Þjóðviljinn - 15.10.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
Nothæf eldavél
óskast. Er einhver, sem vill losa sig
viö gömlu eldavélina sína fyrir lítið
eða (það sem væri enn betra) ekk-
ert?
Mig bráðvantar eina slíka. Má vera
aldin en þarf að vera í sæmilegu lagi.
Vinsamlegast hringið í síma 81333.
(auglýsingadeild) á skrifstofutíma.
Timburuppistöður
Ódýrar timburuppistöður, 1 '/2x4, og
2x4, stuttar lengdir. Upplýsingar í
síma 76543.
Stanley handfræsari
til sölu. Lítið notað verkfæri. Upplýs-
ingar í síma 71769.
Til sölu
Marshall bassabox, staðgreiðsluverð
6.000 kr, og Farfisa Lesley, stað-
greiðsluverð 8.000 kr.
Upplýsingar í síma 28947 eftir ki. 17.
íbúð óskast
5 manna fjölskylda óskar eftir að taka
á leigu 5-6 herbergja íbúð eða hús.
Upplýsingar í síma 82527.
Skólafólk -
látið sumarhýruna endast
Verslið á flóamarkaðinum Hafnar-
stræti 17, kjallara. Opið: mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 2-6
e.h.
Samband
dýraverndunarfélaga íslands.
Tll sölu
er 20 fermetra ónotað, drapplitað Ál-
afossullarteppi með filti og listum.
Selst á 14.000 krónur, kostar í búð
30.780.- Upplýsingar í síma 611036.
Dúkkurúm tii sölu
hvít með handmáluðum rósum, í
tveimur stærðum. Rúmin eru skrúfuð
og límd saman og er óhætt að fullyrða
að þau endast í mannsaldur. Auður
Oddgeirsdóttir sími 611036.
Til sölu
Eikarkojur (hlaðrúm) til sölu. Sími
12084.
Nýjar kartöflur
tll sölu
Handuppteknar og án allra úðunar-
og eiturefna. Sími 10282 á kvöldin.
Vantar píanó
Mig bráðvantar notað píanó til kaups
eða leigu. Upplýsingar í síma 45902.
Trabant ’79
á góðum vetrardekkjum, selst til nið-
urrifs fyrir lítið. Er með góðan gír-
kassa, vél í lagi og margt annað brúk-
legt. Upplýsingar í síma 671901 eftir
kl. 19.
Til sölu
frystikista, Eletrolux, ca. 4001. Lengd
1,32 m, breidd 63 cm. Upplýsingar í
síma 32397 eftir kl. 18 næstu daga.
VW bjalla árg. ’74
til sölu. Þokkalegur bíll, skoðaður '85.
Verð 25-30 þúsund. Upplýsingar í
síma 31853.
Svalavagn
Óska eftir svalavagni. Upplýsingar í
síma 17482.
Dagmömmur athugið
5 mánaða gamlan snáða vantar
barnagæslu frá kl. 12-17 frá 1. nóv-
ember. Helst í Vesturbæ eða Hlíðar,
annað kemur þó til greina. Vinsam-
legast hringið í síma 616467.
Einmana hvítur
kvenpáfagaukur
óskar eftir karlpáfagauk. Símar
23218 eða 14055.
Til sölu
skápasamstæða og borðstofuborð,
ásamt 4 stólum. Einnig Ijósakróna,
Kalkhoff drengjahjól, kvenskíðaskór
nr. 39. Upplýsingar í síma 77932.
Heimilisstörf
verða oft útundan hjá okkur. Er ein-
hver góð manneskja ung eða gömul
sem vill fá smáaukapening fyrir 2
tíma á viku. Þá vinsamlegast hringið í
síma 35528.
Barnapía óskast
í Vesturbænum öðru hvoru um helgar
og á kvöldin. Sími 22507 eftir kl. 17.
Notar þú ekki
píanóið þitt?
Dóttir okkar er að byrja að læra á
píanó samkvæmt eigin vali. Gallinn
er bara sá að við eigum ekkert píanó,
þess vegna viljum við kaupa notað
píanó. Það verður að vera gott til að
auka áhugann. Ef þú getur liðsinnt
okkur hafðu þá samband eftir hádegi
í síma 621132.
Félagasamtök/Fyrirtæki
Tökum að okkur að dreifa blöðum,
bæklingum og fleiru. Hafið samband
eftir kl. 17 við Maggý í síma 19513,
eða Rósu í síma 46538.
Hjónarúm til sölu
með 2 lausum náttborðum. Einnig á
sama stað svefnbekkur til sölu. Upp-
lýsingar í síma 16328 eða 18590.
Tll sölu
Borðstofusett + 6 stólar. Selst á 5000
krónur. Upplýsingar í síma 54708 eftir
kl. 16.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í Norðurlands
veg um Lækjamótsmela.
Helstu magntölur:
Lengd.................................1,9 km
Fylling.fláafleygarogburðarlag 53.000 m3
Verkinu skal lokið 1. júní 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, Borg-
artúni 7,105 Reykjavík og Borgarsíðu 8, 550 Sauðár-
króki frá og með þriðjudeginum 15. október 1985.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 28. okt. 1985.
Vegamálastjóri
BLAÐBERAR
ÓSKAST
Kaplaskjólsvegur, Meistaravellir.
DJÓÐVILJINN
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiói og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiói.
Gerum föst verðtilboó
SÍMI 46711
VIÐSKIPTI
Bœkur
Ævisaga
Kjarvals
Út er komin hjá Almenna bóka-
félaginu ævisaga Jóhannesar S.
Kjarvals eftir Indriða G. Þor-
steinsson. Þetta er mikið verk í
tveimur bindum og rekur ævi
Kjarvals frá fæðingu á Efriey I
Meðallandi 15. október 1885 og
til dauðadags 13. apríl 1972. Auk
þess eru margar myndir í ævisög-
unni, bæði litprentanir af mál-
verkum og ljósmyndir frá ævi
listamannsins og af samferðafólki
hans.
Indriði G. Þorsteinsson var af
Hússtjórn Kjarvalsstaða ráðinn
árið 1976 til að rita þessa ævi-
sögu. Hefur hann unnið að því
verki síðan, fyrst við gagnasöfn-
un og úrvinnslu gagna, en eigin-
leg ritun sögunnar hófst ekki fyrr
en um áramótin 1983-84, að því
er hann segir í eftirmála við verk-
ið. Davíð Oddsson borgarstjóri
ritar formálsorð fyrir verkinu.
Ævisaga Kjarvals er glæsileg
bók og hefur Hafsteinn Guð-
mundsson ráðið allri uppsetningu
hennar og útliti. Val málverka
sem myndir eru af í ævisögunni
hefur Frank Ponzi annast og haft
umsjón með prentun þeirra. Þar
sem verkið er unnið að frum-
kvæði Reykjavíkurborgar hafa
aðilar í stjórn borgarinnar fylgst
Sviðsmyndir
Oskar fer í reisu
Fyrirtækið SviðsMyndir h/f
hefur fengið beiðni um að gera
tvær brúður eða fígúrur í tilraun-
askyni fyrir Jyske Bank í Dan-
mörku. Sá banki hefur um nokk-
urt skeið haft nána samvinnu við
Iðnaðarbankann á íslandi.
Markaðsstjóri Jyske Bank
heimsótti sýninguna, Heimilið
’85, í sumar og sá þar Óskar,
sparibauk Iðnaðarbankans,
stækkaðan upp í stóra brúðu eða
fígúru sem fullorðinn maður gat
staðið inní og hreyft sig í. Þessi
stóri Óskar dró að sér mikla at-
hygli, einkum þeirra yngri og
pantaði fulltrúi Jyske Bank tvær
slíkar verur til að nota í kynning-
arstarfi í Danmörku.
Eftir fimm mánaða starfsemi
býður fyrirtækið uppá nýja þjón-
ustu. í rúmgóðum húsakynnum
SviðsMynda hefur verið útbúið
100m2 stúdíó, þar sem hægt er að
stilla upp bakgrunni með enda-
lausum útfærslumöguleikum.
Flugleiðir
Breytingar
Steinn Lárusson hefur verið
ráðinn svæðisstjóri Flugleiða í
Noregi með aðsetri í Osló og
tekur hann við því starfi þann 20.
þessa mánaðar. Steinn var ráðinn
sölustjóri Flugleiða í Noregi í árs-
byrjun 1984, en var áður um ára-
bil framkvæmdastjóri ferðaskrif-
stofunnar Úrvals. Skarphéðinn
Árnason sem verið hefur svæðis-
stjóri í Noregi hefur af heilsufars-
ástæðum óskað eftir að láta af
þeim starfa, en mun vinna sem
sölu- og markaðsráðgjafi við
skrifstofu félagsins í Osló.
Þá hefur Sigmar Sigurðsson
verið ráðinn forstöðumaður
farmsöludeildar Flugleiða frá 15.
janúar næstkomandi. Sigmar
kemur því aftur til starfa hjá
Flugleiðum, en síðustu ár hefur
hann veitt starfsemi Cargolux í
Austurlöndum forstöðu með að-
setri í Hong Kong. Sigurður
Matthíasson hefur veitt farmsölu-
deild forstöðu frá árinu 1973. Sig-
urður mun hafa umsjón með dag-
legum rekstri Bflaleigu Flugleiða
auk annarra sérverkefna innan
Flugleiða.
Afurðasalan
Hinir heppnu
I tengslum við fjölskylduhátíð
Afurðasðlunnar og Goða helgina
21.-22. september sl., Kjötdaga,
var gestum boðið að taka þátt í
getraun með yfirskriftinni:
,Jlvers vegna er íslenskt lamba-
kjöt eins bragðgott og raun ber
vitni?“.
Þátttakendur urðu alls 2453
talsins og rétt svör höfðu um
1200. Vinningar í boði voru 10
lambaskrokkar (1/1), hlutaðir
niður og pakkaðir í lofttæmdar
umbúðir.
Dregið hefur verið úr réttum
vinningum og hinir heppnu voru
þessir: Agnar Bragi Bragason,
Anna Jósepsdóttir, Ásdís Gunn-
arsdóttir, Birkir Björnsson, Júl-
íus Guðmundsson, Katrín Pét-
ursdóttir, Kristján Pétursson,
Steinunn Guðbjörnsdóttir, Þor-
björg Þorbergsdóttir, Þórunn
Lýðsdóttir.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. október 1985
náið með framvindu þess og hef-
ur Björn Friðfinnsson fram-
kvæmdastjóri lögfræði- og stjórn-
sýslu borgarinnar mest komið þar
við sögu.
Ævisaga Kjarvals er eins og
áður segir í tveimur bindum.
Fyrra bindið er 288 bls. að stærð
og síðara bindið 326 bls. og eru þá
myndasíður ekki taldar með.
Filmuvinnu og prentun bókar-
innar hefur Prentsmiðjan Oddi
annast.
Bókrún hf
Tvær bækur
væntan-
legar
Minnisbók Bókrúnar 1986
kemur út 24. október næstkom-
andi og skömmu síðar annað
bindi „Úr ævi og starfi ísienskra
kvenna“, útvarpserindi Bjargar
Einarsdóttur.
í tilefni loka kvennaáratugar
Sameinuðu Þjóðanna kemur sér-
stæð minnisbók eða dagbók fyrir
almanaksárið 1986 með fróðleik
um konur og störf þeirra við
hvern dag ársins. Minnisbókin
kemur út á 10 ára afmæli kvenn-
afrísins 24. október 1985 og verð-
ur fyrst í kynningarsölu á sýningu
’85-nefndarinnar á verkum
kvenna dagana 24. til 31. þessa
mánaðar í nýbyggingu Seðla-
banka íslands við Arnarhól í
Reykjavík. Síðan fer minnisbók-
in á bóksölustaði.
Annað bindi útvarpserindanna
um íslenskar konur, ævi þeirra og
störf, sem Björg Einarsdóttir
flutti í útvarpið síðastliðna tvo
vetur, er væntanlegt á bókamark-
aðinn á næstunni. Alls verða þrjú
bindi í þessu safnriti þar sem fjall-
að verður um 70-80 konur sem
uppi voru á síðari hluta 19. aldar
og framan af þeirri 20.
Verslun
Sérverslun
með plaköt
Opnuð hefur verið að Lauga-
vegi 33 (UPPI) verslunin Pastel,
sérverslun með Gailerý plaköt og
innrömmun.
Gallerý plakat er sérhannað
myndverk þar sem unnið er með
myndir /tákn og letur. Það brúar
bilið milli fjöldaframleiddra eftir-
prentana og málverka eða grafík-
mynda í takmörkuðu upplagi.
Þessi tegund mynda hefur mjög
rutt sér til rúms erlendis sem veg-
gjaprýði á heimilum og vinnust-
öðvum á síðustu árum.
Sýningasalur Pastel og jafn-
framt móttaka mynda til inn-
römmunar er opin á verslunart-
íma. Nú þegar er boðið upp á 45
gerðir sérsniðinna ramma í öllum
regnbogans litum bæði úr tré og
áli.
Eigendur verslunarinnar eru
Björn Valdimarsson, Guðmunda
Valdimarsdóttir, Hafsteinn
Árnason og Sigríður Líba Ás-
geirsdóttir.