Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1986, Blaðsíða 5
Jón Helgason 1899 -1986 Jón Helgason lést á sunnu- daginn um hálf fimm I Hvidovre- spítala í útborg Kaupmannahafn- ar. Banamein hans var blóðtappi í hjarta. Hann var fluttur á sjúkra- húsið á miðvikudagskvöld, og hélt fullri meðvitund þar til yfir lauk að sögn Agnete Loth, eigin- konu hans. Jón fæddist 30. júní 1899 að Rauðsgili í Hálsasveit í Borgar- firði, sonur Valgerðar Jónsdóttur og Helga Jónssonar sem þar bjuggu. Hann tók stúdentspróf utanskóla við Menntaskólann í Reykjavík árið 1916 og lauk síð- an mag. art. prófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafn- arháskóla 1923. Árið 1926 varði hann doktorsritgerð sína í Há- skóla íslands. Hann kenndi við háskólann í Osló næsta vetur en varð árið 1927 forstöðumaður Árnasafns í Kaupmannahöfn og síðar Árn- astofnunar, og gegndi því starfi meðan aldur leyfði auk prófess- orsstöðu við Hafnarháskóla frá 1929. Eftir Jón liggur ótal ritgerða, rita og útgáfna af vettvangi ís- lenskra og norrænna fræða. Doktorsrit hans fjallar um Jón Ólafsson frá Grunnvík, og af öðr- um verkum má nefna Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálks- sonar (1929), Norr0n Litteratur- historie (1934), Norges og Islands digtning (í Nordisk Kultur VIII, 1952), Den store saga om Olav den hellige (útgáfa ásamt O.A. Johnsen 1930-41). Hann hefur annast fræðilega útgáfu texta frá ýmsum tímum íslenskrar sögu, frá Eddukvæðum og Hungur- vöku um Brynjólf biskup Sveins- son og Jón úr Grunnavík til Bjarna Thorarensen. Kunnust fræðilegra verka Jóns munu þó almenningsútgáfur Eddukvæða í Tveim kviðum fornum (1962) og Kviðum af Gotum og Húnum (1967), og Handritaspjall (1958). Ritgerðakorn og rœðustúfar komu út 1959. Árið 1939 kom út ljóðabókin Úr landsuðri, og aftur 1948 með úrfellingum og viðbótum. Tutt- ugu erlend kvieði og einu betur (1962) og Kver með útlendum kvœðum (K>76) geyma ljóðaþýð- ingar. Jón kvæntist Þórunni Ástríði Björnsdóttur árið 1923, og eru börn þeirra Björn (f. 1925), Helgi (f. 1926) og Sólveig (f. 1932). Þórunn lést árið 1966. Síðari kona Jóns var Agnete Loth nor- rænufræðingur í Kaupmanna- höfn. í EYRARSUNDI (um veturnætur 1940) Heim skal ntX vitjað til Hadesar bústaða dökkra, hugur mun særast unz tómlœtið gerist hans brynja, augað mun daprast við umlyking sífelldra rökkra, eyrað mun sljóvgast er skrímslin í loftinu drynja. Gustar um þiljur, og sœrinn á súðunum niðar, síðustu dofnandi kvöldgeislar leiðina vísa... Hverfandi frelsi! ó sól þú er sígur til viðar, sé ég þig aftur úr djúpunum Ijómandi rísa? Stjarnanna þúsundir tindra um himinsins hvelfing, heilagur eldur í víðáttu geimanna lifir; engu að síður er Ijós þeirra lifandis skelfing lítið hjá öllu því myrkri sem nóttin býr yfir. Mér er um megn að skilja þá menn... Mér þætti það óviðurkvæmilegt að standa á þeim stað sem nú stend ég, án þess að koma nokkursstaðar nálægt því vandamáli sem gnæfir hátt yfir öll önnur, því vandamáli sem meira er öllum öðrum sem steðjað hafa að þessari þjóð frá því er land byggðist. Ég get skilið þá menn sem halda að stórveldisher í landinu sé ill nauðsyn; þeir sjá tvo kosti og báða illa, en þykir þessi þó skárri en hinn. En mér er um rnegn að skilja þá menn sem með fullkomnu jafnaðargeði, gott ef ekki með ánægju, horfa á þenna her búa um sig; horfa á ný og ný landsvæöi hverfa í hendur honum; horfa á hvernig afkoma þjóðarinnar verður háðari og háðari honum; horfa á hvernig hugirnir sljóvgast smátt og smátt gagnvart honum, þannig að meðal sumra rnanna má helzt ekki minnast á hann; það dugir ekki að ýfa santvizkurnar! ef þú lætur í ljósi að þér ógni þessi her, skaltu heita kommúnisti! Þú nafni minn, Jón Sigurðsson, þú sem stendur andspænis mér á þessari stundu, datt þér nokkurntíma í hug að þetta ætti að liggja fyrir hinu frjálsa íslandi sem þú barðist fyrir? (Af svölum Alþingishúss, Istu des. 1954 Ritgerðakorn og rœðustúfar). Sem leiftur fari um hugskotið... Rússneskur serkneskufræðingur að nafni KratíAovski hefur samið geðþekka bók sem margir utanfræðigreinarmenn hafa lesið sér til vizkudrýginda. Hann hefur varið til þess æviárum sínum að lesa og rannsaka handrit serkneskra þjóða, og í bókinni minnist hann einatt á þá gleði, stundum einnig á þau vonbrigði, er þeir menn hljóta oft að reyna sem við svona hluti fást; en í ritum þar sem þeir leggja fram árangur rannsókna sinna eru þeir tíðast fáorðir um slíkt; um niður- stöðurnar þykir þeim sem aðra varði, en ekki um reynslú þeirrasjálfra. KratSkovski talar hvað eftir annað um þá ókyrrð hugarins,þá hitasótt eftirvæntingarinnar, þann skjálfta eða jafnvel hroll sem fari um líkam- ann þegar ný athugun eða ný hugmynd er að skapast og lýsast og skýrast. Og einusinni segir hann frá því að hann var að glíma við torráðið lesmál, og allt í einu tekur hann á rás, öllurn nálægum til mikillar undrunar, og hendist sem fætur toga um sali og stiga bóka- safnsins allt upp á áttundu hæð, af því að þar vissi hann standa þá bók sem mundi hjálpa honurn til að skera úr hvort hugboö sem hann hafði fengið mundi rétt eða rangt; þegar hann hafði náð í bókina sá hann letrið á henni tvöfalt og sem í móðu. Blóðið rennur þyngra og hægra í okkur sem bornir erum frammi undir norðlægum jöklum. Og þó kunnunt við að þekkja eitthvað til hins sama: það er sem leiftur fari um hugskotið og því fylgir grunur sem maður finnur á sér að hlýtur að vera réttur, jafnvel þó að sjálf rökin séu enn í þoku eða að mestu leyti ófundin. (Islenzk handrit í British Museum, Ritgcrðakorn og rœðustúfar.) ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.