rafmagns-
veitunni. Við fórum þarna saman
með nesti og tjald og hann pakk-
aði saman öllu málaradótinu sínu
og tók það með sér. Við keyrðum
upp að Ljótapolli, sem er nú al-
gert öfugmæli, því þarna er
óskaplega fallegt, og sváfum þar
um nóttina undir berum himni á
segldúk. Við vorum ekkert að
tjalda strax því við fengum svo
gott veður og það entist alla vik-
una. Daginn eftir tjölduðum við
svo við Norðurnámsver, gengum
um og nutum veðurblíðunnar og
náttúrunnar.
En Kjarval leysti ekki utan af
neinu málaradóti, teiknaði
hvorki né málaði alla vikuna, eins
og náttúrufegurðin er nú stór-
kostleg þarna. Ég skildi það ekki~
þá að hann tók sér bara frí og var
bara að njóta þessa alls í rólegheit-
um.
„Þú veist ekkert
hvernig þú lítur
út á stundum"
En seinna um sumarið, það var
nú reyndar farið að hausta, þá
kom Kjarval til mín og vildi fara
aftur í Landmannalaugar, í þetta
sinn til að mála. Það var farið að
kólna heldur í veðri og bíllinn
minn var miðstöðvarlaus og ég
sagði honum að Guðmundur
Jónasson gæti ef til vill farið með
hann á betri bíl. Þá gerði hann sér
bara lítið fyrir og fékk frí fyrir mig
og Egil Kristjánsson sem vann
líka hjá Rafmagnsveitunni og við
fórum saman ásamt Guðmundi á
staðinn. Pá vorum við svo
óheppnir að um nóttina byrjaði
að snjóa og við urðum að snúa
aftur við svo búið og ekki varð
neitt úr neinu. Kjarval fór þó
eitthvað út um morguninn og
teiknaði tvær myndir í litum og
svo var haldið aftur í bæinn. Um
veturinn þá teiknar hann svo inn
á myndina sem hann rissaði upp .
höfuðin á Agli og Guðmundi.
Síðan biður hann mig að koma til
sín svo að hann geti sett mig%á
myndina líka. Svo fer þessi mynd
á sýningu. Á þessa sýningu kem-
ur svo meðal annarra samstarfs-
kona mín, sem er mikill aðdá-
andi Kjarvals og þekkir strax á
myndinni þá Guðmund og Egil.
Hún segir við mig að þeir séu
auðþekktir en spyr mig svo hver
sá þriðji sé. Ég svaraði því ekkert
cn spurði sem svo: „Hvað, þekkir
þú hann ekki kona, þetta er virtur
góðborgari hér í bænum?" Svo
segi ég Kjarvali frá þessu og læt
það fylgja með að mér finnist nú
myndin ekkí sérlega lík mér.
Hann var fljótur til að svara því
og sagði: „Og þú veist nú ekkert
hvernig þú lítur út á stundum!"
Flatkökur
í mosa
Hann varoft hnvttinn ítilsvör-
unum hann Kjarval, og ég get nú
sagt þér aðra sögu álíka af hon-
um. Þannig var að hann var góð-
vinur Guðbrands Magnússonar
sem þá var forstjóri Áfengisversl-
unarinnar og kom stundum við í
kaffi hjá honum og konu hans
Matthildi. Einhvern tímann þeg-
ar hann hélt til í tjaldi á Þing-
völlum þá rennir hann svona við
hjá Matthildi og þiggur hjá henni
kaffi. Hún er þá að baka flat-
kökur og lætur hann hafa með sér
stóran stafla af þeim þegar hann
fer upp á Þingvelli aftur. Það
gekk nú ekki mikið á flatkök-
urnar hjá honum og það er nú
þannig með þær að ef þær eru
geymdar lengi þá fara að koma í
þær alla vega litlir myglublettir.
Svo hann tekur þær og stillir þeim
upp í mosann fyrir utan tjaldið og
málar af þeim tvær myndir.
Mörgum árum eða áratugum
eftir þetta þá kem ég til hans í
Breiðfjörðsblikksmiðjuna þar
sem hann var þá, og sé hjá honum
aðra af þessum flatkökumyndum
og segi svona við hann: „Nei, þú
átt þarna ennþá aðra myndina af
flatkökunum!"  Þá segir hann:
„Já, að hugsa sér, að taka
skemmdan mat og mála af hon-
um listaverk, selja það fyrir ærna
peninga og geta svo farið út í búð
og keypt sér volgt vínarbrauð
fyrir þá!" Svona svaraði hann oft
til, þessi sérstaki maður. En okk-
ur féll vel hvorum við annan og
það. var alltaf ágætis samband
okkar á milli. Þó gerði hann í því
að halda mönnum í vissri fjar-
lægð, og svo var hann oft að aug-
lýsa sjálfan sig með ýmsu, án þess
beinlínis að ætla sér það, eins og
margir aðrir listamenn eiga til.
Hann gat til dæmis átt það til að
vera á frotte-slopp og buxum úti á
götuiOg fannst sjálfum ekkert at-.
hugavert við það. Sem listamanni
þá leyfðist honum ýmislegt sem
vakti athygli, þó það hafi ekki
verið ætlunin hjá honum sjálfum.
Ég held að hann hafi verið einn af
þeim mönnum sem finnst að öðr-
um komi ekkert við hvað þeir
taka sér fyrir hendur og oft tor-
tryggði hann þá mjög sem vildu
rétta honum hjálparhönd.
„Sérðu, hvað þetta
er dásamlegt!"
Kjarval var feikimikið náttúru-
barn og við að kynnast honum þá
fann ég að augu mín opnuðust
fyrir fegurðinni sem er alls staðar
í kringum okkur, í grjótinu, mos-
anum og skófunum á steinunum.
Þessir hlutir sem fólk tekur
venjulega ekkert eftir, því gat
hann öllu komið á léreft! Þegar
ég var með honum úti í náttúr-
unni þá benti hann manni oft á
þetta og sagði: „Sérðu þetta,
hvað þetta er dásamlegt!"
Meistari Kjarval, það á sannar-
lega við hann. Og þegar hann var
að mála þá talaði hann við fugl-
ana eins og þeir væru vinir hans.
Svo átti hann persónulegan
kunningja í Selfljóti, ánni sem er
rétt hjá sumarhúsinu hans, það
var silungur sem hann sá svo oft á
sama stað og talaði til þegar hann
var þarna við árbakkann, og áleit
að silungurinn hefði líka jafn-
mikla ánægju af félagsskapnum
og hann sjálfur."
Eina stutta sögu af Kjarval í
lokin, Guðmundur?
„Já, það er nú ekki erfitt að
rifja slíkt upp. Mér dettur strax í
hug eitt skipti sem ég fór með
honum inn á Borgina og drakk
með honum kaffi. Sigurður Guð-
mundsson arkitekt er þar fyrir og
mér dettur í hug að leita álits
þeirra á líkaninu af Hallgríms-
kirkjunni sem þá var nýbúið að
stilla út í sýningarglugga uppi í
Bankastræti, Sigurður verður
fyrri til að svara þessu og segir að
þegar um sé að ræða mikil lista-
verk þá vilji maður nú vera var-
kár og segja hvorki of mikið né
lítið. En þá segir Kjarval, og er
snöggur upp á lagið: „Já, og svo
er nú það sem er fyrir neðan allar
hellur, því eyðir maður nú ekki
orðum á!" Það var nú hans álit á
Hallgrímskirkju og ekki fékk ég
annað út úr því."
Og á þeim orðum ljúkum við
þessu spjalli um Jóhannes Kjar-
val og þökkum Guðmundi
Sveinssyni kærlega fyrir.
-vd.
	'$Sk :,é	'í f V
¦	- • ¦ - -	gY^
Wm   &> , ^vr?                                      mmmww'*C"**tip '^."Í¥*A'Ævw ¦: -   ';¦¦:,/-¦:   .. •   ':  ,.     - Y*  ^   vv.;, • ; SB6SH                        w3œV&3&& ¦Æa		1 ¥ r h
1  '           \ i?rF   -^sr    -^- " -  -  •		
1' ^\ V-       '         Y-  'i ¦  v.   .                                                             " A  -                               ~                                                                                    u  \ ¦¦¦'**                                                     ¦ s   ..  _.        ~          *                   *.                                               -1             •    ~^ "       >T!^		
„Hér er „Krítik" í lit, en myndin er að koma út á póstkorti þessa dagana. Litbrá prentar og gefur póstkortið út.
Kjaval málar skyssu af Guðmundi.
Myndin tekur á sig form, Kjarval lagfærir hendina á Guðmundi.


10 SÍÐA - WÓÐVILJINN
Sjá nœstu síðu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20