Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1987, Blaðsíða 4
Ljón Norðursins við styttu Einars Jónssonar at Brautryðjandanum á Austurvelli. Ljósm. Sig. Sjáandinn með stafinn í eyðimöriánni LJÓN NORÐURSINS, LEÓ ÁRNASON HÚSASMIÐUR OG LÍFSKÚNSTNER 75 ÁRA Það stafar af honum Ijóma þar sem hann situr við borð sitt í gyllta salnum á Hótel Borg: gráspengt og slegið hárið, sem gengur í bylgjum uppaf hvelfdu enninu, loðnarauga- brýr sem geyma leiftrandi augu er lýsa undarlegu sam- blandi af stráksskap og stór- mennsku, alhvítt og grósku- mikið skeggið sem undirstrik- ar dökkt yfirbragð og grátein- óttur jakki, sem liggur laus á báðum öxlum og gefurtil kynna ásamt með vindlinum á milli fagurmótaðra fingra og flúruðum stafnum við stólbrík- ina að hér situr höfðingi í stafni: „Ég ervökumaðurog sjáandi," segirhann, „einfar- inn með stafinn í eyðimörk- inni.“ Hann gengur undir nafninu Ljón Norðursins, en heitir réttu nafni Leó Árnason og er 75 ára um þessar mundir. Fundur okkar á Hótel Borg var af því tilefni og hann sagði mér frá æsku sinni og uppruna, foreldrum og litríkum æviferli og kryddaði frásögnina með ljóðum sem hann mælti af munni fram eins og ekkert væri sjálfsagðara: Við ysta haf „Ég er ættaður frá Mánavík nyrst á Skaga og alinn upp við blíðu og hörku. Faðir minn var smiður hörkuduglegur og ég var talinn lifandi eftirmynd hans, en móðir mín hét Anna Lilja Tóm- asdóttir og ól mig upp við Vídal- ínspostillu og Helgakver. Fyrstu bernskuminningar mín- ar eru frá því þegar bróðir minn var að kveða rímur og móðir mín var að syngja úr grallaranum á dimmum vetrarkvöldum. Ég var smali í æsku og yfirsetan yfir ánum er mér minnisstæðust úr bernsku. Ég lærði af skepnunum og skepnurnar hændust að mér. Þarna var stórgrýtt lyngvaxið fjalllendi og fjörubeit og allra veðra von. Á vetrum, þegar heiður var himinn myndaðist stundum svartur og rauður bakki við sjóndeildarhringinn, og þá gat hann skollið á með 10 vind- stigum eins og hendi væri veifað. Þá var gott að eiga góðan foryst- usauð, og ég man að það kom fyrir að ég lagði mig í skjól undir kverkina á forystusauðnum. Þar var þögnin og hlýjan sem mér er minnisstæð. Við smalarnir fengum 3 sauði í laun fram að fermingu, en á ferm- ingardaginn fengum við 3 ær loðnar og lembdar, hnakk, beisli og loforð um hest. En ég eignað- ist minn fyrsta hest fyrir ferm- ingu, það var folald sem ég fann að dauða komið úti á víðavangi og vó ekki meira en hundur. Þetta var foli, og hann var svínal- inn í fjósinu og ég hirti hann eins og barn, og þetta varð mesti fjör- hestur sem ég hef átt. Hann hét Erill og náði aldrei stærð á við aðra hesta. Ég sat yfir 100 sauðum og 75 lömbum, og eitt vorið fengum við 30 þrílembur. Hringjari í Hólaskóla Ég fór á Hólaskóla og þótti strax öðruvísi en fólk er flest. Ég var hringjari í skólanum og komst áfram á kröftunum. Það stóðust mérfáirsnúningíslagsmálum, og það þótti fyrir mestu á þeim árum. Á Hólum áttum við í mesta lagi tvennar buxur og skyrtur og nærföt til skiptanna en það var vel að okkur búið samt, og þeir Jósep Björnsson og Steingrímur Steinþórsson voru skilningsríkir kennarar. Faðir minn var smiður, og ég hjálpaði honum við smíðarnar frá 5 ára aldri. Á saltfisklofti í Grindavík Ég kom fyrst til Reykjavíkur 1931 og fór þá beint hingað á Borgina. Hún hefur verið mitt annað heimili í Reykjavík síðan. En ég fór áfram suður til Grinda- víkur, smíðaði þar yfir 8 tonna trillu og sótti þaðan sjóinn einn vetur. Við sváfum á loftinu í saltfiskshúsinu og kaupið eftir veturinn átti að vera 160 krónur, en ég fékk það aldrei borgað. Stakkurinn og fleira sem ég hafði fengið í úttekt hjá Geysi fyrir vertíðina kostuðu hins vegar 140 krónur, þannig að ég varð ekki ríkur á þessari útgerð, en ein- hvern veginn leið manni samt vel. Eftir Grindavíkuræfintýrið gerðist ég vinnumaður hjá Olafi lækni í Þjórsártúni, heyjaði þar ofaní 18 kýr og fékk vel goldið fyrir. Síðan fór ég á Laugavatns- skólann, lauk honum á 2 árum og kom svo til Reykjavíkur. Ég varð nasisti í 2-3 mánuði eftir Laugarvatnsdvölina, - það gekk ýmislegt á á þessum árum, og ég sigldi norður til Akureyrar í nasistabúningnum. Ég var á Ak- ureyri fram á stríðsárin, og þegar ég kom suður aftur var herinn kominn. Ég átti þátt í því að stofna verkamannafélagið Óðin þegar ég kom suður, það var félag verkamanna í Sjálfstæðisflokkn- um. Ég held að ég hafi alltaf verið íhaldsmaður, en ég hef þó aldrei kunnað að fara með peninga. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur það sem hann var og ég á þar ekki heima lengur. Olafur Thors og Jakob Möller, það voru mínir menn. Konur eru blómin okkar Ég náði mér í réttindi sem húsasmiður í Reykjavík og hef síðan byggt um 300 íbúðir, þar af 4-5 endurgjaldslaust fyrir kunn- ingjana. Ég hef rekið prjónastofu í Hveragerði með 50 manna starfsliði og íssjoppu í Reykjavík fyrir Steingrím Hermannsson. Ég er tvígiftur og átti 8 börn, en með hvorugri konunni bý ég og guð blessi þær báðar. Mér þykir vænt um konur, þær eru blómin okk- ar...“ Það færist bros yfir Ljón Norðursins og hann mælir fram eftirfarandi kvæði: Ég sá hana gegnum glerið við gluggann hún sat. Ég sá ekki hvort hún var ínokkru eða hafði á sér lítið fat. Ég sá en ég skynjaði ekki hvernig hún gat átt þessa einstœðu fegurð. Því hún var eins og brumið sem býður upp á allt, hún var eins og bergið, bæði hvítt og svart, og hún var eins og báran, Sjáandinn og vökumaðurinn með stafinn í eyðimörkinni rís úr sæti sínu og býður upp á kveðju- sem býr við lítinn stein, og hún var eins og björkin, sem staðið getur ein.... Heimför Ljón Norðursins segir mér að áhugi hans hafi fyrst og fremst blundað í athöfninni, en hugur hans hafi þó glímt meira við það að dvelja utan gufuhvolfsins en inrian þess. En við þessi tímamót ævinnar verður bernskan honum áleitin og það vegarnesti sem hann hlaut úr foreldrahúsum. Og hann fer að lokum með fyrir mig kvæði sem hann kallar Heimför og tileinkar móður sinni: skál að höfðingjasið. Heill sé honum, sjötíu og fimm ára gömlum. —ólg Ég fletti upp blaði í lífs míns bók í blátœrri lind sé ég mynd þá er skóp þann veg sem allur er troðinn affótum sem fluttu mig feti oft nœr. Fullið var slegið síðast í gcer. En þó er markið máski aldrei fjœr, ég móki í vökulum ósi. En ég sigli úr höfn út á sœdrifið haf seltan þar þyrlar sér meira. Og blásvartar holskeflur kyrja sinn brag, það hriktir í stefni og reiða er öskrandi veður hið brjálaða haf; horfið er mastur og fleira. En ég stefni til norðurs því óttu þar á sem býður mér betri daga. Því þar logar nóttin sem gullroðið traf frá guðs sköp til síðustu daga. Og þar er þaninn strengur á milli lofts og hafs, sem tendrar sína Ijóðlínu við bergsins svörtu brúin. Og því á ég þennan eld sem að eilíflega brennur á boðans hvössu sköflum við örlaganna rún, en skuggsýn hefur búið mér sköp í skúta á norðurhjara, og ég sigli norður nakinn og fer ekki í föt þessa björtu og síðustu daga. Þar á ég líka móður, sem unni mér mest af alhug og einlœgum vilja. Og þaðan eru minningar sem meitluðu flest af því sem hinir ekki skilja. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.