Þjóðviljinn - 15.08.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. ágúst 1986
Reykjavík
Mannlíf og byggð í 200 ár
Á morgun hefstmikilyfirlitssýning á Kjarvalsstöðum um mannlífog byggð íReykjavík í200 ár. Viðfáum að sjá
krambúð, leikþáttinn Flensað íMalakoff og valtarann Bríeti svo eitthvað sénefnt
Davíð frá Fagraskógi þótti vera
„ys á stöðinni, öskur, köll og
hróp“. Og það er mála sannast,
að mikill „ys“ er á Kjarvalsstöð-
um þessa dagana. En hvorki
heyrði blaðamaður þar öskur,
köll né hróp. Þar er unnið hljóð-
lega en skipulega og ákveðið að
því, að unnt verði að opna sýning-
una „Reykjavík í 200 ár - Svip-
myndir mannlífs og byggðar", kl.
16.00 næstkomandi laugardag.
Blaðamanni sýndist raunar æði
margt vera ógert, en „þetta
tekst“, sögðu allir, sem þarna
voru að verki. Og þegar samhent-
ur hópur er einhuga um að
eitthvað skuli takast, þá þarf
mikið að ske til að áætlun standist
ekki. Og í fullri vissu um það, að
hér fari allt svo sem ætlað er,
hugsar blaðamaður sér að líta inn
á Kjarvalsstaði á laugardaginn.
Það segir sig sjálft, að sýning,
sem ætlað er að gefa yfirlit um
mannlíf og byggð í 200 ár, muni
vera ákaflega fjölbreytt. Þarna
verða trúlega töluvert á annað
þúsund númer. Gildasti þáttur
sýningarinnar eru gamlar Ijós-
myndir. Sex hundruð þeirra eru
taldar upp í sýningarskrá, auk
nokkurra, sem þar er ekki að
finna. Þessar Ijósmyndir eru eftir
marga þekktustu brautryðjendur
okkar í Ijósmyndagerð, svo sem
Sigfús Eymundsson, Pétur
Brynjólfsson, Magnús Ólafsson
o.fl. Þarnaeru og Ijósmyndireftir
lítt eða ekki þekkta ljósmyndara,
innlenda og erlenda. Vert er að
vekja athygli á myndum Carls
Nilsens og Schierbecks læknis
(ekki landlæknis), með textum,
skrifuðum af honum. Þá má
nefna teikningar, málverk, líkön
og skjöl ýmiss konar.
Og ekki er amalegt að koma í
krambúðina, sem hönnuð er af
Magnúsi Tómassyni, en varning-
inn hefur Margrét Magnúsdóttir
týnt saman úr óteljandi áttum.
Blaðamanni fannst hann aftur
vera orðinn krakki, staddur í
búðinni hjá þeim ísleifi, Halla
Júl. eða Briem á Króknum.
Krambúðin á Kjarvalsstöðum. Það er áreiðanlega ekki minna vöruúrvalið ermum við „innkaupin". - Einhvernveginn kemur búðarþjónninn okkur kunn-
þarna en á krambúðarloftinu sem hún Gunna hans Jóns Thoroddsens heim- uglega fyrir sjónir. Mynd: E.ÓI.
sótti á sínum tíma. Margrét Magnúsdóttir hefur mátt láta hendur standa fram úr
Þetta er að sjálfsögðu einkum
sögusýning en jafnframt er lögð
áhersla á að sýna hinar ýmsu hlið-
ar mannlífsins í þá „gömlu góðu
daga“, einnig þær, sem ekki hafa
náð að komast á bók.
Sýndur verður leikþáttur,
„Flensið í Malakoff“, sem tekinn
er saman af þeim Brynju Bene-
diktsdóttur og Erlingi Gíslasyni.
Tónlistin við Malakoff er eftir
Finn Torfa Stefánsson en leik-
mynd og búninga hefur Margrét
Magnúsdótir gert.
Gert er ráð fyrir að einir 12
fyrirlestrar verði fluttir á Kjar-
valsstöðum meðan á sýningunni
stendur. Nefnast þeir einu nafni
iltarinn „Bríet" var fyrsta stórvirka tækið, sem notað
var við malbikun á Reykjavíkurgötum. Mynd: E.ÓI.
„Reykjavíkurspjall“. Þar láta til
sín heyra ýmsir valinkunnir karl-
menn og konur. Fyrsti fyrirlest-
urinn verður fluttur á sunnudag-
inn kemur af frú Auði Auðuns,
fyrrverandi ráðherra og alþingis-
manni.
Enn skal á það bent, að á sýn-
ingunni verða sérstakir „leið-
sögumenn“, sýningargestum til
halds og trausts. Verða þeir, svo
sem hæfir, klæddir búningum frá
gamalli tíð. „Hollurer
Vitanlega verður svona sýn- heimafenginn
ingu aldrei lýst á prenti svo að í baggi". Og lengi
nokkru lagi sé. Þar verða menn varmórinnúr
að nota eigin augu. Og ekki er að Vatnsmýrinni
efa að þeir verða margir, sem aðal eldsneyti
fróðlegt þykir að skyggnast þarna Reykvíkinga.
inn í fortíð sjálfra sín. íbaksýner
Sérstök nefnd sér um sýning- slökkvibíll
una og er Þorvaldur S. Þorvalds- áreiðanlega frá
son formaður hennar. En fram- því löngu fyrir
kvæmdastjóri sýningarinnar er daga Rúnars.
Magnús Tómasson. -mhg Mynd: E.ÓI.
Það mun hafa verið 1876 sem fyrstu Ijósastaurarnír risu á legg í Reykjavík. Hér
er verkið að kveikja á einum frá þeim tíma. Og ólíkt er hann myndarlegri en
renglurnar, sem nú er notast við. Mynd: E.ÓI.