Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Allir þekkja Steven Spiel-
berg og ævintýramyndir
hans. Hann hefurgerttvær
myndir sem slá á alvarlegri
strengi, Purpuralitinn og nú
„EmpireoftheSun", Keisara-
veldi sólarinnar. Hún fjallar
um ungan breskan dreng í
Shanghai á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Tom
Stoppard skrifar handritið að
myndinni en hann vinnur það
eftirsamnefndri skáldsögu
James Graham Ballard, en-
skum höfundi vísindaskáld-
sagna, beturþekktum undir
nafninu JG Ballard. Keisara-
veldi sólarinnar er ekki fyrsta
bók Ballards en hún erfyrsta
sannsögulega bók hans og sú
fyrsta sem aflar honum al-
mennra vinsælda. Hún er
sjálfsævisaga og byggir á því
tímabili ævi hans er hann bjó í
Shanghai ásamtforeldrum
sínum. Ballard fæddist í
Shanghai 1930. Faðir hans
varforstjóri efnaframleiðslu-
fyrirtækis og Ballard bjó þartil
15 ára aldurs.
Shanghai
Á þessum tíma var Shanghai
einn af skrýtnustu stöðum á jarð-
ríki, segir Ballard. Allar hugsan-
legar pólitískar stefnur rákust þar
hver á aðra og mikil ringulreið
ríkti. Japanir höfðu hertekið
borgina og á skömmum tíma ger-
breyttust allar aðstæður Ballards.
Hann fluttist með fjölskyldu sinni
úr stóru einbýlishúsi með þjóna-
liði í pínulitla íbúð. Þaðan fóru
þau í fangabúðir Japana.
Áður en hann var fluttur í
fangabúðirnar gekk Ballard í
kaþólskan skóla fyrir börn, þar
sem hann hafði enska kennara.
Þar skrifaði hann sínar fyrstu
sögur, ekki ótilneyddur. Hann
hafði einn mjög strangan kenn-
ara sem refsaði börnunum með
því að láta þau skrifa nokkur
hundruð línur upp úr skólabóku-
num. Ballard komst brátt að því
að skemmtilegra var að skálda
þessar línur sjálfur en að skrifa
þær beint upp. Kennari hans
komst aldrei að hinu sanna en
skammaði drenginn fyrir að
skrifa upp úr ómerkilegum
reyfurum í stað skólabókanna.
Ballard var nokkuð lengi í
fangabúðunum ásamt fjölskyldu
sinni. Þessi tími er þó ekki svo
slæmur í minningu hans. Hann
var aðeins barn að aldri og gerði
sér ekki grein fyrir hættunum sem
umkríngdu hann á degi hverjum.
Fjöldi barna var í búðunum og
þau fengu kennslu. Nálægðin við
dauðann, ofbeldi og sjúkdóma
var honum sjálfsögð. Þess vegna
var menningaráfailiö sem hann
fékk vtö komuna tii Englands, 15
ára fÍMcln, gííurtegt. Smáborg-
arahattörttw, örvercwfeinin, úí-,
hverfiB|arsem aldret virtist neitt
gerast vefkuðu andstyggilega á
hann.
Úr iœknisfœði í
flugherinn
Ballard fór hefðbundinn
menntaveg og lærði læknisfræði í
tvö ár eftir menntaskóla. Á sama
tíma skrifaði hann smásögur og
Um enska vísindaskáldsagnahöfundinn
James Graham Ballard
	i   Does 1   walís	the angle betweeo (wo	
		have a happy ending?	
			J
r	'    M M  i	k        Fictton k a branch of nenrolögy: |k       the scenarios of nerve má blood ^¦k      vessei are ihe wrítten myíhologíes Mmk    ofniemory anddesíre. ^  Sex: laner Spaee: J, G. Ballarii	
að því kom að hann langaði að
leggja skriftirnar fyrir sig. Hann
gaf læknisfræðina upp á bátinn og
fór í enskar bókmenntir. Par féll
hann eftir eitt ár og ákvað að
ganga í flugherinn. Hann fór til
Kanada þar sem hann komst fyrst
í kynni við vísindaskáldskap í
gegnum tímarit sem birtu slíkar
sögur. Það var ást við fyrstu sýn
og síðan hefur Ballard ekki verið
í vafa um hvers konar skáldskap
hann vill skrifa.
Þegar Ballard kom aftur til
Englands hélt hann áfram að
skrifa með öðrum störfum. Hann
gifti sig og eignaðist þrjú börn,
hann þurfti að sjá fyrir fjolskyld-
unni. Það gerði hann með ýmsu
móti, seldi alfræðiorðabækur og
&m árabil ritstýrði hann tímariti
tmr efnafrædí flg $n»£t. . Fjrstu
skáldsögnna sftia skrifa* hann
um 1960, „The Wind from Now-
here". Síðan komu þær hver af
annarri og eru nú á annan tug,
bæði skáldsögur og smásagna-
söfn.
Engin stjörnustrtð
Vísindaskáldskapur Ballards
er óraleið frá hinum hefðbundna
vísindaskáldskap sem oft á sér
stað í fjarlægri framtíð eða fortíð,
þar eru engin stjörnustrið.
„Framtíðin í bókum mínum er
framtíðin eftir fimm mínútur,"
segir Ballard. Frekar mætti kalía
skáldskap hans tækniskáldskap
en vísinda. Heimur hans er ekki
langt frá okkur á tuttugastu öld-
inni. Stíll hans er einstakur og
það er ekki hægt að útskýra hann
með einu dæmi. Eitt af því sem
gerir hann sérstakan eT læknis-
fræðikunnátta hans, hann notar
fræðiheiti yfir hina ýmsu líkams-
hluta mannsins og gefur það
mjög einkennilega stemmningu.
Persónur hans eru yfirleitt hald-
nar einhvers konar þráhyggju
sem orsakast af nánasta umhverfi
þeirra. Dæmigert ballardískt um-
hverfi inniheldur svo eitthvað sé
nefnt; yfirgefna flugvelli, brotin
geimhylki, sanda, auðar borgir,
sandrif, hálfsokknar byggingar,
þyrlur, krókódíla, bíótjöld undir
beru lofti, sporðdreka greypta
gimsteinum, auglýsingaskilti,
hvít hótel, sandstrendur,
steingervinga, brotna glym-
skratta, kristalla, eðlur, bflastæði
á mörgum hæðum, tilraunastofur
læknisfræðinnar, uppþornaðar
sundlaugar, bflhræ, hraðbrautar-
brýr, brotnar kókflöskur, eyði-
merkur, háhýsi, flugvélar sem
fljúga lágt; - svo eitthvað sé
nefnt.
tíannh^él eigin tákflficim en
tákn hans eru efckí hín kíassísku
tákn. I lann vill skrifa am goð-
sagnir framtíðarirmar, þær goð-
sagnir sem eru að skapast í dag,
og eiga eftir að móta nánustu
framtíð. Eitt smásagnasafn hans
nefnist einmitt „Goðsagnir nán-
ustu framtíðar".
Bnadella?
Ballard fjallar um fjölmiðla-
heiminn sem við lifum í, neon-
birtuna og stanslaust áreiti um-
hverfisins, ýkir það og sýnir okk-
ur mögulegan heim. Tvær bóka
hans fjalla sérstaklega um þessa
firringu, en á algjörlega einstæð-
an hátt. Þetta eru bækunar
Crash! og Highrise. í Crash! eða
Mótorslys! fjallar Ballard um bíl-
inn á tuttugustu öldinni. Um
hana segir Ballard sjálfur:'
„Mótorslys! er öfgafull líking
fyrir öfgafullar aðstæður, eins
konar hjálpartæki til að nota að-
eins í ýtrustu neyð. Að sjálfsögðu
varar Mótorslys! okkur við hin-
um yfirlýsta og ofbeldisfulla
heimi sem við lifum í og sem
stöðugt herjar á okkur í gegnum
tæknina."
í Mótorslysi! notar hann bflinn
sem líkingu fyrir líf mannsins á
tuttugustu öldinni og hún er ör-
ugglega fyrsta klámfengna bókin
sem byggir á tækni.
Mótorslys! fjallar um martrað-
arkennt samband mannsins og
tækninnar, um hvað tæknin hefur
gert okkur og hvað við höfum
gert okkur sjálfum í gegnum
tæknina. Eins konar dekkri hlið á
nútímanum þar sem bældar ástr-
íður bíða átekta undir glansandi
yfirlýstu yfirborðinu. Engin af-
staða er tekin. Ballard flytur ekki
siðferðilegan boðskap í bókum
sínum. Hann lætur lesandanum
eftir að taka afstöðu.
í Mótorslysi! er sögumaðurinn
stjórnandi sjónvárpsauglýsinga.
Kunningi hans, Vaughan að
nafni, lendir í bílslysi þar sem
hinn ökumaðurinn deyr. Pegar
Vaughan rankar við sér á sjúkra-
húsinu er hann gagntekinn af
kynferðisórum um læknana og
hjúkrunarkonurnar í kringum
sig, um beyglaðan bflinn og konu
látna ökumannsins. Þegar hann
yfirgefur sjúkrahúsið fer hann
strax út á vegina, nú haldinn al-
gjörri þráhyggju gagnvart bflslys-
um. Hann eltir uppi slys, ljós-
myndar beygluð frambretti og
fórnarlömb í ýmsum stellingum.
' Undarlegur sannleikur birtist
honum í samanburði á líkams-
áverkum og beyglum á bflum.
Takmark hans er að deyja í
árekstri við Elisabeth Taylor þar
sem bflarnir rekast hvor framan á
annan. Sögumaðurinn smitast af
þessari einkennilegu slysaáráttu
og lýsir svo fyrsta minniháttar
árekstri sínum;
„Ég man eftirfyrsta minnihátt-
ar árekstrinum mínum, á auðu
hótelbílastœði. Við höfðum
neyðst til að flýta okkur í ásta-
leiknum því við vorum trufluð af
lögreglumanni. Þegar ég bakkaði
út úr bílastœðinu rakst ég á
ómerkt tré. Catherine kastaði upp
yfirsœtið mitt. Þessipollur afælu
með blóðkögglum eins og fljót-
andi rúbtnum, eins hógvœr eins
og allt sem kemur frá Catherine,
mnihikdur ennþá í huga mínum
kfáma lostafutts óráds bíislyssins,
meira œsaiidi hetéur en vessar
kyt^sra hennar og endaþatms,
eins fíngerður og saur álfadrottn-
ingar eða örsmáir dropamir sem
myndast við hlið ávalra snerti-
linsa hennar. t þessari töfralaug
sem steig upp úr hálsi hennar eins
og sjaldgaeft fæði úr opi fjarlœgs
og dularfulls musteris. Ég sá
mynd mína í þessum spegli úr
blóði, sœði og celu flœðandi úr
munninum sem aðeins nokkrum
20 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 13. desember 1987
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24