Þjóðviljinn - 11.10.1987, Blaðsíða 17
Viðtal ? Jón Axel brást við
því eins og sannur sjentilmað-
ur. Án þess að ég vissi þá,
hvað hann ætti erfitt með að
tala um myndir sínar. Og ég?
Um hvað ætlaði ég að spyrja?
Hvert hann væri að fara með
verkum sínum? Hvaða stefnu
hann aðhylltist í myndlist?
Hvort honum þættu góðar
kartöflur?
Því er þannig farið með
góðar myndir að mig hvorki
langar né vil tala um þær.
Samt leiðist maður út í það,
lendir í ógöngum, fer í hring og
kemur aftur á sama stað. Mál-
verkin hanga enn uppi á vegg
(eins og ekkert hafi í skorist)
og maður þykist þó hafa lært
það á leiðinni að leiðin var
röng. Eðaeru leiðirrangar?
Svo framarlega sem maður
lærireitthvað íferðinni. Þó
ekki væri annað en að reyna
svolítið á sig, og finnist maður
í lokin vera næstum krossfest-
ur, eins og Jón Axel sagði í lok
viðtalsins. Og blaðamaðurinn
hugsar með sér skelfingu
Jón Axel á sýningu sinni á Kjarvalsstöðum. Mynd - Sig.
lostinn.Erégbúinað
krossfesta mann! - Og er
jafnvel sjálfur svolítið eins og
hengdur upp á þráð. En hér
hefst viðtalið.
- Og eins og köttur sem fer í
rökréttan hring kringum heitan
graut, þá verður manni fyrst á að
spyrja:
- Er það ekki svipað fyrir mynd-
listarmann að tala um verk sín og
það vœri fyrir rithöfund að tjá sig
um bók með teikningum?
„Jú. Ætli það ekki. Ég vil helst
ekki tjá mig um mín verk. Það er
út í hött, bæði vegna mín og það
stelur ákveðinni tegund af upplif-
un frá áhorfandanum. Það er
fyrst og fremst áhorfandinn sem
verður að byggja brú milli sín og
verksins, því listamaðurinn hefur
þegar lagt til sinn skerf. Leiðin er
oft lokuð eða torfær. Stundum
hjálpar að útskýra verk fyrir
áhorfendum. Þetta er líka spurn-
ing um opinn huga, að fólk sé
móttækilegt. Áhorfendur eru oft
hættulega lokaðir. En listfræð-
ingar og gagnrýnendur eru betur
til þess fallnir að útskýra verk en
listamaðurinn sem er engan veg-
inn fær um að sinna upplýsinga-
skyldu um verk sín. En listfræð-
ingar og gagnrýnendur eru mis-
jafnir og gera stundum illt verra
með því að tjá sig eða negla verk-
in inn í skilgreiningar.”
Upplifun er allt
— Um hvað ertu þá að fjalla í
verkum þínum?
„Ég veit það ekki. Ég tek mikið
tillit til tæknilegra þátta. Mynd-
byggingarleg atriði og litanotkun
skiptir mig miklu máli. Krossar,
krossfestingar, vötn og manns-
líkaminn koma fyrir aftur og aft-
ur. Ég reyni að koma því til skila
hvernig ég upplifi manneskjuna í
umhverfinu, án þess að skil-
greina. Þetta eru ekki sjálfs-
myndir, en ég hlýt að nota í
myndum mínum, hvernig ég upp-
hfí sjálfan mig í tengslum við
aðra. Það er svo undir fólki kom-
ið, hvort það skírskotar til þess.
Hvort áhorfendur finna sam-
svörun.“
- Hvernig vinnurðu?
„Ég vinn allt árið. Þó eru alltaf
tveir mánuðir á hverju ári þar
sem ég vinn ekkert. Er alveg tóm-
ur. Það er ekki árstíðabundið. Ég
verð ekki endilega var við
breytingar í þessu tómarúmi og
ég byrja iðulega á sama punkti og
þegar ég hætti. Ég vinn mjög
hratt. í einni lotu og skissa ekk-
ert. Geri alltaf eina mynd í einu.“
- Finnst þér það þroska þig til-
finningalega að mála?
„Ég verð ekki var við það sjálf-
ur. Það birtist kannski á annan
hátt. í öðru málverki. Seinna.
Þetta eru meira eins og ósjálfráð
viðbrögð. Að mála. Ef þú ert
sleginn í vitlausa beinið undir
hnéskelinni, þá kippist fóturinn
við. Persónumar í verkunum eru
bæði í lausu lofti og njörvaðar
niður. Liturinn í bakgrunninum
táknar eitthvað ákveðið, tilfínn-
ingu eða hugsun. Hver litur, t.d.
rautt, þarf ekki alltaf að tákna
það sama. Ég nota hvern lit til að
túlka þá tilfinningu sem mér
hentar í það skiptið. Allt eftir að-
stæðum. En þetta em tvær hliðar,
tæknileg hlið sem veltur meðvit-
að áfram og ég reyni að þróa. Og
tilfinningalega hliðin sem er ó-
ljósari.”
Ekki spegill
- Kynnistu sjálfum þér ígegnum
verk þín?
„Það em viss tengsl sem gera
vart við sig eftir á. En ég lít ekki á
verk mín sem spegil eða tæki til
að skoða sjálfan mig. Það gerist
þá án þess að ég verði var við það.
Þetta er spurning um upplifun.”
- Og svo ertu að kenna?
„Ég kenni módelmáiun. Það
var aldrei ætlun mín að fara út í
kennslu. En meira peningaspurs-
mál. Það er líka í mér rótgróin
andúð á skólum. Kennslan klýfur
mig í herðar niður. Maður veit
aldrei hvort maður er að gera rétt
eða rangt gagnvart nemendum.
Myndlist er ekki hægt að kenna.
Nema ef til vill að gagnrýna. Og
gagnrýni er ofurviðkvæmur
hlutur. Kannski er hægt að kenna
örfá atriði eins og þætti í mynd-
byggingu, listasögu, meðferð lita
og verkfæra.“
- En geturðu útskýrt verk þín
fyrir sjálfum þér? Þó þú viljir ekki
að það fari hátt.
„Nei. Verk mín eru enda-
punktur á ákveðnu ferli. Og eng-
in fjarstýring með í spilinu. Þetta
er allt saman inni í mér. Bara
spursmál um að koma því út. Þess
vegna þarf ég ekki að gera neina
úttekt, heldur bara sjá hvað ger-
ist. Skýringin á málverkinu er
fólgin í málverkinu sjálfu. Ég finn
ekki fyrir neinni þörf til að skilja
sjálfan mig.“
- Svo ertu búinn að gera skúlp-
túr?
„Þetta er fyrsti og eini skúlp-
túrinn minn. Hann kemur í beinu
framhaldi af myndunum mínum
og ég horfí alltaf á hann eins og
málverk. Skúlptúrinn er unninn
mjög nákvæmlega, eftir skissum
og útreikningum. í upphafi ætl-
aði ég í skúlptúr, en höggmynda-
deildin var lokuð þegar ég komst
inn í skólann. En ég hef áhuga á
að halda áfram með skúlptúra.
Sem eru raunverulegri en mái-
verkið. Málverk eru meira eins
og kópíur og svolítið ósnertanleg.
Þau bjóða líka heim vissri
skreytiþörf sem ég óttast. Skúlp-
túrinn er ögrandi. Hann getur
verið fyrir manni. Hægt er að
banka í hann og möguleiki á að
ganga í gegnum verkið. Ef maður
þorir.
Það er ekkert sérstakt efni sem
heillar mig öðru fremur. Ég
hugsa mér að vinna með það efni
„Bara. Eins og ég
upplifi. Hlutina.
Manneskjur eru
takmarkaðarí vatni
og.Ákrossi.Geta
svo lítið hreyftsig.
Vatnið í myndum
mínum erekki.
Kyrrlátt
sundlaugarvatn en.
Stórsjór á hafi úti.
Dekrað nútímafólk
ersvoilla.ístakk
búið til að fást við öfl.
Náttúrunnar.”
sem er hentugast í hvert skipti.
Ég þekki járn vel. Ég vann einu
sinni á vélaverkstæði og var
meira að segja kominn á samn-
ing. Kannski vegna þess að ég er
kominn úr mikilli vélafjölskyldu.
En svo fór ég á námskeið í módel-
teikningu.”
- Var það þá sem þú ákvaðst að
gerast listmálari?
„Ég vissi alltaf af þessu hjá
mér. Ég tók nokkur ár í það að
efast. En lífið veltur áfram. Mér
er lítið gefið um að stýra því. Vil
bara lofa hlutunum að koma. Það
var reyndar eitt sem breytti miklu
fyrir mig: Nýja málverkið. Ég var
alveg stopp eftir skólann en fór
aftur af stað eftir að ég kynntist
nýja málverkinu. Nýja málverkið
var bylting. Fyrir þann tíma hafði
ríkt stöðnun í nokkur ár. Og þó
nýja málverkið yrði bindandi,
opnaði það leiðir í margar áttir.
Nú er meira leyfilegt en áður.
Heldur en fyrir 5 eða 6 árum,
þegar nýja málverkið kom og all-
ir áttu að mála þannig. Þetta hef-
ur kvíslast og málverkið er per-
sónulegra en áður.”
List til sölu
„En það er hættuástand í list-
inni, eins og á öðrum vígstöðv-
um. Menn leggja ofurkapp á að
fá sem mesta peninga út úr list-
inni. Það er óskaplegur hraði og
allt tilbúið. Rétt eins og hver
önnur tíska. Þessi hraði var ekki
tii í listinni. Þróunin frá Cezánne
til kúbismans var mjög eðlileg,
eitt leiddi af öðru. En þegar söðl-
að er um í dag, þá er það gjarnan í
andstöðu við það sem hefur verið
ríkjandi í nokkur ár á undan.
Sýningin í Kazzel, Dokumenta,
er dæmi um þetta. Það er velt upp
aðeins einum fleti á málinu.
- Er þá hœtta á að þróun í list-
inni stöðvist?
„Nei. Ætli það sé nokkuð hægt
að stoppa þróunina. Það er hins
vegar hægt að rugla hana. Þegar
einungis eitt er látið heita gott og
gilt. Ef listamenn eru að gera
eitthvað annað en það sem er efst
á baugi, verða þeir að loka sig
inni í byrgjum. Og þeir gera það
líka. Á meðan holskeflan ríður
yfir. Tökum amrísku graffiti
málarana sem dæmi. Þeir voru
teknir úr undigöngum New
York, dubbaðir upp í bleikan ká-
dilják og verk þeirra spreyjuð inn
í gyllta ramma. Svo eftir nokkur
ár máttu þeir náðarsamlegast
hypja sig ofan í undirgöngin aft-
ur. Listin sjálf skiptir sölumenn
svo til engu máli, bara peningarn-
ir. Allt er slitið úr samhengi og
stillt upp í vitlausri röð. Og það
þýðir ekkert að halda því fram að
þetta.hafi alltaf verið svona.”
- En listamenn? Eiga þeir að
láta kaupa sig?
„Þeir bera enga ábyrgð. Þeir
eru búnir að klára sitt verk. Og
ekkert óeðlilegt að menn vilji fá
peninga. En það er verið að gelda
hlutina með þessu móti. Menn
þróast og breytast á sínum ferli.
En áhorfendur hafa engin tök á
því að fylgjast með, því það er
alltaf einhver nýr sem þarf að
selja. í París í gamla daga höfðu
þessir kallar tækifæri til að koma
sér þokkalega fyrir. Enn þann
dag í dag er auðvelt að fylgjast
með því sem þeir eru að gera.”
-Hvaða þýðingu hefurþað fyrir
þig að sýna?
„Ég fæ nýja afstöðu til verk-
anna og hiutlausari. Ég hef kom-
ist út úr þeim og get skoðað þau
eins og hver annar. Margt sem ég
kem auga á sem sást ekki í vinn-
unni. Eins og Sóley, konan mín,
segir: Það er svitalykt af myndun-
um á vinnustofunni. Á sýningu
eru þau eins og eftir sturtubað.”
Fólk er krossfest
Svo reynum við að komast í
gegnum myndirnar. Krossfest-
ingar, vatn, manneskjur sem
gjarna eru ekki nema hönd og
höfuð. í aðþrengdu umhverfi.
Sterkir litir. Spenna. Á einum
stað er maður að toga í selsfætur,
en Jón Axel segir að hann sé að
lyfta upp fótum. Sennilega sínum
eigin. Og er leikfangasmiðurinn
að smíða kross.
- Af hverju ertu að krossfesta
mennina þína?
„Ætli mér finnist ekki fólk vera
krossfest. Alveg eins og núna
finnst mér hálfpartinn eins og
verið sé að krossfesta mig með
þessu viðtali.” - Hér lýkur viðtal-
inu.
-ekj
Sunnudagur 11. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17