Þjóðviljinn - 21.05.1988, Síða 8

Þjóðviljinn - 21.05.1988, Síða 8
Kjarvalsstaðir Að nota skilningarvitin Karin Wallin: Þetta sýnirþann árangur sem getur náðstþegar börnum er kennt að sjá og skynja, og túlka það semþau sjá I Vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýningin Börn hafa hundrað mál en frá þeim eru tekin níutíu og níu. Sýningin er kynning á starfi forskólabarna í borginni Reggio Emilia á Norður- Ítalíu, en þar er fylgt uppeldis- stefnu sem hefur það að megin- markmiði að hvetja börnin til að nota öll skilningarvit sín, málin sín hundrað. Aðalfrumkvöðull og hug- myndagjafi stefnunnar er upp- eldisfræðingurinn Loris Malag- uzzi, en hann var í yfir 25 ár um- sjónarmaður barnaheimila og forskóla í Reggio Emilia. Hann heldur því fram að vestrænt skólakerfi upphefji rökhyggju og kerfishugsun á kostnað alhliða skynjunar, og komi í veg fyrir að börn þroski með sér öll skilning- arvit og þá hæfileika sem þau fæðast með. Samkvæmt Malag- uzzi á að leyfa höfðinu að fylgja lfkamanum, og hætta að líta á skynsemi og tilfinningar sem and- stæður. f tilefni sýningarinnar kom Karin Wallin, sænskur sérfræð- ingur í þessari uppeidisstefnu, hingað til lands tii að kynna stefn- una og þá hugmyndafræði sem hún byggir á. I upphafi samtals okkar leggur Karin áherslu á að sýningin sé ekki kennsla í hvernig starfa beri eftir kenningum Mal- aguzzi heldur sýnishorn af vinnu barnanna í Reggio Emilia, til að sýna hvernig vinnan geti farið fram, en auðvitað verði hvert land að þróa stefnuna fyrir sig miðað við þær aðstæður sem fyrir hendi eru á hverjum stað. Upp- eldisstefnan beinist fyrst og fremst að því að veita börnunum innra öryggi og sjálfsvitund, og ala upp sveigjanlega og víðsýna einstaklinga, færa um að taka við umheiminum, skilja hann og búa í honum. Ég trúði ekki að þetta vœri satt En hvenœr kynntist þú þessum kenningum Malaguzzi, Karin? - Það var í Reggio Emilia árið 1980. Og það fór fyrir mér eins og svo mörgum sem sjá vinnu barn- anna í fyrsta skipti, að ég trúði því ekki að þetta væri satt, að þau hefðu sjálf gert myndirnar til dæmis. Ég fékk það mikinn áhuga á þessu að ég fór að læra ítölsku til að geta fylgst betur með í því sem fram fór. - Þetta er ekki stefna sem mið- ast að því að gera börnin að lista- mönnum eða afburðafólki á ein- hverjum sviðum, heldur einfald- lega að því að hjálpa börnunum til að þróa með sér þá hæfileika sem þeim eru meðfæddir. Þegar maður skoðar þessar myndir sem þau hafa gert, til dæmis þessa stóru sem blasir við þegar komið er inn á sýninguna, sér maður hvað börn geta gert þegar þau fá tækifæri tii þess að nota skilning- arvitin. Þessi mynd er gerð á löngum tíma, börnin byrjuðu á henni þegar þau voru um fjög- urra ára og þau voru orðin sex ára þegar þau luku við hana. Karin Wallin: Það sem börnin læra á þessum árum er aldrei hægt að taka frá þeim. Mynd -Sig. - Þetta er sá árangur sem náðst hefur þegar börnunum hefur ver- ið kennt að sjá og skynja, og túlka það sem þau sjá. Þeim hef- ur verið sýnt fram á hvernig hlut- irnir tengjast, í stað vinnubragð- anna sem eru viðhöfð í hefð- bundnum skólum, þar sem ein- ungis er unnið með tungumálið. Þar talar kennarinn yfir börnun- um, og öll áhersla er lögð á hið talaða orð, en fög eins og leikfimi, teikning og tónlist, ef þau eru þá kennd, eru aukaatriði. Þar að auki er öllu skipt niður í ákveðin svið, sagan er kennd útaf fyrir sig, landafræðin er sér, reikningurinn sömuleiðis og svo framvegis. í Reggio Emilia er lögð áhersla á að kenna börnun- um að sjá hlutina í samhengi. - Dæmi um þetta eru myndirn- ar sem þau hafa teiknað af einu algengasta blóminu við barna- heimilið. Þessar fyrir ofan eru hefðbundnar barnateikningar, kennarinn bað um myndir af þessu ákveðna blómi, án nánari skýringa, og þau hafa teiknað græn strik með rauðri klessu efst, nema einn drengurinn sem mis- skildi kennarann og teiknaði pel- ikana í staðinn fyrir blóm. Neðri myndirnar teiknuðu svo sömu börnin eftir að þau höfðu kynnst blómunum, farið út og skoðað þau og fengið að leika sér með þau, og þarna sést árangurinn. Maður trúir því tæplega að þessar myndir séu eftir börn, hvað þá að þau séu eftir sömu börnin. Að samrœma þekk- ingu og ímyndunarafl - Þarna sjáum við svo hvernig börnin hafa leikið sér með skugg- ann. Skugginn er mjög mikilvæg- ur, líka vegna þess að það er til eitthvað um skugga, ýmsar túlk- anir á honum á flestum menning- arsvæðum. Börnum finnst skugg- inn vera mjög spennandi, hann er til en er það samt ekki, og þau lærðu til dæmis af leikjunum að hann gæti verið misstór, léttur eða þungur, svartur eða grár. Og í gegnum þennan leik komu þau smám saman að hugtakinu tími, sem lítil börn eiga mjög erfitt með að skilja. Með þessari að- ferð var abstrakt hugtak eins og tíminn gert áþreifanlegt, börnin skildu að þetta er allt einn og sami raunveruleikinn og það er hægt að samræma þekkingu og ímyndunarafl. - Sem sjá má á þessum mynd- um þá prófuðu þau að teikna út- línur skuggans síns á skólalóðina að morgni, svo komu þau aftur um eftirmiðdaginn, stóðu á sama stað, og sáu þá að skugginn var alls ekki þar sem þau höfðu teiknað hann. Þau trúðu þessu alls ekki í byrjun og héldu að það væri kennarinn sem hefði farið út og breytt teikningunum á meðan þau voru inni að leika sér, en smám saman skildist þeim að það var sólin sem hafði fært sig, og þar með skugginn. Og þarna sést hvernig þau prófuðu að teikna skuggann á mismunandi tímum dagsins. - Það getur verið óskiljanlegt fyrir lítið barn þegar maður segir því að amma komi og nái í það eftir þrjá tíma. En þegar það hef- ur skilið að með því að fylgjast með skugganum getur það séð hvernig tíminn líður, er hægt að segja því að amma komi þegar skuggi trésins er kominn að dyr- um barnaheimilisins og þá getur barnið sjálft fylgst með því hvern- ig skugginn hreyfist. - Svo er hérna dæmi um hvern- ig börnin lærðu að notfæra sér tölvur, lærðu að skilja hvernig tölvan vinnur og að hún veit ekki allt, heldur er það manneskjan sem stjórnar henni og segir henni það sem hún veit. Og ef tölvan er vitlaust mötuð þá gerir hún vit- leysur, svo það er manneskjan sem verður að kenna henni að vinna. , - Við viljum ekki byggja upp þjóðfélag þar sem tækin stjórna manneskjunni, heldur þjóðfélag þar sem manneskjan stjórnar tækjunumj, og þessi leikur með tölvurnar miðast einmitt að því að kenna börnunum að nota tækin án þess að láta þau ráða yfir sér. Þau fengu tölvur án tungu- máls, eða með kerfi sem ekki var byggt upp á orðum, en sem hægt var að teikna með. Þau lærðu fyrst að teikna á tölvurnar og síð- an að þau gátu sjálf búið til kerfi og fengið tölvuna til að gera það sem þau vildu. - Þau höfðu ósk- aplega gaman af þessum leik, og til dæmis atriðum sem fullorð- num dettur aldrei í hug að séu neitt sérstök, eins og til dæmis að tölvan verði aldrei þreytt, heldur geti gert sama hlutinn aftur og aftur, og það fannst þeim áka- flega jákvætt. Þau búa að þessu alla ævi Nú eru þessi börn íforskólanum til sex ára aldurs en fara eftir það yfir í hefðbundinn skóla. Er ekki erfittfyrirþau að eiga allt í einu að aðlaga sig kerfi sem byggir ein- göngu á hinu talaða máli og á rök- hyggjunni? - Já, þar rekast kerfin á. Barnaheimilin í Reggio Emilia eru rekin af borgarstjórninni á meðan ríkið rekur skólana á þennan hefðbundna, gamaldags hátt. Og auðvitað væri best að ríkisreknu skólarnir væru öðru- vísi. En þótt það geti verið erfitt fyrir börnin að eiga allt í einu að fara að læra á öðrum forsendum, eru þau og foreldrar þeirra búin undir breytinguna svo hún verði eins auðveld og hægt er. Og þau eiga auðveldara með margt sem jafnöldrum þeirra af hefðbund- num barnaheimilum getur reynst erfitt, til dæmis geta þau átt auðveldara með að einbeita sér. - Það skiptir líka máli að heil- inn þróast mjög mikið á aldrinum 0-6 ára, og þróast mikið hraðar en seinna á lífsleiðinni. Börn búa alla ævi að því sem þau læra á þessum árum, það er nokkuð sem aldrei verður frá þeim tekið, hvað sem þau gera seinna á lífs- leiðinni. Þessi aðferð miðast að því að kenna þeim að nota bæði heilahvelin í stað þess að yfirleitt er áherslan einungis lögð á það vinstra, og á þann hátt er reynt að ala upp ímyndunarríka og skap- andi einstaklinga sem kunna að nota sér þessi hundrað tungumál sem við fæðumst öll með. í tengslum við sýninguna Börn hafa hundrað mál, hefur verið sett upp í Vesturforsal Kjarvals- staða sýning á vinnu barnanna á barnaheimilinu Marbakka í Kópavogi. Á Marbakka er unnið út frá kenningum Loris Malag- uzzi, og á sýningunni má sjá hvernig afrakstur hugmyndafr- æðinnar tekur sig út við íslenskar aðstæður. Sýningarnar standa til 29. maí og eru opnar daglega kl. 14:00- 22:00. LG GAUTABORG Sxíviku FLUGLEIÐIR -fyrlr þig- Myndlistaskólinn í Reykjavík Tryggvagötu 15 Umsóknir um námskeiö fyrir næsta vetur 1988-’89, þurfa aö berast skriflega fyrir 1. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi í myndlistardeild Pennans í Austurstræti. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.