Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.04.1988, Blaðsíða 7
Böm hafa hundroð mál... ...en frá þeim eru tekin níutíuogníu. Ragnheiður Sigurjónsdóttir, fóstra, um þemavinnuna á barna- heimilum í Reggio á Ítalíu: Skapandi starf í öndvegi „ímyndunaraflið er ekki for- réttindi fyrir örfáa útvalinna heldur hluti af reynsluheimi manneskjunnar. Sá sem ekki notar ímyndunaraflið og byggir upp eigið tungumál beygir sig undir valdið og talar mál annarra." Þessi orð ítalsks barnabók- arhöfundar frá því fyrr á öldinni gætu staðið sem einkunnarorð barnaheimilanna í Reggio Emil- ia, en rauði þráðurinn í starfsem- inni er skapandi starf á formi þemavinnu, og eru þau enda löngu orðin heimsfræg fyrir vik- ið. Ragnheiður Sigurjónsdóttir, fóstra, hélt erindi á nýafstaðinni ráðstefnu Fóstrufélags íslands um uppeldi og menntun forskóla- barna og fjallaði um þemavinn- una í Reggio, en Ragnheiður hef- ur kynnt sér starfsemina náið og unnið samkvæmt sömu fyrir- myndum á barnaheimilum í Sví- þjóð um árabil. Borgin er í rauða beltinu svo- kallaða á Norður-ftalíu, og í byrj- un sættu barnaheimilin í Reggio hatrömmum árásum kirkjunnar, en fyrir bragðið urðu aðstand- endur þeirra líka að sýna fram á að þau væru betri en barnaheimili kirkjunnar, segir Ragnheiður. Reggio var í rúst í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þessum rústum byggðu foreldrarnir upp barnaheimilin, og að vonum kom það hlutskipti að mestu leyti í hlut kvennanna. Það var svo ekki fyrr en árið 1968 sem bæjarfé- lagið tók að sér reksturinn. Frjálst uppeldi, til dæmis að reyna ekki að hafa áhrif á börnin, er hreinasta goðgá segja þau í Reggio. Ein og óstudd yrðu þau auðveld bráð verðmætakapp- hlaupsins og annarra neikvæðra fyrirbæra nútímaþjóðfélagsins. Við verðum að kenna þeim að sporna við því andlausa fjöl- miðlaflóði sem hellist yfir. Enginn má verða þrœll Ekki geta allir orðið listamenn, en enginn má verða þræll. í Reggio er hlúð að þeim hæfileika að skynja og sjá nýtt samhengi hlutanna, og mikil áhersla er lögð á nánasta umhverfi barnsins, en markmiðið er að örva og nýta alla þá hæfileika sem börnin búa yfir. Öll þemavinnan er sérstaklega vel skipulögð, og starfsfólkið skrifar jafnóðum niður allar at- hugasemdir og frásagnir barn- anna í daglegu starfi. Öllu er haldið til haga, og þegar þema- vinnunni er lokið í það og það skiptið er haldin sýning sem starfsfólkið, börnin og foreldrar þeirra standa að í sameiningu. Hvað með þátttöku foreldranna að öðru leyti? Ef foreldrarnir eru ekki áhuga- samir um starfsemina þróast hún aldrei á jákvæðan hátt. Þeim er gert að mæta á fundi tvisvar í viku og mega gjarnan líta inn yfir dag- inn ef þeir koma því við, enda til þess ætlast að þeir láti sig varða þau viðfangsefni sem börnin eru að kljást við. Þá má nefna að barnaheimilisráðið sem sér um reksturinn er skipað starfsfólki og foreldrum til helminga. Barnaheimilin í Regio Emilia eru 33 talsins. 90 börn eru á hverju þeirra í þremur deildum. Tvær fóstrur eru á hverri deild, en að auki starfar mynd- menntafóstra á hverju heimili og þróar hún efnisvalið - þemað - ásamt þeim, en hvert barnaheim- ili vinnur að sameiginlegu þema. Þá er starfandi brúðugerðarmað- ur, en hann fer á milli barna- heimilanna í leiðbeiningarskyni. Að mála hug sinn Við höldum oft að við spyrjum börnin vekjandi spurninga, en því fer fjarri, segir Ragnheiður, heldur er iðulega um að ræða spurningar sem má svara með jái eða neii; ertu búin(n) að klæða þig? og fleira í þeim dúr. Meðan börnin í Reggio teikna og mála í þemavinnunni spyrja fóstrurnar spurninga á borð við: Geturðu málað þannig að ég sjái hvað þú ert að hugsa? Er loftið heitt eða kalt? Allt sem einkennir við- fangsefnið kemur fram, enda byggjast möguleikar barnsins á sveigjanleika okkar sem leiðum það. Þegar maður sér teikningar frá krökkunum íReggio furðar maður sig á því hvað þcer eru djúpar, og það þrátt fyrir að fínhreyfingarnar eru kannski svona og svona á for- skólaaldrinum; hvernig er þetta hœgt? Þemavinnan hefst alltaf á mjög rækilegu athugunarstarfi. Börnin horfa á viðfangsefnið frá öllum hliðum; kynnast, þreifa á, og láta öll skynfæri njóta sín. Þetta auðveldar þeim að koma tilfinn- ingum sínum til skila í verkum sínum og þau verða ekki heft eins og svo mörg börn. Og í framhald- inu eru þau fljót að gera kröfur til sjálfra sín. Börn eru svo einlæg í sínum tjáningarmáta, en það þarf að hjálpa þeim að efla hann. Gefandi starf Aðaldriffjöður uppbyggingar- innar í Reggio var uppeldis- fræðingurinn Louis Malagussi, og vann hann mikið með foreldr- Ragnheiður Sigurjónsdóttir, fóstra, fjallaði um þemavinnuna á barna- heimilunum í Reggio á Norður-ltalíu á ráðstefnu Fóstrufélagsins um síðustu helgi: Börn eru svo einlæg í sínum tjáningarmáta, en það þarf að hjálpa þeim að efla hann. Myndir: Sig. unum að því að skapa þessari uppeldisfræði sess. Eftirfarandi texti Malagussi varpar skýru ljósi á þá hugmyndafræði sem býr að baki: Börn hafa hundrað tungumál, en skólinn og menningin skilja höfuðið frá bolnum. Þeir neyða okkur til að hugsa án líkama og framkvæma án höfuðs. Leikur- inn og vinnan, raunveruleikinn og ímyndunin, vísindin og hug- myndaflugið er gert að andstæð- um hvers annars. Skilningsþroski barnsins stjórnar því hvernig það tekur eftir, segir Malagussi: Síðan er það athugunarstarfið sem auð- veldar þeim að þroska skilning sinn. Áugu og heili barnsins þurfa á hjálp að halda til að upp- götva nýtt samhengi hlutanna. Hefurðu sjálf unnið við barna- heimili í Reggio? Nei, en ég fékk styrk til að kynna mér starfsemina þegar ég var við vinnu í Svíþjóð, en þar starfaði ég sem fóstra í nokkur ár. Við höfðum leshringi, fengum fyrirlesara og ræddum um hvern- ig hægt væri að fá foreldrana með í samstarfið. Við hófum svo þemavinnuna hjá okkur. Foreldrarnir komu til móts við okkur og höfðu börnin heima í tvo daga meðan við vor- um á undirbúningsnámskeiði. Við þessa aðferð vann ég síðan í þrjú ár og þótti hún mjög skemmtileg og gefandi. Sam- bandið og samstarfið við foreld- rana var mjög náið og snerist ekki bara um þessi praktísku atriði - er hún með vettlingana sína með sér, og fleira í þeim dúr - og rétt eins og í Reggio máttu foreldr- arnir taka þátt í þemavinnunni. Hér heima er þemavinna á þessum nótum í gangi á barna- heimilinu Marbakka í Kópavogi, en þar hef ég verið með námskeið fyrir fóstrurnar. Þær byrjuðu upp úr áramótunum að vinna eftir þessari hugmyndafræði. Það er að vísu erfitt að koma þessu við á barnaheimilum með blandaða aldurshópa eins og þar er, en þótt byrjunarörðugleikarnir séu vissulega til staðar er svona þem- avinna miklu skemmtilegri vinn- uaðferð og gefur börnunum jafnt sem starfsfólkinu meira. Komum því svo að í lokin að í næsta mánuði verður sett upp sýning frá Reggio á Kjarvalsstöð- um. Eg hvet alla sem láta sig upp- eldismál varða að láta hana ekki fram hjá sér fara. HS „Áíslandierog verður þefta öðmvísi“ Fanný Jónsdóttir, umsjónarfóstra: Lífseig skoðun hér ó landi að stofnanauppeldi sé ill nauðsyn -Ég tel að enn þann dag í dag séum við að glíma við þann draug að fjölskyldan sé hinn eini rétti griðastaðureinstak- linga til að menntast og dafna til framtíðarátaka, sagði Fanný Jónsdóttir umsjón- arfóstra í erindi sínu á ráð- stefnu Fóstrufélagsins, með tilvísuntil Húsagalaganna svokölluðu frá því um miðja 18. öld. Erindi sitt nefndi Fanný Dagvistaruppeldi í fort- íð og nútíð - hugsjón eða þjóðhagsleg nauðsyn. í erindi sínu leitaði Fanný fyrst og fremst svara við tveimur spurningum: Hvað veldur því að litið er á dagvistaruppeldi sem fé- lagslegt úrræði, jafnvel neyðarúr- ræði að hluta til, en ekki sem þroskavænlegt uppeldistilboð fyrir öll börn, og í öðru lagi leiddi hún líkur að framtíðarsýn da- gvistaruppeldis. í því skyni rakti hún sögu uppeldis og menntunar í tíma og rúmi í fróðlegu máli. Húsagalögin Húsagalögin voru send okkur af Danakonungi árið 1746, og að sögn Fannýar eru þau ekki síst merkileg vegna þess að með til- skipun var opinber fræðsla hér á landi einskorðuð við kristin- dómsfræðsluna, en fjölskyldan gerð ábyrg fyrir að sinna þroska- þáttum og færni meðal barna og ungmenna. Á sama tíma eru Danir að lögfesta og skipuleggja skólaskyldu fyrir öll börn í Dan- mörku, og færa fræðslu og þjálf- un í auknum mæli frá heimilun- um yfir á opinbera fræðsluaðila. Segir Fanný að Danir eigi sér þó þær málsbætur að Húsagalögin hafi verið „neyðarúrræði“ til að bæta og efla almenna fræðslu í landinu, en sökum strjálbýlis og samgönguerfiðleika hafi ekki verið ráðist í að setja á stofn skóla fyrir börn og unglinga eins og á öðrum dönskum yfirráðasvæð- um, en þess í stað gripið til þess ráðs að styrkja ábyrgð foreldra í þessum efnum. Að sögn Fannýar hafa þessi lög markað djúp spor í meðvitund þjóðarinnar um gildi opinberrar fræðslu og mennta, og til þeirra megi rekja drjúgan hluta þeirrar lífseigu skoðunar að fjölskylduuppeldi sé hið eina rétta, en aftur á móti sé stofnana- uppeldið í besta lagi ill nauðsyn. Eigi að sfður hafa foreldrar nú sífellt minni tíma til að sinna upp- eldishlutverki fjölskyldunnar, og því hefur foreldrahlutverkið færst yfir á starfsfólk dagvistar- heimilanna í síauknum mæli, sagði Fanný: En í upphafi voru þau ekki undir það búin að axla þessa ábyrgð og kom ýmislegt til; mannfæð, ónóg sérmenntun og stuttur aðlögunartími sem hið nýja hlutverk gerði til breyttra starfshátta. Breyttar aðstœður Að mati Fannýar voru fóstrur fljótar að aðlaga sig þessum breyttu aðstæðum, en jafnframt hafi sú fyrirhyggja sem þær hafi sýnt þörfum skjólstæðinga sinna ekki mælst vel fyrir af ráðandi öflum í dagvistar- og fjölskyldu- málum. Þau hafi lengi þverskall- ast við að horfast í augu við þá staðreynd að réttur barna til að þroskast til líkama og sálar sem meðfæddir eiginleikar frekast leyfa sé ótvíræður, og vitnaði hún til gamalla og nýrra laga þessu til stuðnings. Fanný vildi þó meina að skilningur á þessum atriðum færi vaxandi; fóstrur fyndu fyrir nýjum straumum sem gerði það þess virði að halda áfram. En það virðist vera erfitt fyrir íslenska ráðamenn að uppræta þá þjóðar- arfleifð sem var færð okkur í kon- ungsbréfi árið 1746, sagði hún, með vísan til Húsagalaganna. Um miðja 19. öld óskaði Reykjavíkurbær eftir því að frumvarp um reglugerð fyrir barnaskóla bæjarins yrði lögð fram á Alþingi. Umleitan þessi var á formi bænarskrár, og var hún kolfelld á þingi. Nokkur ár liðu og var málið þá tekið upp aftur að beiðni kon- ungs. Við umræðurnar í það sinn- ið létu margir þingmanna í ljós ánægju með heimakennsluna eins og hún hafði þá lengi verið. Einn þeirra rökstuddi skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Það getur vel verið haft fyrir satt að barnaskólar séu sá grunnur sem öll menntun hvílir á í útlandinu, en á íslandi er og verður þetta öðruvísi. Það er eng- um blöðum um það að fletta að hið íslenska heimili er betri Fanný Jónsdóttir: Hvað veldur því að litið er á dagvistaruppeldi sem félagslegt úrræði, jafnvel neyðarúrræði að hluta til, en ekki sem þroskavænlegt uppeldistil- boð fyrir öll börn? Mynd: E.ÓI. barnaskóli en hinir stóru barna- skólar í útlandinu og enginn vafi leikur á því að hin íslenska alþýða er betur upplýst en hin útlenska, allavega í trúarlegum efnurn." Þjóðrembingur á skítagallan- um mætti segja um alþingismann- atal þetta, en Fanný tilfærir þessi orð til að renna stoðum undir þá staðhæfingu sína að viðhorf þau til uppeldis og menntunar sem húsagalögin mótuðu með þjóð- inni hafi lengi verið býsna rót- gróin. HS Sunnudagur 24. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.