Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.11.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Föstudagur 6. nóvember 1987 247. tölublað 52. örgangur Þjónusta íþína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Námsmenn 4000 kr. í leiðréttingu Stjórn LINsker úr umþað ídag hvort námsmennfá lán sín leiðrétt. Lánin langt undir lágmarksframfœrslukostnaði. Nemendur fjölmenna á fundarstað Útvegsbankinn í endumýj- un lífdaga Útvegsbankinn gengur nú í endurnýjun lífdaga. Bankanum hefur verið fundið nýtt einkennn- ismerki og hluthafarnir og banka- stjórnin áforma ýmsar brcytingar til hagræðingar á rekstri bank- ans. f stað tveggja bankastjóra áður er nú aðeins einn. í stað aðstoð- arbankastjóranna áður, hafa ver- ið ráðnir tveir fulltrúar banka- stjórnar, er ganga bankastjóra næstir völdum af starfsliði bank- ans. Sérhvert útibú verður sjálfstæð rekstrareining og aðalbankinn í Austurstræti verður sérstakt úti- bú. -rk. w * Astjórnarfundi Lánasjóðs Is- lenskra námsmanna í dag fæst úr því skorist hvort leiðrétting verður gerð á þeim framfærslu- vfsitölum sem lagðar hafa verið til grundvallar útreikningum náms- lána, en í stjórnartíð Sverris Her- mannssonar menntamálaráð- herra voru lánin skert um 15 % er hann frysti vísitöluhækkun lán- anna í sex mánuði. Þau eru því nú undir reiknuðum framfærslu- kostnaði og er mikil ólga meðal námsmanna vegna þessa. Á fundinum í dag munu full- trúar námsmanna í stjórninni leggja fram tillögu um íeiðrétt- ingu, en framfærslumat Lána- sjóðsins brýtur í bága við lög sjóðsins þar sem kveðið er á um að námslán eigi að mæta 100% fjárþörf námsmanna. Miðað við vísitöluna 1. september sl. er áætluð framfærsluþörf náms- manns sem býr í leiguhúsnæði 25.950 krónur, eða langt undir lágmarkslaunum í landinu. Leiðrétt yrði sú upphæð 29.903 krónur. I fréttatilkynningu frá samstarfsnefnd námsmannasam- takanna sem aðild eiga að LÍN, er bent á það að sú upphæð væri síður en svo ofrausn. Þá er með nokkrum dæmum sýnt fram á það að núgildandi framfærslumat sé gjörsamlega óraunhæft, en í því er t.d. reiknað með því að náms- maður greiði 4 þúsund krónur í húsaleigu á mánuði. í fréttatilkynningu náms- manna segir að fallist LÍN ekki á réttlætiskröfu námsmanna muni námsmenn svara slíkri aðför með fullum þunga. Námsmenn í öllum deildum Háskóla íslands munu afhenda fulltrúum LÍN áskorun við upphaf fundarins í dag, en námsmenn hyggjast fjölmenna í húsnæði Lánasjóðsins á meðan á fundinum stendur. Hann hefst klukkan 17. -K.ÓI. Fjárlagaumrœða Bankaleyndin afnumin Jón Baldvin boðaði afnám bankaleyndar verðifarið út í að skattleggja eignatekjur Bryndís Schram fylgdist stolt með bónda gær. Mynd-E.ÓI. sínum flytja hátt í þriggja tíma framsöguræðu fyrir fjárlagafrumvarpi sínu á þingi í Verði farið út í almcnna skatt- lagningu eignatekna að hætti flestra grannþjóða okkar verður ekki undan því vikist að koma á upplýsingamiðlun frá bönkum og öðrum fjármálastofnunum, svo og öllum sem versla með hvers kyns veðbréf og fasteignir, til skattyfirvalda, sagði Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra m.a. i tveggja og hálfs tíma langri ræðu þegar hann fylgdi fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar úr hlaði á Alþingi í gær. Jón Baldvin sagði að næstu skref í endurskoðun laga um tekjuskatt og eignaskatt væru annarsvegar lagaákvæði um eignatekjur einstaklinga og væri þar átt við tekjur af vöxtum, af- föllum og gengishagnaði af inni- stæðum í bönkum og sambærj- legum stofnunum, svo og af veðbréfum, víxlum og sambæri- legum kröfum. Þá tiltók Jón Baldvin einnig arð af hlutab- réfum. „Endurskoðun á skattlagningu eignatekna mun óhjákvæmilega snerta mjög skattlagningu eigna, skattlagningu fyrirtækja og skatt- lagningu einstaklinga með rekst- ur.“ Hinsvegar sagði Jón Baldvin að ákvæði skattalaga um fyrir- tæki væru í endurskoðun en um þau giltu sömu meginsjónarmið og um skattlagningu einstak- linga, að fækka undanþágum og sérreglum. _Sáf Sjá bls. 2 Besti vinur Ijóðsins Skáldsögur á Borginni Besti vinur Ijóðsins heldur skáldakvöld á Hótel Borg í kvöld klukkan 21 þar sem kynntar verða nýjar og væntanlegar skáldsögur. Eftirtaldir höfundar Iesa úr bókum sínum: Gyrðir Elíasson, Sjón, Svava Jakobsdóttir, Nína Björk Árnadóttir og Einar Kára- son. Þá mun Elísabet Jökulsdótt- ir lesa úr bók Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Andrés Sigur- vinsson les úr bók Vigdísar Grímsdóttur og Hrafn Jökulsson úr bókum þeirra Tómasar Dav- íðssonar og Auðar Haralds. Kynnir á skáldakvöldinu er Viðar Eggertsson. hj/BVL Virðing Alþingis Beint frá hjartanu Starfsfólk Hjartaverndar gagnrýnir þingmenn „Starfsfólkinu hér hjá Hjarta- vernd þótti kominn tími tii að láta frá okkur heyra um að okkur þyki þingmenn ekki tala nógu virðulega í sölum Alþingis, sem við álítum að sé aðeins til þess að minnka virðingu fólks í þess garð,” segir Nikulús Sigfússon yfirlæknir Hjartaverndar í sam- tali við Þjóðviljann. Það hefur vakið mikla athygli meðal landsmanna að starfsfólki Hjartaverndar þótti ástæða til að senda Þorvaldi Garðari Krist- jánssyni forseta Sameinaðs Al- þingis bréf þar sem starfsfólkið kvartar yfir því við forsetann að þingmenn tali á þann hátt og noti til þess orð, sem grafi undan virð- ingu þingsins í augum fólks. Að sögn Nikulásar Sigfússonar yfirlæknis var kveikjan að bréf- inu umræður manna á meðal á kaffistofu Hjartaverndar yfir orðfæri og tungutakiþingmanna. f umræðum um h úsnæðisfrum- varp félagsmálaráðherra hefði það komið fyrir í umræðunni hjá ónefndum þingmanni að ráð- herra gæti ekki „nauðgað” ákveðnum þingflokki til fylgis við sig og í umræðu á þingi um Bíldu- dalsmál hefði orðið „mafía“ heyrst oftar en einu sinni.Fyrir nokkrum árum varð það þing- forseta að tilefni til að slá í bjöllu sína, en ekkert gerðist álíka í um- ræðunni nú. „En það er ástæða til að taka það fram að gefnu tilefni að bréfið var ekki sent í nafni Hjartaverndar og er samtöku- num með öllu óviðkomandi. Þetta er ábyrgð starfsfólksins og engra annarra og er tilkomið vegna umræðna manna á meðal hér á kaffistofunni,” sagði Niku- lás Sigfússon yfirlæknir. -grh Fjárlagafrumvarpið Iðnráðgjaf- ar hættir Ekki gert ráðfyrir greiðslum úr ríkissjóði vegna starfsemi iðnráðgjafa úti á landi I fjárlagafrumvarpi Jóns Bald- vins Hannibalssonar er ekki reiknað með neinum greiðslum vegna iðnráðgjafa sem nú starfa i flestum landshlutum samkvæmt lögum frá 1981. í ár er reiknað með að þátttaka ríkissjóðs í þess- ari starfsemi nemi kr. 6.830.000. Iðnráðgjafar hafa starfað í flestum kjördæmum og þá í tengslum við samtök sveitarfé- laga. Hefur ríkissjóður greitt upphæð, sem nernur dagvinnu- launum þeirra, en sveitarfélög eða iðnþróunarfélög á þeirra veg- um allan annan kostnað af starfseminni sem ekki fæst hjá þeim sem þjónustu njóta. Þeir hafa víða aðstoðað fyrirtæki við að taka upp nýjungar og þróa framleiðslu sína. Samþykki alþingi fjárlögin óbreytt að þessu leyti má telja líklegt að starf iðnráðgjafa á landsbyggðinni leggist af. ÓP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.