Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.01.1988, Blaðsíða 5
Framfœrslu vísitalan Vægi matvæla minnkar Nýr framfærslugrunnur er nú í vinnslu hjá Hagstofu íslands og ætti að vera hægt að taka hann upp fyrir vorið, að sögn JónsSig- urðssonar viðskiptaráðherra. Sagðist Jón búast við því að hlutur matvæla í framfærsluvísi- töiunni myndi minnka úr 24% í 20-22% en vægi hluta til tóm- stundaiðju myndi aukast. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn frá Svavari Gestssyni um hvað liði verðupptöku vegna nýs grundvallar vísitölu framfærslu- kostnaðar. Undanfarin tvö ár hefur Kaup- lagsnefnd gert neyslukönnun og náði sú könnun til alls landsins en ekki eingöngu til höfuðborgar- innar einsog síðasta könnun sem gerð var á árunum 1978-1979. Auk þess tekur könnunin til mis- munandi tekjuhópa og mismun- andi samsettra fjölskyldna. Alls bárust svör frá 376 heimil- um og tekur hún til 1300 einstak- linga. Vísitölufjölskyldan er sam- kvæmt þessari könnun 3,48 ein- staklingar. Bjóst ráðherra við að úrvinnslu lyki að mestu leyti í þessum mánuði. Hann bjóst ekki við neinum stórbreytingum utan að vægi matvæla myndi minnka um 2-4 prósent í vísitölugrunnin- um. Svavar taldi mikilvægt að unnt yrði að lesa upplýsingar um mis- munandi tekjuhópa og eftir landshlutum úr könnuninni en þar sem vægi matarskattsins yrði minna samkvæmt þessum vísi- tölugrunni en þeim sem nú er taldi hann ekki liggja á að hann yrði tekinn upp, enda væri slíkt kjarasamningamál. -Sáf Vaxtamálin Umsjón SigurðurÁ. Friðþjófsson Skatt á vaxtatekjur Jón Baldvin Hannibalsson greinirfrá hugmyndum sínum í vaxtamálum Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra greindi í gær frá almennurn huglciðingum sínum um vaxtamál og hvernig bregðast ætti við þeim til að koma ein- hverri stjórn á þau. Þetta gerðist við umræðu í efri deild um láns- fjáráætlun, en Svavar Gestsson hafði spurt fjármálaráðherra um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar og skoðanir Jóns Baldvins á þessum málum. Jón Baldvin sagði að orsakir hárra raunvaxta væru margar og ein þeirra væri sókn ríkisins í inn- lent sparifé. Sagði hann að af- skipti ríkisins af þeim markaði yrðu að minnka. í öðru lagi þyrfti að stokka upp bankakerfið og fækka bönkum þannig að hér yrðu starfræktir fáir en stórir hlutafélagsbankar. Þá telur fjármálaráðherra að endurskipuleggja þurfi fjár- magnsmarkaðinn og samræma skyldur og kvaðir á bönkum og hinum frjálsu fjárfestingarmörk- uðum. Einnig telur hann að hei- mila þurfi erlendum bönkum starfsemi hér á landi. Þá taldi Jón Baldvin að hús- næðislánakerfið þyrfti rækilegrar endurskoðunar við og að endur- skoða þyrfti skattlagningu vaxta- tekna. Að lokum taldi hann að endurskoða þurfi vísitölukerfið. Jón Baldvin taldi þó að háir vextir væru ekki aðal vandamálið í efnahagsmálum þjóðarinnar heldur verðbólgan. Sagði hann að breytingar á vaxtakjörum hér á landi hefðu t.d. engin veruleg áhrif á stöðu fyrirtækja í sjávarút- vegi þar sem þau væru flest með erlend lán. Að lokum sagði Jón Baldvin að þessi mál væru til athugunar hjá ráðherranefnd þó ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um til hvaða ráðstafana skuli gripið nú. Svavar Gestsson tók undir margar af hugmyndum ráðherra, t.d. um skattlagningu vaxta- tekna. Halldór Blöndallýsti hins- vegar andstöðu við þá hugmynd og Guðmundur H. Garðarsson gagnrýndi hugmyndir fjármála- ráðherra um bankakerfið. —Sáf Hngmenn fóru í frí og koma ekki saman á ný fyrr en 1. febrúar. Jólafrí fengu þeir ekki nema í nokkra daga og eru því margir þeirra orðnir langeygir eftir að komast heim í kjördæmi sín. Lánsfjárlög Engin breyting samþykkt í efri deild Allar breytingatillögur íefri deildfelldar. Stjórnarandstaðan dró til baka tillögu um 30 miljón króna heimild vegna Áburðarverksmiðjunnar í Ijósiþess að ákveðið verðurfyrir 1. febrúar til hvaða aðgerða verði gripið vegna ammoníakstanksins Efri deild Alþingis samþykkti í gær frumvarp að lögum um láns- fjárlög fyrir árið 1988 með 12 at- kvæðum gegn engu. Allir þing- menn stjórnarandstöðunnar sátu. hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður höfðu verið greidd at- kvæði um breytingatillögur stjórnarandstöðunnar auk breytingatillögu frá þeim Guð- mundi H. Garðarssyni og Mar- gréti Frímannsdóttur. Tillögur stjórnarandstöðunnar sem til atkvæða komu voru þrjár, um Framkvæmdasjóð fatlaðra, framlag til Ferðamálasjóðs og Framkvæmdasjóð Ríkisútvarps- ins. Tillaga frá þeim Svavarí Gestssyni, Guðrún Agnarsdóttur og Guðmundi Ágústssyni um að fjármálaráðherra hefði lántöku- heimild upp á 30 miljónir króna til að vinna að endurbótum á am- moníaksgeymi var dregin til baka. Ammoníakið Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra hafði farið fram á það við flutningsmenn að tillagan yrði dregin til baka í ljósi þess að ríkisstjórnin hefði í gær tekið ákvörðun um að láta kanna til hvaða ráðstafana yrði gripið og yrði ákvörðun í því tekin fyrir 1. febrúar, en ýmsar aðrar leiðir kæmu til greina en sú sem stungið væri upp á í skýrslunni um hætt- una af geyminum, t.d. að leggja verksmiðjuna niður eða byggja hana á öðrum stað, en endur- byggingarkostnaður er talinn vera um 1,5 miljarðar króna. Jón Baldvin sagði að skuldir verksmiðjunnar við þessi áramót væru um 460 miljónir króna. Sagði hann að þegar ákvörðun hefði verið tekin yrði auðvelt að afla þeirra heimilda sem nauðsynlegar væru til að kosta þær úrbætur sem nauðsynlegar væru taldar. Agli Jónssyni, sem á sæti í stjórn Áburðarverksmiðjunnar, fannst fjármálaráðherra vega að verksmiðjunni með því að segja að skuldir fyrirtækisins væru 460 miljónir um áramót. Sagði hann vitað að fjármálaráðherra hefði ekki mikinn áhuga á verksmiðj- unni og hefði meðal annars kom- ið fram hjá hópnum áður, að verksmiðjan héldi uppi verðlagi í landinu, sem væri alrangt, því áburðarverð hér væri jafnvel heldur hagstæðara en á hinum Norðurlöndunum. Hann sagði það rétt hjá-ráð- herra að skuldirnar væru 460 miljónir en þess bæri að gæta að verksmiðjan væri á miðju fram- leiðslutímabili og 350 miljónir af þessum skuldum væru bundnar í birgðum verksmiðjunnar þannig að hin eiginlega skuldastaða væri 110 miljónir króna. Svavar Gestsson spurði hvers- vegna ekki hefði verið haft samráð við stjórnarandstöðuna áður en samþykkt ríkisstjórnar- innar var ákveðin, og svaraði því sjálfur til að það væri þessi venju- lega þurra frekja ríkisstjórnar- innar, að það mætti alls ekki sam- þykkja einu einustu tillögu frá stjórnarandstöðunni. Hann sagð- ist telja það rangt að tillagan væri ekki tímabær en þar sem ljóst væri að stjórnarsinnar myndu fella hana, og það gerði illt verra, þá boðaði hann að tillagan yrði dregin til baka. Halldór Blöndal sagði að auðvitað vildi ríkisstjórnin eiga sín blóm og því væri hún ekki áfram um að stjórnarandstaðan fengi málum framgengt á þingi. Ríkisútvarpið Málefni Ríkisútvarpsins bar töluvert á góma við umræðuna en tillaga stjórnarandstöðunnar gekk út á það að Ríkisútvarpið fengi 99 miljónir af aðflutnings- gjöldum af útvarpsArg sjónvarps- tækjum, en samkvæmt lögum á RÚV að fá þessi aðflutningsgjöld óskert. Sagði Svavar það rétt hjá Eiði Guðnasyni að veruleg óvild væri í garð RÚV innan Sjálfstæð- isflokksins. Hann spurði svo Eið Guðnason í hverju sú endur- skoðun á útvarpslögum fælist, sem Eiður hafði talað um kvöldið áður. Eiður svaraði því til að Sverrir Hermannsson hefði í tíð sinni sem menntamálaráðherra skipað þriggja manna nefnd til að endur- skoða útvarpslög og er stefnt að því að nefndin Ijúki störfum síðla vetrar. Méð vísun til þess og í þeirri trú að endurskoðuð út- varpslög tryggi hag útvarpsins greiddi hann svo atkvæði gegn til- lögunni. Guðmundur Ágústsson benti á að þau lög kæmu aldrei til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári en tillaga stjórnarandstöðunnar gengi út á að tryggja hag útvarps- ins í ár. Guðmundur H. Garðars- son sat hjá við atkvæðagreiðslu um þessa breytingatillögu en aðr- ir stjórnarliðar greiddu atkvæði gegn henni. Hinar tvær tillögur stjórnar- andstöðunnar voru einnig felld- ar, annarsvegar að heftingar- ákvæði um tekjur Framkvæmda- sjóðs fatlaðra yrði fellt burt og að Ferðamálasjóður fengi 38 milj- ónir í stað 28 af tekjum Fríhafnar- innar, en samkvæmt lögum ætti sjóðurinn að fá um 100 miljónir í ár. Herjólfur Þau Guðmundur H. Garðars- son og Margrét Frímannsdóttir fluttu breytingatillögu vegna ákvæðis sem þeir Kjartan Jó- hannsson og GuðmundurG. Þór- arinsson fengu samþykkt í neðri deild um að Herjólfi í Vestmannaeyjum væri heimilt að taka allt að 100 miljóna króna lán til hönnunar og smíði nýrrar ferju, en þeir Kjartan og Guð- mundur fengu bætt við að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en fjármálaráðherra og fjárveitinga- nefnd þingsins hefðu fjallað um smíðaáætlunina, auk þess sem samgönguráðherra var bætt á umsagnaraðilalistann. Þetta ákvæði vildu þau Guðmundur H. og Margrét fá fellt burt í efri deild en tillaga þeirra var felld einsog allar aðrar tillögur sem fram komu við þessa umræðu í deildinni. -Sáf Föstudagur 15. janúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.