Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.04.1989, Blaðsíða 16
"SPURNINGIN1" Hvenær kemur sumar- ið? Guðrún Hreinsdóttir húsmóðir: Um mánaðamótin maí-júní. Kristófer Ástvaldsson verkamaður: Ég get ekki ákveðið það. Kristinn Hallsson óperusöngvari: Þrátt fyrir veðrið verðum við að líta svo á að sumarið komi á fimmtudaginn, á sumardaginn fyrsta. Sigríður Eymundsdóttir sjúkraliði: Ég held það komi seint. Ég býst viö stuttu sumri ef það kemur þá nokkuð. Ég held að spákonan á Selfossi hafi rétt fyrir sér, lítið sem ekkert sumar. Birgir Olgeirsson hjá Reykjavíkurfiöfn: Sumarið kemur eítir mánuð. þlÓÐVILIINN Þriðjudagur 18. apríl 1989 72. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Flugvélasmíði, póstflutningar, ávaxtarækt, vélsmíði... Myndin er á vegg póststofu í Pennsylvaníu-fylki. Bandaríkin Alþýðulist gegn kreppu Veggmálverk Roosevelt-tímans kynnthjá Menningarstofnun Bandaríkjanna á Neshaganum. Amerískur „sósíal-realismi“fær uppreisn œru Kreppuárin í Bandaríkjunum voru svo sannarlega merkir tímar í merku landi, og má nú láta minna sig á þetta skeið á Neshag- anum hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna þarsem komið hefur verið upp sýningu með Ijós- myndum af veggmálverkum frá „New Deal“-tímum Roosevelts og félaga. Af því að mikil tíðindi urðu í Evrópusögu þessara ára og átaka- tímar á Islandi hafa merkiiegar stjórnmálahræringar í Banda- ríkjunum ef til vill fallið í skugg- ann hjá okkur hérmegin Atlants- hafsins, að minnsta kosti yngra fólki, og þessvegna fróðlegt að sjá myndirnar á Neshaganum, eins- konar list gegn kreppu, voldug myndverk máluð á húsveggi í greinilegum boðskapartóni: Við crum fólkið sem erfiðar enn... „New Deal“ - sú stefna Roose- velts að gefa uppá nýtt í banda- rísku efnahagslífi - var róttækt svar við kreppunni miklu sem á nokkrum misserum hafði nánast lagt Bandaríkin í eyði. Hún tákn- aði líka - að minnsta kosti að sinni - endalok óheftrar mark- aðshyggju eða frjálshyggju sem þangaðtil hafði ríkt ein og sjálf í bandarískum stjórnmálum. Franklin Delanor vann Hoover „handanvið hornið“ 1932 og setti strax af stað björgunarleiðangur þarsem ríkisvaldið lék aðalhlut- verkið með aukinni stjórnun, eft- irliti og beinum framkvæmdum, til dæmis þeirri frægu áætlun í Tennessee-dalnum. Það þurfti að setja hjólin af stað, en til þess arna þurfti meira en áætlanir og fjármagn, það varð að virkja fólkið, þjóðina sjálfa sem fallin var í vesöld og vonleysi, - og þetta varð hvatinn að gríðarlegri herferð í listum. Veitt var fé til hverskyns list- greina, en einkum standa eftir í bandarískri listsögu um fjögur þúsund veggmálverk í opinber- um stofnunum, spítölum, skólum, fangelsum, bókasöfn- um, íþróttavöllum, og einkum pósthúsum. Þetta eru allajafna myndir af fólkinu við störf og leik, óður til vinnunnar, upprunans og fram- faranna, ortar í fyrstu persónu fleirtölu, ætlað að efla sjáifstraust alþýðu og hvetja hana til samfé- lagslegrar endurreisnar, og ekki furðulegt að mörg þeirra minni á sovéska list sama skeiðs, enda hafa þessi bandarísku veggmál- verk verið þar kennd'við „sósíal- realisma" og heldur litin horn- auga á veltiárum næstu áratuga á eftir. Það álit hefur breyst í Banda- ríkjunum. Bæði þykja þessi verk gefa ómetanlega sýn inní hugar- heim róttækrar umbótastefnu New-Deal-áranna, og ekki síður þykja þessi verk álitsverð fyrir Íistrænt gildi sitt. Sósíal-realismi vissulega, en langt frá því að stirðna undir hinni dauðu hönd sem svo miklu réð í Sovét. Fyrir utan að menn greina hér áhrif ýmissa sprota samtíma myndlist- ar, drög að kúbisma og abstrakt- list til dæmis. Ljósmyndasýningin stendur til 27. apríl og er opin 11.30 til 17.30 alla virka daga, áhugaverð sýning og ekki of stór. Þó er skammar- lega þröngt um hana hjá ráða- mönnum Menningarstofnunar- innar á Neshaganum. Kannski þeim finnist það eiginlega utan síns verksviðs að vera að kynna bandaríska alþýðulist hér á her- æfingaskerinu í Dumbshafi? _m Frumbyggjarnir fengu sinn sess í veggverkum kreppulistamanna, en áherslan er enn sem fyrr á undir- stöðuna: veiðar, akuryrkja. HHHHHHI^HHHHHHHHHHHíHHHHHI^I^^HHHHHHHHHH^HHHHHHHHHHHHHHM »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.