Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 27. tölublaš - Sunnudagsblašiš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Aitor Yraola, lektor í spœnsku
Grikkinn í Toledo
í yfirliti yfir spænska málaralist
eru oftast tilnefndir fjórir lista-
menn sem eins og varða veginn
frá 15. öldinni og fram á okkar
daga og birta okkur ákaflega ó-
líkan skilning á listinni: El Greco,
Velázquez, Goya og Picasso. AU-
ir sýna þeir okkur og sanna með
list sinni að mannleg snilli hefur á
öllum tímum verið fær um að
skapa ný túlkunarform. Sé litið á
æviferil hins fyrsta þessara
meistara og hins síðasta sjáum
við að eitt eiga þeir þó sammerkt:
hvorugur verður talinn einungis
spænskur listamaður. Domenico
Greco var útlendingur, sem barð-
ist við það alla tíð að halda sér-
kennum sínum í umhverfi því er
hann bjóíog var starfsvettvangur
hans þó einkum í borginni er
hann bjó í lengstaf ævinnar, Tole-
do. Picasso aftur á móti fæddist á
Spáni en bjó mestan hluta ævi
sinnar erlendis, þótt skapferli
hans og list skiljist hvorugt nema
með tilliti til tengslanna við Spán.
Líf Domenicos Greco hefur
enn ekki verið nægilega skýrt og
allt fram á þessa öld hafa dómar
gagnrýnenda fallið í sama farveg
og álit samtímamanna, á þann
veg að stíll hans væri mjög frá-
brugðinn stíl annarra málara,
hann vekti „furðu", „virðingu",
„aðdáun". Að el Greco látnum,
árið 1614, var hann talinn öfga-
kenndur í list sinni og menn tölu-
ðu jafnvel um „sálrænar og
líkamlegar truflanir" er þeir vildu
útskýra myndir hans. Á nítjándu
öldínni voru afbrigði í myndum
hans einatt talin „sýnir geðtrufl-
aðs manns" og til voru þeir einnig
sem reyndu að sannfæra fólk um
að'óvenjuleg hlutföll í sumum
trúarlegum myndum hans væru
afleiðing sjónskekkju.
Hlutlaus skoðun á verkum el
Grecos og athugull lestur þekkt-
ustu ævisagna hans leiðir þó í ljós
að því fór fjarri að hann væri
hálfsturlaður og sæi sýnir, heldur
var hann rökfastur listamaður
sem sýna vildi í verkum sínum
ákveðin listræn hugtök, sem
hann reyndar tilfærir sjálfur í
spássíukroti á bækur sem enn eru
til úr eigu hans.
Þessi málari sem sumir kölluðu
„tilgerðarlegan" (manierista) og
aðrir töldu dulhyggjumann, var
þannig allur í formlegri og tækni-
legrí framsetningu listarinnar og
skipar sér sérstæðan sess meðal
hinna mörgu málara „manier-
ista"-stefnunnar, milli Endur-
reisnarinnar og barokktímans.
Fáir málarar hafa sýnt í verkum
sínum sem heild fastmótaðri stíl
og er það líklega ein af ástæðun-
um til þess hve menn furðaði á
málverkum hans.
Til þess að skilja feril og stíl
þessa mikla krítverska málara er
ekki önnur aðferð betri en sú að
huga að því umhverfi sem mótaði
hann, borgunum sem hann bjó í.
El Greco varð 73 ára gamall og 27
fyrstu ár ævinnar bjó hann á Krít,
2 ár í Feneyjum, 6 í Róm og síðan
nærri 38 ár í Toledo. Skýrasta
dæmið um hve Krít var honum
alla tíð hugstæð er að finna í árit-
un hans á hin fjölmörgu verk sín,
Domenico Theotocopulos Kres-
.., það er að segja „Kríteyingur".
Krít, ítalía
og Toledo
Vel má vera að sú staðreynd að
hann var Krítverji, sestur að í
öðru landi, skýri að nokkru ýmsa
framandlega  drætti  í  verkum
„Hortensio Pararicino munkur", í El Greco safninu.
hans, þann austræna eða býs-
anska svip sem sum verk hans
bera.
Fátt eitt er vitað um líf hans á
Krít, en talið að hann hafi þar
málað altarismyndir meó atvik-
um úr píslarsögunni og nær ör-
ugglega  hafi  hann  málað þar
myndir af Maríu guðsmóður á
gylltum grunni og þar fylgt býs-
anskri hefð, sem ríkjandi hafi
verið í krítverskri málaralist á
„Greifinn af Orgaz borinn til grafar" í Kirkju heilags Tómasar í Toledo.
miðri 16. öld. íkon eða helgi-
mynd með heilögum Lúkasi,
guðsmóður og barninu, sem
varðveitt er í Benaki-safninu í
Aþenu, staðfestir með áritun
hans, „cheir Domenikou" (frá
hendi Dómeníkusar), fyrstu verk
hans á Krít.
Um dvöl hans í Feneyjum er
ekkert vitað með vissu - Málaði
hann þar myndir af Maríu guðs-
móður? Notaði hann tímann til
að kynna sér verk Tizians eða
Tintorettos? Frá skammri dvöl
hans í Feneyjum hefur varðveist
hin fræga þrískipta altaristafla
sem kennd er við Modena, þar
sem þegar má greina eitt höfuðá-
hersluatriði málarans, fjarvídd-
ina. Dvöl el Grecos í Róm er
skjalfest með bréfi sem dagsett er
í nóvember 1570, þar sem sagt er
frá því að kominn sé til borgar-
innar ungur maður, lærisveinn
Tizians, og honum lýst sem
„óvenjulegum" málara. Einungis
tveimur árum eftir komuna til
Rómar er hann orðinn félagi í
hinni frægu Akademíu heilags .
Lúkasar og hafði eigin vinnu-
stofu. í Róm hefur el Greco get-
að kynnst áhrifamönnum frá
Spáni, t.d. í veislum er hann sótti
íFarnesi-höll. Kannski hitti hann
þar Petro Chacón, kanúka dóm-
kirkjunnar íToledo, sem ef til vill
réði úrslitum um það að el Greco
kom til Spánar.
Til Toledo kom el Greco með
trausta menntun í listinni, með
reynsluna frá Krít, Feneyjum og
Róm, þar sem hann átti þess kost
að kynna sér til hlítar sköpunar-
verk helstu meistara Endur-
reisnarinnar.
El Greco bjó í Toledo frá 1577
til 1614. Nýlegar ævisögukannan-
ir hneigjast til þess að draga úr
mikilvægi borgarinnar pg áhrif-
anna sem hún hafi haft á list hans,
en þegar el Greco kom til Toledo
bar hún - eins og reyndar enn í
dag - svipmót fjölbreytilegra
stíltegunda og menningaráhrifa.
Minjar hins klassíska heims voru
þar hlið við hlið þess sem eimdi
eftir af arfleifð vísigota og tímum
kalífanna. í Toledo mátti í þann
tíma finna návist gyðinglegrar
menningar, húsið sem el Greco
bjó í stóð nálægt tveimur bæna-
húsum eða synagógum og þar
mátti einnig sjá mörg merki mú-
derja, múslima eða múhameð-
strúarmanna, sem orðið höfðu
eftir í borginni er hún komst
kristnum mönnum í hendur.
Þessi deigla * stíltegunda og
menningaráhrifa átti kannski
mestan þátt í því að Toledo varð
el Greco „ættland öðrum frem-
ur", eins og munkurinn og
skáldið Hortensio Paravicino,
góðvinur málarans, komst að
orði.
Unnt er að gera sér grein fyrir
verkum el Grecos í Toledo með
vísan til uppistöðu þeirra, röð
mikilvægra pantana, verka sem
honum var falið að vinna, þar á
meðal „Tilbeiðslan" (La piedad)
og mynd heilags Lárentínusar
(San Lorenzo) og fleiri málverk
af trúarlegum toga. Hann gerði
einnig margar mannamyndir og
merkilegar, þar á meðal hina
leyndardómsfullu „Maðurinn
með hönd á hjarta", sem nú er á
Prado-safninu (í Madrid).
Um það bil er þessum verkum
var lokið og fyrstu verkunum sem
fólk hafði pantað hjá honum,
hitti hann Filippus annan, Spán-
arkóng. Kóngur fól honum að
mála mynd um píslarvættisdauða
heilags Máritíusar, er fara skyldi í
kirkju nærri el Escorial-höllinni,
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. febrúar 1986
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20