Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.11.1986, Blaðsíða 13
MINNING Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona fædd 26. október 1935 - dáin 2. nóvember 1986 Þegar ég hitti hana Önnu Stínu fyrst fannst mér hún feiknarleg heimskona. Tilefnið var að Ingi- björg Stephensen varð tíu ára gömul og fagnaði þeim merka áfanga með dömuboði í foreldra- húsum að Laufásvegi 4. Þetta var mikil upplifun fyrir mig, dreifbýl- isbam úr einni af jaðarbyggðum Reykjavíkur. Sárfeimin var ég að reyna að hverfa inn i vegg, þegar til mín sveif fínleg jafnaldra, með bjart og kringlótt andlit (eins og tungl í fyllingu - var hún vön að segja sjálf) og spurði af hverju ég væri ekki að dansa eins og hinar. Ég sagðist ekki kunna það. „Það skal ég kenna þér,“ sagði hún, full umhyggju, „þetta er bara foxtrott". Foxtrott! Það orð var ekki brúkað í íslensku bændamenn- ingunni. Út í heiminn opnaðist gluggi. Þetta var árið 1946. Næst sá ég Önnu Stínu á sviði þar sem hún og ísak Hallgríms- son, nú öldrunarlæknir, léku kóngafólk eins og fædd í hlut- verkin. Svo var hún orðin sextán eða sautján og komin á leikskóla hjá Lárusi Pálssyni. Þá sat hún á Laugavegi 11 með heimsins fín- gerðasta gullhár og horfði yfir sig ástfangin í sugun á ungum manni í skáldadraumum, Emil Eyjólfs- syni. Með honum fór hún til Frakklands og þegar ég hitti hana næst vomm við orðnar tvítugar. Hún bauð til kvöldverðar. í kjallara bjó hún að vísu, en mat- seðillinn hljóðaði upp á „Cóte de porc (svo nefnast svínakótelettur á frönsku)“ og rauðvín. Gestirnir vom Þorvaldur Skúlason listmálari, Leifur bróðir hennar, kannske fleiri. Þegar leið á kvöld- ið tók Anna Stína gítarinn og flutti ástarsöngva og tregaljóð af því tagi sem Frakkar kalla chans- ons. „You don’t have to give me diamonds or pearls...only a sho- ulder to lean on“ söng hún af slíkri hjartans einlægni, að ég hef aldrei getað gleymt því. Það var mikill skaði að hún skyldi ekki leggja meiri rækt við hæfileika sína á þessu sviði, því þeir vom á heimsmælikvarða, það skal ég standa við hvar sem er. Hún hafði mjög næmt eyra fyrir hrynjandi og frá því hún var kornung þótti ljóðalestur hennar einstaklega góður. Skólabræður mínir sögðu að hún hefði fegurstu rödd á Islandi. Kvæði Laxness „Únglíngurinn í skóginum" var hennar glansnúmer: gleði æsku- mannsins sem uppgötvar fegurð heimsins varð bráðsmitandi í flutningi hennar. Á næstu árum brilleraði hún á sviðinu og náði hápunkti í túlkun sinni á Júlíu þeirra Rómeós og Shakespeares, frægasta ástar- hlutverki bókmenntanna. Sigur- ganga á fjölunum blasti við. En einkalífið hafði verið nokk- uð næðingasamt. Samband henn- ar við Emil varð ekki langt. Þau eignuðust soninn Eyjólf Kjalar, sem ólst að mestu upp hjá föður- foreldmm sínum, Guðrúnu Em- ilsdóttur og Eyjólfi Kristjánssyni á Brúarósi í Fossvogi, við besta atlæti. Samt var sárt fyrir unga móður að geta ekki haft barnið sitt hjá sér. í hjónabandi með Erni Bjarnasyni eignaðist hún dótturina Öldu. Þau skildu eftir árið. Ég held það hafi verið um það leyti sem Anna Stína trúði mér fyrir þeirri lífsskoðun sinni, að ástarsamband yrði að staðfesta með barni, annars væri það létt- vægt. Langt um seinan sé ég að hún var alls ekki sú heimskona sem ég hélt, í þeim skilningi að hún (og við báðar) vissum lítið um staðreyndir lífsbaráttunnar. Samt stríddi hún mér stundum á því, að ég vissi enn minna en hún. Hún var listamannsbam. Móðir hennar, Alda Möller leikkona dó þegar Anna Stína var tólf ára eða svo, og faðir hennar Þórarinn Kristjánsson var og er gæddur ríkum tónlistargáfum, spilaði á selló, en vann alltaf sem símrit- ari. Anna Stína hafði rómantíska listamannssál og maðurinn, sem varð lífsfömnautur hennar var af líku bergi brotinn, Kristján, sonur Áma Kristjánssonar pí- anóleikara og Önnu Guðrúnar Steingrímsdóttur, hneigður fyrir heimspeki og skáldskap. Ætli Anna Stína hafi ekki verið svona 25 ára, þegar þau tóku saman. Á skömmum tíma eignuðust þau þrjú börn. Það elsta var dóttir, Anna Guðrún. En hún var fædd með hjartagalla og dó á fyrsta ári, eftir að foreldrarnir höfðu gert allt sem þau gátu til að leita henni lækninga. Það var þungur harm- ur. Dýpsta sárið sem Anna Stína hlaut á ævinni, og greri aldrei til fulls, er ég hrædd um. Þarna stóð hún um þrítugt, með Öldu litlu og synina tvo Árna og Þórarin, á fyrsta og öðru ári. Hún ákvað að hætta að leika. Af heiðarleik, kannske ótíma- bæmm, fannst henni hlutverk móður og eiginkonu svo knýjandi að fleiri hlutverkum yrði ekki sinnt svo mynd yrði á. Þau Krist- ján fluttu austur að Laugarvatni, þar sem hann kenndi við mennta- skólann í mörg ár. Saman gerðu þau fjölda útvarpsþátta um sí- gildar bókmenntir og vora þeir frábærir. Hvaða él sem næddu um hana Önnu Stínu þá bjó hún alltaf yfir einhverjum tíguleika sálarinnar: kannske var það fegurðarskyn hennar, sem gæddi hana einstök- um þokka. Hún var fjarskalega trygglynd og ræktaði vináttu. Hennar stóri og trausti vinahópur byggðist áreiðanlega að ein- hverju leyti á því, hvað hún bar mikla umhyggju fyrir þeim sem henni fannst skipta sig máli. Ég er ekki að segja að hún hafi verið gallalaus frekar en ég og þú. Hún gat orðið svolítið há- stemmd, átti það til að „fornem- ast“ upp á gamla móðinn og eitt og annað gæti ég tínt til. En hún bjó yfir höfðingslund, sem oft var í skökku hlutfalli við takmörkuð fjárráð. Hún elskaði að gefa vin- um sínum gjafir, ilmvatn og krist- alskertastjaka fékk ég. Henni hefði hæft að búa í höll og halda góðar veislur, sitja við háborð og stjórna andríkum samræðum. En hún kaus að giftast manni, sem átti sínar hallir í höfðinu, eins og Guðbergur orðar það, ekki þröngsýnissál í steinsteypuvillu. Fram undir það síðasta safnaði hún að sér skemmtilegu fólki, kringum sjúkrabeðinn. Eitthvað kringum 20. september sl. kom ég að morgni á Borgarspítalann. Þá sátu hjá henni móðursystur hennar, Þorbjörg Leifs (Dídí) og Björn sagnfræðingur Þorsteins- son. Björn var innlagður á sömu deild. Hann var á rauðum flau- elsslopp og talaði í ákafa, þótt sjúkdómurinn væri búinn að hrifsa úr honum raddböndin, svo hann varð að anda orðin gegnum raftæki. Þessa stundina var hon- um kristnitaka íslendinga efst í huga. „Dettur ykkur í Hug að nokkur maður á Alþingi sumarið eitt þús- und hafi haft áhuga fyrir trúmál- um? Þetta voru hrein viðskipti, eins og.. ja, eins og þegar Danir gengu í EBE. Þessar norður- byggðir voru mikilvægar... sjáið þið... fílabeinið kemur ekki fyrr en með krossferðunum, um tólf hundrað, en á Grænlandi var fullt af rostungum.." „Voru tennurnar notaðar í drykkjarhorn?41 gufaðist upp úr mér. Björn tókst bókstaflega á loft: „í biskupsstafi, manneskja! Þetta var bara eins og Efnahagsbanda- lagið eða Nato, það verður ein- hver að skrifa um þetta." Við sáum í huganum fjörarnar í Eystribyggð, þaktar rostungum, sem bökuðu sig í sólinni, gran- lausir um að tönnunum yrði kippt úr þeim um leið og samningaliðið á Þingvöllum væri búið að snúa íslendingum frá Þór og Óðni á sveif með Jesú Kristi. Anna Stína lá á hliðinni og brosti, of kvalin til að leggja mikið til mála, samt sú sem bar ægishjálm yfir hugmyndaflæð- inu. Þrem vikum seinna var Bjöm dáinn, og á allra heilaga messu kvaddi Anna Stína. Hljóðnuð sú rödd sem eitt sinn þótti fegurst á íslandi. Það er silfurbrydding á hverju svörtu skýi, segir máltækið. Ég veit að mikið af hæfileikunum hennar Önnu Stínu á eftir að skila sér hjá börnunum hennar, sem eru hvert öðru yndislegra. Þeim sendi ég mínar einlægustu sam- úðarkveðjur, svo og föður henn- ar og systkinum, og ekki síst Kristjáni manni hennar, sem var stoð hennar og stytta þetta þrautasumar, svo hún mátti helst ekki af honum sjá. Inga Huld Hákonardóttir Vitaskuld fer ég að hugsa um kynslóðina okkar sem fæddumst uppúr 1930. Líklega hefur aldrei vaxið upp í þessu landi róman- tískari kynslóð. Við fæddumst inní heimskreppuna miklu sem dundi hér einsog haglél oní flekk- ina hjá ungmennafélagsanda og glaðbeittum framtíðarsýnum for- eldra okkar. Við borðuðum drauma í flest mál og það var stagað í garmana okkar með von- arþræði sem fljótlega slitnaði aft- ur. Stríðsárin voru leikföng okk- ar. Framundir gelgjuskeiðið. Við kláraðum aðdáunina á Davíð Stefánssyni á einni nóttu flest - sum tóku í það viku. Og við eram kynslóðin sem uppgötvaði Stein og Stefán Hörð. Við urðum róm- antísk af þessu, mátulega ringluð og trúðum því einu sem okkur sýndist að trúa. Töldum að vísu fátt öruggt. Kringum 1950 sátum við á Laugavegi 11 og sáum margar blikur á lofti. Steingrímur Sig- urðsson geystist fram með ofsa, sagði borgaralegri mollunni stríð á hendur með riti sínu: Líf og list. Þar birtust þessi hráu angistar- öskur í smásöguformi. Ásta Sig- urðardóttir var höfundurinn. Við kölluðum hana George Sand kynslóðarinnar og foreldrar okk- ar voru með áhyggjusvip því ekki gátu þau vitað þá hversu vel þetta mundi altsaman fara. Því rómantískasta kynslóð ís- landssögunnar átti framundan þau örlög að þurfa að lifa mann- dómsár sín á þeim prósaískustu tímum sem gengið hafa yfir landið. Núorðið er vandfundin sú miðaldra sál hérlendis sem ekki kemst fyrir í vanalegri peninga- buddu. Líf þjóðarinnar snérist uppí langa eyðimerkurgöngu af- komuþjarksins, listin varð eins- konar heildsölufyrirtæki kringum innflutning á andlegum tertu- botnum frá Evrópu gömlu. Mó- demisminn var kominn á mark- aðinn hér og hentaði svo vel til svo margs einsog gengur með innflutningsvöra á veltiárum. Tími neytendaumbúðanna var kominn. Undir torskildum váboðum þess tíma urðum við tvítug og rétt áður en þokan datt á kom út kvæðabókin hans Hannesar með línunum sem við lærðum öll sam- stundis og höfum sum ekki gleymt uppfrá því. Manstu hve gleðin tefur tœpa stund en treginn lengi? Þetta fannst okkur Tóninn hreini. Og tóninn hreina dýrka allir sannir rómantíkerar. í leikarastétt okkar var Kristín Anna Þórarinsdóttir fulltrúi þessa tandurhreina rómantíska söngs. Mín vissa er sú að hún væri æfilangt trú þessum tóni og grun- ur menn er sá að þögn hennar sem leikkonu í hálfan annan ára- tug hafi að nokkru stafað af því hversu lítil eftirspurn varð um tíma eftir þessum tóni. Hafi menn þaðsem sannara reynist ef mér skjátlast. I Glerdýranum eftir Tennesee Williams lék hún hlutverk bækluðu stúlkunnar. Hlutverk sem að sönnu er jafn brothætt og sá glerdýraheimur sem stúlkan flýr til í kröm sinni. Erlendis hef ég séð margar sýn- ingar á þessu verki. Allar hafa þær annaðhvort hafnað í væmni ellegar þá hrottaskap. Sá Ijúfi snillingur Gunnar Hansen rataði einstigið til skáldskapar með þessa sýningu fyrir það meðal annars að hann fann í ungri leik- konu þann hreina tón sem einn megnar að flytja svona verk ó- skemt. Um þennan tón vitna líka ljóðalestrarnir hennar Önnu- stínu. Og þeir geymast. Og svan- asöngurinn hennar: hlutverk þöglu Ellu í leikriti Herberts Achternbusch fyrir bara fáeinum mánuðum sagði mér svo ekki verður um vilst að tóninn sinn geymdi hún ekki bara öll þessi ár heldur þroskaði hún líka með honum miskunarlaust raunsæi sem miklum rómantíkerum ein- um leyfist að beita. Einmitt þann- ig er listin sjálf, óinnpökkuð og óinnpakkanleg í neytend- aumbúðir Þá varð ég stoltari af minni broguðu kynslóð en lengi hafði gefist tækifæri til. Vissi þó ekki fyr en seinna um þann sanna hetjuskap sem fólst í því að koma banvæn uppúr spítalarúminu á seinustu sýningarnar og fara beint á spítalann eftir hverja sýn- ingu. I því birtist sjálfur kjarni manneskjunnar - sem hún ein- mitt var að leika. Og lífið snæðir sitt fólk með alskonar viðbiti. Þeim sem horfir tilsýndar á það mataræði getur stundum þótt einsog hamingjan sé frátekin handa þeim yfirborðslegustu. En það er nú blekking því hamingjan er bara vörumerki. Gleðin er það sem við leitum að þegar við skoðum undir yfirborðið í mann- legum samskiptum. Gleðin er þaðsem á að vera í pakkanum. í sambandi við undirbúningsvinn- una að leikritinu um Ellu varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að koma nokkrum sinnum á heimili þeirra Önnustínu og Kristjáns. Gleðin var þá þar altaf í heim- sókn. Stafaði frá þeim báðum, Framh. á bls. 14 Föstudagur 7. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.