Þjóðviljinn - 16.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Blaðsíða 2
Erla ívarsdóttir skvísa: Já. Maður les bara blaðið. Það er nú fátt einfaldara. —SPURNINGIN— Myndir þú treysta þér til að fylla út tjónstilkynn- ingu ef þú lentir í óhappi núna? Sveinn Árnason rafvirki: Ég! Nei, ætli ég myndi ekki leita til lögreglunnar. Ég er ekki með skýrslu í bílnum einu sinni. Dóra Guðmundsdóttir afgreiðslumaður: Nei, ég þarf að læra það. Annars vil ég bara ekki lenda í neinu tjóni. Ósk Róbertsdóttir skrifstofumaður: Já, ég hugsa það. Jón Margeirsson skjalavörður: Ég er nú ekki með bílpróf svo það er ástæðulaust fyrir mig. Ef ég þyrfti þess þá myndi ég treysta mér fyllilega til þess. FRÉTTIR tsafjörður Draumur að rætast Byrjað á nýju íþróttahúsi í vor. Tilbúið 1992. Heildar- kostnaður 100 milljónir. Löglegur keppnisvöllur 46x29 metrar Ivor verður byrjað að steypa upp fyrir nýju íþróttahúsi á Isa- firði á Torfnesi. Það verður 15.300 rúmmetrar að stærð og keppnisvöllurinn verður 46x29 metrar. Heildarkostnaður við byggingu hússins er áætiaður um 100 milljónir króna og ráðgert er að það verði tilbúið 1992. Nýlega voru opnuð tilboð í uppsteypu hússins og var Rör- verk hf. á ísafirði hlutskarpast og bauð tæpar 43 milljónir í verkið sem var um 85,6% af áætluðum kostnaði sem hljóðaði uppá rúm- ar 50 milljónir króna. Með til- komu íþróttahússins verður brot- ið blað í sögu inniíþrótta á ísafirði þar sem bæjarbúar hafa ekki get- að tekið þátt í hefðbundnum keppnisíþróttum innanhúss vegna aðstöðuleysis. Núverandi íþróttahús var tekið í noktun rétt eftir síðari heimsstyrjöld og fyrir löngu orðið allt of lítið enda er gólfflötur þess aðeins 16 og 2/3 m að stærð. Að sögn Stefáns Brynjólfs- sonar byggingarfulltrúa hjá ísa- fjarðarbæ hefur ríkið skuldbund- ið sig að greiða 60% af byggingar- kostnaðinum á móti 40% af hálfu bæjarins og þá miðað við 100 milljón króna byggingarkostnað. Ef hann verður aftur á móti hærri kemur sú kostnaðaraukning á reikning bæjarsjóðs en ef hann verður minni þá minnkar kostn- aðarhlutdeild bæjarsjóðs sem því nemur. Hafsteinn Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sagði að þetta nýja íþróttahús væri tímamóta- viðburður meðal bæjarbúa og ef allt gengi eftir áætlun yrði jafnvel hægt að taka keppnissalinn í noktun eftir þrjú ár eða 1991. -grh Norræna húsið Tonleikar í hádeginu Tónlistarmennirnir Sverrir Guðjónsson kontra-tenór og Snorri Örn Snorrason lútuleikari flytja erlend og innlend þjóðlög á áttundu háskólatónleikunum sem verða haldnir í hádeginu í dag í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 en þeir Sverrir og Snorri ætla að flytja ensk, þýsk, spönsk, og ít- ölsk lög frá endurreisnartíma- bilinu og einnig þrjú íslensk þjóð- lög. Snorri Örn Snorrason t.v. og Sverrir Guðjónsson æfa sig fyrir tónleikana í hádeginu í dag. Skákmót IBM Ferðastyririr og töfl til siguivegara Asunnudaginn lauk fjölmenn- asta skákmóti er haldið hefur verið hér á landi. Keppendurnir 485 voru allir yngri en 16 ára og hlutu 6 efstu menn í hverjum aldursflokki verðlaun fyrir frammitöðuna. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad-kerfi á þremur dögum. í flokki 13-16 ára teflu 119 og þar sigraði Hannes Hlífar Stefáns- son, heimsmeistari unglinga. Hlaut hann 9 vinninga af 9 mögu- legum. í 2. sæti varð Héðinn Steingrímsson með 71/2 vinning en í 3.-6. sæti voru verðlaunahaf- ar með 7 vinninga. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin voru fararstyrkur á mót erlendis en hinir hlutu vöruúttekt í Skákhúsinu að launum fyrir góða frammisöðu. í flokki 10-12 ára voru flestir þáttakendur eða 199. Þar sigraði Helgi Áss Grétarsson og hlaut hann 9 vinninga. í 2. sæti varð Magnús Örn Úlfarsson með 8 vinninga, en aðrir vinningshafa voru allir með 7 vinninga. í flokki skákmanna yngri en 9 ára kepptu 167. Arnar Gunnars- son bar sigur úr bým með 81/2 vinning. í 2.-4. sæti urðuPéturÓ. Sigurðsson, Bergsteinn Ó. Ein- arsson og Jóel Karl Friðriksson, allir með 71/2 vinning. í yngri flokkunum fengu keppendur tafl og taflborð að sigurlaunum. Ólafur H. Ólafsson skákstjóri mótsins, sagði að sigur efstu manna í hverjum flokki hefði ekki komið á óvart. Sigurvegar- arnir í yngri flokkunum hefðu t.d. báðir keppt fyrir íslands hönd á Norðurlandamótinu í skák og væru þeir efnilegir skák- menn. Ólafur sagði að nokkuð hefði verið um að áhugasamir skákmenn hefðu komið utan af landi til að taka þátt í mótinu og meðal sigurvegara var einn Bol- víkingur og 2 Akureyringar. mj Kjaramál Engar launahækkanir Málefnanefnd Þjóðarflokksins lítur svo á að heinar launahœkkanir séu ekki til góðs við núverandi ástand heldur þurfi að leiðrétta lánskjaravísitöluna Málefnanefnd Þjóðarflokksins lítur svo á að „fólk í kjara- baráttu“ skuli ekki krefjast launahækkana í krónum heldur lækkunar á daglegum rekstrar- vörum og tilkostnaði heimilanna. Þetta kemur fram í sérstakri á- lyktun sem nefndin hefur sent öllum fjölmiðlum. Þar kemur einnig fram að leiðin að þessu markmiði sé lækkun lánskjara- vísitölunnar. Reiknuð skuli til baka of mikil hækkun undan- farinna ára og lánskjör að lokum bundin við gjaldeyrisvog Seðla- bankans. „Þessi aðgerð hefði tvennt í för með sér. I fyrsta lagi mundi þetta lækka fjármagns- kostnað atvinnuveganna og um leið gera þeim kleift að þola lækkun þá sem ,.nauðsynlegt“ er að framkvæma. I öðru lagi mundi þetta virka sem veruleg kjarabót fyrir mikinn þorra launafólks þar sem fj ármagnskostnaður skulda þess yrði reiknaður af „réttri“ upphæð höfuðstóls“, segir f á- lyktuninni. Málefnanefndin bendir aukin heldur á að fjármagnsaustur í óarðbærar framkvæmdir eins og verslunar- og þjónustuhallir komi niður á öllum þjóðfélags- þegnum og því væri viturlegra að verja því til uppbyggingar og þró- unar atvinnuveganna. _ tt 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.