Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 14.10.1988, Blaðsíða 25
 GRAFÍK Eða sagan af því hvernig Grafík fæddist og lék á dauðann Ein metnaðarfyllsta hljómsveit sem fram hefur komið í íslenskri rokksögu er hljómsveitin Grafík. í dag hefur hún unnið sér þann sess að vera ein virtasta hljóm- sveit landsins enda skapað sér sérstakan stíl sem greinir hana frá öllum öðrum íslenskum hljóm- sveitum. Grafík er í raun og veru bara tveir menn sem nokkur fjöldi tónlistarmanna hefur síðan kryddað með þátttöku sinni. Þessir menn eru Rafn Jónsson trommuleikari og Rúnar Póris- son gítarleikari. Á fimm mjög ólíkum plötum skín karakter þeirra skýrt í gegn þannig að fyrir Grafíkaðdáenda fer aldrei á milli mála hvenær þessir tveir eru á ferðinni. Bakgrunnurinn Grafík á rætur að rekja til ís- firsku hljómsveitarinnar Ýr sem var stofnuð 1974. En í henni voru Rafn Jónsson á trommur, Hálf- dán Hauksson á bassa, Sigurður Rósi Sigurðsson á gítar og Reynir Jónsson söngvari. Þeir fóru til New York árið 1975 þar sem þeir tóku upp sína fyrstu og einu plötu. Fljótlega eftir útkomu Ýr plötunnar kom Örn Jónsson inn sem bassaleikari og átti hann eftir að verða einn af „hinu Grafíska sveinafélagi“. Ári síðar bættist í hópinn hljómborðsleikarinn Vil- berg Viggósson sem hafði stund- að klassískt píanónám frá 6 ára aldri. Árið 1976 fer Rafn til Reykja- víkur og spilar í nokkra mánuði með Haukum. Þar kynntist hann Rúnari Þórissyni gítarleikara sem fór með honum vestur til ísa- fjarðar til að tékka á því hvort hann fflaði sig með Ýr. Hann gekk til liðs við hljómsveitina og varð smátt og smátt meira áber- andi í henni. Þegar hér var kom- ið, árið 1976, var Ýr tvímælalaust ein albesta hljómsveit landsins sem ísfirðingar voru því miður einir um að njóta. Árið 1979 hættir Ýr og áður en Graftk var formlega stofnuð spil- uðu þeir félagar undir nafninu „Danshljómsveit Vestfjarða," „bigband" sem varð mikið vinsæl danshljómsveit á þeim tíma. Sven Árve sem hafði áður spilað með Rafni og Rúnari á trompet í Haukum hafði þá bæst í hópinn og margir aðrir stöldruðu við í stuttan tíma. Danshljómsveitin leggur upp laupana 1979 og Rafn flytur tii Uppsala í Svíþjóð þar sem hann fór meðal annars í læri hjá Pétri Östlund í nokkra mánuði. Hann kemur til íslands um jólin 1980 og byrjar þá að taka upp fyrstu Graf- íkplötuna með Rúnari og Erni. Hann kemur síðan alfarið heim um vorið 1981 og Vilberg og Ólafur Guðmundsson bættust í hópinn. En Ólafur hafði sungið með þeirri landskunnu hljóm- sveit BG og Ingibjörg í mörg ár. Þessi hópur klárar síðan fyrstu Grafík-plötuna um haustið en hún var tekin upp í Félagsheimil- inu í Hnífsdal. Eina lagið á þess- ari plötu sem vakti einhverja at- hygli var „Videó“ en afgangurinn á plötunni er að mínum dómi miklu betri og sé á báti eins og allt sem komið hefur frá Grafík. Þessi plata var send ásamt fleirum íslenskum plötum til bandarísks tónlistartímarits og fékk þar mjög góða dóma. Upp- tökurnar voru sagðar „kristaltær- ar“ og er skemmtilegt til þess að hugsa í ljósi þess að platan var tekin upp við mjög frumstæðar aðstæður. Þessi fyrsta plata vakti litla at- hygli og seldist lítið og enn minna seldist næsta plata „Sýn“ sem kom út 1984. Þar hafði Ómar??, gamli söngvarinn úr Frech bæst í hópinn. Þessi plata var að mörgu leyti framúrstefnulegri en sú fyrsta og gjörólík henni. Grafík var hins vegar ennþá „dreifbýlis- hljómsveit“ í augum þeirra sem allt þykjast vita um rokktónlist í landinu og að sama skapi hunsuð. Fyrsta stórskotið Athyglin ver ekki að beinast að Grafík á landsvísu fyrr en „Get ég tekið Cjéns“ kemur út 1984. Þá hafði enn nýr söngvari bæst í hóp- inn, Helgi Björnsson, sem þá stundaði nám í leikiist. Helgi gaf hljómsveitinni ákveðinn létt- leikablæ og heillaði áhorfendur með „jaggerískum" töktum sem hresstu mjög upp á sviðsfram- komu hljómsveitarinnar. En eins mikið og má hrósa hljóðfæraleik Grafíkur hafði sviðsframkoma þeirra aldrei verið mjög fjörug. Vilberg Viggósson hafði yfirgefið hljómsveitina og haldið í fram- haldsnám í píanóleik í Þýska- landi, er nú við nám í Hollandi. Fram að þessu hafði hljóm- sveitin spilað á böllum á ísafirði ... Rafn Jónsson, Helgi Björnsson, Rúnar Þórísson, öll Grafíkunnendurá sinn h^tt. en meðlimir hennar flytja síðan allir til Reykjavíkur og höfuð- borgarbúar fara að njóta þeirra á tónleikum. Hjörtur Howser kemur fyrst við sögu á hljómborð á „Get ég tekið Cjéns" og varð fljótlega upp úr því fastur með- limur. Þessi plata var valin besta plata ársins af gagnrýnendum blaða árið 1984 og kemur bráð- lega út á geisladisk hjá Takti (dótturfyrirtæki Fálkans). Aukna vinsældir Grafík var nú orðið nafn sem allir könnuðust við en vinsældirn- ar voru ekki í samhengi við plötusöluna (Cjénsinn seldist í um 3000 eintökum). Örn Jónsson hættir í hljómsveitinni 1985 og Jakob Magnússon úr Tappa tík- arrass tekur við bassanum. Á næstu plötu eru reyndar tveir bassaleikarar, Jakob og Haraldur Þorsteinsson. Þennan grip köll- uðu þeir félagar „Stansað, dans- að og öskrað" og er hún að mínu mati enn þéttari og heilsteyptari en Cjénsinn. Þetta sama ár kem- ur hljómsveitin fram á „Norr- okk“ í Kaupmannahöfn og Ár- húsum (Árhus) og slógu þar í gegn enda fengu þeir mjög góða dóma í dönsku pressunni. Árið 1986 tróð hljómsvetin síðan upp með Loyd Cole og Simple Red á Listahátíð og hafði nú loksins unnið til þeirrar virðingar sem hún átti skilið (og almennt talin ein besta hljómsveit sem hér hef- ur starfað). Á síðustu plötu hljómsveitar- innar „Leyndarmál“ (1987) verða síðan enn og aftur manna- breytingar. Helgi Björnsson sleppir hljóðnemanum og við tekur Andrea Gylfadóttir og Baldvin Sigurðsson (Bara- flokknum) hafði tekið við bass- anum. Þessi útgáfa af Grafík var enn eitt skrautið á þá hátíðartertu sem Grafík er. HEIMIR MÁR PÉTURSSON Hin grafíska þróun Fyrsta plata Grafíkur (Út í kuldann) er á margan hátt merki- leg plata. Tónlistin er blönduð, allt frá léttu rokki eins og „Ví- deó“ til instrúmental verka eins og „Hrollaugsbunga" og „Út í kuldann". Strax á þessari plötu mátti heyra metnaðarfyllri og vandaðri tónlist en almennt gerð- ist. Hún er þó að mörgu leyti sundurleit þó hinn Grafíski tónn komi þar strax fram. „Sýn“ er síðan plata sem ein- ungis er til í plötusafni örfárra. Hún er í raun og veru eitt heilsteypt verk og algerlega sér á báti í íslenskri rokksögu. Bestu lögin þykja mér vera þau lög sem Rúnar gítarleikari syngur. Ömar náði aldrei að falla inn í Grafíkina þó vissulega eigi hann sína spretti á plötunni. Heilsteypt Grafík í gegn kemur ekki fram fyrr en leikarinn og Stonesfríkið Helgi Björnsson kemur til sögunnar. Þá var að mínum dómi komin fram á sjón- arsviðið rokkhljómsveit sem sómdi sér vel á hvaða músík- markaði sem er, jafnt alháðum Mammon sem og fullkomlega frjálsum neðanjarðarbarningi. Textar Helga eru líka smellnir; ekki það alvarlegir að Sjálfs- morðstónskáld fari hjá sér né það léttir að Þorsteinn Eggertsson roðni. Leyndarmál er síðan síðasta Grafíkverkið. Þar kemur Andrea Gylfadóttir skemmtilega á óvart með sínum óperíska nautnasöng sem fær jafnvel heyrnarlausa dýrlinga til að hrærast í gröfum sínum. Leyndarmál var fyrsta platan sem var gefin út af einum af risunum í íslenskri plötuútgáfu og var þó löngu tími til kominn að einhver þeirra hristi sagið úr eyrunum. Fyrir þennan tíma hafði Grafík tekið allar plötur sínar upp sjálf og séð um að gefa þær út, ef frá er talið að Mjöt útgáfan kom nálægt „Get ég tekið Cjéns“ en útgáfan lognaðist út af um svipað leyti. Það er mín skoðun að Grafík sé í raun bara tveir menn, Rúnar og Rafn. Þeir hafa hins vegar notið góðra kryddtegunda eins og Baldvins og Jakobs sem báðir eru á sinn hátt pottþéttir bassaleikar- ar. Grafík hefur líka notið að- stoðar hóps af góðu fólki á sínum plötum sem ekki er pláss til að telja upp hér. Það sem upp úr stendur eru góð lög og hinn Graf- íski tónn sem alltaf er undir og er sköpunarverk Rafns og Rúnars. Og hvar er hún nú? En er Grafík dauð? Það hefur alla vega verið hljótt um hana í langan tíma. Rafn Jónsson sagði Nýju Helgarblaði að ekki stæði til að auglýsa jarðarför Grafíkur í bráð. Það væri alla vega ákveðið að taka upp eina plötu til við- bótar áður en Rúnar héldi til framhaldsnáms í klassískum gít- arleik í útlöndum næsta haust. Það mætti því alveg búast við „jólaplötu" frá Grafík fyrir jólin 1989. Hverjir yrðu á þeirri plötu væri ekki hægt að segja um, það færi eftir því hvað aðrir meðlimir væru að gera og hvar í veröldinni þeir yrðu staddir. Sjálfur er Rafn í fullri spilamennsku með Bítla- vinafélaginu og stendur fyrir upp- tökum á safnplötu með því nýj- asta sem er að gerast í íslensku rokklífi um þessar mundir í hljómveri þeirra Bítlavina „Glaðheimum“. Rafn sagði Grafík aldrei hafa reynt að koma sinni tónlist á framfæri í útlöndum og hann ætti kannski eftir að naga sig í iljarnar yfir því í ellinni. Þrátt fyrir þetta hefur hljómsveitin notið nokk- urrar athygli í Svíþjóð og til dæm- is sendi svæðisútvarpsstöð þaðan lið til landsins fyrir rúmu ári til að vera viðstatt tónleika í Casa- blanca. En þar til næsta Grafíkverk lítur dagsins ljós hafa Grafíkunn- endur fimm plötur til að ylja sér við og geta á meðan hlakkað til þess sem koma skal. Hvaða skraut bætist þá á tertuna getur enginn spáð um en Rafn Jónsson sagði engin vandamál verða með efni, tíminn einn gæti leitt útkom-' una í ljós. Við bíðum! -hmp Föstudaqur 14. október 1988 NÝTT HELGARBLAÐ “ SÍÐA 25 Andrea Gylfadóttir... DÆGURMÁL^ 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.