Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 30.04.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN • L jU^ Fimmtudagur 30. aprfl 1987 97. tölublað 52. árgangur Alþýðuflokkur Afneita fulltrúanum Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi: Kristín Arnalds nýtur ekki lengur stuðnings Alþýðuflokksins tilsetu ískólamálaráði. Kristín dró tilbaka uppsögnsína úr skólamálaráði. Var ráðin skólameistari í afleysingum í Fjölbraut í Breiðholti á samafundi ráðsins. Ráðið ólöglegt samkvœmt niðurstöðu Lagastofnunar Háskólans Bjarni P. Magnússon, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins og borgarráðsmaður, hefur hafnað Kristínu Arnalds sem fulltrúa flokksins í skólamálaráði eftir að hún dró til baka úrsögn sína úr ráðinu. Kristín skrifaði forseta borgarstjórnar bréf þann 15. apr- fl síðastliðinn þar sem hún til- kynnir ákvörðun sína. Á fundi skólamálaráðs sama dag er hún Búðardalur Matareítrun Sigurbjöm Sveins- son, heilsugœslu- lœknir: Höfum haft afskipti afum 30 manns en teljum að 10-20 til viðbótar hafi sýkst. Þrenntfór á sjúkrahús „Við höfum haft afskipti af um 30 manns, en teljum að 10-20 til viðbótar hafi fengið matareitrun. Þrennt varð svo alvarlega veikt að það varð að leggja það inn á sjúkrahús,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæsiulæknir í Búðardal. Talið er að fólkið hafi fengið matareitrunina í þremur ferming- arveislum sem haldnar voru í Búðardal um páskana. Sagði Sigurbjörn að eitrunar- einkennin hafi verið mjög ein- staklingsbundin, en þó hefði ver- ið strax ljóst að um almenna mat- areitrun hefði verið um að ræða. Lýsti hún sér í kviðverkjum, al- varlegum niðurgangi, hita og al- mennum slappleika. En þetta væri sem betur fer að ganga yfir þessa dagana. Helgi Helgason, heilbrigðis- fulltrúi Vesturlands, sagði að merkilega mikið af synum hefði verið til staðar á heimilunum, sem matareitrunarinnar hefði orðið vart og hefði það komið til góða í söfnun sýna. Vildi Helgi brýna það fyrir fólki að aldrei væri of varlega farið með mat- væli. Halldór Runólfsson, deildar- stjóri hjá Hollustuvernd ríkisins sagði það vera ljóst að hér væri á ferðinni salmonellusýking af þeirri hennar sem hvað verstar væru. En tegundir salmonellu væru fjölmargar og misjafnar. Sagði Halldór að verið væri að rannsaka málið og rækta sýni og tæki það sinn tíma. En saursýni hefðu verið tekin af fólkinu og þau sýndu, svo ekki yrði um villst að þama hefði verið á ferðinni ein af verri tegundunum af salm- onellu. grh. endurráðin aðstoðarskólameist- ari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og jafnframt ráðin skólameistari í ársleyfi skipaðs skólameistara. í bókun sem Bjarni P. Magnús- son hefur lagt fram í borgarráði vegna þessa máls er ítrekað að afstaða Alþýðuflokksins sé óbreytt hvað varðar setu fulltrúa flokksins í ráðinu, „og í ljósi þess nýtur Kristín Amalds ekki lengur stuðnings Alþýðuflokksins til setu í skólamálaráði," sagði i bókuninni. Styrr hefur staðið um skóla- málaráð eftir að borgarstjórn- armeirihlutinn setti það á laggirn- ar til höfuðs Áslaugu Brynjólfs- dóttur fræðslustjóra. Minnihlut- aflokkarnir í borgarstjóm hafa verið samstíga í því að fulltrúar þeirra ættu ekki sæti í ráðinu. Þar er um að ræða þau Þorbjörn Broddason og fyrrnefnda Kristínu. Hefur enda Félags- málaráðuneytið komist að þeirri ótvíræðu niðurstöðu að starfsemi skólamálaráðsins sé ekki lögum samkvæmt. í sömu átt hnígur niðurstaða ráðgjafarþjónustu Lagastofnunar Háskóla íslands. Sjá bls. 2 Hs AH sórstæð giftingarathöfn fór fram I skrúðgarðinum í Neskaupstað á kosningadaginn 25. aprfl sl. Sveinbjörn Beinteinsson, allsherjargoði gaf þá saman í hjónaband þau Lisu Cordell frá Englandi og Georg Pétur Sveinbjörnsson frá Kirkjubóli í Norðfjarðarhreppi. Mikill fjöldi Norðfirðinga fylgdist með athöfninni í blíðskaparveðri og var hún skemmtileg tilbreyting í erli kosninganna. Mynd - hb/Neskaupstað. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Fóstrur Bíða eftir tilboði Margrét Pála Ólafsdótt- ir: Við erum mjög á- nœgðarmeð þessa vilja- yfirlýsingu borgaryfir- valda en teljum okkur ekkigeta dregið upp- sagnir okkar til bakafyrr en viðunandi boð hefur fengist „Við erum mjög ánægðar með þá leið borgaryfirvalda að ræða við okkur beint og vonum að sú viljayfirlýsing hafi verið til þess að bæta kjör, að það eigi að bæta kjör en ekki halda óbreyttu ástandi," sagði Margrét Pála Ól- afsdóttir fóstra í gær. Þá voru ný- hafnar viðræður borgarráðs við Starfsmannafélag Reykjavíkur en fóstrur kynntu ráðinu sérstak- lega kröfur sínar. 80% fóstra í borginni hætta störfum á föstu- dag, nái ekki fram bættum kjörum. „Það eitt að viðræður séu í gangi er ekki nóg til að uppsagn- irnar verði dregnar til baka. Það var ályktað á geysifjölmennum fundi hjá okkur í fyrrakvöld að við mundum ekki draga þær til baka fvrr en viðunandi boð lægi fyrir. A laugardag eiga dagvistar- heimili Borgarspítalans að vera opin samkvæmt venju og þá myndu fyrstu áhrifin af uppsögn- unum koma f ljós,“ sagði Margrét Pála. -ing Bankamenn 24% hækkun Bankastarfsmenn náðu nýjum samningum í gærmorgun eftir næturlangan samningafund, og hefur boðuðu verkfalli 8. maí n.k. verið frestað. Að sögn Hinr- iks Greipssonar formanns Sam- bands bankamanna er samning- urinn til tveggja ára og felur í sér 23- 24% kauphækkun á tíman- um. „Að auki eru inni ýmis sérmál eins og fræðslu- og jafnréttismál,“ sagði Hinrik. Samningurinn verður kynntur bankastarfsmönnum á Reykja- víkursvæðinu á sameiginlegum fundi á laugardag. -ing. Alþýðubandalagið Nýja forystu eða ný vinnubrögð Framkvœmdastjórnarfundur ígœr vegna ummœla Guðrúnar Helgadóttur í útvarpi. Guðrún: Aldeilis ekki að bjóða migfram, envið þurfum ný vinnubrögð Eg er aldeilis ekki að bjóða mig fram til formanns, sagði Guð- rún Helgadóttir við Þjóðvfljann í gær, - en það er Jjóst eftir þessar kosningar að við þurfum annað- hvort nýja forystu eða ný vinnu- brögð. Nokkur titringur varð í for- ystuliði Alþýðubandalagsins eftir þau ummæli Guðrúnar Helga- dóttur í útvarpsfréttum í fyrra- kvöld að eðlilegt væri að kalla saman landsfund fyrr en ráðgert hefði verið, og að konur gætu hæglega tekið við forystu í flokknum, þar á meðal hún sjálf. í gær var að kröfu Sigurjóns Pét- urssonar borgarfulltrúa kallaður saman fundur í framkvæmda- stjórn flokksins, annar fundurinn á þremur dögum, og voru fyrir fundinn uppi hugmyndir um að flýta miðstjórnarfundi sem í fyrradag var boðað til um miðjan maí. - Ég fagna þessu, sagði Guð- rún í samtali við Þjóðviljann fyrir fundinn í framkvæmdastjórn. - Með því að vilja flýta mið- stjórnarfundi virðast menn taka undir mín sjónarmið um að flýta landsfundinum. Þú talaðir um kvennaforystu í útvarpinu? - Við þurfum annaðhvort nýja forystu eða ný vinnubrögð hjá þeirri gömlu. Það er ekkert úr vegi að fela konum að stjórna þessum flokki, - en það er auka- atriði, aðalmálið er að flokkurinn temji sér nýjar starfsaðferðir, þótt ekki sé hægt að neita því að við vorum þrjár konur sem á sín- um tíma sátum í „mæðranefn- dinni“ og höfðum frumkvæði um nýjar verkreglur og áherslur. Þetta var samþykkt á síðasta landsfundi, en ekkert farið eftir því, og það hefur sýnt sig núna að við vorum þama á réttri leið. Ertu með ummælum þínum að bjóða þig fram til formennsku í flokknum? - Aldeilis ekki, það hefur ekk- ert komið upp. Það væri hinsveg- ar aulaleg auðmýkt ef ég teldi það - aðspurð - algerlega fráleitt, en ég hef ekki sóst eftir slíku og hef ekkert með það að gera. Því ræður flokkurinn, ekki ég. Enda var sú spurning aukaatriði í máli mínu í útvarpinu. Og ég vil leggja áherslu á að þegar ég er að tala um forystu á ég við miklu stærri hóp en formann flokksins einan. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.