Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 19
Einfaldleiki í yfirstærð Stefán Axel: Reyni að skapa andrúm með stærðinni Stefán Axel Valdimarsson sýnir þessa dagana níu stórar myndir í austursal Kjarvalsstaða; valin verk frá undanförnum fjór- um árum. Þetta er fjórða einka- sýning Stefáns Axels og önnur hér á landi, en hann býr nú og starfar í Rotterdam, Hollandi. - Ég fór til framhaldsnáms við Jan Van Eyck Akademie í Maast- richt eftir að ég lauk Myndlista- og handíðaskólanum 1984, segir hann. - Ég var í Maastricht í tvö ár og sótti síðan um starfsstyrk til hollenska ríkisins. Ég átti alls ekki von á að fá þennan styrk og var kominn aftur hingað, en þá var mér úthlutað ársstyrk fyrir árið 1987. Ég flutti til Rotterdam haustið 1987 og hef verið þar síð- an. - í þessum myndum sem ég sýni hér eru að grunni til einföld symmetrísk form. Mínar myndir hafa stækkað eftir því sem formin hafa einfaldast. Með stærðinni reyni ég að skapa andrúm; lítil væri svona mynd bara dauður hlutur en stór hefur hún mögu- leika á að verða að lifandi stemmningu. Ef ég væri til dæmis með lítinn ferning sem ég málaði rauðan, væri hann ekkert annað en rauður ferningur, í yfirstærð yrði hann hinsvegar að rauðu andrúmi. Hvernig stóð á því að þú settist að í Rotterdam, er hún eitthvað sérstök listaborg? - Til að byrja með varð Hol- land fyrir valinu fyrst og fremst vegna þess hvað það er miðsvæð- is. Aðalatriðið fyrir myndlistar- menn sem héðan koma er að geta farið sem víðast og séð sem flest- ar sýningar áður en þeir fara aftur til Islands, og frá Hollandi er til dæmis stutt til Kölnar, Dussel- dorf og Parísar. - Rotterdam er að vísu frekar köld vinnuborg, en maður fær að vera í friði. Mér líkar vel að vera þar, þar er ekki þessi erill sem er í Amsterdam, sem er eins konar hanastélsborg. Rotterdamborg er hinsvegar að breytast, þar er nú stöðugur straumur ungra lista- manna því þar er enn auðvelt að fá vinnustofu. Þar að auki fer þar nú fram mikil uppbygging í menningarlífinu, sem styrkt er af hinu opinbera. Hvað er framundan hjá þér? Verðurðu áfram í Hollandi? - Ég verð næst með sýningu í janúar-febrúar á næsta ári, í gall- eríi sem ég er í sambandi við í Stefán Axel: Lítil væri svona mynd bara dauður hlutur. Mynd - Jim Smart. Rotterdam. Það er gallerí sem hefur tekið að sér að sýna verk mín og kynna mig, maður verður að hafa einhvern svona á bak við sig, það er eini grundvöllurinn fyrir því að geta verið þarna áfram. - Ég verð í Rotterdam á með- an fjárhagurinn leyfir, annars kem ég bara beint hingað á sjó- inn, það hef ég gert áður. En Hol- land er gott land fyrir myndlistar- menn þótt ég sakni auðvitað ís- lands. Hollenska flatneskjan get- ur orðið þreytandi til lengdar. LG Bældar ástríður í Andalúsíu Leikfélag Akureyrar frumsýnir Hús Bernörðu Alba Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld Hús Bernörðu Alba eftir Federico García Lorca, undir leikstjórn Þórunnar Sigurðardótt- ur. Þýðinguna gerði Einar Bragi, sem þýddi verkið upphaflega fyrir sýningu Leikfélags Reykjavíkur árið 1966, en endurskoðaði hana frá grunni í tilefni þessarar sýn- ingar. Búninga og leikmynd gerir danskur hönnuður, Charlotte Clason, um tónlistarflutning sér Pétur Jónasson gítarleikari og lýsingu annast Ingvar Björnsson, Ijósameistari LA. Federico García Lorca fæddist í Fuente Vaqueros 1898. Hann var við tónlistarnám hjá Antonio Segura og Manuel de Falla, og lærði seinna lögfræði, heimspeki og bókmenntir í Granada, Ma- drid og við Columbia University í New York (1929-30). Hús Bern- örðu Alba er síðasta leikrit hans, en hann var myrtur af fasistum í Granada árið 1936, Lorca var jafnvígur á leikrit og ljóð og tal- inn mesti skáldsnillingur Spán- verja á þessari öld. Hann var aldrei flokksbundinn og tók ekki beinan þátt í stjórnmálum, en sú frelsisþrá og óbeit á öllu sem spillt er og rotið, sem fram kemur í verkum hans gerðu hann að átrúnaðargoði alþýðu Spánar og jafnframt að upplögðu fórnar- lambi fasískra valdaræningja. í Húsi Bernörðu Alba segir af ekkjunni Bernörðu, fimm dætr- um hennar, vinnukonum og öðr- um konum sem heimilinu tengj- ast. Leikurinn gerist í kæfandi sumarhitum í þorpi í Andalúsíu, Bernarða er nýorðin ekkja í ann- að sinn, þóttafullur heimilisharð- stjóri, sem heldur dætrum sínum og vinnukonum í helgreipum drambs og drottnunargirni. Dæt- urnar, sem eru á aldrinum frá tví- tugu til fertugs engjast undir járn- hæl móðurinnar, sem hefur steinrunnar siðareglur í háveg- um. Af uppeldinu eru þær fávís- ar, öfundsjúkar og slaðurgjarnar og lifa af fangavistina með enda- lausum draumum um lífsins lysti- semdir og forboðnu ávexti, - karlmenn. Búninga- og leikmyndahönn- uður sýningarinnar Charlotte Clason var um árabil yfirmaður búningadeildar Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn. Hún hefur hannað búninga og leik- myndir fyrir fjölda leiksýninga, balletta og kvikmynda, svo eitthvað sé nefnt, bæði í Dan- mörku og öðrum Evrópu- löndum. Búningar og leikmynd Bernörðu Alba er fyrsta verkið sem hún hefur verið fengin til að vinna hér á landi, en fyrirmynd- ina sækir hún í leikmynd og bún- inga sem hún gerði fyrir upp- færslu á sama verki hjá Konung- lega leikhúsinu fyrir ári. Pétur Jónasson stundaði gítar- nám hér á landi, í Mexíkó og á Spáni. Pétur er eftirsóttur ein- leikari og hefur leikið einleik með kórum og hljómsveitum víða um heim. Hann tekur nú þátt í sinni fyrstu sýningu hjá ís- lensku atvinnuleikhúsi og mun á sýningunum leika spánska gítar- tónlist, sem hann hefur útsett og lagað að verkinu, þar á meðal lög eftir Lorca og de Falla. Með hlutverk Bernörðu Alba fer Sigríður Hagalín, gestaleikari frá LR. Sigríður hefur tvívegis áður tekið þátt í flutningi leiksins, hún lék hlutverk Ágúst- ínu, elstu dóttur Bernörðu í upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur 1966, og vinnukonu í flutningi Ríkisútvarpsins á leiknum fyrir tveimur árum. Með önnur hlut- verk fara þær Sunna Borg, María Sigurðardóttir, Guðbjörg Thor- oddsen, Ingunn Jensdóttir, Krist- jana Jónsdóttir, Þórey Aðal- Sigríður Hagalín í hlutverki heimilisharðstjórans Bernörðu Alba. steinsdóttir, Nanna Ingibjörg Steinunn Ólafsdóttir og Sóley EI- Jónsdóttir og þrjár nýútskrifaðar íasdóttir. leikkonur: Elva Ósk Ólafsdóttir, LG HELGARMENNINGIN Föstudagur 13. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.