Þjóðviljinn - 17.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Þriðjudagur 17. júnf 1986 134. tölublað 51. órgangur ------------ 1 Sakadómur Aðför að ritfrelsinu Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur, dœmdur í undirrétti vegna ummœla um lögregluna Ef þessi dómur fær að standa, þá er ekkert ritfrelsi í landinu, sagði Þorgeir Þorgeirsson, rithöf- undur, en undirréttur dæmdi hann í gær til að greiða 10.000 kr. til ríkissjóðs, auk málskostnaðar, vegna ákveðinna ummæla um lögregluna ■ tveim greinum eftir Þorgeir, sem birtust í desember 1983. Greinar þessar birtust í kjölfar Skaftamálsins svokallaða, og fjölluðu um ofbeldi lögreglunnar gegn borgurum landsins. Þorgeir sagði í gær að hann hefði áfrýjað þessum dómi tii Hæstaréttar þó hann búist ekki við því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu. „Þar sitja sömu fasistarnir og í undirrétti,“ sagði Þorgeir. „Hér hefur verið gerð aðför að starfandi rithöfundi eftir nákvæmlega sömu formúlu og í Hitlers-Þýskalandi eða í So- vétríkjunum í dag. Hér hefur rit- höfundur verið dreginn fyrir sakadóm og dæmdur fyrir ritstörf sín og aðferðin sem beitt var við það er mikið alvörumál og ég er hræddur um að ekki yrði liðið ef rafvirki yrði dreginn fyrir dóm- stóla vegna rafvirkjastarfa sinna. Þorgeir sagði að lokum, að hann ætlaði sér að fara með þetta fyrir mannréttindadómstólinn í Strassburg. „Ég lít ekki til þess þó sektin sé smáaurar því hér er um prinsipmái að ræða, hvort hér sé ritfrelsi eða ekki.“ —Sáf Jorge Luis Borges. Bókmenntir Borges Krossá í Þórsmörk hefur löngum verið illfær og ferðamönnum þung í skauti. Um helgina var vígð ný göngubrú yfir ána undir Valahnjúk. Brúin er sú lengsta sinnar gerðar á landinu, 45 metrar. Það voru félagar í Ferðafélagi íslands sem byggðu brúna í sjálfboðavinnu en hönnun og efni var þegið að gjöf frá ýmsum aðilum. Ljósm. - sibl. látinn Argentínska stórskáldið Jorge Luis Borges lést þann 14. júní í hárri elli, 86 ára að aldri, í Genf þar sem hann hafði verið búsettur undanfarin ár. Jorge Luis Borges er einn þeirra rithöfunda sem hæst ber í bókmenntum aldarinnar. Hann var ljóðskáld sem sagnahöfundur og mikilhæfur túlkandi bók- mennta alla tíð, því skrif hans um bókmenntir þóttu alltaf sæta miklum tíðindum. Á íslensku hefur komið út eftir hann smá- sagnasafnið Suðrið í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Ljóð- skáldinu Jorge Luis Borges geta menn kynnst lítillega í nýjasta Teningi, þar sem birt eru nokkur Ijóð hans í snilldarþýðingu Sig- fúsar Bjartmarssonar skálds. Borges var mikill unnandi ís- lenskra fornbókmennta og hreifst þar einkum af íslendinga- sögum og Eddukvæðum og gerði sér eitt sinn ferð hingað til þess að kynnast af eigin raun heimkynn- um þessarar stórkostlegu bók- mennta, eins og hann mun hafa sagt. Jorge Luis Borges var blindur mikinn hluta ævinnar, en sagði það í engu hindra sig í bók- menntasköpun, - miklu heldur hið gagnstæða því fyrir vikið væri hugurinn frjálsari til þess að kanna óhindrað þaö ímyndunar- afl og hugmyndaauðgi sem býr með mönnum. Þessi ummæli Borgesar segja meira en mörg orð um hið látna skáld. -pv Háskóli íslands 75 ára í dag Hátíðarhöld afmœlisins fara fram í október Háskóli íslands er 75 ára í dag en Háskólinn tók til starfa í Aiþingishúsinu þann 17. júní 1911. Hátíðarhöld í tilefni afmæl- isins verða haldin í október nk. og munu þau standa yfir í nokkra daga. Hátíðin verður sett laugardag- inn 4. október með samkomu í Háskólabíói en á henni mun háskólarektor flytja hátíðarræðu og forseti íslands og mennta- málaráðherra flytja ávörp. Þá mun Háskóli íslands útnefna 20 innlenda og erlenda heiðursdokt- ora. Gert er ráð fyrir því að nokkrir þessara einstaklinga flytji erindi í tengslum við hátíð- arhöldin. Helgina eftir setninguna mun Háskólinn gangast fyrir „opnu húsi“ en þá hefur almenningur kost á að skoða allar háskóla- byggingarnar undir leiðsögn kennara og stúdenta. Sérstök rit verða gefin út í til- efni af afmælinu. Má þar nefna sérstakt afmælisrit með safni greina um starfsemi stofnunar- innar, en þetta mun vera fyrsta tölublað nýs tímarits sem Há- skólinn setur á stofn og verður Sigurjón Björnsson sálfræðingur ritstjóri tímaritsins. Auk tíma- ritsins verður gefin út bók um húsnæðis- og byggingarsögu Há- skólans hina fyrstu áratugi starf- semi hans. Höfundur bókarinnar er Páll Sigurðsson en Páll sér um allan undirbúning hátíðarhald- anna. í Háskóla Islands eru nú alls 4564 nemendur sem skiptast í 9 deildir, en fastir kennarar við Háskólann eru nú 268. -K.ÓI. Kópavogur Meirihluti A-flokkanna Málefnasamningur Alþýðubandalags og Alþýðuflokks samþykktur á fundi félaganna ígœrkvöldi. Heimir Pálsson: í samrœmi við kosningaúrslit að A-flokkarnir myndi meiri- hluta. Náðst hefur samstaða um myndun meirihluta Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks í bæj- arstjórn Kópavogs. Á fundum í félögunum í gærkvöldi var ítar- legur málefnasamningur flokk- anna samþykktur. Tekur hin' nýja bæjarstjórn til starfa á auka- fundi sem haldinn verður nk. föstudag. Heimir Pálsson efsti maður á G lista Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi og einn 3ja bæjarfulltrúa flokksins sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann væri ánægð- ur með þennan nýja málefna- samning flokkanna. Kosningaúr- slitin hefðu ótvírætt gefið til kynna að A-flokkarnir í Kópa- vogi ættu að vinna saman í meiri- hluta og nú hefði tekist að koma þeim meirihluta á. Flokkarnir hafa ekki skipað menn í nefndir en ákveðið hefur verið að Alþýðubandalagsmaður gegni starfi formanns bæjarráðs 1. og 4. ár kjörtímabilsins. Hin ár kjörtímabilsins skiptist flokkarn- ir á þessum æðstu embættum. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi nú eru Heimir Pálsson, Heiðrún Sverrisdóttir og Valþór Hlöðversson. Bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins eru Guðmundur Oddsson, Rannveig Guðmundsdóttir og Hulda Finn- bogadóttir. Sjálfstæðisflokkur með 4 bæjarfulitrúa og Fram- sóknarflokkur með 1 fulltrúa sitja í minnihluta bæjarstjórnar næstu 4 árin. Bæjarstjóri verður Kristján Guðmundsson. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.