Þjóðviljinn - 18.12.1987, Blaðsíða 6
JÓLABLAÐ
Halló Sloppy!
Enn varð málið tilefni yrkinga í
Þjóðviljanum, þar sem birtist
myndskreytt útlegging á kvæðinu
um Gamla Nóa. Kunnugir telja
að teikningin kunni að vera eftir
Sigurð Thoroddsen verkfræðing,
en bragurinn eftir Jón Rafnsson.
Fer ekkert á milli mála hverjum
pillan er ætluð:
Hallo Sloppy, Hallo Sloppy,
Halló Sloppy Joe.
Þú Ameríkana eltir,
af ást til þeirra geltir.
Býsna líkur, býsna líkur,
Bjarna og Stebba Jó.
Sloppy greyið, Sloppy greyið,
sleikt' útum og hló
Athygli á sér vekur
fyrir útlendingadekur,
alveg eins og, alveg eins og
aumingja Stebbi Jó.
Heiðursrakki, heiðursrakki,
herra Sloppy Joe
Á flugvellinum frœgur,
fyrir að vera þœgur
við útlendinga, útlendinga
eins og Stebbi Jó.
(Lag: gamli Nói)
arinsson jarðfræðingur. Hann
flutti erindi í hófi háskólastúd-
enta að Hótel Borg þann 1. des-
ember 1947, sem hann kallaði
„Negligite canem!“ sem er latína
og útleggst „hunsið hundinn".
Sigurði verður Sloppy Joe-málið
tilefni almennari vangaveltna um
tjáningarfrelsi og hugsunarfrelsi
mannsins, og hefst ræða hans á
þessum orðum:
Stúdentar!
Á dyr eða þröskuldi róm-
verskra húsa til forna voru oft
letruð tvö orð aðkomendum til
viðvörunar. Pessi orð voru: Cave
canem, varaðu þig á hundinum.
Mér hefur skilizt, að þeim, sem
leiddir eru að íslenzkum hljóð-
nema á því herrans ári 1947, sé
talið hollt, að hafa þessi orð í
minni og ekki aðeins taka þau
bókstaflega, þ.e. forðast hund-
inn, forðast jafnvel að nefna
hund, heldur og meira almennt
að vera við engan og ekkert
styggur, segja ekkert, er truflað
gæti sálarró neinna, ekki minnast
á nein svokölluð „viðkvæm mál“,
en viðkvæmum málum er alltaf
að fjölga á vorum dögum, bæði
hérlendis og erlendis. Sú fjölgun
virðist vera alþjóðlegt fyrirbrigð-
i...Stöðugt rísa upp nýir múrar
með áletruninni: Cave canem.
Stöðugt minnkar olnbogarúm
hinnar sjálfstæðu hugsunar og
hins frjálsa tals. Lúðrar áróðurs
eru þeyttir í vestri, bumbur
áróðurs barðar í austri, íslands
eigið lag, leikið á langspilið
veika, hverfur næstum í öllum
þeim hávaða. En viðsjárverðast-
ur sjálfstæðri hugsun og frjálsu
tali er ekki hinn háværi áróður.
Viðsjárverðasta áróðurs- og sefj-
unartæki nútímans er þögnin, hin
svæfandi og seigdrepandi þögn.
Pað er hægt að þegja margt í hel,
sem hinn háværi áróður aldrei
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla,
árs og friðar og þökkum samstarfið
á árinu sem er að líða.
þjóðin gat lokað fyrir útvarpið ef
svo bar undir. Nú skyldi hún fá að
kenna á því, bölvuð vanþakk-
lætisrófan sú arna! Og þeir lok-
uðu fyrir skemmtun fólksins. Út-
varpsráð hafði engin bréf upp á
það að því bæri skylda til að verða
íslenzkum hlustendum til yndis-
■auka. Útvarpsráð hafði allt
önnur skipunarbréf. Um. hvatir
ráðsins í þessu máli er allt æimldu
- opinberlega. Víst er um það, að
þegar Jónas Árnason hafði sagt
frá för sinni til Keflavíkurflug-
vallar sunnudagskvöldið 5. októ-
ber, fékk Útvarpsráð eitt af sín-
um frægu, ósjálfráðu við-
brögðum. Þessi ósjálfráðu við-
brögð ráðsins þykja sjaldan góðs
viti í Stofnuninni. Venjulega vita
þau á það, að hið svefnlétta hlut-
leysi Útvarpsins hafi hrokkið
upp. Hlutleysi Útvarpsins er á-
kaflega óvært, svo að allir ganga á
flókaskóm í Stofnuninni til þess
að vekja ekki sakleysingjann. En
stundum dugar það jafnvel ekki
til. Stundum er eins og einhver
aðsókn sé að þessu barni og þá
vaknar það við hvert hljóð - já,
þó ekki sé annað en að hundur
gelti suður á Keflavíkurflugvelli.
Og þá er þunnt móðureyra í Út-
varpsráði.
Gárungar höfuðstaðarins
segja, að það hafi verið greyið
hann Sloppy Joe, er hafði raskað
næturfriði Útvarpsráðs í þetta
skipti og gert það svo úfið í skapi.
Greyið Sloppy má sanna að laun
heimsins eru vanþakklæti. Því að
um það verður ekki villzt að
Sloppy hafi orðið þjóð sinni til
mikils sóma á þeim vettvangi, þar
sem tvíbýlið er bæði vandsetið og
veðrasamt. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að íslendingar eru
mjög tregir til náms á engilsax-
neska flugvallatækni. En Sloppy
lærði tungu Engilsaxa svo ræki-
lega að hann gleymdi móðurmál-
inu og gelti með amerískum
hreim. Er það þá ekki í fyrsta
skipti í sögu íslands, að mál-
leysingjarnir geri mönnunum
skömm. En þess var varla að
vænta að óvitringurinn mætti sjá
það fyrir, að fjórir vitringar í Út-
varpsráði myndu hasta á hann
fyrir þetta og bregða honum um
kommúnistískan áróður og
landráð. Þeir segja vestur á Am-
eríku, að það sé ekkert sældar-
brauð að Ienda í klónum á
körlum þeim sem eru í „óamer-
ísku nefndinni" frægu. Þó hefðu
þeir ströngu dómarar áreiðan-
lega sýknað Sloppy. En í Út-'
varpsráði þykir fínt að vera ka-
þólskari en páfinn.
Þó skal þess getið sem gert er.
Útvarpsráð hafði óljósan grun
um að hlustendum hefði litizt vel
á Sloppy. Það vildi því gefa fólk-
inu nokkrar sárabætur. Sunnu-
dagskvöldið 19. október, réttum
tveim vikum eftir að sagan af
Sloppy hafði vakið viðeigandi
truflun í sálarlífi Útvarpsráðs, las
Gunnar Stefánsson hjartnæma
sögu í Útvarpinu af „Hundinum í
Næfurholti". Það eru nú góðar
taugar í Útvarpsráði þrátt fyrir
allt! En þetta var líka góður
hundur, ekki eins menntaður og
Sloppy, en bljúgur og blíður eins
og íslenzkur alþýðuflokksmaður,
sem hefur ekki enn etið af
skilningstré góðs og ills. Þó hafði
hundurinn í Næfurholti góða
greind, því hann skildi til
fullnustu langa ræðu sem Gunnar
Stefánsson hvíslaði í eyra honum
á Hekluhrauni, enda mun Gunn-
ar hafa mælt á íslenzka tu'ngu.
Og þá er lokið þeim þætti Út-
varpsráðs, er að dýrunum snýr.
Sverrir Kristjánsson
„Cave canem!“
Síðasta orðið í þessari umfjöll-
un um Sloppy Joe á Sigurður Þór-
BRunnBömrBnc ísumos
Bl
LÍFTRYGGING
GAGNKVÍMT TRYGGINGAFELAG
myndi vinna bug á. Og þessu tæki
er óspart beitt..
Allt er erindi Sigurðar brýna til
stúdenta um að halda vöku sinni
og standa vörð um málfrelsi,
frjálsa hugsun og þá víðsýni og
áræði sem hunsar varðhundana
sem settir eru frelsi mannsins og
framfarasókn til höfuðs.
Og lýkur hér frásögn af ferli
þess fræga rakka, Sloppy Joe,
sem olli meira róti í hugum
manna á íslandi veturinn 1947 en
flestir kynbræðra hans fyrr og síð-
ar, þótt íslenskt heiti bæru.
-ólg
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN