Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Blaðsíða 12
i gamla Listamannaskálanum á Kjarvalssýningu: Kjarval glettist við Ijósmyndara og tekur af honum tækin. Tveir meistarar: Kjarval og Jónas frá Hriflu. Bókaútgófa Kjarval var ólíkindatól Bók Indriða G. Porsteinssonar um Kjarval komin út Þann 15. október næstkomandi, á aldarafmæli Kjarvals, kemur út hjá Almenna bókafélaginu bók sem mun bera heitið „Jóhannes Sveinsson Kjarval - ævisaga", en höfundur hennar er Indriði G. Þorteinsson rithöfundur. „Ég byrjaði nú að kíkja í þetta ’76 en hóf skipulega vinnu um áramótin ’83-’84. Þetta verða tvö bindi, samtals um 670 blaðsíður að lengd," sagði Indriði í samtali við Þjóðviljann í tilefni af út- komu bókarinnar. „Þetta var geysilega mikil vinna við gagnasöfnun og vanda- málið var aðallega það að Kjar- val var á svo mörgum stöðum við vinnu sína, hann var mikið á Austurlandi, Snæfellssnesi, já, hann var eiginlega alls staðar. Ég skrifa þessa bók sem ævisögu, byrja á fæðingardegi Kjarvals og rek síðan alla þræði sem hægt er að ná utan um og mynda mann- inn og málarann Kjarval. Ég hef talað við geysimarga samtíðar- menn hans, hef svona reynt að ná í þá elstu og auk þess er inni í þessu tilvitnanir í viðtöl sem voru tekin við hann og í annað ritað mál. Ég hef svona reynt að ná velflestu, en Kjarval lifði lengi, var fjörugur karakter, ef svo má segja, og ég gerði það sem ég gat. Og nú þegar maður er búinn að skila þessu frá sér þá finnst manni eiginlega að svona tvö bindi séu enn eftir.“ Er mikið af myndum í bókinni? „Já, það er nefnilega svolítið óvenjulegt að það var tekið þó nokkuð mikið af myndum af hon- um á sínum tfma og sérstaklega í kringum 1920. Ég hef reynt að hafa þetta þannig að ein mynd sé frá hverjum tíma, innan þess tímaramma sem hann er málari og auk þess eru líka myndir af mörgum verkum hans. Þó náði ég því miður ekki í mynd frá því þeg- ar haldin var stór og mikil sýning í Menntaskólanum á fimmtugsaf- mæli hans, það virðist eitthvað hafa farist fyrir að taka myndir þá. Það er svolítið skrítið, því að þetta var einn mesti listviðburð- urinn á þessum tíma, árið 1935, og mjög stór, forsætisráðherra talaði þarna og fleira merkis fólk, það er þá sem Kjarval er eigin- Íega tekinn í guðatölu.“ Hver er munurinn á þessari bók um Kjarval og öðrum bókum sem um hann hafa verið ritaðar? Indriði G. Þorsteinsson. „Hann er töluverður. Fyrst og fremst hafa aðrar bækur verið viðtalsbækur við hann sjálfan, en það sem ég geri er að ég skrifa hreinlega ævisögu hans. Og þó Kjarval hafi verið mikið ólíkinda- tól og hafi sagt ýmislegt í þessum viðtölum þá lét hann nú ekki allt laust og þau bera svolítinn keim af því. En ég hef rætt við marga gamla vini hans og fengið hjá þeim ýmsar upplýsingar. Eigin- jega finnst mér að ég hafi ekki skrifað þessa bók, heldur allir þeir sem ég hef haft stuðning af og talað við, mér finnst ég eigin- lega bara vera eins konar saman- tektarmaður! En þetta hefur verið alveg Ijómandi gaman og ég held að það sé nokkur fengur í þessari bók og sérstaklega fyrir þá sem á eftir koma,“ sagði Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur að lokum. -vd. Sjónyarpsþóttur Kjarval er yfir- þyrmandi HrafnhildurSchram listfrœð- ingur: Þetta er gífurleg vinna. Hefur unnið að sjónvarps- mynd um Kjarval alltþetta ór. Verður sýnd ó nœstunni Hrafnhildur Schram. „Ég hef verið að vinna að þessu allt þetta ár, og ég býst við að myndin verði sýnd upp úr af- mæli Kjarvals í haust" sagði Hrafnhildur Schram listfræðingur í samtali við Þjóðviljann, en Hrafnhildur er umsjónarmaður myndar sem sjónvarpið er aö láta gera um líf og list meistara Kjar- vals. „Ég er komin með mikið efni, svo að ég býst við að þetta verði sýnt í tveimur hlutum sitt hvort kvöldið, 45 mínútur í hvort skipti. Þetta er mikið vandaverk, það hefur í raun og veru enginn listfræðingur hætt sér út í Kjarval sem rannsóknarefni fyrr en á þessu afmælisári, enda eru heim- ildir um hann ekki miklar og dá- lítið erfitt að vinna úr því sem fæst. Við höfum farið á þá staði sem hann vann mest á, til dæmis á Kirkjubæjarklaustur, á Snæfells- nes, austur á Hornafjörð og í Hjaltastaðaþingá austur á Héraði en þar átti Kjarval sumarhús sem hann byggði sumarið 1950 og dvaldi þar lengri eða skemmri tíma á hverju sumri í ein 20 ár. Það er svolítið athyglisvert að hann málaði þó aldrei upp á Húsafelli, sem var þó eins konar Mekka listmálara á þessum tíma. Ég held að hann hafi álitið að Ásgrímur, sem var fyrsti mynd- listarkennari hans,hafi verið bú- inn að helga sér þann stað, og Kjarvali hafi ekki þótt við hæfi að fara inn á yfirráðasvæði hans. Og að auki þótti honum alltaf best að mála á Þingvöllum. Það sem gerir manni svolítið erfitt fyrir er að hann vann oft upp eldri myndir og það gerir tímasetningu oft erfiðari. En hann er alltaf að koma manni á óvart, Kjarval er yfirþyrmandi", sagði Hrafnhildur Schram list- fræðingur að lokum. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.