Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 11
Söfn Borgarskjalasafnið 35 ára Rætt við Svanhildi Bogadóttur borgarskjalavörð Svanhiidur Bogadóttir egar fólk heyrir nefnt orðið skjaiasafn kemur því áreiðan- lega fyrst í hug gulnaðir pappírs- haugar og ry kfallið fólk sem gerir ekki annað en fletta skjalabunk- um og lesa dægrin löng. En reyndin er önnur þegar komið er inn á BorgarskjaJasafn Reykja- víkur í Skúlatúni 2. Á 35. afmæl- isári safnsins er þar gott ioft, ágæt lestraraðstaða og bjart yflr; fólk á ferli, tölvur og nútímaleg hús- gögn. Svanhiidur Bogadóttir borgarskjalavörður er forstöðu- maður safnsins. Hver er forsaga Borgarskjala- safns? Á árum áður voru skjöl borgar- innar varðveitt á Þjóðskjalasafni, en árið 1948 heimilaði bæjarráð borgarstjóra að leigja húsnæði í Ingólfsstræti 5 og þangað var flutt eitthvað af skjölum bæjarins árið 1949. Aðalhvatamaðurinn að stofnun skjalasafns var Lárus Sig- urbjörnsson. Skjalasafnið var hins vegar ekki formlega stofnað fyrr en árið 1954, þegar Þjóð- skjalasafn viðurkenndi safnið sem héraðsskjalasafn 30. apríl 1954 og 7. október sama ár sam- þykkti borgarstjórn Reykjavíkur stofnun Skjala- og minjasafns Reykjavíkur og ráðningu Lárus- ar Sigurbjörnssonar sem skjala- og minjavarðar borgarinnar. Fljótlega eftir það fluttust skjöl borgarinnar frá Þjóðskjalasafni og á hið nýja safn. Árið 1967 var svo safninu skipt og flutti minja- safnið upp í Árbæ, en skjalasafn- ið var áfram í Skúlatúninu. Hvers vegna var skjalasafn ekki stofnað fyrr en raun ber vitni? Það var ekki fyrr en árið 1947 sem sett voru lög um héraðs- skjalasöfn og síðan reglugerð árið 1951, sem heimilaði sveitarfélögum að stofna sín eigin skjalasöfn. Þannig að Reykjavík- urborg var með fyrstu sveitarfé- lögunum til að nýta sér þessa heimild. Var ekki miklu hent og týnt fram að þeim tíma? Vissulega hefur eitthvað tap- ast, en mér virðist að það sé ekki eins mikið og búast mætti vigð. Það er hinsvegar ótrúlegt hversu mörg stór sveitarfélög í landinu hafa ekki enn sett upp sín skjala- söfn, þrátt fyrir heimildir í lögum. Þetta ber ekki vott um mikinn áhuga þessara byggðar- laga um sögu sína. Undir hvaða embætti heyrir safnið? Borgarskjalasafnið er sjálfstæð stofnun og heyrir beint undir borgarráð. Hvaðan koma skjölin sem hér eru? Öllum borgarstofnunum og fyrirtækjum borgarinnar er skylt að skila skjölum einstaklinga, fé- laga og fyrirtækja í Reykjavík til varðveislu,en slfk gögn geyma oft mikilvægar upplýsingar um sögu, starfsemi og mannlíf í borginni. Safnið hefur einnig efnisflokk- að úrklippusafn sem nær frá árínu 1947 til þessa dags, gott hand- bókasafn um Reykjavík og það hefur reynt að halda til haga prentuðu efni frá borgarstofnun- um. Ýmsu fleiru hefur það haldið saman, t.d. frímerkjum, kosning- abæklingum fyrir bæjar- og bæjarstjórnarkosningar og tón- leikaskrám. í hverju er daglegt starf fólgið? Á safninu eru fjórir starfs- menn, auk mín. Við höldum sam- bandi við afhendingarskyldar stofnanir og veitum ráðleggingar um skjalavörslu og frágang skjal- asendinga ef óskað er. Við tökum við skjalasendingum, setjum í nýjar umbúðir ef á þarf að halda og skráum þær og flokkum þann- ig að þær séu aðgengilegar. Einn starfsmaður annast úrklippusafn um málefni Reykjavíkur, en í því eru 32 flokkar. Einnig svörum við fyrirspurnum frá borgarstofnun- um, almenningi og fræðimönnum og höldum opinni lesstofu fyrir safngesti. Mannfæð háir hins veg- ar frekara starfi nokkuð, en æskilegt væri að geta haft meira beint samband við stofnanir og þá sem sjá um skjalavörsluna á hverjum stað og veitt meiri leiðbeiningar um fræðslu og skjalamálin. Hverjir sækja safnið? Fræðimenn eru hér algengir gestir, skólafólk og allir sem eru að skrifa um Reykjavík. Við lán- um þó ekki nein gögn út úr safn- inu, heldur eru þau eingöngu til notkunar á lesstofu. Almenningur sækir safnið nokkuð, þá mest í sambandi við mál sem snúa að fólkinu sjálfu, t.d. að fá upplýsingar úr skjölum byggingamefndar, en við geym- um skjöl um hvert einasta hús í borginni. Einnig er nokkuð um að borg- arfulltrúar og þá einkum fulltrúar minnihlutans sæki safnið heim og eru þeir þá oftast að kynna sér forsögu mála og hvaða umfjöllun þau hafa fengið. Að undanfömu höfum við kynnt safnið nokkuð, enda er til- gangurinn með varðveislu skjala ekki síst að gera þau aðgengileg til rannsókna. Nú stendur yfir sýning í tilefni 35 ára afmælis safnins í október sl., þar sem brugðið er upp sýnishornum af þeim gögnum sem hér eru geymd. Geturðu nefnt einhver forvitni- leg skjöl sem hér eru? Það er erfitt að gera upp á milli skjala, enda er það svo einstakl- ingsbundið hvað þykir forvitni- legt og fer eftir áhuga hvers og eins. Venjulega þykja þó elstu skjölin forvitnilegust og í þeim hópi era t.d. skjöl um landamerki Reykjavíkur og elstu gjörðabæk- ur bæjaryfirvalda. Einnig má nefna skjöl og ljósmyndir Leikfé- lags Reykjavíkur. Einkaskjala- söfnin eru alltaf skemmtileg, t.d. verslunarbækumar frá Duus verslun og sum skjalasöfn ein- staklinga. Er ekki fjöldi leyniskjala hér? Nei, það get ég ekki sagt. Það er fyrst og fremst takmarkaður aðgangur að þeim skjölum Fé- lagsmálastofnunar og Starfs- mannahalds. Fenguð þið ekki bréf og skjöl Errós? Nei, hvað sem síðar verður. Er framtíðarhúsnæði safnsins hér í Skúlatúni? Nei, það em meira en 20 ár síðan þetta húsnæði hætti að rúma safnið. í varðveislu Borg- arskjalasafns em nú u.þ.b. 3500 hillumetrar af skjölum og þá er ótalið það sem bíður afhendingar úti í stofnunum. Við höfum hér í Skúlatúni skrifstofur, vinnuað- stöðu, lesstofu og geymslurými fyrir 30-35% af skjölum safnsins. Afgangurinn af skjölunum er geymdur í 500 fermetra húsnæði á Korpúlfsstöum og er það hús- næði einnig orðið of lítið. Fjar- lægðin við Korpúlfsstaði hefur verið mjög bagaleg með tilliti til vinnuaðstöðu og þjónustu við gesti. Hinsvegar hillir nú undir betri tíma. Ákveðið hefur verið að safnið fái til umráða eina hæð í húsinu að Tryggvagötu 15. Hönnun þess húsnæðis fer nú fram, en það fer eftir fjárveiting- um hvenær húsnæðið verður til- búið fyrir safnið. Helstu kostimir við nýja húsnæðið verða þeir að þar munu, a.m.k. fyrst um sinn, rúmast öll skjöl safnsins á einum stað og mun geymslugetan eitthvað aukast frá því sem nú er. Þá mun aðstaða fyrir gesti safnsins og starfsmenn batna til muna. Þá eru allir velkomnir á safnið og opnunartíminn er sem hér segir: Mánudaga til föstudaga 9- 12 og á miðvikudögum kl. 13-16. 1MÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Vaxandi viðsjár með Finnlandi og Sovétríkjunum. Alvarlegir landamæraárekstrar, sem So- vétríkin saka Finna um, en þeir mótmæla. Bandaríkin bjóðasttil að miðla málum. Sovétríkin segja uppgriðasamningi ríkjanna. í DAG 30. nóvember Fimmtudagur. 334. dagur ársins. Andrésarmessa. Sólarupprás í Reykjavíkkl. 10.42-sólarlag kl. 15.50. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Skotaog Bar- bados. Finnskavetrarstríðið hófstárið1939. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavlkuna 24.-30. nóv. er I Lyfjabúðinni Iðunni og GarðsApóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Sí ðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 Kópavogur.............sími 4 Hafnarfj..............slmi 5 Garðabær..............slmi 5 Seltj.nes Hafnarfj sími sími Garðabær Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sfmi Kópavogur Seltj.nes simi 11 66 12 00 84 55 11 66 11 66 11 00 11 00 11 00 11 00 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tlma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarepftallnn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspft- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna slmi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Kef lavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 11_966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftallnn: alle daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-t8, og eftir samkomulagi. Fæðlngardelld Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. öldrunarlækningadeild Land- spftalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndar8töðln við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftall: alla daga15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30.S)úkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræöilegum efnum.Sími 687075. MS-fólaglð Álaridi 13. Opiö virka dagafrá kl. 8-17. Slminner 688620. ? Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestjir- götu3.0piðþriðjudagakl.20-22, . fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, •' sími 21500, símsvari. Sjólf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökln '78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Slminn er 91-28539. Bilanavakt :rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vlnnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 allavirkadaga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt I síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Oplð hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhllð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmlsvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 allavirkadaga. GENGIÐ 29. nóv. 1989 kl. 9.15. Sala Bandarikjadollar.............. 62.66000 Sterlingspund................. 97.90600 Kanadadollar.................. 53.72800 Dönskkróna..................... 9.06800 Norsk króna................. 9.21340 Sænsk króna.................... 9.83980 Finnsktmark................... 14.92260 Franskurfranki................ 10.30800 Belglskur franki............ 1.67650 Svissneskurfranki............. 39.44600 Hollensktgyllini.............. 31.21680 Vesturþýsktmark............... 35.22800 Itölsklfra..................... 0.04770 Austurrfskursch................ 5.00300 Portúg. Escudo................. 0.40400 Spánskurpeseti................. 0.54430 ’ Japansktyen................... 0.43676 ; (rsktpund.................... 92.84600 KROSSGÁTA Magnúz Gezzon 7 LTTTJ _I___I • 1« 11 ZIZIT M 17 ílf É Lárátt: 1 kah 4 hluta 6 lána 7 gras 9 galla 12 duglegur 14 svefn 15 þæg16ok19hvetji20 sál21 hreHa Lóðrátt:2sefi3gabb4 reka 5 blóm 7 bandalag 8skip10tímabilið11 hindrar 13 eira 17 mjúk 18merki Lausn á siðustu krossaátu Lárétt: 1 blót 4 fjöl 6 æsi7snör9slit12 raska 14ske 15 ulll 16 ilman 19 auga 20 miða 21 askan Lóðrétt: 2 lén 3 tæra 4 fisk 5 öri 7 sístan 8 ör- eiga 10 launin 11 tollar 13 söm 17 las 18 ama Flmmtudagur 30. nóvember 1989 jpJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.