Þjóðviljinn - 04.02.1987, Blaðsíða 8
starfandi á vegum bæjarfélagsins,
sem hefur yfirumsjón með öllu
forskólastarfi, allt frá vöggustofu
til skólaskyldu á 7. ári. Hefur
markvissri uppeldisfræði verið
beitt við uppbyggingu þessara
skóla með þeim árangri að al-
heimsathygli hefur vakið.
Þannig rekur bæjarfélagið nú
20 forskóla sem ná til 47% barna
á aldrinum 3-6 ára og 12 ung-
barnaskóla sem hýsa 35% barna
innan 3 ára aldurs.
Skólar þessir eiga sér sögu allt
frá því að borgin tók að byggjast
úr rústum strfðsins, en sá sem
mestan átti þátt í að leiða þá upp-
byggingu var uppeldisfræðingur-
inn Loris Malaguzzi. Það var eft-
irmaður hans, Carla Rinaldi, sem
kynnti fyrir okkur þessa starfsemi
og svaraði fyrirspurnum okkar
eftir að við höfðum farið í heim-
sókn í 2 forskóla og kynnt okkur
þá starfsemi sem þarna fer fram.
Frumkvæði
foreldra
Þeir skólar sem við skoðuðum
voru nokkuð ólíkir að ytra útliti,
þar sem annar þeirra, La Villetta,
var gamalt einbýlishús, sem hús-
mæður í hverfinu höfðu lagt
undir sig á hinum heitu árum í lok
7. áratugarins til þess að heimta
nýjan forskóla. Forskóli hefur
verið starfræktur þar frá 1970.
Hinn skólinn var reistur í lok
stríðsins samkvæmt ákvörðun
íbúa borgarhverfisins Villa Cella,
og sóttu þeir byggingarefni í
húsarústirnar í borginni og reistu
skólann að mestu leyti í
sjálfboðavinnu. Sá skóli var
kenndur við sigurdaginn, og
heitir XXV. Apríl. Ólíkar sögur
þessara tveggja skóla lýsa þó
mætavel þeim jarðvegi, sem
skólastarf forskólanna í Reggio
Emilia er sprottið úr, þar sem
þeir eru báðir til komnir fyrir
beint frumkvæði foreldranna
sjálfra. En þátttaka foreldranna í
skólastarfinu í Reggio Emilia er
lykilatriði til skilnings á þeim ár-
angri sem þar hefur náðst.
Erfitt er að lýsa í fáum orðum
því sem fyrir augu bar í skólum
þessum, en tvennt er það þó sem
stingur í augun við fyrstu kynni
og á sér vart hliðstæðu í öðrum
skólastofnunum þar sem við höf-
um komið: annars vegar var það
umhverfi allt, hversu vel það var
skipulagt, og hversu vel fór þar
saman hagnýtt gildi og fagurt útlit
og hversu örvandi það virtist til
skapandi starfs. í öðru lagi var
árangur sá sem sjá mátti í handa-
vinnu barnanna með þeim ólík-
indum, að oft á tíðum áttum við
erfitt með að skilja að hlutir þess-
ir væru unnir af börnum á for-
skólaaldri. Þá var og greinilegt á
öllum starfsanda í skólunum báð-
um, að þar var unnið markvisst
og af hugsjón, og var auðséð að
kennarar beittu ekki bara ágætu
brjóstviti sínu, heldur einnig fag-
legri þekkingu, sem snerti bæði
aðferðarfræði og tæknilega út-
færslu kennslunnar.
Carla Rinaldi, yfirmaður
fræðsluskrifstofunnar í Reggio
Emilia, sagði okkur að skólastarf
þeirra byggði á einni meginfor-
sendu: „Það eru þrír aðilar sem
móta skólastarfið, kennararnir,
börnin og foreldarnir, og sam-
band þeirra er forsenda vel-
gengni hvers um sig og skóla-
starfsins í heild.“ Sagði hún að ef
gengið væri út frá þessari for-
sendu með þeim skilningi sem
þau gerðu, þá hefði það bæði
mótandi áhrif á kennsluaðferðir,
mótun skólaumhverfisins og á
hlutverk skólans í bæjarhverfinu,
þar sem hann yrði miðstöð barn-
amenningar með virkri þátttöku
foreldra. Samstarf skólans við
foreldrana hefst þegar nokkrum
mánuðum áður en krakkarnir
hefja nám í skólanum með kynn-
ingarstarfi, auk þess sem hvert
skólahverfi velur foreldra í stjórn
síns skóla. Haldnir eru reglulegir
fundir með foreldrum, bæði hóp-
fundir og einkafundir (sem fara
yfirleitt fram á kvöldin), þar sem
foreldrar fá bæði að kynnast
kennsluaðferðum og þeim verk-
efnum sem börnin eru að glíma
við, auk þess sem þeir eru virkj-
aðir til þess að leggja sitt að
mörkum bæði við að prýða um-
hverfið og halda uppi virku fé-
lagslífi. Sagði hún að þetta væri
tímafrekt og vandasamt verk,
sem krefðist mikils af kennurum
ekki síður en foreldrum, en litið
væri á þetta samstarf við foreldr-
ana sem forgangsverkefni og
árangurinn hefði sýnt sig í því að
foreldrarnir væru einn megin-
styrkur skólastarfsins. „Skólinn á
að vera í nánum tengslum við
samfélagið og reiðubúinn að
bregðast við þörfum þess á hverj-
um tíma.“
Auk reglulegra funda og fé-
lagsstarfs halda kennarar viku-
lega vinnufundi með öllu starfs-
fólki skólans, þar sem starfsáætl-
anir eru teknar til endurmats auk
þess sem 5 starfsvikum er árlega
varið til heildarskipulags skóla-
starfsins af hálfu kennara. Bæði
skipulagsvinna og starf með for-
eldrum telst hluti af kennarast-
arfinu og er launað sem slíkt.
Skólaumhverfið
Þar sem örvandi og fagurt um-
hverfi skólanna vakti fyrst athygli
okkar spurðum við Cörlu Rinaldi
fyrst þeirrar spurningar, hvaða
þýðingu skólaumhverfið hefði að
hennar mati fyrir skólastarfið.
Svar hennar var á þessa leið:
„Skólaumhverfið hefur grund-
vallarþýðingu í uppeldisstarfinu.
Skólabyggingin sjálf verður að
mótast af þeim kennsluaðferðum
sem beita á, og það er umhverfið
sem gerir framkvæmd þess mögu-
lega. Umhverfið á að vera miðill
þess sem skólinn hefur að miðla,
og það verður að vera virkur aðili
í samstarfi barna, kennara og for-
eldra. Þetta gildir bæði um húsa-
skipan, innréttingu, húsgögn,
kennslutæki, leikföng og efni þau
sem unnið er með. Sérhver hlutur
í skólanum á að hafa sinn tilætl-
aða tilgang í skólastarfinu. Þann-
ig verður baðherbergið í skólan-
um til dæmis einnig að gegna því
hlutverki að kenna börnunum
atriði er varða hreinlæti, og ,
jafnvel eldhúsið og matsalurinn
eru virkjuð til þess að kenna
börnunum atriði er varða mat-
seld og umgengni við matvæli.“
Verkefni um hlyninn. Laufblað hans hefur sérstakt form, og þegar betur er að gáð mynda æðarnar í blaðinu líka sérstakt
mynstur. Þannig kynna börnin sér viðfangsefnið frá ólíkum hliðum og með ólíkum meðulum.
Annað atriði sem okkur þótti
sláandi var árangur barnanna í
þeirri handavinnu sem við sáum.
Þótt ekki fari fram bóklegt nám í
þessum skólum, þá var augljóst
að börnin höfðu kynnt sér við-
fangsefnin frá mörgum hliðum,
og þau höfðu verið þjálfuð í að
túlka sama fyrirbærið út frá fleiri
sjónarmiðum og í ólíku efni (línu-
teikning, málun, mótun, klipp-
ing, leikræn tjáning o.s.frv.) Við
spurðum Rinaldi hvort það væri
með fastmótaðri aðferðarfræði
sem þeim hefði tekist að ná þess-
um árangri, og í hverju hún væri
þá fólgin.
Aðferðarfræði
„Nei, í rauninni beitum við
ekki fastmótaðri aðferðarfræði,
heldur reynum við að móta
kennsluaðferðirnar eftir aðstæð-
um og þörfum hvers og eins. Það
sem við leggjum hins vegar
áherslu á er að börnin nái að upp-
lifa viðfangsefnið og samband sitt
við það með öllum skilningarvit-
unum. Viðfangsefnið á að vera
barninu nákomið í umhverfi þess
og sögu og skipta það máli. Miklu
skiptir að barnið skilji mikilvægi
verkefnisins, og hvers vegna það
er unnið. Ef viðfangsefnið er til
dæmis fugl, fiðrildi, snjór, rign-
ing, eldur eða önnur fyrirbæri í
náttúrunni, þá leggjum við
áherslu á að barnið upplifi sam-
band sitt við þetta viðfangsefni
með öllum skilningarvitunum,
þannig að það geti sjálft fundið
sig í fyrirbærinu og náð að tjá sig í
því. Því barnið býr yfir ríkum
hæfileikum til þess að lesa um-
hverfið. Það er hlutverk uppal-
andans - hinna fullorðnu - að
uppgötva þessa möguleika í barn-
inu og í sjálfum sér um leið, þann-
ig að þegar við síðan horfumst í
augu við fyrirbærin í umhverfi
okkar þá getum við um leið fund-
ið sjálf okkur, auðgað líf okkar
og líf annarra um leið. Gleðin við
að lifa, og reyna sjálfan sig í gegn-
um umhverfið er manninum nán-
ast líffræðileg, og hún þarf líka að
ná til uppalandans ef árangur á að
nást. Þetta gerir því kröfur til
kennara/foreldris ekki síður en
barnsins. Tungumálið er nánast
eina tjáningarmeðalið sem hinn
opinberi skóli viðurkennir, en
það er aðeins eitt af mörgum. Við
höfum stundum orðað þetta
þannig að börnin búi yfir 100
tungumálum, en hinir fullorðnu
hafi rænt frá þeim 99“.
Sá árangur sem náðst hefur í
myndmenntakennslu í forskólun-
um í Reggio Emilia er kannski
það sem mesta athygli hefur vak-
ið. Oft á tíðum var erfitt að skilja
að þarna hefðu börn verið að
verki sem væru innan við 7 ára
aldur. Það sem gerði þessar
myndir óvenjulegar var bæði list-
rænt handbragð, tilfinning fyrir
efninu sem notað var og þekking
barnanna á viðfangsefninu, þar
sem sama viðfangsefninu var oft
lýst með ólíkum tjáningar-
meðulum.
ímyndunaraflið
og raunveruleikinn
Fróðir menn hafa bent á að
áhersla sú sem lögð hefur verið á
frjálsa tjáningu og ímyndunarafl
nemenda í myndlistarkennslu í
okkar skólakerfi hafi lent út í
vissar ógöngur (sjá t.d. viðtal við
Bjarna Daníelsson í Þjóðviljan-
um 17. jan. sl.). Áherslan á
frjálsa tjáningu barnsins hefur
leitt til afskiptaleysis kennara/
foreldris og ómarkvissra vinnu-
bragða, þannig að nemandinn
hefur oft á tíðum ekki fundið til-
gang í hinni myndrænu tjáningu.
Eg spurði Cörlu Rinaldi því um
hlutverk ímyndunaraflsins í
kennslustarfinu og handleiðslu
kennarans í frjálsu sköpunar-
starfi némandans. Svar hennar
var á þessa leið:
„Við erum andvíg allri þeirri
uppeldisfræði, sem hefur til-
hneigingu til þess að skilja barnið
frá þeim veruleika sem það býr
við. Eða þeirri aðferð sem teflir
ímyndunaraflinu fram sem and-
stæðu við raunveruleikann. Ræt-
ur ímyndunaraflsins eru í raun-
veruleikanum, og þetta tvennt
má ekki skilja að. Mér finnst ég
hafa orðið vör við þessa til-
hneigingu í Skandinavíu, þar sem
mönnum hættir til að líta á barnið
og bernskuna sem eitthvað hreint
og heilagt er standi ofan við veru-
leika hinna fullorðnu. Gildi okk-
ar starfs felst meðal annars í því
að skilja margræði starfsins og
hafa hugrekki til þess að horfast í
augu við það, eins og lífið er
breytingum undirorpið. Við
vinnum að því að skapa nýjan
mann sem ekki hefur verið áður,
fyrir framtíð sem við þekkjum
ekki. Það þarf hugrekki til þess
að lifa óvissuna sem vissu, en í því
felst líka nautnin af því að lifa
samtímann en láta hann ekki lifa
sig.“
Sögulegar
rætur
Forskólastarfið í Reggio Emil-
ia getur ekki talist dæmigert fyrir
slíka skóla á Ítalíu. Öllu heldur er
það einstakt, og lagði Carla Rin-
aldi áherslu á að þetta starf ætti
sér sínar sögulegu og félagslegu
rætur í því umhverfi sem það væri
sprottið úr, og því væri ekki hægt
að yfirfæra þetta starf og þessa
reynslu hráa yfir í aðrar og ólíkar
aðstæður. Engu að síður hefur ár-
angur þess vakið heimsathygli,
ekki síst vegna sýningar, sem sett
var upp í Moderna Museet í
Stokkhólmi 1981. Sýning þessi,
sem ber heitið „L’occhio se salta
il muro“ hefur síðan farið víða
um lönd (Borás, Eskiltuna,
Barcelona, Róm, Berlín, Osló,
Bandaríkin, Frakkland, Ástralía,
Kaupmannahöfn), og hefur
ásamt með heimildarkvikmynd-
um gert það að verkum að síðustu
árin hefur verið stöðugur
straumur áhugafólks til Reggio
Emilia að kynna sér þessa starf-
semi. Hér á landi hefur Náms-
gagnastofnun meðal annars séð
um dreifingu á heimildarmynd
um þetta skólastarf.
Að lifa í starfinu
Eftir að hafa orðið margs vísari
frá Cörlu Rinaldi um skólana í
Reggio Emilia spurðum við hana
að lokum hvaða þýðingu starf
þetta hefði haft fyrir hana per-
sónulega.
„Fimmtán ára starf mitt við
þessa skóla hefur auðgað líf mitt
á margan hátt. Þetta er reynsla
sem snýr að barninu í heild sinni
og snertir því heim hinna full-
orðnu líka. Þetta starf hefur
breytt mér sem persónu, það hef-
ur krafið mig til stöðugrar leitar
og endurskoðunar á lífi mínu,
bæði persónulega og pólitískt.
Þetta er starf sem krefst okkar
óskiptum. Ég loka ekki vinnuna
frá mér þegar ég kem heim held-
ur er hún hluti af lífi mínu. Þetta
starf er mér nautn, vegna þess að
í þessu starfi verða allir dagar
mikilvægir - ekki vegna þess að
þú hafir unnið sigur eða beðið
ósigur, heldur vegna þess að þú
hefur lifað.“
Carla Rinaldi var okkur Unu
eftirminnileg persóna. Hún tal-
aði af hógværð og öryggi þess sem
vissi hvað hann var að gera, hún
var örlát á þekkingu sína en hafði
jafnframt nugrekki til þess að
horfast í augu við óvissuna og
viðurkenna að skólastarfið krefst
sífellds endurmats í ljósi óþekktr-
ar framtíðar. Þeir íslenskir
stjórnmálamenn, sem halda því
fram að pungapróf og heiman-
fengið brjóstvit eigi að vera
hornsteinn íslensks skólastarfs
hefðu gott af að kynna sér skóla-
starfið í Reggio Emilia, þar sem
horft er til framtíðar en ekki for-
tíðar.
ólg.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mi&vlkudagur 4. febrúar 1987