Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						I rósa-

garðinum

Hin sanna

stéttvísi

Albert Guðmundsson ítrek-

aði einnig að menn ættu að

vera vissir í sinni sök áður en

þeir kölluðu menn siðlausa.

Hann hefði ekki þekkt nokk-

urn þingmann síðan hann

settist á þing 1974, sem hefði

verið siðlaus á neinn hátt.

Morgunblaðið.

Vannýttir

möguleikar

til fjölmiðlunar

í lestrasal Landsbóka-

safnsins er eins öruggt og

tvisvar tveir eru fjórir að þar er

engin popprás í gangi .

Morgunblaðið.

Jó og nœst verða

þœr þjóðnýttar

Vinstrimenn  misnota ein-

stæðar mæður í pólitískum til-

gangi.

Fyrirsögn í Morgunblaðinu.

Upp upp

mitt hold...

Refabændur   sækja   um

bjargræðisstyrk vegna ófrjó-

semi.

Fyrirsögn f DV

Nýjungar

í vöruhönnun

ítalskur pyslugerðarmaður

keypti fjörutíu og fimm tonn af

svínakjöti í öðru bandalagsríki

til að gera úr pylsur sem síðan

átti að flytja út úr bandalaginu.

Hann seldi nágrönnum sínum,

kjötið og bjó til pylsur úr

hrossataði, sagi og baðmull,

sem síðan átti að selja papp-

írsfyrirtæki erlendis.

Morgunlaðið.

Vextirnir

það er ég

Enginn tími til að bíða eftir

lögmálum.

Steingrímur Hermannsson um

vaxtavanda þjóðarinnar, í Tím-

anum.

Denni er

of röskur

Ég tel algjörlega ástæðu-

laust að kveða upp dauða-

dóm yfir ríkisstjórninni. Það er

ekki tímabært.

Jón Sigurðsson í Alþýðublað-

inu um ummæli Steingríms

Hermannssonar (sama blaði.

2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

Dándimaður vikunnan

SKAÐI SKRIFAR

Að storka framtfðinni

og sliga nútfmann

Ég, Skaði, hefi lengi látið mig dreyma um að ég sé hinn sanni

endurreisnarmaður, sem kann á öllu skil: dreg ýsur úr sjó á

morgnana, sker hrúta á kvöldin og ber hinn andlega lóminn á

miðjum degi. Mér er því margt hugleikið á himni sem jörðu,

meðal annars hið pólitíska málfar sem skapar heiminn í kring-

um okkur og breytir því sem breyta þarf úr því aðrir gera það

ekki.

Ég á þá ekki endilega við einhverja vitleysu úr Sjónvarpinu

sem er alltaf að tala um stuðning frambjóðandans eða eitthvað

þessháttar og meinar stuðning við hann. Heldur meina ég þau

eftirlætisorð, sem málgögn sækja í styrk sinn og þrótt til ádrepu

og boðskapar á líðandi stund.

Ég hefi til dæmis tekið eftir því að hjá Tímanum er alltaf verið

að sliga eitthvað. Þegar kerfisbreytingarnar hans Jóns Bald-

vins gengu yfir, sagði Tíminn að þær væru gjörsamlega búnar

að sliga stjórnkerfið í landinu. Þegar Davíð Oddsson kom með

sína fjárhagsáætlun þá sagði blaðið að hann væri að sliga

efnahagslífið með þenslu sinni. SÍS er líka að sligast undan

vaxtapólitíkinni og meira að segja er ekki laust við að lesendur

Tímans séu stundum að sligast undan fyrirsögnum hans, eins

og þegar framsóknarmaður í marga ættliði hótaði að segja

blaðinu upp vegna þess að því var slegið upp á forsíðu að

íslenskt dilkakjöt hefði drepið Færeying.

Ég, Skaði, tel mig hafa komist að þeirri niðurstöðu, að með

þessari sjálfkvæmu, myndrænu, marksæknu og táknvísu notk-

un sagnarinnar að SLIGA byggi Tíminn í rauninni upp lævísan

skæruhemað gegn þeirri samsteypustjórn, sem Steingrímur

Hermannsson þó situr í á annarri rasskinninni. Allt er semsagt

að SLIGAST í samfélaginu, en VIÐ tökum eftir því og einhvers-

staðar blaktir sú vonardula að næst þegar Denni sjjálfur hittir

Gorbatsjov eða Reagan þá muni hin íslenska þjóðarbelja

hætta að sligast undan íhaldskratanautinu en spretta upp gal-

vösk eins og kálfur á vori og rása út um víðan völl.

En þar með er sagan ekki öll.

Ungir sjálfstæðismenn hafa þegar komið auga á vandann og

þeir ætla að láta krók koma á móti bragði. Þeir ætla að blása á

sligið í Tímanum og Steingrími með beinskeyttum ásökunum

sem birtast í dramatískri, rismikilli, markvissri og skeinuhættri

notkun hins háskalega orðs að STORKA.

í samþykktum Sambands ungra sjálfstæðismanna sem birt-

ar voru alþjóð nú í vikunni segir að Steingrímur storki stjórnar-

samstarfinu með ábyrgðarlausu hjali um utanríkismál. Þar

segir til dæmis á þessa leið:

„Það er því verulegt áhyggjuefni þegar Steingrímur Her-

mansson utanríkisráðherra tekur að STORKA sögulegum

staðreyndum með því að láta í Ijós efasemdir um að friðar-

bandalag vestrænna ríkja hafi tryggt frið í Evrópu, STORKAR

stöðu íslendinga gagnvart vinaþjóðum með því að ganga gegn

samkomulagi þeirra um atkvæðagreiðslur á vettvangi Samein-

uðu þjóðanna og STORKAR framtíð þjóðar sinnar með því að

tala um möguleika á að gera ísland að einskonar herstöðva-

markaði".

Ég skil nú ekki vel hvað er að þessu síðastnefnda: að gera

ísland að herstöðvamarkaði - ég hélt að ungir sjálfstæðismenn

væru upp yfir það hafnir að svíkja markaðshyggjuna í einhverj-

um tækifærissinnuðum bleyðuskap. En hvað um það. Hér eru

hnífar hvattir og sorfið til stáls og er Steingrímur ekki aldeilis

búinn að súpa úr nálinni með þetta.

Enda segir í samþykkt ungra sjálfstæðismanna að

Steingrímur sé eiginlega meiri voðamaður en mér hefur nokk-

urntíma dottið í hug og man ég þó Jónas frá Hriflu. Lítum á

þetta:

„Óábyrgt tal utanríkisráðherra eins af NATO-ríkjunum kann

að ógna þeim árangri sem er að nást með samstarfi vestrænna

ríkja í viðkvæmum afvopnunarsamningum við Kommúnistarík-

in".

Þetta er ekki nógu gott. Það er Ijóst að Steingrímur

Hermannsson gerir ekki bara að storka okkur sjálfstæðis-

mönnum. Hann er líka að sliga friðinn. Ja, þeim ferst þessum

Tímabesefum, þeim ferst....

Af

sjónvarpi

Sjónvarpið á heimilinu var

korirrb tií ára sinna og dag

nsJHkum cvafa*. það upp og dó

ísínum fteWre".«ja dauða. Þá

.'sneri pmtþ sár við í stólnum

og sagð's:

Neí mikið ertu orðinn stór

strákur.

Pabbi minn á miklu stærra

sjónvarp en pabbi þinn.

Já en pabbi minn á miklu

svæsnari klámmyndir en

pabbi þinn.

Ég  er  alveg   í  standandi

vandræðum, læknir, maður-

í öllum heiminum er engin

sem ég vildi heldur horfa á

sjónvarp með en þér, krúttið

mitt.

inn minn talar svo mikið upp

úr svefni.

Gerir það svo mikið til?

Nei, kannski ekki, en það

truflar mig við að horfa á sjón-

varpið.

Veistu það, ég er búinn að

horfa tíu stnnum á Casa-

blanca í sjónvarpinu, en

leikaramir hafa aldrei verið

jafn góðir og núna.

Hvar værum við nú stödd

börnin góð, spurði kennarinn

bekkinn, ef Edison hefði ekki

fundið upp Ijósaperuna á sín-

um tíma?

Þá yrðum við að horfa á

sjónvarpið við kertaljós, kenn-

ari.

Forsíðumyndin heitir Lífsþráog er

eftirprentun af olíumálverki eftir

Sigurð Þóri listmálara, sem opnar

sýningu á málverkum og teikning-

um í Vestursal Kjarvalsstaða á

laugardag kl. 14. Sýningin verður

opm alla daga kl. 14-22 og stendur

til 6. mars. Sjá viðtal við Sigurð Þóri

ábls. 4.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20