Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 1
Fundað í dag Langreyðarkvótinn w kláraður Fundir Halldórs Ásgrímssonar og sendinefndar hans við banda- riska embættismenn í viðskipta- ráðuneytinu um hvalamálið hefj- ast í dag en í gær var enn óljóst um fyrirkomulag eða fundafjölda. Sendinefndin kom til Washing- ton á laugardagskvöld en Halldór sólarhring síðar. Búið er að veiða allar 80 lang- reyðamar sem koma átti á land í Hvalfirði þetta sumarið, en engin sandreyður hefur enn veiðst. Sandreyðarkvótinn er 40 dýr. Hvalveiðunum var formlega hætt um miðnætti á sunnudagskvöld og fer eftir Washington-viðræð- unum hvenær og hvort hafist verður handa á ný. -m Eg vona að til kaupmáttarrýrn- unar þurfi ekki að koma, en svigrúmið er víða orðið býsna þröngt, sagði Gunnar J. Friðriks- son formaður Vinnuvcitenda- sambandsins vegna nýrrar spár Þjóðhagsstofnunar þar sem spáð er versnandi efnahagshorfum á næsta ári. Jafnframt er þar dreg- ið í efa að áætlaðar aðhaldsað- gerðir ríkisstjórnarinnar nái til- ætluðum árangri. Gunnar sagði að ef kaupmátt- ur launa ætti að haldast yrði að halda skynsamlega á málum þannig að verðbólgan færi ekki uppúr öllu valdi. Iþví fælist að halda yrði raunverulegum launa- hækkunum í skefjum enda væri t.d. svigrúmið í fiskvinnslunni og samkeppnisiðnaðinum mjög lítið til launahækkana. Þá sagði Gunnar að áherslu yrði að leggja á aukinn sparnað. „Ef fólk notar aukinn kaupmátt í eyðslu þá er hætt við því að það verði erfitt að viðhalda kaupmættinum. En ef spamaður eykst þannig að viðskiptahallinn verði enginn að ráði þá gætu horfurnar verið bjartari." „Það er ljóst að í spá Þjóðhags- stofnunar er gert ráð fýrir s<un- drætti. Það er hins vegar ekkert óvenjulegt að fá slíkan spádóm frá Þjóðhagsstofnun þegar að viðræður um nýja kjarasamninga eru að hefjast. Stofnunin hefur verið iðin við að spá svörtu þegar að samningaviðræður hafa verið í uppsiglingu,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um spá Þjóðhagsstofnunar. -K.OI. Þriðjudagur 21. júlí 1987 156. tölublað 52. örgangur Þjóðhagsstofnu n Spáð í samningana Ásmundur Stefánsson: Þjóðhagsstofnun iðin við að spá svörtu þegar samn- ingaviðrœður eru í uppsiglingu. GunnarJ. Friðriksson: Vonaaðtil kaupmáttarrýrnunar þurfi ekki að koma. Svigrúmið víða þröngt Efnahagsaðgerðirnar Horfið frá vaxtahækkun Ég vil sem minnst ræða þau mál, en það er rétt það er verið að íhuga möguleikann, sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra aðspurður um það hvort líkur væru á að fallið yrði frá vaxtahækkun á ríkisskulda- bréfum. Eins og kunnugt er frestaði ríkisstjórnin ákvörðun um vaxta- hækkun af ríkisskuldabréfum vegna óvissu um afleiðingarnar á fjármagnsmarkaðnum. Verði horfið frá vaxtahækkununum, er fyrirsjáanlegt að ríkisstjómin verði að auka hlut erlendrar lán- töku í fjármögnun ríkissjóðshall- ans og jafnvel einnig grípa til aukinnar seðlaprentunar. Þessar aðgerðir em hins vegar líklegar til að auka enn á þenslu. Þá hefur ríkisstjómin þann möguleika að skylda banka til að kaupa ríkis- víxla fyrir ákveðna upphæð. -K.ÓI. Fimm og hálfs metra ritaskrá, og gefur þó engan veginn mynd af æviverkinu öllu. Þeir Sverrir Tómasson og örnólfur Thorsson afhenda Jakobi Benediktssyni forskot á afmælisritið í afmælishófinu í gær. (Mynd: E.ÓI) Skák Þrisvar jafnt hjá Jóhanni Teflir við Christiansen í dag í Szirák. Short, Speelman og Sax áfram í Júgóslavíu Jóhann Hjartarson teflir við Bandaríkjamanninn Christi- ansen í dag á millisvæðamótinu í Szirák rétt utanvið Búdapest í Ungverjalandi. í gær var frídag- ur, en eftir þrjár umferðir er Jó- hann í 7.-9. sæti með IVi vinning. Jóhann hefur gert þrefalt jafn- . tefli, fyrst við Ungverjann Port- isch, síðan við Englendinginn Nunn og loks við Velimirovic frá Júgóslavíu. Efstir eru nú Nunn, Salof (Sovét) og Christiansen með 2Vi vinning, þá Ljubojevic (Júgó), Milos (Brasilíu), og Benjamin (Bandaríkjunum) með 2 vinninga, og síðan Jóhann, Portisch og Marin (Rúmeníu). Hinn öflugi Sovétmaður Beljav- skí hefur orðið að fresta tveimur skákum vegna veikinda og setur það nokkurt strik í stöðumatið. Mótið er 17 umferðir og lýkur 10. ágúst. Þrír komast áfram úr hverju þriggja millisvæðamóta í áskor- endakeppnina. Eitt mótanna er enn óhafið en mótinu í Subotica í Júgóslavíu er lokið, og komust þaðan áfram Englendingarnir Short og Speelman ásamt Ung- verjanum Sax. Tal og Ribli komu næstir. Auk þessara nýju taka þátt í áskorendamótinu einvígismenn- irnir frá síðustu lotu, þeir Tim- man, Júsúpof og Sókólof, og að auki eiga mótshaldendur í Kana- da rétt á að senda mann, og verð- ur það Kevin Spraggett. -m Bara rita- skráin hálfur sjötti metri Jakob Benediktsson hylltur í gœr á áttrœðisaf- mœli sínu. Afmælisritið Lœrdómslistir vœntan- legt síðar Igær var Jakob Benediktsson fræðimaður og fyrrum Orða- bókarstjóri áttræður og í því til- efni hylltu hann vinir og sam- starfsmenn í hófl í félagsheimili Skagflrðinga. Þar bar meðal annars til tíð- inda að umsjónarmenn Lær- dómslista, afmælisrits sem geymir ýmsar ritgerðir Jakobs, tilkynntu um hefðbundinn drátt á prentun, en afhentu afmælis- barninu í sárabætur prentsátur með ritaskrá Jakobs, og er skráin hálfur sjötti metri á lengd og geymir 578 heiti á bókum, útgáf- um og ritgerðum Jakobs frá 1934 til okkar tíma. Jakob sagði í þakkarávarpi sínu að hann væri nú svo gamall sem á grönum mætti sjá, en hefði aldrei séð svona langan lista á svona litlu priki. Af þessu mætti ætla að hann hefði verið haldinn óstjórnlegri skrifáráttu, en í raun væri þetta flest ritað til að losa sig við ágang annarra. -m íþróttir KR-ingar í efsta sæti Mikil spenna er nú komin í keppni í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Valsmenn gerðu í gær jafntefli gegn Vfði, 1-1 og hleypir það miklu fjöri í deildina. KR-ingar eru nú í efsta sæti með 19 stig og hagstæðara mark- ahlutfall en Valsmenn, sem eru einnig með 19 stig. Þór er svo í 3. sæti með 18 stig. Sjá nánar fþróttir bls. 9-12.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.