Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1986, Blaðsíða 3
Samningarnir Afturelding vill 30 þúsund 5 félögfelldu samningana Samningaviðræður við vinnu- veitendur standa nú yfir hjá 2 fé- lögum af 5 sem felldu samninga ASÍ og VSÍ, en það eru Snöt í Vestmannaeyjum og Jökull á Höfn. Verkalýðsfélagið Aftur- elding, Verslunarmannafélag Vestmannaeyja og Rafyrkjafélag Akureyrar hafa enn ekki hafið viðræður við vinnuveitendur. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar formanns Jökuls eru samningaviðræður langt komnar og hafa þær fram að þessu verið vinsamlegar. Björn sagði að á þessu stigi málsins væri staðan viðkvæm og því ekki tímabært að opinbera hana. Staðan hjá Snót virðist hins vegar vera læst eins og stendur, en að sögn Vilborgar Þorsteinsdóttur formanns félags- ins hefur tilboðið um 3% hækkun ofan á 15 ára taxta fiskvinnslu- fólks ekki verið boðin Snót, en víða um landið hefur verið samið um þessa hækkun. Sagði Vilborg að félagar Snótar hafi þegar gefið þá yfirlýsingu að þessari hækkun sé ekki hægt að taka sé hún boðin á þeim forsendum að hún nái að- eins til þeirra sem hafa verið 15 ár á sama vinnustað, eins og víðast hefur verið gert. Að sögn formanna Aftureld- ingar á Hellissandi og Verslunar- mannafélags Vestmannaeyja, er ólíklegt að viðræður á þessum stöðum hefjist fyrir alvöru fyrr en eftir áramót. Aðaláherslan í þess- um félögum verður bundin við það að fá lágmarkslaunin hækk- uð, en hjá Aftureldingu hafa fé- lagar verið að tala um 30 þúsund króna lágmarkslaunakröfu. —K.ÓI. FRETTIR Stjórnarandstaðan Fjárlagahalli aldarinnar Svavar Gestsson: Annað eins ekki gerst á öldinni. Kristín Halldórsdóttir: Fjárlög stjórnarinnar standast ekki tímans tönn. Jón Baldvin Hannibalsson: Skipbrot fjármálastefnu Sjálfstœðisflokksins Eg hygg að það sérkennilegasta við þessi fjárlög sé hallinn í þessu mikla góðæri. Ég held að það sé ekki hægt að finna neinn sam- jöfnuð á öldinni, þar sem fjárlag- ahalli og góðæri fara saman með þessum hætti, sagði Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalags- ins þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á afgreiðslu ríkisstjórarinn- ar á fjárlögum næsta árs. Fjárlögin voru afgreidd á laugardaginn og fóru þingmenn í jólaleyfi að því loknu. Allar breytingartillögur stjórnarand- stöðuflokkanna voru felldar og voru lögin afgreidd með nærfellt þriggja milljarða króna halla, enda þótt góðærið hafi aukið tekjur ríkissjóðs um 3 milljarða. Svavar sagði í gær að sú sícýring að kjarasamningar á þessu ári væru meginorsök hallans stæðist ekki, þvf góðærið hefði skilað inn tekjum langt umfram kostnaðinn við kjarasamningana. „Við fluttum mjög ítarlegar til- lögur við bæði fjárlög og lánsfjár- lög um tekjuöflun og niðurskurð á ákveðnum þáttum. Okkar til- lögur gerðu ráð fyrir jöfnuði í ríkisrekstrinum. Hallinn sem fyrirsjáanlegur er þýðir að þegar líður á næsta ár er hætta á verð- bólgu og hún getur orðið talsvert. Það er afar slæmt vegna þess að góðærið á auðvitað að nota til þess að jafna lífskjörin og stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu,“ sagði Svavar í gær. Kristín Halldórsdóttir Kvennalista sagði það hrikalega niðurstöðu í einstöku góðæri að afgreiða fjárlög með nær þriggja milljarða halla. „Það er hættuleg blekking að halda því fram að rekstrarhalli ríkissjóðs verði eitthvað betri vegna þess að hann er fjármagnaður með innlendum lánum. Það eykur aðeins þörf annarra aðila fyrir erlend lán. Ég tel reyndar afar litlar líkur á að þessi fjárlög standist tímans tönn. Ýmsir endar eru skildir eftir óhnýttir og forsendur þjóð- hagsspár þurfa ekki að raskast nema örlítið til þess að heildar- dæmið breytist um hundruð milljóna eða jafnvel milljarða. Við Kvennalistakonur höfum frá upphafi gagnrýnt harðlega þá stefnu sem birtist í fjárlagagerð þessarar ríkisstjórnar þar sem að- hald og sparnaður hefur beinst um of að félagslegum og fram- kvæmdum og rekstri, en rekstrar- gjöld ráðuneyta og sumra ríkis- stofnana verið leyft að þenjast út,“ sagði Kristín. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins hafði þetta að segja um fjárlögin: „Sú staðreynd að fjárlög eru afgreidd fyrir byrjun árs með tæplega þriggja milljarða halla í mesta góðæri sem yfir þjóðarbúið hefur gengið í háa herrans tíð sýnir skipbrot fjármálastjórnar Sjálf- stæðisflokksins. Halli upp á þrjá milljarða í upphafi árs bendir samkvæmt reynslu til raunveru- legs halla á fimmsta milljarð þeg- ar upp verður gert. Við þetta bætist að sé litið á ríkisbúskapinn í heild, er hallinn sannarlega miklu meiri. Það háskalegasta við þetta er að með þessum vinnubrögðum er árangri af kjarasamningum og voninni um stöðugleika í efnahagsmálum teflt í tvísýnu. Heildarmarkmið með breyt* ingartillögum Alþýðuflokksins voru í fyrsta lagi þau að með aukinni tekjuóflun og niður. skurði útgjalda hefði hallinn minnkað um rúma 2 milÞ jarða, niður í 620 miljónir. í öðru lagi hefði lánsfjárþörf ríkis- sjóðs samkvænyt breytingar- tillögum okkar við lánsfjárlög minnkað verulega,“ sagði Jón Baldvin. -gg Rauði krossinn Held að fólk átti sig Flóttamannasöfnun Rauða krossins hefur gengið mjög illa. Undirtektir almennings í flótta- mannasöfnun Rauða krossins sem hófst nú um helgina hafa ver- ið afar dauflegar. Fyrstu tvo dag- ana safnaðist aðeins hálf önnur milljón, en til að standa öðrum Norðurlandaþjóðum á sporði hefði þurft tíu milljónir. Sú upp- hæð hefði einnig verið í samræmi við árangur í fyrri söfnunum af þessu tæi. Jón Ásgehsson framkvæmda- stjóri Rauða krossins sagði Þjóð- viljanum í gær að hann sæi vart aðrar ástæður fyrir litlu gengi í söfnuninni en þær umræður sem undanfarið hafa átt sér stað um hjálparstarf. Skipulag og undir- búningur væri með eðlilegum hætti. Að vísu væri símasöfnun nýmæli og lítið hefði verið gengið í hús, sem gæti haft sitt að segja. Heldurðu að þessi niðurstaða sé afleiðing af breyttu hugarfari gagnvart þessu starfi? „Nei, ég held ekki, sem betur fer. Hugsanlega geta þessar daufu undirtektir nú orðið til þess að snúa þróuninni við, orðið til þess að fólk áttar sig á að þetta er ekki rétta leiðin þótt einhver vandræði skapist heimafyrir. Daufar undirtektir í svona söfnun bitna á þeim sem síst skyldi,“ sagði Jón. Gunnlaugur Stefánsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar sagði í gær að þrátt fyrir lítinn viðbúnað þá væru undirtektir góðar í jóla- söfnun stofnunarinnar auk þess sem jólatréssalan hefði aldrei gengið jafnvel. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð hjá okkur og allt önnur og betri en maður heyrir að sumir eru að gefa í skyn,“ sagði Gunnlaugur. Pað er ekki bara hjá kaupmönnum og verslunarfólki sem mikið er að gera þessa síðustu daga fyrir jól. Bílafloti landsmanna hefur aldrei verið stærri og það er mikil mæða sem hvílir á stöðumælavörðum borgarinnar sem vita stundum ekki hvar þeir eiga að byrja og enda í sektarmiðaskrifum sínum. Mynd KAG. Sjálfstœðisflokkurinn Hafskip og frjálshyggja mein floklcsins Viðmœlendur Mogga með böggum hildar útafAlbert. Þorsteinn, Friðrik og Birgir ísleifur ásakaðir. Albertsmenn reiðir Er fálkanum að fatast flugið? heitir fyrri fréttaskýringar- grein í Morgunblaðinu um helg- ina um Sjálfstæðisfiokkinn, - og kemst greinarhöfundur að því með viðmælendum sínum að svo sé, - flokkurinn sé í verulegri klípu sem best komi fram sem fylgisleysi í skoðanakönnunum. I fréttaskýringunni er ein helsta ástæðan fyrir fallandi gengi flokksins talin tengsl hans við Hafskipsmálið, og þó einkum persóna Alberts Guðmunds- sonar í fyrsta sætinu í Reykjavík. Gengur maður undir manns hönd undir nafni og án og krefst þess gegnum penna blaðamannsins að Albert verði látinn víkja úr for- ystusæti sínu. Frjálshyggjustefna flokksins er einnig talin ein af ástæðum hnign- unarinnar, og samstarfið við Fra- msókn ekki talið bæta stöðuna. Athyglisvert er að í fréttaskýr- ingunni eru þau Friðrik Sophus- son, Birgir Isleifur Gunnarsson og Ragnhildur Helgadóttir talin hafa brugðist því hlutverki sínu að halda Albert í skefjum í Reykjavík, - og margir viðmæl- endur blaðsins gera harða hríð að varaformennsku Friðriks, og leggja til að Davíð Oddsson taki sæti hans. Formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, fær einnig misjafna dóma. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur fréttaskýring Agn- esar Bragadóttur í Morgunblað- inu, sem flestir Sjálfstæðismenn telja flokksmálgagn sitt, ekki orðið til að stilla saman strengi innan flokksinsn og stuðnings- menn Alberts Guðmundssonar líta á þessi skrif sem beina árás ritstjóranna og skjólstæðinga þeirra innanflokks á sinn mann. Þriðjudagur 23. desember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3 ísafjarðardjúp Enn ofundnir Mennirnir sem fórust er skel- fisksbáturinn Tjaldur ÍS-116 sökk í Jökulfjörðum sl. fimmtu- dagskvöld hétu: Hermann Sigurðsson, 60 ára. Hlíðarvegi 31, ísafirði. Guð- mundur Víkingur Hermannsson, sonur Hermanns, 29 ára, Hafra- holti 8, ísafirði og Kolbeinn Sumarliði Gunnarsson 27 ára, Hjallavegi 12, ísafirði. El Salvador Jóla- Framlög í jólasöfnun El- Salvador nefndarinnar á íslandi vegna jarðskjálftanna í E1 Salva- dor má leggja inn á tékkareikning söfnunarinnar nr. 10401 í Búnað- arbanka íslands við Hlemm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.