Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 25
Margar geróir rofa- og glerhelluborða. Viftur sem falla inn i innréttingar og stakir háfar. Kæliskápar i litum eöa með viðarhurð. Uppþvottavélar i litum eða með viðarhurð. Vaskar úr stáli, plasti eða emeleraðir. Blomberg heimilistæki Glæsilegt samræmt útlit MINNING_ Þorvaldur Jónsson E 31. desember 1884 - „Hvað er langlífi, lífsnautnin frjóa“ Þessi orð komu mér í hug, þótt þau væru raunar höfð um ungan mann, þegar ég heyrði andlátsf- regn Þorvaldar Jónssonar, elsta íbúa höfuðborgarinnar, sem orð- inn var 104 ára að aldri. Hann naut þess sannarlega „að hafa lifað svo langan dag.“ Þorvaldur Jónsson var fæddur að Stapa í Tungusveit í Skaga- firði. Tveggja ára gamall missti hann móður sína. Dvaldist næstu árin hjá föður sínum í Stapa en var svo tekinn í fóstur af þeim hjónum Jóhanni P. Péturssyni og Elínu Guðmundsdóttur á Brúna- stöðum í sömu sveit. Eftir fjórtán ára dvöl þar ákvað Þorvaldur að fara að eiga með sig sjálfur. Réðst hann þá í vinnumennsku en stundaði öðrum þræði jarða- bótastörf vestur í Húnavatns- sýslu. Hóf búskapíHjaltastaðak- oti - nú Grænumýri - í Blönduhl- íð árið 1908 og bió þar í þrettán ár. Fluttist þá að Ypishóli í Seylu- hreppi þar sem hann bjó í sjö ár. Brá þá búi, settist að á Sauðár- króki og átti þar heima næstu árin. Stundaði alla almenna verkamannavinnu og vann meðal annars við vitabyggingar víða um land. Til Reykjavíkur fluttist Þorvaldur með Oddnýju dóttur sinni og Hólmari Magnússyni tengdasyni sínum árið 1948. Hjá þeim dvaldist hann upp frá því þar til hann fór á sjúkrahús einum mánuði fyrir andlátið. Þótt Þorvaldur væri orðinn því nær hálfsjötugur er hann fluttist til Reykjavíkur, og ætti mikið og gott dagsverk að baki, var honum annað í hug en að draga nökkv- ann í naust. Var hann um skeið áhaldavörður hjá Kristjáni Krist- jánssyni bflaútgerðarmanni. Vann síðan í Verkamannaskýlinu og Hafnarbúðum. Af störfum lét hann loks áttræður að aldri. Árið 1911 kvæntist Þorvaldur Helgu Jóhannsdóttur. Eignuðust þau þrjú börn: Ingibjörgu Stefan- íu, Jóhann Jón og Oddnýju Kristínu. Þorvaldur Jónsson mátti muna tímana tvenna. Menn eins og hann hafa með nokkrum hætti lifað alla íslandssöguna. Á með- an hann stundaði búskap var tækni öll og framfarir enn á frum- stigi og hafði næsta litlum breytingum tekið frá upphafi byggðar á íslandi. Handverkfæri og síðan hesta- voru hjálpar- tækin. Síðan hélt tækniöldin innreið sína. Hana kunni Þor- valdur vel að meta og þeim mun betur sem hann hafði áður af eigin raun kynnst erfiðleikunum og stritinu. Hann bjó löngum við aðstæður sem leyfðu honum lítið tóm til að sinna félagsmálum. En hann gerðist einlægur sósíalisti og stóð jafnan við hlið þeirra sem á bratt- ann áttu að sækja í þjóðfélaginu. Það kom af sjálfu sér að starfs- vettvangur hans, eðli og upplag hlutu að skipa honum þar í sveit. Hvaða undur eru það eiginlega sem gera mönnum unnt að ná svo háum aldri sem Þorvaldur Jóns- son? Góð heilsa? Jú, auðvitað, en þó hygg ég að Þorvaldur hafi ekki verið meiri heilsuskrokkur en gengur og gerist. En hann átti ákaflega ánægjulega elli hjá fólk- inu sínu við Miklubrautina. Hann var alla tíð óvenjulega lifandi maður, gæddur óbilandi lífstrú og fágætri lífsgleði. Skyldu þær eigindir ekki hafa enst honum best til svo einstæðs langlífis? Minningarathöfn verður um Þorvald Jónsson í Fossvogskirkju í dag kl. 10.30. Síðan heldur hann heim í Skagafjörðinn þar sem ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 d.23.september 1989 hann verður jarðsettur í Sauðár- krókskirkju á morgun, laugardag kl. 16.00. Og „breiddu nú ofan á barnið þitt, brekánið grœna, fóstra góð. “ Magnús H. Gíslason AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1980-2. fl. 25.10.89-25.10.90 kr. 1.853,12 1981-2. fl. 15.10.89-15.10.90 kr. 1.151,68 1982-2. fl. 01.10.89-01.10.90 kr. 795,49 1987-2.fl.D2ár 10.10.89 kr. 180,54 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðrabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, september 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Blomberg heimilistæki breyta eldhúsinu í vistarveru fyrir alla fjölskylduna. Blomberg heimilistæki hafa glæsilegt samræmt útlit og mjúkar i linur. Blomberg heimilistæki eru hönnuö af danskri smekkvísi og framleidd af þýskri nákvæmni. Blombe

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.