Þjóðviljinn - 09.03.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 9. mars 1989 48. tölublað 54. árgangur
Varqflugvöllurinn
Kostnaður hrein ágiskun
Kostnaðartalan 11 miljarðar erhrein ágiskun sem hvergi hefur fengist staðfest. NATÓ hefurekki samþykkt
að varaflugvöllur verði greiddur afMannvirkjasjóðnum. Talsmaður Bandaríkjahers telur að
Bandaríkjamenn og hugsanlega íslendingar deili kostnaði af forkönnun
Þorsteinn Ingólfsson, skrif-
stofustjóri Varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins,
staðfesti í samtali við Þjóðviljann
að sú tala sem nefnd hefur verið
um hugsanlegan kostnað við
byggingu varaflugvallar á vegum
Bandaríkjanna-Mannvirkjasjóðs
NATÓ, 11 miljarðar króna, sé
hrein ágiskunartala sem hann
hafi hvergi getað fengið staðfesta.
Talsmaður Bandaríkjahers á
Keflavfkurflugvelli scgist aðeins
hafa séð þessa tölu nefnda í ís-
lenskum fjölmiðlum.
Þá kom fram við eftirgrennslan
blaðsins að viðkomandi stofnanir
innan Nató hafa enn ekki sam-
þykkt að gerð varaflugvallarins
verði kostuð úr sameiginlegum
Mannvirkjasjóði hernaðar-
bandalagsins. Þá eru menn ekki á.
eitt sáttir um hver eigi að bera
kostnað af svonefndri forkönn-
un. Talsmaður Bandaríkjahers á
Keflavíkurvelli telur, þó með fyr-
irvara um áreiðanleik svarsins,
að sá kostnaður falli á bandarísk
stjórnvöld og hugsanlega á ís-
lendinga að hluta. Utanríkis-
ráðuneytið hefur hins vegar hald-
ið því fram að Mannvirkjasjóður
NATÓ hafi samþykkt að kosta
forkönnunina. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins fæst það þó vart
staðist.
Þá kom fram í viðtali við Þor-
stein Ingólfsson að íslendingar
muni einir sitja að byggingar-
framkvæmdum við varaflugvöll-
inn, ef af byggingu hans verður.
Þetta stangast algjörlega á við
reglur Mannvirkjasjóðsins, en
samkvæmt þeim skulu verktakar
frá öllum þeim löndum sem eiga
aðild að Mannvirkjasjóðnum
eiga tilkall til þátttöku í útboð-
um. Erlendur vígbúnaðarsér-
fræðingur sem blaðamaður ræddi
við taldi að þessi „sérréttindi“ ís-
lenskra verktaka, auk þess sem
skilgreining Wörners fram-
kvæmdastjóra NATÓ þess efnis
að varaflugvöllurinn sé „borgara-
legt“ mannvirki, geri það að
verkum að önnur aðildarríki að Bandaríkjanna samþykktu tæp- að fjármagna umræddan „vara- SjánánarítarlegaúttektíNýju
Mannvirkjasjóðnum utan ast að Mannvirkjasjóðurinn ætti flugvöll.“ Helgarblaði á morgun. phh
Endursýning SÚM. Á Kjarvalsstöðum verður opnuð yfirlitssýning á verkum
sem unnin voru á vegum félagsskaparins Súm á árunum 1965-72. Sýningin
verður opnuð á laugardag. Súmmarar voru þekktir fyrir að bregða út af viðtekn-
um venjum í myndlist og vöktu sýningar þeirra oft furðu oa hneykslun. Nú eru
hinsvegar flestir þeirra löngu viðurkenndir sem listamenn. I tiiefni sýningarinn-
ar er gefin út vegleg sýningarskrá með greinum eftir Ólaf Gíslason og Guðberg
Bergsson, auk sjö efnismikilla viðtala sem Olafur hefur átt við félaga hópsins.
Þegar Þjóðviljinn leit inn á Kjarvalsstöðum i gær voru þeir Kristján Guðmunds-
son, Gylfi Gíslason, Hreinn Friðfinnsson og Sigurður Guðmundsson að leggja
síðustu hönd á sýninguna. Auk þeirra verða sýnd verk eftir aðra úr SUM-
hópnum og við opnun sýningarinnar verður flutt tónverk eftir Atla Heimi Sveins-
son. Mynd Þóm.
Arnarflug
Beiðni um 350 m.kr. ríkisstyrk
Óvístað ríkið taki tillögunum fagnandi. SteingrímurJ. Sigfússon: Mun skoða tillögur Arnarflugs
Stjórn Arnarflugs hefur lagt
nýjar tillögur fyrir samgöngu-
ráðherra um leiðir til bjargar fé-
laginu. í tillögunum er gert ráð
fyrir að ríkið selji fyrrum Arnarf-
lugsþotuna sem nú er í eigu ríkis-
ins og að söluágóðinn sem áætlað-
ur er um 200 miljónir króna renni
til Arnarflugs. Þá leggi ríkið til
150 miljónir til félagsins og veiti
ríkisábyrgð á lánum til Arnar-
flugs komist reksturinn á þolan-
legan grundvöll. Þá muni hluthaf-
ar í Arnarflugi leggja fram ótil-
greindar upphæðir í auknu hlut-
afé, jafnframt því sem stjórn Arn-
arflugs vonast til að flugfélögin
KLM og Air Lingus gefi eftir
skuldir Arnarflugs, sem nema
u.þ.b. 55 miljónum króna. Sam-
kvæmt þessum tillögum næmi
framlag ríkisins til Arnarflugs um
350 miljónum, auk væntanlegrar
ríkisábyrgðar.
Ríkisstjórnin
Þolinmæði Stefánsmanna á þrotum
AuðurEiríksdóttir: Stjórnarfrumxörp ekki borin undirokkur
Stefán Valgeirsson og félagar
hans í Samtökum jafnréttis og
félagshyggju eru farnir að ókyrr-
ast og gerast langeygir eftir því að
ríkisstjórnin leggi til atlögu við
vanda atvinnulífsins í hinum
strjálli byggðum landsins. Einnig
kvartar Auður Eiríksdóttir, vara-
maður Stefáns á alþingi, undan
því að ríkisstjórnin leiti ekki álits
Stefánsfólks á stjórnarfrumvörp-
um áður en hún leggur þau fram á
löggjafarsamkomunni.
Stefán gagnrýnir ríkisstjóm
Steingríms Hermannssonar harð-
lega í viðtali við Dag á Akureyri í
gær og segir hana þjóðinni
jafnlítils virði og forvera hennar
er laut forystu Þorsteins Páls-
sonar. Komi hún sér ekki hið
snarasta að því verki að reisa við
undirstöðuatvinnuvegi þjóðar-
innar eigi hún ekki langt líf fyrir
höndum. Þótt kosningar séu ekki
fýsilegur kostur séu þær þó sköm-
minni skárri en ríkisstjórn sem
láti allt reka á reiðanum.
Auður Eiríksdóttir lýsti því yfir
í umræðum um vaxtalagafrum-
varp ríkisstjórnarinnar á alþingi í
gær að hún hefði frjálsar hendur
við afgreiðslu þess þar eð ríkis-
stjórnin hefði hvorki borið málið
undir sig né Stefán.
Þegar Þjóðviljinn innti Auði
eftir því hvort þetta væri ekki
undantekning, slys eða klaufa-
skapur af hálfu ráðherra, svaraði
hún því neitandi. Svo virtist sem
ríkisstjórnin gengi að Samtökum
jafnréttis og félagshyggju vísum.
Hún hefði leitað álits Stefáns á
ýmsum frumvörpum við upphaf
ferils síns í haust en síðan ekki
söguna meir.
Auður tók undir gagnrýni Stef-
áns. Sárafá þeirra mála sem ríkis-
stjórnin þóttist bera fyrir brjósti í
haust hefðu komist í gegn og
fengið farsæla lausn. Tók hún til
dæmis ráðagerðir um jöfnun raf-
orkuverðs og lækkun vaxta.
Vextir héldu áfram að hækka sem
væri óviðunandi. Stjórnvöld virt-
ust sem sé ófær um að koma raun-
vöxtum niður í 6 af hundraði eins-
og menn létu sig eitt sinn dreyma
um, hvað þá 5% einsog forsætis-
ráðherra hefði boðað í tilkynn-
ingu sinni um efnahagsráðstafan-
ir í öndverðum fyrri mánuði.
ks
Þá á eftir að gera upp þær fjár-
hæðir sem ríkið greiddi þegar það
gekk inn í kaupleigusamning
vegna Arnarflugsvélarinnar, en
samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans greiddi ríkið um 100 miljónir
svo tryggja mætti kaupréttinn á
vélinni. Þjóðviljinn bar tilboð
Arnarflugsmanna undir Stein-
grím J. Sigfússon samgönguráð-
herra en hann vildi lítið láta hafa
eftir sér, sagði aðeins að hann
mundi líta á þetta tilboð. Átti
hann í því sambandi fund með
mönnum úr fjármálaráðuneytinu
í gær.
Fremur ólíklegt er talið að
' ríkisstjórninni hugnist þetta til-
boð Arnarflugsmanna, því auk
fyrrnefndra útgjalda er óvíst hver
hlutafjáraukning hlutahafa kynni
að verða, auk þess sem ríkið
þyrfti að taka áhættuna af því
hvort hlutafjárloforð Arnarflugs-
manna skiluðu sér í fjármunum.
phh