Þjóðviljinn - 07.08.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.08.1986, Blaðsíða 8
„Ég er að vinna hérna á höfninni hjá pabba mínum við að taka við fisknum úr bátunum og selja i fiskbúðir", sagði Þröstur Magnússon en hann var að prófa veiðistöngina sína úti á Granda í sólskininu. Ljósm.E.ÓL. Fiskurinn v ■ aaÆ ■ ■ ur hofninni ekki étandi „Blessuð vertu maður, höfnin er svo menguð að ufsinn og kolinn sem veiðast hérna er ekki étandi“, sagði Þröstur Magnússon 15 ára. En hann var að veiða niðri við höfn. „Ég er bara að prófa hjólið, því veiðistöngin mín er búin að vera svolengiíiáni. Annarsfinnst mér mikiu skemmtilegra að fara út á bát að veiða.“ Er yfirleitt mikið af krökkum að dorga hérna á höfninni? „Já, já, í góðu veðri er helling- ur af 10-12 ára strákum að dorga hérna. Ég vinn hérna við höfnina. Er að hjálpa pabba við að taka fisk úr bátum og selja í fiskbúðirnar. Ég er með fínt kaup, fæ svona 25 þúsund á mánuði. En þetta er líka mikil vinna. Við byrjum um kl. 10 á morgnana og erum stund- um til 1-2 á nóttinni. Þá erum við að sortera fiskinn. Svo er pabbi líka með Grandaradíó og ég er að hjálpa honum með það.“ Aðspurður sagði Þröstur að vinnan við Grandaradíó væri þannig að sjómennirnir hringja og segja þeim hvenær þeir koma í land. Þröstur og pabbi hans hafa þá allt tilbúið á höfninni. Panta vöruflutningabíl o.fl.. Blaðamaður kvaddi Þröst til að fæla ekki allan fiskinn í burt fyrir honum. -SA. Fólk fær sólsting og tekur fjörkipp ,,Ég heiti því sjaldgæfa nafni Jón, og er Baldvinsson“, sagði leigubflstjóri sem var að gljá- fægja bflinn sinn. „Ég vinn hjá BSR, sem sumir kalla „Bíddu svolítið rólegur“. En við kjósum nú frekar að kalla stöðina „Besta stöð Reykjavík- ur“.“ Er ekki lítið að gera í svona góðu veðri þegar fólk er afslapp- að? „Nei, aldeilis ekki. Það er eins og fólk fái sólsting og taki fjör- kipp. Það er sko nóg að gera. Fólk er að útrétta og er of þreytt til að bera alla pinklana. Svo eru allir að flýta sér heim í sólbað. Það er langmest að gera á laugar- dagskvöldum þegar gott er veður“, sagði Jón Baldvinsson og hélt áfram að bóna bflinn sinn sem greinilega átti að verða svo gljáandi að Jón gæti speglað sig í honum. -SA. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. ágúst 1986 Daði Jónsson með börnin sín, ivar Már, Hjört Þór og Ingibjörgu, í Öskjuhlíðinni. Sóluðu sig í fjömnni „Við erum mikið úti með börn- in þegar veðrið er gdtt. Erum búin að vera í göngutúr út um allan bæ“, sögðu þroskaþjálfar á Lyngási. En Þjóðviljinn rakst á þá, niðri í fjöru úti á Seltjarnar- nesi, með 4 börn af Lyngási „Það er búið að vera mjög gaman hjá okkur í dag. Við borð- uðum nesti hérna í fjörunni og höfðum það huggulegt í sólinni. Undanfarna daga höfum við farið t.d. með börnin í sund og í Grasa- garðinn. Það er um að gera að nota sólina.“ Þroskaþjálfarnir sögðu að á Lyngási væru 40 börn og eru þau þar frá 8-4 á daginn. -SA. Börn og þroskaþjálfar á Lyngási niðri í fjöru úti á Seltjarnarnesi. F.v. Tumi, Ingunn, Sæbjörg, Björgvin, Svala, Árni Freyr, Hugrún og Guðrún. Jón Baldvinsson leigubílstjóri að bóna. Ljósm. E.ÓL. Erum í sumarfríi Blaðamaður og Ijósmyndari Þjóðviljans fóru upp í Öskjuhlíð og komu Daða Jónssyni og börn- unum hans að óvörum þar sem þau höfðu falið sig, fyrir um- heiminum, milli trjánna. Þau voru í sumarfríi og ætluðu aldeilis að fá frið i Öskjuhlíðinni. Ivar Már, Hjörtur Þór og Ingi- björg sögðust öll vera í sumarfríi ásamt pabba sínum en mamma þeirra væri að vinna. Komið þið oft í Öskjuhlíðina? „Já, við komum stundum hing- að. Hér er rólegt og gott, þ.e.a.s. þegar engir blaðamenn eru.“ Hvað œtlið þið að gera fleira í sumarfríinu? „Við ætlum að fara upp í sumarbústað.“ Viljið þið ekki segja eitthvað skemmtilegt að lokum? Ingibjörg: „Jú, pabbi minn var einu sinni í sjónvarpinu, það var í sambandi við kosningarnar." Þetta vakti almenna kátínu hjá krökkunum. Og eftir að hafa dá- samað veðrið dálitla stund, kvaddi Þjóðviljinn. -SA. „Þetta er svo lítil jörð og því eru vélarnar ansi gamaldags", sagði Lúðvík Jónsson en hann var að heyja úti á Seltjarnarnesi þar sem hann er með hesta. Ljósm.E.ÓL. Heyskapurá Seltjamamesi Lúðvík Jónsson var að heyja við bæinn Ráðagerði, sem er yst á Seltjarnarnesinu, þegar Þjóðvilj- ann bar að garði. Ert þú bóndi Lúðvík? „Nei, konan sem á Ráðagerði nýtir ekki jörðina þannig að ég fæ að vera með 7 hesta hérna. Ég er að heyja handa þeim.“ Fer ekki mikill tími í hestam- ennskuna? „Jú, á veturna fer mikill tími í að hugsa um þá. En í sumar tekur þetta ekki langan tíma. Það er svo mikil blíða að ég er enga stund að heyja. Ég verð vonandi búinn í kvöld. Ég vinn við verslun og hleyp í þetta svona með vinn- unni.“ -SA. Fimmtudagur 7. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Síldarsöltun á Eskifirði upp úr aldamótum. Ljósmynd Lára Ólafsdóttir. Myndirnar eru úr V. bindi Eskju sem Einar Bragi Sigurðsson tók saman. Eskifjörður Mikil hátíðahöld á 200 ára afmælinu Mikið um að vera á hverjum degi í heila viku. Forseti íslands kemur í heimsókn. Utvarpsstöð rekin ogglens oggaman Það er ekki bara Reykjavík sem á afmæli 18. ágúst. 5 kaup- staðir eiga afmæli sama dag. M.a. á Eskifjörður 200 ára afmæli þann 18.. Mikill undirbúningur hefur verið í gangi frá því í vetur, og í sumar hefur hver sem betur getur lagt sitt af mörkum til að fegra bæinn. Hátíðahöld munu standa yfír í viku, þó aðal dagskráin verði á sjáifan afmælisdaginn. Hólmfríður Garðarsdóttir fram- kvæmdarstjóri afmælishátíðarn- efndar sagði að hátíðarhöldin muni hefjast laugardaginn 16. ág- úst með tónleikum, hljómsveita- keppni og dansleik. Mikil brenna verður inni á Leirum sunnudags- kvöld. 18. ágúst verður frí á vinnu- stöðum á Eskifirði og verður þá margt gert til skemmtunar. 3 mál- verkasýningar verða í skólanum. Einnig verður bókasýning, ljósmyndasýning og sýning á postulínsmálun. Hátíðarfundur verður í bæjarstjórn. Fundurinn er opinn öllum og verða heiðurs- borgarar skipaðir. í samkomu- húsinu Valhöll verður kvöld- vaka. Byggðasögunefnd verður með sögulega dagskrá. Eskju- kórinn mun syngja við undirleik Pavels Smid. Gestir úr nágranna- byggðum munu koma á kvöld- vökuna. Þennan sama dag hefst útgáfa á afmælisblaði sem mun koma á hverjum degi alla afmæli- svikuna. Einnig verður rekin út- varpsstöð á Eskifirði alla vikuna. A hverjum degi í heila viku verður eitthvað um að vera. M.a. má nefna djasstónleika, knatt- spyrnumót og víðavangshlaup. Éinnig verða útitónleikar þar sem 2 unglingahljómsveitir frá Eskifirði spila. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kemur í heim- sókn til Eskifjarðar fimmtudag- inn 21. ágúst. Hún mun dvelja í bænum í einn sólarhring. f tilefni heimsóknarinnar verður hátíðar- kvöldverður fyrir forsetann, bæjarstjórnina, hátíðarnefnd o.fl.. Síðan verður hátíðardag- skrá í Valhöll þar sem flutt verða ávörp, lúðrasveit leikur og hald- nir verða píanótónleikar. Margir gestir munu koma við sögu hátíð- arinnar, m.a. Gísli Magnússon píanóleikari, Rögnvaldur Sigur- jónsson píanóleikari. Upplesarar verða Róbert Arnfinnsson, Ásdís Skúladóttir og Einar Bragi, allt fyrrverandi Eskfirðingar. Á föstudagsmorgun verður helgistund. Að henni lokinni lýk- ur heimsókn forseta íslands. Þá verður starfræktur útimarkaður. Bumburnar munu leika fyrir dansi í Valhöll laugardagskvöld. Að síðustu má nefna að Golf- klúbbur Eskifjarðar heldur golf- mót laugardag og sunnudag. Hólmfríður Garðarsdóttir sagði að búist væri við miklu fjöl- menni til Eskifjarðar kringum af- mælið. M.a. er vitað að margir fyrrverandi Eskfirðingar ætla að koma í heimsókn á 200 ára afmæli Eskifjarðar. -SA. Vikivakaflokkur barna undir stjóm Einarínu Guðmundsdóttur stígur dans á lýðveldishátíðinni 17. júní 1944 á flötinni utan við Gömlubúð í Utkaupstað. Ljósmynd: Dadda Guðmundsdóttir. Eskifjörður árið 1923. (forgmnni til hægri er spítalinn sem reistur var árið 1907 og starfræktur í aldarfjórðung.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.