Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
__ Fjárlagaskurður
Framsóknarmenn á veroi
Páll Pétursson: Munum standa vörð um velferðarþjóðfélagið. Skoðum allar skynsamlegar tillögur.
\Haraldur Ólafsson: Fellst ekki á niðurskurð tilfélagsmála. Þarfað skattleggjafjármagnsgróðann
Pað er í lagi að athuga ans ekki búnir að gleyma þeim
skynsamlegar sparnaðartil- tillögum þótt Sjálstæðisflokkur-
lögur, en við munum standa vörð jnn heföi hafnað þeim fyrr í
um velferðarþjóðfélagið og haust. „Það hefur ýmislegt verið
tökum ekki þátt í því að rústa gefið eftir í sköttum, sumt með
menntakerfið,“ segir Páll Péturs- réttu en sumt var ástæðuminna".
son formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins. Þorsteinn Páls-
son formaður Sjálfstæðisflokks-
ins tekur formlega við embætti
fjármálaráðherra síðdegis í dag
en hann hefur lýst því yfir að nú
verði að skera duglega niður til
að ná endum saman á fjárlögum.
„Það er eðlilegt að það sé beðið
eftir tillögum Sjálfstæðisflokks-
ins þar sem 4/5 af ríkisútgjöldum
renna út um greiparnar á ráð-
herrum. Ég hef enga trú á því að
okkur verði stillt upp við vegg en
við erum tilbúnir að skoða nýjar
tekjuöflunarleiðir og skynsam-
iegar sparnaðártillögur með ják-
væðu hugarfari," sagði Páll Pét-
ursson.
Varðandi stóreignaskatt sagði
Páll að Framsóknarmenn væru
Haraldur Ólafsson þingmaður
Framsóknarflokksins í Reykja-
vík sagði í gær að það væri útilok-
að að Framsóknarflokkurinn
gæti fallist á niðurskurð framlaga
til félags- og velferðarmála. „Eg
yrði einnig mjög andvígur öllum
snöggum breytingum á heilbrigð-
is- og tryggingarkerfinu. Það þarf
bæði ítarlegri athugunar og lengri
aðdraganda. Það þarf að skoða
betur ýmislegt í skattakerfinu.
Verðbréfamarkaðurinn er skatt-
laus að öllu leyti og slíkt er fárán-
legt. Eg er sannfærður um að það
liggur gífurlegt fjármagn utan
allrar skattheimtu, hjá fjárm-
agnsgróðanum og milliliðum og
menn þurfa að líta í þær áttir,“
sagði Haraldur Ólafsson.
-»g-
Hafnarfjörður
Vilja
vínsölu
strax
250 manns spurðir álits
áföstudag. 76%
aðspurðra andvígir
núverandi stefnu
bæjarins í
áfengismálum. Yfir
40% kváðustgera
helgarinnkaupin í
Reykjavík um leið og
þeirfœru í „ríkið“.
Mikill meirihluti Hafnfirðinga
virðist vera þeirrar skoðun-
ar að strax eigi að heimila sölu
vínveitinga í bænum ef marka má
athugun sem gerð var á föstudag.
Þar voru ökumenn 250 bifreiða
með skráningarnúmerið G
spurðir álits og í Ijós kom að 76%
voru andvígir peirri áfengisstefnu
sem bæjaryfirvöld hafa fylgt en í
Hafnarfirði er engin áfengisút-
sala og vínveitingar á matsölu-
stöðum ekki heimilar.
Það voru 10 Hafnfirðingar,
sem könnunina gerðu. Talsmað-
ur þeirra, Hrafnkell Marinósson
sagði að önnur spurning þeirra
hefði verið: Ef þið verslið áfengið
í Reykjavík kaupið þið þá til
helgarinnar í leiðinn? 41.6%
svöruðu þessari spurningu ját-
andi, 42.4% neitandi. 16% létu
henni ósvarað. Hins vegar voru
vegfarendur spurðir hvort þeir
væru hlynntir núverandi áfengis-
stefnu bæjaryfirvalda í Hafnar-
firði og aðeins 13.6% svöruðu
játandi en 76% neitandi. 10.4%
svöruðu ekki.
ElstamyndinsemmennþekkjanúeftirKjarval,gerðárið1901 og hefur jafnan verið hjá ættingjum á Borgarfirði eystra þar sem listamaðurinn ólst upp.
Steinþór Sigurðsson hönnuður sýningarinnar og Þóra Kristjánsdóttir listráðu nautur virða myndina fyrir sér (Ijósm SM)
Kjarvalssaga í myndum
Idag eru hundrað ár frá fæð-
ingu Jóhannesar Kjarvals og er
opnuð mikil yfirlitssýning á Kjar-
valsstöðum á verkum hans. Þar
eru 177 málverk, flest úr einka-
eign, auk þess teikningar í eigu
Reykjavíkurborgar og munir og
minjar úr fórum Kjarvals, úr
þeim mikla arfi sem Reykjavíkur-
borg tók eftir hann.
Elsta myndin á sýningunni er
frá 1901 og sýnir einkar mennska
hryssu með folaldi. Myndum er
svo raðað í tímaröð og fara þar
saman sum frægustu verka Kjar-
vals og fjölda mynda sem lítt eða
ekki hafa sést á sýningum.
Nú er unnið að skrásetningu
verka Kjarvals og eru um 3000
verk komin á skrá. Sú skrá varð
leiðarvísir í söfnun mynda til sýn-
ingarinnar og sýningin hefur ýtt
undir það að fólk hringi inn upp-
lýsingar um verk Kjarvals. Eng-
inn veit hve mörg þau eru - kann-
ski 7000 kannski 9000.
Á göngum eru sýnd bréf og
orðsendingar, skyssur og sýning-
arskrár, boðsmiðar og penslar,
listamannshattar og meira að
segja ein jólakaka forn. Þetta
kemur upp úr mörgum tugum
kassa sem Reykjavíkurborg á úr
fórum Kjarvals og er fyrst núna
verið að skoða innihald margra
þeirra. Geysimikið verk er óunn-
ið að því að skrá bréf og annað
sem til er, en þó er á því byrjað.
Sýndur verður f fundarsal 10
mínútna langur myndbandsþátt-
ur um Kjarval sem Þóra Krist-
jánsdóttir hefur tekið saman. f
tengslum við sýninguna munu
listamenn, listfræðingar, jarð-
fræðingar og sagnfræðingar halda
erindi og safnakennarar munu
skipuleggja kynnisferðir og
fræðslu um Kjarval fyrir grunn-
skólanemendur.
Sem fyrr segir er sýningin opn-
uð í dag með kórsöng, ávörpum
og öðrum hátíðaleik, en síðan
verður hún opin til 15. desember.
Öryggisgæsla verður meiri og
öflugri en áður hefur tíðkast á
myndlistarsýningu hér.
Steinþór Sigurðsson hannaði
sýninguna en aðrir í sýningar-
nefnd eru Einar Hákonarson,
Gunnar Kvaran, Ólafur Jónsson
og Þóra Kristjánsdóttir listráðu-
nautur Kjarvalsstaða. Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands er
verndari sýningarinnar. ÁB.
Framhaldsskólanemendur
Askorun til borgaryfirvalda
Ódýrari fargjöld fyrir nemendur framhaldsskóla í Reykjavík
-V.
Leiðrétting
í viðtali við Guðmund Sveinsson
í Sunnudagsblaði um kynni hans
af meistara Kjarval misritaðist
nafn föður Egils Kristbjörns-
sonar. Hann var sagður Krist-
jánsson og leiðréttist það hér
með.
Igærmorgun um ellefuleytið
mættu fulltrúar nemenda í
mennta- og fjölbrautaskólum
Reykjavíkur á borgarskrifstofur
Reykjavíkurborgar með áskorun
frá nemendum fyrrnefndra skóla
til borgaryfirvalda varðandi
strætisvagnafargjöld fyrir fram-
haldsskólanemendur.
Áskorunin hljóðaði svo: „Á
sameiginlegum fundi nemenda-
stjórna framhaldsskóla í Reykja-
vík, sem haldinn var þann 21.
september í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti var samþykkt að
skora á borgaryfirvöld að beita
sér fyrir því að nemendum
mennta- og fjölbrautaskóla í
Reykjavík verði gefinn kostur á
ódýrari fargjöldum S.V.R. en nú
er.
Fórsendur þessarar áskorunar
eru þær að nemendur framhalds-
skólanna, einn stærsti notenda-
hópur S.V.R. hafa í fæstum til-
fellum nokkrar tekjur yfir skóla-
árið, og strætisvagnaferðir vega
því ótrúlega þungt á metunum í
útgjöldum þeirra. Benda má að
miðað við lágmarks notkun hins
almenna nemanda sem telur
strætisvagnaferðir í og úr skóla,
er kosntaður vegna ferðanna kr.
11.000 yfir skólaárið. Við
minnum á að einnig er ærinn til-
kostnaður við skólabókakaup og
greiðslu skólagjalda svo eitthvað
sé nefnt.
Vegna þess hve mál þetta er
Tirýnt hagsmunamál nemenda
vonumst við eftir því að það hljóti
skjóta og góða afgreiðslu í borg-
arsjtjorn.“
Bréfið var fyrst afhent Davíð
Oddssyni, borgarstjóra og síðan
forseta borgarstjórnar, stjórnar-
formanni SVR og borgarstjórn-
arfulltrúum. JH
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Flugfreyjusamningar
Allt óbreytt
„Það flosnaði upp úr samningaviðræðunum niðri í Karphúsi á föstu-
daginn og við höfum ekkert fengið boð um nýjan fund síðan þá,“ sagði
Margrét Guðmundsdóttir, formaður Flugfreyjufélags íslands þegar
Þjóðviljinn hafði samband við hana til að spyrjast fyrir um gang
viðræðna þeirra og samningsaðila þeirra.
„Það var haldinn trúnaðarmannaráðsfundur og það sem þar fór
fram er trúnaðarmál. Við bíðum bara eftir fundarboði,“ sagði Mar-
grét.