Þjóðviljinn - 18.10.1987, Page 11
í
Guðný Magnúsdóttir leirlistarmaður
á sýningu sinni í Gallerí Hallgerði.
(Mynd: einar ól).
Leitað
f leir
Guðný Magnúsdóttir hefur
opnað sýningu á verkum unn-
um í leir í Gallerí Hallgerði, á
horni Bókhlöðustígs og
Laufásvegar. Verkin á sýn-
ingunni eru skálar og vasar að
meginuppistöðu, mótuð í Ijós-
an leir á þessu ári, auk eldri
verka.
Notagildi hlutanna, form og
skreyting eru þau atriði sem
leitast er við að samræma í þeim
verkum sem nú eru til sýnis.
Guðný hefur áður haldið einka-
sýningar og tekið þátt í samsýn-
ingum. Full ástæða er til að vekja
athygli á sýningu Guðnýjar sem
er opin til 25. okt. Alla daga kl.
14-18.
Af sýnlngu Kjartans í Gallerí Borg.
Llstamaðurlnn aftók að vera með á
myndinni. (Mynd: einaról)
Mðlari
sem fékk
hugljómun
Kjartan Guðjónsson
sýnir í Gallerí Borg
Kjartan Guðjónsson hefur
opnað sýningu í Gallerí Borg
viðAusturvöll. Framanafferli
sínum málaði Kjartan ab-
strakt, en segist hafafengið
hugljómun um 1978 og breytti
þá um stíl og fór að sinna
grafíkjafnframt málverkinu.
Kjartan hefur einnig mynds-
kreytt bækur. Á sýningunni
eru vatnslitamyndir, teikning-
ar og olíumyndir.
Kjartan fæddist árið 1921.
Hann stundaði nám við Art In-
stitute of Chicago og við akadem-
íuna í Flórens. Hann hefur haldið
fjölmargar einkasýningar og
einnig tekið þátt í fjölda samsýn-
inga hér á landi og erlendis, á
Norðurlöndum, Þýskalandi,
Belgíu og Ítalíu. Kjartan hefur
kennt við Myndlista- og handíða-
skóla íslands og fleiri skóla í
fjölda ára. Sýningin er opin kl.
10-18 á virkum dögum en 14-18
um helgar. Lýkur 27. okt.
NUTIMAIÆKNI
blönduð fomeskju
Kristján Steingrímur opnarsýningu á Kjarvalsstöðum: Lítámig sem
vísindamann sem er að skapa myndrœn vandrœði
Kristján Steingrímur á Kjarvalsstöðum. (Mynd Sig.).
„ Þegar ég kom fyrst út lenti ég í
vissum erfiðleikum. Hér heima
hafði nýja málverkið verið á fullu,
eins konar nýexpressjónismi, en
í Þýskalandi voru menn búnir að
vera að mála í tíu ár og að miklu
leyti búnir að afgreiða þá mögu-
leika sem fólust í nýexpressjón-
ismanum. Það þýddi þess vegna
lítið fyrir mig að halda áfram í
sama dúr og hér heima; það
hefði bara haft hægan dauðdaga
í för með sér. Ég varð að finna
mína persónulegu leið."
Kristján Steingrímur opnar
sýningu á Kjarvalsstöðum í dag
kl. 14, þar sem hann sýnir olíu-
málverk máluð á þremur árum og
grafík. KriStján stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands árin 77-81 og hélt utan til
Þýskalands til náms eftir það,
nam þá hjá prófessor Bernd Kö-
berling í Hamborg. Kristján
Steingrímur hefur tekið þátt í og
haldið nokkrar sýningar hér á
landi ogíÞýskalandi. Ofangreind
klausa er tekin úr grein sem Illugi
Jökulsson skrifar í handbók um
sýninguna og segir svo áfram um
Kristján:
íslenskar rúmfjalir
„Landslagið er horfið aftur - í
bili að minnsta kosti, því hann
segist áreiðanlega eiga eftir að
taka upp þann þráð seinna. Fyrir
tveimur árum fóru allt í einu að
koma úr pensli hans fígúratífar
myndir, byggðar á myndmáli sem
hlýtur að kallast þjóðlegt þótt
sjálfsagt hefði það komið Ás-
grími og Jóni Stefánssyni spánskt
fyrir sjónir. Minni úr sjávarútvegi
eru algeng; önglar, fiskar, bátar
og bein svamla innan um alls kon-
ar geometrísk form og línur sem
sumar ku vera úr línuritum yfir
efnahagsástand einhverra Suður-
Ameríkuríkja! Hann er líka far-
inn að þrykkja inn á myndir sínar
með dúkristu minni myndum sem
sumar eru svo þjóðlegar að sýna
menn ýta bát úr nausti; aðrar eru
þjóðsögulegar og enn aðrar eftir-
prentanir af dönskum kórónum
eða skreytingum af íslenskum
rúmfjölum.”
„Hér og hvar - einkum í „eldri”
myndum af þessu tagi, má sjá
vélabúnað ýmiss konar og innyfli
úr tækjum. „Það er kannski stutt í
realismann hjá mér,” segir Krist-
ján hugsandi, þegar hann sýndi
mér nokkrar myndir af þessu
tagi. „En ég er ekki að segja
neinar sögur í myndunum mín-
um; þetta eru fremur endurminn-
ingabrot í bland við nýjan tíma.
Nútímatækni blönduð forneskju
og öfugt. Það er ennþá expres-
sjónismi í þessum myndum mín-
um en líka geometría og kon-
strúktívismi og alls konar kon-
krethlutir, enda lít ég svo á að ég
sé vísindamaður að skapa mynd-
ræn vandræði fyrir áhorfandann
að glíma við. Einhver þóttist sjá í
verkum mínum vott af súrreal-
isma en það finnst mér dularfullt.
Súrrealisminn á uppruna sinn í
draumi eða einhvers konar
draumkenndu ástandi en hjá mér
er þetta afskaplega vísindalega
unnið þótt oft komi ég sjálfum
mér á óvart. Það kann að vera að
eitthvað minni á súrrealisma í
myndum mínum - það er þá for-
mræn samlíking. Annars er nátt-
úrlega erfitt fyrir mann, sem er
nýútskriðinn úr skóla að vera að
tjá sig í löngu máli um það sem er
að gerast í myndunum. Ég geri
mér grein fyrir því að ég er enn
undir áhrifum úr ýmsum áttum.
Ég tel mig hafa náð fótfestu og
þroska til að byggja á en á von-
andi eftir að þróast mikið enn og
finna mér minn eigin stað. Að
vísu er ekkert nýtt undir sólinni
en það er þó mismunandi skýjaf-
ar og alltaf má skoða það gamla í
nýju Ijósi.”
Sýning Kristjáns Steingríms er
opin alla daga kl. 14-22. Og
stendur til 2. nóvember.
* 1
MAfilADEKKIUM
NAGLARNIR EVÐA GÖTUM BORGARINNAR
l|í Gatnamálastjórí
VISPBSQ