Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.01.1987, Blaðsíða 3
■■ÖRFRÉTTIRh , Knútur Óskarsson viðskiptafræöingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ferð- askrifstofunnar Úrvals í stað Erl- ings Aspelund sem sagði starfi sínu lausu. 13 skipstjórar 12 flugliðar, 4 iðnaðarmenn og 26 stúdentar voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú fyrir áramótin. Yfir 800 nem- endur stunda nú nám við skólann í dagskóla, öldunga- deild, starfsnámi og í námsflokk- um. Skólinn átti 10 ára afmæli sl. haust og framundan eru fram- kvæmdir við viðbyggingu bók- námshúss. Hámarksverð á steinolíu er nú samkvæmt ákvörðun Verð- lagsstofnunar 13.90 kr. hver lítri seldur í tunnu, 15.60 kr. frá dælu á bifreiðar og 18.80 kr. í smáílát. FRETTIR Syneta Stóðst Gíbraltarreglur Beiðni barst í fyrrakvöld til rétt því samkvæmt gögnum skrái skip sfn þar vegna þess að f London. Líkkistuvinnustofu Eyvindar tollgæslunnar kom ekkert skip ■ ekki eru gerðar sömu kröfur um Þorvaldur saeði í samtali við eiðni barst í fyrrakvöld til Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar um að annast flutning á líkum bresku skipverjanna fjög- urra af Synetu. Þau verða því send til London með flugi fljót- lega en eftir er að ganga frá formsatriðum. Ekki er ljóst ennþá hvort lík skipverjanna þriggja frá Græn- höfðaeyjum verða flutt þangað eða jörðuð á íslandi. Enn eru ófundin lík tveggja Breta og þriggja skipverja frá Grænhöfða- eyjum. Enska blaðið Today birti í gær frétt þess efnis að Syneta hefði tekið niðri á Héraðsflóa 1. des- ember 1985. Að sögn Hermanns Guðmundssonar hjá tollstjóra- embættinu getur það varla verið rétt því samkvæmt gögnum tollgæslunnar kom ekkert skip með þessu nafni til landsins 1985. Syneta kom hins vegar til Vestmannaeyja 23. október 1986 og til Neskaupstaðar 4. desember 1986. f höfninni þar tók hún lítil- lega niðri en skemmdist ekkert. Eigandi Synetu, Syndicate Tankships Ltd. í London skráði skipið á Gibraltar 1985, en skýrt hefur verið frá því að 94 af 100 skipum sem nú eru skráð á Gi- braltar, séu á svokölluðum svört- um lista vegna þess að ýmsu sé verulega ábótavant í öryggisbún- aði. Að sögn Páls Guðmundssonar yfirmanns Skipaeftirlits ríkisins er töluvert um að skipaeigendur sem sækjast eftir „þægindafána" skrái skip sfn þar vegna þess að ekki eru gerðar sömu kröfur um öryggisútbúnað og mönnun og annars staðar. Að sögn Páls og Sigurðar Eiríkssonar sýslumanns á Eski- firði hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að öryggismál hafi verið í ólagi á Synetu og haf- færnisskírteini er í lagi samkvæmt reglum á Gibraltar. Tankskipið Syneta var smíðað 1969 og var um 1200 tonn að stærð. Það hefur verið í olíuflutn- ingum í Evrópu og á Miðjarðar- hafi undanfarin ár að sögn Þor- valds Jónssonar skipamiðlara sem sá um að útvega skipið til að sækja lýsi til Eskifjarðar og Vestmannaeyja. Útgerðaraðili Synetu var Haggerstone Marines í London. Þorvaldur sagði í samtali við Þjóðviljann að hann undraðist mjög sögusagnir um kafbátaeftir- lit og annað þvílíkt í tengslum við slysið og kvaðst telja að mannleg mistök hefðu valdið því. Hann sagði að ástæðan fyrir töfinni á að senda lík skipverjanna út væri sú, að illa hefur gengið að ná sam- bandi við ættingja á Grænhöfða- eyjum og beðið væri eftir að þeir létu í ljósi óskir sínar um hvað gera skyldi. Skipstjóri Synetu tók sér frí áður en farið var í síðustu förina og stýrimaður skipsins leysti hann af. Auk hans voru tveir af- leysingamenn ráðnir á skipið í Li- verpool að sögn Þorvalds. -vd. Fiskiskipaflotinn liggur nú að stórum hluta bundinn við bryggju, verklítið orðið í fiskvinnsluhúsum og fiskbúðir víðast tómar. Þessi mynd var tekin í Ólafsvík í vikunni þar sem bátaflotinn er allur bundinn við bryggju. Mynd -gg. Verkfallsbrot Lögleg en siðlaus Andlegur stuðningur nefnist erindi sem Ævar R. Kvar- an leikari, flytur á fræðslufundi hjá Geðhjálp sem haldinn verður á geðdeild Landsspítalans í kvöld kl. 20.30. Stjórnendur ríkisstofnana hafa stofnað með sér félag til að efla kynni og vera tengiliður við stjórnvöld varðandi gagnkvæm málefni. Formaður félagsins er Óli H. Þórðarson hjá Umferðar- ráði en félagsmenn eru um 70. Nikolaj Kúdravtsév fyrsti aðstoðarfiskimálaráðherra Sovétríkjanna var endurkjörinn formaður Félagsins Sovétríkin - ísland á sjöttu ráðstefnu félags- ins sem haldin var í Moskvu í des- ember sl. Á ríkisráðsfundi á gamlársdag staðfesti forseti ís- lands ýmsar stöðubreytingar í ríkiskerfinu. Pétur G. Thorsteins- son var skipaður sendiráðunaut- ur í utanríkisþjónustunni, Sigurð- ur Skúli Bergsson var skipaður deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu, Stella Magnúsdóttir skipuð deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, og þeir Hermann Jóhannesson og Runólfur Birgir Leifsson skip- aðir deildarstjórar í menntamála- ráðuneytinu. Lítið hefur verið um verkfalls- brot eftir að verkfall sjómanna skall á að sögn Friðgeirs Jóhann- essonar forsvarsmanns verkfalls- vörslu þeirra. „Auðvitað er líka um verkfalls- brot að ræða í þeim tilfellum þeg- ar skip fóru á veiðar til löndunar erlendis eftir að verkfall var boð- að. Það er verið að skjóta sér undan verkföllum og þó að að- gerðir þessar séu ekki lögbrot þá eru þær siðferðilegt brot,“ sagði Friðgeir. Þá sagði hann að í kom- andi samningaviðræðum væri stefnt að því að koma inn ákvæði sem myndi verja sjómenn gegn slíkum siðferðilegum brotum út- gerðarinnar. Friðgeir sagði að bátar undir 12 tonnum féllu ekki undir samn- inga sjómanna og mættu þeir því róa á meðan á verkfalli stæði. Fram til 15. janúar mega bátar undir 10 tonnum þó ekki róa sam- kæmt reglugerð Sjávarútvegsins. Fram að þeim tíma er því aðeins 11 tonna bátum heimilt að fara út og bátum sem eru eingöngu með eigendur um borð heimilt að róa. -K.Ól. Eiðsvík Mengun hverfandi Okkar niðurstaða er sú að meng- unarhætta vegna laxeldisstöðv- anna í Eiðsvík sé hverfandi lítil, sagði Snorri Páll Kjaran fram- kvæmdastjóri verkfræðistofunn- ar Vatnaskil í samtali við Þjóð- vifjann í gær. Vatnaskil gerði könnun á mengunarhættu vegna stöðvanna í Eiðsvík á vegum Reykjavíkur- hafnar í samvinnu við Hollustu- vernd, en Hannes Valdimarsson aðstoðarhafnarstjóri hafði um- sjón með verkinu. í skýrslu frá verkfræðisstofunni segir að botn- fall frá stöðvunum vegna fóðurs sé hverfandi lítið, aðeins um 3-4 sentimetrar á ári, en þarna er mikið dýpi. I skýrslunni er miðað við 200 tonna framleiðslu á ári hjá hverri stöð. Einnig var mæld fosfór- og köfnunarefnismyndun frá stöðv- unum, en hún var mjög lítil að sögn Snorra. Það kom jafnframt í ljós að þarna verði hægt að fullnægja súrefnisþörf 200 tonna stöðva, og reyndist súrefnismagn vera talsvert fyrir ofan norska staðla. Fjórum fyrirtækjum hefur ver- ið úthlutað athafnasvæði í Eiðsvík, en stöðvarnar hafa til þessa ekki fengið starfsleyfi. -gg Framsókn Finnsmenn ævareiöir Steingrímur fórnar Finnifyrir Guðmund G. Málefni námsmanna leiksoppur innanflokksátaka Stuðningsmenn Finns Ingólfs- sonar innan Framsóknar- flokksins í Reykjavík og um landið eru ævareiðir vegna út- reiðarinnar sem Finnur hefur fengið hjá Steingrími Hermanns- syni í Lánasjóðsmálinu, og þykir sá höggva er hlífa skyldi, þarsem ungt fólk í flokknum taldi Steingrím sér vinveittan. Heimildarmönnum Þjóðviljans innan Framsóknarflokksins þyk- ir ljóst að aðfarir Steingríms stjórnist af hollustu hans við Guð- mund G. Þórarinsson í efsta sæti Reykjavíkurlistans. Finnur var settur út af sakra- mentinu eftir að hafa lagt fram eigin frumvarpsdrög um lánamál sem Sverri Hermannssyni og öðr- um Sjálfstæðismönnum þóttu hagstæðari námsmönnum en góðu hófi gegndi. Sverrir tók málið sem kunnugt er upp á ríkis- stjórnarfundi og fékk því fram- gengt að Steingrimur Hermanns- son hefur tekið sæti Finns í athug- unarnefnd stjórnarflokkanna um námslán. í Morgunblaðsfrétt í gær var Steingrímur sagður hafa „lýst furðu sinni“ á vinnubrögðum Finns á fundi í Keflavík. Finnur lýsti því yfir eftir fund með for- sætisráðherra að Steingrímur hefði rangt eftir sér haft í blaðinu. f Morgunblaðinu í gær kemur í ljós eftir segulbandsupptöku að Steingrímur hafði lýst „undrun sinni“ á vinnubrögðum Finns. Stuðningsmenn Finns, sem er aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra og helsti vonarpeningur ungra Framsóknarmanna, benda á að enn hafi Finnur ekki verið beðinn að taka annað sæti B- listans í Reykiavík, þarsem hann og Haraldur Ólafsson biðu hrak- legan ósigur fyrir vel væddum sveitum Guðmundar G. Þórar- inssonar. Sé Steingrímur með því að fórna Finni að þóknast Guð- mundi G., losa hann við óþægi- lega samkeppni á listanum og opna leið til að koma konu í ann- að sætið. í þessum átökum sé lánasjóðsfrumvarpið og hags- munir námsmanna síðan leiksoppurinn. -m A iS&J Félagsmálastofnun Kópavogs Sambýli fyrir aldraða Forstöðumaður - starfsfólk óskast Fljótlega verður hafin starfsemi dvalarheimilis fyrir 11-13 aldraða í vesturbæ Kópavogs. Hér með er auglýst laus staða til umsóknar for- stöðumanns heimilisins. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu í störfum á sviði þjónustu við aldraða. Jafnframt eru lausar til umsóknar 3 stöður starfs- fólks við sambýlið, hlutastörf koma til greina. Gengið er út frá því að um vaktavinnu verði að ræða. Umsóknarfrestur er til 18. janúar n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri Fimmtudagur 8. janúar 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.