Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1987, Blaðsíða 3
Þar sem hjarta Timans slær... Á þriðjudaginn var fögnuðu íslendingar því að 69 ár voru liðin síðan landið öðlaðist fullveldi. Eins og vænta mátti minntust ýmsir fjölmiðlar afmælisins og höfðu uppi þau fögru orð sem tilheyra tylli- dögum í sögu þjóðarinnar. Tíminn á sér nafnlausan dálk sem allajafna er notaður undir pólitískt fúkyrðakast og framsóknarhjálpræði. Þessi dálkur var þó óvenju hátíð- legur á þriðjudaginn. Undir fyrirsögninni Fullveldið var fjallað um tímamótin 1918 í hefðbundnum grátklökkva- tón. Leiðari Tímans - við hlið- ina á greininni um Fullveldið - fjallaði hinsvegar um annað veldi sem kannski stendur hjarta þeirra Tíma-manna nær. Fyrirsögnin þar var nefnilega SÍS-veldiðl... ■ Samtalsgagnrýni Bylgjan hefur nú tekið upp þá nýbreytni í bókagagnrýni að í stað lærðra pistla mæta gagnrýnendur stöðvarinnar í viðtal í síðdegisþætti Hall- gríms Thorsteinssonar og spjalla um einhverja tiltekna bók. Þetta form þykir mun af- slappaðra og persónulegra en tíðkast t.d. hjá RÚV. Gagnrýnendur Bylgjunnar eru þrír, Sigurður Hróars- son, blaðafulltrúi Iðnó, Guð- mundur Andri Thorsson bókmenntafræðingur og Hrafn Jökulsson, okkar maður... ■ Ráðhúsdraumar Að okkur var skotið eftirfar- andi vísu um ráðhúsdraum Davíðs. Ráðhúsið vilja fáir fá, - frekja Davíðs er þjakandi. Herbragga minnir húsið á, hálfrifinn þó - og flakandi. Gorbatsjov slær í gegn Á fimmtudaginn birti DV lista yfir tíu söluhæstu bækur síð- ustu viku. Bóksala er rétt að fara af stað og því tæplega hægt að útnefna metsölu- bækur vertíðarinnar ennþá. Listinn sá arna gefur samt sem áður vísbendingar um það sem koma skal, enda er hann samansettur af hinni hefðbundnu blöndu af ís- lenskum skáldskap, barna- bókum, reyfurum og ævi- sögum. Ein er þó sú bók sem ekki verður auðveldlega flokkuð með reyfurum eða barnabók- um, - þ.e. Ný hugsun, ný von Mikhails Gorbatsjofs sem trónir í efsta sæti. Iðunn gefur bókina út og með sama áframhaldi verður þetta mikið aflaár á þeim bæ - hvorki fleiri né færri en sex af tíu sölu- hæstum bókunum eru frá Ið- unni! í öðru lagi er bók eftir þann framliðna Alistair Mac- Lean og í því þriðja Uppjör Höllu Linker. Þá á Iðunn einnig bókina í fimmta sæti, Sænginni yfir minni, eftir Guðrúnu Helgadóttur. Hammond Innes er síðan í sjöunda sæti. Ég, afi og jóla- stubbur eftir Kirkegaard er í því níunda. Ein íslensk skáld- saga kemst á blað, það er Móðir, Kona, Meyja Nínu Bjarkar sem Forlagið gefur út. Þá eru aðeins ótaldar þrjár bækur af listanum, allt ævi- sögur - Ingu Laxness sem Mál og menning gefur út og Ásta grasalæknir og Minn- ingar Huldu Á. Stefánsdótt- ur báðar útgefnar af Erni og Örlygi.B Ljón Norðursins er löngu orð- inn þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann vekur athygliþar sem hann fer; hnarreistur og óað- finnanlega klœddur, íklœð- skerasaumuðumfötum með sítt grútt hdr og skegg. Það er jafnan eitthvað í klœðaburði hans sem fullkomnar útlitið, hattur, bindi eða eins og ígamla daga: stór doppóttþverslaufa. Ljónið er skartmaður. Hann hefur verið fastagestur dHótelBorg ígegnum tíðina. Siturgjarna við hringborð, dreypird kaffi og koníaki, reykir stanslaust og talar hdsum rómi við fólk sem safnast íkringum hann. Stundum situr hann einn og horfir útífjarlœgðina. Svofceðistkann- ski Ijóð d servíettudúk. Hver er þessi maður? LeóÁrnason heitir hann fullu nafni,fœddurHún- vetningur, augasteinn móður sinn- ar og varð 75 dra o þessu dri. Hann erbyggingameistari að mennt, verslaði með dömufatnað og skartmuni d Laugaveginum d kreppuúrunum og rak prjóna- og saumastofu um leið, með 50 manns ívinnu. Og varmeðþeim fyrstu sem lét vinna úr íslenskum lopa. Setti úfót saltfiskverkun og frystihús d Selfossi þegar aðrir töldu það óhugsandi og gerði út bút frd Vestmannaeyjum. Hildingur hét hann. Ljónið byggði líka frcegt hús ú Selfossi, Þórishelli, með 23 hornum og haggast ekki íjarð- skjdlfta. Og hefur byggt300 íbúðir og einu sinni reisti hann húsú 17 dögum, rifbeinsbrotinn, en þd voru beinin líkagróin, segirhann. Hann ú útta börn, yrkir Ijóð en er sennilega í seinni tíðfrœgastur fyrir myndir sínar og lauk meistar- agrdðu í myndlist hjd Gunnari S. Magnússyni. Ljónið hefurhaldið sýningarhérálandi, íÁmsterdam og Hamborg og í síðustu ferð Gullfoss seldi hann 170 myndir. En Ljónið erfyrst ogfremst hann sjálfur, sambland af heimsborgara og barni. Erfitt er að henda reiður á honum um leið og hann leggur spilin á borðið. Ljón Norðursins er hans eigið leikhús. Uslin kemur frá sannleikanum Ég mála og skrifa til að losa um tilfinningar. Ljón Norðursins með málverkasýningu á Hótel Borg Þetta kemur í köstum - þegar ég mála - og kostar miklarvökurog spennu. Éger þá mjög þjakaður. Ég hef mál- að þessar myndir síðustu þrjá mánuði og hef haft ómetan- lega aðstöðu fyrir mig, hef setið hér, með vatnslitina mína innan um fólk og hefur verið alveg yndislegt hér á Hótel Borg. Ég málamikið hús og skip, það er rétt, það er sama mótívið sem kemurfyrir aftur og aftur en er aldrei eins. Þetta mótív sækir mikið á, hús og skip. Mig langar líka svo mikið til að byggja, ég er byggingameistari að mennt og þess gætir í myndum mín- um. Ég leitast við að skapa eins fallegt landslag og ég get, fyrir mig persónulega. Skapanýjan heim. Ég áorðið marga heima, sem guð minn hefurhjálpaðmérvið. Þvíallt erhans. Ekkertermitt. Listgáfan kemur frá guði og ég trúi sköpunarsögunni allri. En hvaðan koma skipin í mynd- um þínum? Skipið er knörr sannleikans sem kemur að landi eftir erfiða sjóferð. Húsin og skipin eru symból, trúarlegs eðlis. Augað sem er fyrir utan lífið og horfir ofan í allt er guðsaugað. Eg nota alveg sérstakt litakort, bara grunnlitina fimm. Ég er líka að berjast við að skapa minn eigin heim. Og í nýju myndunum þínum er fólk í engu landslagi. Þetta fólk er þögult og athug- andi. Ég nota samspil lífs og þagnar. Ég hef miklar áhyggjur af fólki og samúð með því. Þetta er svo napur heimur. Daprari en í gær. Þó lifði ég fyrra stríð. En dapurleikinn var öðru vísi þá. Fólk leitar að lífi sem það þráir að eignast, en allt er í auðn og fót- festuna vantar. Það vantar að guð komi inn á sviðið. Guð gaf þrjár línur. Lárétta, lóðrétta og spor- öskjulagaða. En hringnum var stolið frá honum. Það var aldrei meiningin að setja hjólið inn í menninguna. En það er sem sagt andinn, efnið og línan. Andinn er efninu yfirsterkari, sbr. eftirfar- andi: Skuggsjá lífsins skiptist á Skuggar myrkurs birtu fá oft má ei á milli sjá hvort aflið betur hefur því hér er svikavefur sem oft á millum verður svœft þó tjónið allt sé ekki bœtt A verðinum syndugur sefur Andinn hefur svikið efnið Maður og kona liggja dauða- drukkin eftir vímuna Andi einstaklingsins verður að vera efninu yfirsterkari ef vel á að fara Annars er allt í bölvan og basli. Þú ertaðgefa útþína fyrstu ljóð- abók um leið og sýningin opnar. Já, ég taldi mig ekki tilbúinn til þess fyrr. Það kom allt í einu hjá mér að ég fór að yrkja. Eins og það hefði orðið sprenging. Ljóð- ið sækir á og ljóð er ekki fullgert fyrr en mynd er orðin til og öfugt. Ég mála og skrifa til að losa um tilfinningar. Þannig er hægt að losa sig úr hömlum. Ég er mikill tilfinningamaður. Við gerum allt of mikið af því að dylja tilfinning- ar okkar. Ég hef tekið þann pól í hæðina að fara út í einveruna, þar sem ég get látið tilfinningarnar ráða. Ég vil gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum. En ég hef oft íent í útistöðum, vegna þess að ég opna fyrir allar mínar tilfinningar og reyni að standa við þær. En ég er á réttri leið og veit að allir vilja mér vel. Hvernig er að halda sýningu? Það er bæði léttir og ekki. Mér finnst svo óskaplega erfitt að selja. Síðast þegar ég sýndi seld- ust myndirnar upp á örskömmum tíma. Það var á Mokka og sumir keyptu fimm myndir. En ég hef aldrei máiað meira en nú. Lífs- krafturinn hefur ekki dofnað, bara þróast. Ég lifi enn lifandi lífi. Dauðinn er bara hugtak sem kemur og fer án þess að maður verðivar við það. Áfram er haldið eins og ekkert hafi í skorist Dauðinn er klœddur í dökkan búnin Hann hœgfara staulast um liéruð og lönd Hann svífuryfirfjöll og lceðist meðfram strönd Klökuð er hans skáldahönd í nótthann kom að aðaldyrum Ótilkvaddur af hérvist sinni Sá varsaddur Sýningin er tileinkuð foreldrum Leós og haidin í minningu þeirra. Hún verður opin í fjórar vikur. Ljónið sýnir 120 myndir, en 40 í senn og verður skipt um viku- lega. Þá er einnig komin út ljóða- bók hans, Grjótrunni hugans, í 21 eintaki. - ekj. Sunnudagur 6. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.