Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 22
-c d + 0» -í f-ff? j on»3 : : t L '1 . uototA 'JWíp iiiSh - - jf ounjdos LSto Otli^I uowwph '41. oisrao i ci v; H VIHDVIMOHDÁSd Fyrsta síðan í nótnaútgáfunni af Psychomachiu, sem gefin var út í Stokkhólmi á síðasta ári. Tóraverkið Framhald af 21 af sama tilefni héðan frá fslandi, og verður hitt verkið, Ljóð námu land eftir KaróJínu Eiríksdóttur, flutt á sömu tónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar nú á laugardag kl. 17. Textinn, sem verk mitt er sam- ið við, hafði vakið áhuga minn fyrir löngu, þótt tækifæri hefði ekki unnist til að semja við hann tónlist. En þegar þessi pöntun barst fyrir dramatískan sópran og selló, þá fannst mér það passa fullkomlega við þessa samsetn- ingu. Psychomachia merkir eiginlega „baráttan um manns- sálina“, og er ljóðið fullt af dram- atískum tilþrifum, þar sem bar- áttan stendur á milli góðra og illra afla, sem eru persónugerð í líki gyðja og ára. Inn á milli drama- tískra bardagaatriða koma síðan í textanum yfirvegaðar hugleið- ingar skáldsins, sem gefa tilefni til kaflaskila í tónlistinni. Þegar ég fór að vinna frekar að verkinu sá ég að í raun voru tveir flytjend- ur allt of iítið til þess að koma efni þessa stórbrotna texta til skila. Aðeins lítill hluti ljóðsins er not- aður, og eftir að ég hafði lokið við verkið fann ég skýrt að ég þyrfti að vinna áfram með þennan texta og semja við hann viðameira verk. Leitaði tónlistarformið óp- era meir og meir á hugann þegar ég fór að velta þessu fyrir mér. Er ekki ósennilegt að stærri útgáfa Psychomachiu í því formi eigi eftir að sjá dagsins ljós síðar meir þegar tími vinnst til eða ef ég skyldi verða svo lánsamur að fá óperupöntun. Er tónlistin sem þú semur lýs- andi eða óhlutlœg? Ertu að lýsa ákveðnum atburðum eða fyrir- bœrum eða er um hreina abstrakt- sjón að ræða? Hún getur verið hvorttveggja í senn, í einu og sama verkinu má bæði finna hreina fræðilega og abstrakt hluti og hluti sem sprottnir eru af innsæi. Psychom- achia er þó dæmi um tónverk sem byggist mest á innsæi. Reyndar má segja að það eigi líka við um raftónverkið Chantouria, það er fyrst og fremst innsæistónlist. En ef litið er yfir verkalista minn f heild má sjá dæmi um hvort tveggja. Pað fer ekkert eftir tækninni, því hefðbundin hljóð- færatónlist getur verið strang- fræðileg og raftónlistin getur ver- ið full af innsæi. Hvernig eru möguleikar á að koma nútímatónlist á framfœri hér á landi? Ég held að íslendingar séu nokkuð opnir fyrir nýrri tónlist miðað við margar aðrar þjóðir, þótt ég verði jafnframt að taka undir þau orð Hjálmars Ragnars- sonar, að almennt megi segja að við séum ótrúlega hrædd við að tileinka okkur nýjungar í listum, ekki síst tónlist. En sá fjöldi sem sótt hefur tónleika með nútíma- tónlist hér á landi er í rauninni ótrúlega mikill, og má af því ráða að skilningur þjóðarinnar sé á hærra plani en skilningur yfir- valda hvað þessa nýju list varðar ef tekið er mið af aðbúnaði ís- lenskra tónlistarmanna. Ýmis teikn eru þó á lofti um úrbætur í þeim efnum, og vona ég að úr rætist. Hér á landi er nú aðeins eitt tónskáld sem hefur farið út á þá hálu en virðingarverðu braut að stunda tómsmíðar eingöngu, en það er Áskell Másson. Aðrir hafa þetta í hjáverkum með kennslu og öðrum störfum. Starfslaun til tónskálda eins og tíðkast meðal flestra þjóða eru hér afar fátíð, og sama má segja um launaðar pant- anir á verkum, sem oft eru eitt helsta lifibrauð tónskálda. Mér finnst oft að það megi líkja þessu við hverja aðra fjárfest- ingu: Vill þjóðin eiga möguleika á því eins og aðrar þjóðir að eignast sinn Grieg eða Mozart eða Beethoven? Ef hún vill, þá getur hún það, því þetta er fyrst og fremst spurning um fjárfest- ingu. Pað þarf ekki að hugsa mjög langt til þess að skilja að slík fjárfesting getur verið skyn- samleg. Við þurfum ekki annað en að sjá þann beina hagnað sem þjóðir eins og Finnar, Norðmenn og Hollendingar hafa haft af því að eiga menn á borð við Sibelius, Grieg og Rembrandt. Fyrstu tónleikarnir á Myrkum músíkdögum verða í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á laugardag kl. 17. Par munu þær Signý Sæ- mundsdóttir og Inga Rós Ingólfs- dóttir flytja Psychomachia eftir Þorstein Hauksson. Einnig verða flutt söngverk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Vladimir Agopov og Önnu Jastrzebska. Chantour- ia og fleiri raftónverk verða síðan fluttíNorrænahúsinu 15. febrúar kl. 20.30. -ólg Á vit goðsög- unnar Halldór Ásgeirsson Kjarvalsstaðir 28. jan.-12. febrúar. Táknmyndir Halldórs Ásgeirs- sonar, sem nú eru til sýnis á Kjar- valsstöðum, færa okkur á vit goðsögunnar. Goðsagan felur í sér viðleitni mannsins til þess að upphefja ýmsar þverstæður mannlegrar tilveru, skapa heila heimsmynd úr brotakenndri reynslu hversdagsins. Goðsagan upphefur andstæður efnis og anda, fortíðar og framtíðar, lífs og dauða og opnar okkur nýjan veruleika handan hins sýnilega, þar sem maðurinn hefur fundið sína glötuðu Paradís og yfirunnið útskúfunina sem birtist í þver- stæðum mannlegrar tilveru. Slíka viðleitni til þess að endurheimta glataða Paradís sé ég í myndum Halldórs, þar sem hann dregur ýmsar táknmyndir úr undirvitund sinni og raðar þeim upp í form- rænu samhengi. Aðferð hans minnir dálítið á spánska málar- ann Juan Miró, þótt yfirbragð myndanna sé allt annað. Mynd- málið hefur fengið djúpa per- sónulega merkingu fyrir lista- manninum, og það verður hon- ÓLAFUR GfSLASON um ástríða að færa hana yfir á umhverfi sitt. Táknmyndirnar birtast okkur því ekki bara á hefðbundnu lérefti málverksins, heldur færir hann þær yfir á trjá- búta, glerbrot og skúlptúra þann- ig að þær verða að lokum eins og stimpill: ég var hér, þetta er hluti af minni goðsögulegu heims- mynd. Hlutdeild okkar í þessari heimsmynd, þessari persónulegu goðsögn, er fyrst og fremst fag- urfræðileg. Við getum skynjað formlegt samræmi og fegurð í þessum myndum, við getum jafnvel fundið í þeim frásögn, en dýpri merking táknanna er okkur hulin. Pað eru því formrænir eiginleikar málverkanna, sem fyrst og fremst höfða til okkar. Par hefur vinna verið lögð í að Dægurmúsík og menning Meginstefna nútímans er að fá sem mest á sem skemmstum tíma með sem minnstri fyrirhöfn; þeg- ar allir vilja allt og halda, að þeir geti fengið það, já, og hefðu meira að segja rétt til þess: hjóna- band og frelsi, kynmök án krakka, bylting án fátæktar, vel- gengni án eigingirni, list án á- reynslu, þekking án minnislær- dóms; nefnilega máltíð án þess að vaska upp. Menning hefir löngum verið óþekkt hugtak í íslenzku, saman- ber frásögn Steins Steinarrs: menning sem rímorð við þrenn- ing. Sigurður Nordal gat ekki samið nema eitt bindi um ís- lenzka menningu. Með bók- menntalýsingu sinni þar var ís- lenzk menning þurrausin. Meira var ekki til, engin önnur grein menningar svo sem myndlist, músík eða arkítektúr. Nú eru listir sem óforgengi- legar greinar menningar staðfest- ar með eða í varanlegu efni. Bók- menntir eru skráðar, skúlptúr högginn í stein, músík nóturituð, myndlist dregin á líndúk eða pappír, arkítektúr formaður í blífanlegu harðefni. Dægur- músík sem götuvísur og dans- músík hefir ætíð verið til. Því að- eins þekkum við hana nú eftir margar aldir, að hún hefir verið skráð sem nótnaritun. Dægur-músík nútímans er yfir- leitt aðeins til í upptökum á plötum eða böndum. Sú tíð er liðin, að maður geti keypt prent- að vinsælt dægurlag og spilað það heima hjá sér, svo sem gert var, er ég spiíaði með félögum mínum dans-músík í Iðnó og Bárunni. Mörg þeirra laga voru við- kunnanleg músík; en hver þekkir í dag Fifty thousand Frenchmen can’t be wrong, We have no ban- anas to-day eða Bimbambullah, enda þótt þau hafi þá verið fáan- leg bæði nótuprentuð og á plötum? Þessi nothæfu lög voru hvorki talin til listar né menning- ar. Þau voru bara vinsæl dans- músík og gerðu sitt gagn. Nú á dögum verður massa- kúltúr eða kúltúr-iðnaður æ út- breiddari. Nú að að þvinga fram sameiningu æðri og lægri Iífstján- inga, báðum til vanza, en þær hafa öldum saman verið aðskilin svið. Menningin mótmælti jafnan of harðýðgislegum kjörum og var þannig heiðurstákn mannsins. En ef menningin samsamar sjálfa sig forherðingarinnar lífi, gerir hún manninn ómyndugan. Skilyrðislaus krafa eða kateg- órískur imperatív í siðfræði Kants á ekkert framar skylt við frelsi. Hún verður að: Þú átt að láta þér vel líka, án þess að hvaðl sé upp- gefið. Þannig er endanlegt tak- mark kúltúr-iðnaðar and- upplýsing, sem við sívaxandi náttúruyfírráð verður að fjölda- svikum, massa-blekkingu, að meðali til þess að fjötra vitund- ina. Hann kemur í veg fyrir, að upp vaxi einstaklingar, óháðir, sjálfstæðir, sem dæma og ákvarða upp á eigin ábyrgð. En þetta eru skilyrði fyrir lýðræðis- legu samfélagi, sem því aðeins fær staðizt og þroskazt, að þegn- arnir séu myndugir. Mannlegur kúltúr verður til fyrir göfgun dýrslegra hvata, fyrir blygðunartilfinningu, fyrir ímyndunarafl, fyrir skilning. Hinzta innihald og huggun sér- hverrar listar er, að hún geri lífíð þess virði, að því sé lifað. Til er engin göfug músík, sem ekki get- ur annarsvegar verkað á okkur 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.