Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1989, Blaðsíða 5
Martraðir í Miðnætur- sólborginni Jón Gnarr heitir skáld í Reykjavík og sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu í haust. I sög- unni lýsir skáldið heldur nötur- legri borg þar sem Iff ungra íbúa er ekki tekið út með sitjandi sæld- inni. Borgina kalla Jón Miðnæt- ursólborgina. Skáld hafa verið frekar feimin við að bera skáldskap sinn fyrir fólk þar sem það er flest saman komið. Jón Gnarr hefur áður gef- ið út eina Ijóðabók, „Börn ævintýranna“, en hann hefur les- ið kafla úr skáldsögunni á tón- leikum og öðrum samkomum, þar sem áheyrendur eru oftar en ekki búnir að taka hús á Bakkusi. Þjóðviljanum lék því forvitni á að vita hvaða mann Jón Gnarr hefur að geyma og hvaða boðskap hann flytur gestum á rokktónleikum borgarinnar. Hvenær byrjaðir þú að skrifa og hvers vegna? Ég byrjaði að skrifa þegar ég var 10 ára, árið 1977, og byrjaði þá að skrifa ævisöguna mína. Hún byrjaði á þessum orðum: „í morgun fór ég upp í Víkingshei- mili“. Ég fór ekki að skrifa ljóð af neinu viti fyrr en um 13 ára aldur en henti þeim alltaf. Þetta var ekki ljóðagerð af neinu viti. Af hverju fannst þér þú þurfa að skrá ævisöguna niður svona snemma? Ég man það ekki, bara fékk þessa dillu og hún varð aldrei meira en ein stílabók. Þetta var eiginlega dagbók. Hvernig er að vera skáld í Reykjavík um þcssar mundir? Mér finnst það fínt en er hræddur við stimpla, ungskálda- stimla og slíka stimpla. Áður voru bara nokkur skáld og góð, nú er hellingur af skáldum en það er mislitur hópur. Þú hefur lesið upp á tónleikum og þá fyrir ölvað fólk, hvernig er það? Það er stórkostlega gaman. Fyrst las ég úr ljóðabókinni minni á ljóðakvöldi og það var ósköp slétt og fellt. Síðan fór ég að lesa úr sögunni með Snvekkleysudót- inu öllu. Fólk púar mann niður og öskrar á mann og vill fá mann niður og í burtu. Sérstaklega vegna þess að bókin er óþverri og þegar ég les upp, vel ég út óþverra kafla, klám og ofbeldi. Fólk verður miður sín, segja mér sumir. Þetta er virkilega gaman. Það hefur verið hent í mig flöskum og fólk hefur komið upp á sviðið og rifið af mér handritið. Þetta er barátta upp á líf og dauða. Mér hefur alltaf verið brigslað um að lesa eins og Jóhamar. Ég les svo hátt. En fólk veit ekki hvernig það er að lesa fyrir nokk- ur hundruð drukkin ungmenni. Maður verður að lesa hátt til að yfirgnæfa hópinn. Eftir því sem áheyrendur hækka sig hækka ég mig meira, ég er með míkrófón- inn og hef hann umfram hina. Færðu stuðningsmenn sem berjast með þér við illskeytta áheyrendur? Já, já. Ég var einu sinni að lesa á Abracadabra og einhver reif af mér handritið. Þá komu upp menn til að berja hann. Ég hélt hins vegar áfram að lesa. Eiga skáld að gera meira af því að lesa upp á vettvangi sem þess- um? Já. Það er til dæmis minn æðsti draumur að fá að lesa upp í há- deginu í Múlakaffi. Þá væri ég kominn eins langt og ég get náð. Hvers konar saga er Miðnæt- ursólborgin? Þegar ég byrjaði ætlaði ég að skrifa bók sem væri eins óháð tíma og rúmi og mögulegt væri. Ég spila svolítið með tíma. Hún endar á þessum orðum: „1001 nótt er liðin í Miðnætursólborg- inni án þess að nokkur hafi tekið eftir því“. Miðnætursólborgin er borg sem er yfirgefin, dauð, sýkt og ógeðsleg. Hún er hryllingsvís- indaskáldsögusvið. En í borginni búa hressir krakkar sem lifa ruddalífi, soralegu ruddalífi en eiga sér ungmennafélagsdrauma um að geta strokið úr Miðnætur- sólborginni. Þau langar til að lifa villtu lífi úti í náttúrunni, þar sem þau geta veitt sér til matar í óbyggðum. Þar tvinna ég saman ungmennafélagsstflnum, þessum gömlu drengjabókum þar sem allt er svo fallegt og háfleygt og spennandi. Það er ekki hægt að setja bók- ina á neina hillu, hún er svona póstpönk nóvel. Ertu að tala um borg sem við þekkjum? Nei, í rauninni ekki. Það vilja margir meina að ég sé að tala um Reykjavík en það er ekki rétt. Það er aldrei dagur og aldrei nótt í Miðnætursólborginni. Miðnætursólin gnæfir yfir borg- inni og seindrepur allt. Meira að segja húsin molna undan miðnæt- ursólinni, það molnar allt undir miðnætursólinni. Það er enginn á „Miðnætursólborgin er ógeðsleg bók,“ segir Jón Gnarr. Mynd: Kristinn. götunum í Miðnætursólborginni, því ef þú ert of lengi úti við klikk- astu. Svo visnarðu upp og deyrð. Það gerist allt innandyra i þess- ari borg. Miðpunkturinn er veitingastaður sem heitir „Plasa Kúltúra“ og margir halda að sé Hressó. Þar hópast allir saman. Aðal söguhetjan er óknytta- drengurinn Runólfur. Hann er sjóræningjaforingi, foringi sjó- ræningjafélagsins, sem er fyrir- bæri úr Erni Klóa. í þessu félagi eru vondu strákarnir. Runólfur losnar úr fangelsi, úr letigarðin- um, og kemur til Miðnætursól- borgarinnar til að leita hefnda á þeim sem komu honum í fangelsi upphaflega. En það voru Jói Jóns og Pétur vinur hans. Jói Jóns er skáld og ofsalega heiðarlegur. Þegar Runólfur og Hnúi, elsk- hugi hans, voru að smygla dópi inn í Miðnætursólborgina, kjaft- aði Jói Jóns í lögguna vegna þess að samviska hans sagði honum að gera það. En Runólfur kemur til Mið- nætursólborgarinnar og skilur eftir sig blóðuga slóð. Hann drep- ur allar persónurnar. Borgin endar þá í algerum dauða? Hann drepur allar aðal sögu- persónurnar. Bókin er eiginlega þrískipt. Það er ungmennafélagskafli þar sem allt er dásamlegt og yndis- legt, sem eru draumórar íbú- anna. Svo eru martraðarkaflar og síðan er sjálfur söguþráðurinn. Sterkar andstæður takast á. Eftir fallegan kafla, með börnum ævintýranna, sem hlaupa syngj- andi um heiðar og veiða fisk, slæ ég á myndina með viðurstyggi- legum hryllingi.. „Börn ævintý- ranna“ eru einnig fengin að láni frá Erni Klóa og Örn Klói er fé- lagið sem Jói Jóns og félagar eru Hvers vegna þessar andstæður, hvaða áhrif viltu kalla fram? Ég vil að fólk verði fyrir áhrif- um af þessum andstæðum og fannst hugmyndin einfaldlega sniðug. Ég vildi hafa einhvern hrylling í sögunni og þegar ég fór að skrifa sá ég að ég yrði að hafa hryllinginn almennilegan ef ég ætlaði að hafa hann á annað borð. Annars yrði þetta bara asnalegt og ég gekk í það að finna upp hrylling og ógeð. Bókin er ógeðsleg. Fólki verð- ur um og ó að heyra lesið upp úr henni. Ertu að klekkja á lesendum? Ég vil fyrst og fremst að fólk kaupi bókina svo ég græði á henni. Er ekki að skrifa af hug- sjón heldur fyrir peninga, til þess að verða ríkur og frægur. Mér er nokkurn veginn sama hvað fólki finnst um bókina ef það er búið að borga fyrir hana. Hún á eftir að fá mjög slæma útreið, vegna þess að hún er ógeðsleg. Það var bókaútgefandi sem sagði mér að það yrði allt vitlaust ef bókin yrði gefin út. Það treysti sér ekkert bókaforlag til að gefa hana út, ég fór til þeirra allra. Bókin er aftur á móti einstak- lega vel skrifuð, snilldarverk. En útgáfendur settu ofbeldið og klámið fyrir sig, sögðu að þetta væri ekki boðlegt. Þá endaði ég á Smekkleysu og bókin kemur út í október. Svo er verið að vinna að þýð- ingu á Miðnætursólborginni. Það er fyrirhugað að gefa bókina út í Bandaríkjunum en þessi mál eru öll í athugun. Jón Proppé þýðir en hann hefur raunar séð um út- gáfuna fyrir mig. Þegar Jón Gnarr stendur upp og yfirgefur borðið á „Plasa Kúlt- úra“ sem sumir halda að sé Hressó eða öfugt, með ungan son sinn í fanginu, hugsa ég með sjálf- um mér: Vonandi verða þeir ekki of lengi utandyra í miðnætursól- inni. En þeir feðgar virðast áhyggjulausir þar sem þeir hverfa út Austurstrætið. -hmp IÐNSKÓUNN í REYKJAVIK Utgáfa grískra hannleikja í Þjóðviljanum 18. þ.m. birtist prýðileg grein eftir Sigurð A. Magnússon skáld um forngríska leiklist. I greinarlok getur Sigurð- ur þess að ég hafi lokið við að þýða alla grísku harmleikina en ekki fengið útgefanda. Þetta er af misskilningi sprott- ið. Mál og menning hefur þegar hafið undirbúning þessarar út- gáfu og einmitt það forlag óskaði þess sérstaklega að leikritin yrðu öll. Helgi Hálfdanarson Innritun í próf Próf verða haldin 28. ágúst til 1. september. Þeir nemendur sem skráðu sig í vor þurfa að staðfesta skráninguna með símtali við skrifstofu skólans, sími 26240 í síðasta lagi föstudaginn 25. ágúst n.k. Iðnskólinn í Reykjavík Þriðjudagur 22. ágúst 1989'ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.