Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 8
BÆKUR Will Durant Siðaskiptin Saga evrópskrar menningar frá Wycl- iftilKalvíns 1300-1564 Fyrsta bindi Björn Jónsson íslenskaði Bók þessi, að stærð 230 bls. er liður í ritröð Durants sem á frum- málinu heitir: The Story of Civil- ization. í bindi því, sem hér um ræðir, er til umfjöllunar saga Evr- ópu vestan Rússlands frá því um aldamótin 1300 til byrjaðrar 16. aldar. Samkvæmt texta aftan á bókar- kápu virðist menntun Durants fremur hafa verið á sviði heimspeki en sagnfræði. Par segir einnig að hann hafi flutt fyrir- lestra um sögu og heimspeki og stefnt að því „að móta frjálsan skóla handa alþýðufólki“, vænt- anlega þá með það fyrir augum að miðla til almennings ekki síst þekkingu á nefndum fræðigrein- um. Segja má að bókin sé í sam- ræmi við þetta; hún er læsileg og allfróðleg frásaga og áreiðanlega upplögð lesning fyrir þann hluta almennings sem áhuga hefur á að fá heildarsýn nokkra yfir söguna. í riti þessu um aðdraganda siðaskiptanna gerir Durant grein fyrir ýmsu sem stuðlaði að þeim tímamótum. Um þróun og breytingar í efnahagsmálum og lífskjörum almennings er hann til þess að gera fáorður, án þess þó að sniðganga þetta, en fjallar gaumgæfilegar um ástandið í trú- arefnum. Hann gefur allgott yfirlit yfir listmenningu tímans, eftir því sem kostur er í ekki lengra riti, og drepur á vöxt þjóð- ernishyggju, tilkomu þjóðríkja í Vestur-Evrópu og þróun í stjórnmálum þessu samfara. Áhugaverðasti þáttur bókar- innar finnst þeim sem þetta ritar vera greinargerð höfundar um ástand og þróun í trúarefnum. DAGUR ÞORLEIFSSON SKRIFAR „Sjaldan höfðu trúarbrögð sinnt manneskjunni af jafníburðar- mikilli snilld (s.ll)“ og á miðöld- um og líklegt er að við þau skil- yrði hafi mótast með íbúum Vestur- og Mið-Evrópu skaphöfn með innibyggðu sjálfstrausti og sjálfsáliti, er átt hafi ríkan þátt í að tryggja þeim yfirburði þá yfir íbúa annarra heimshluta, sem kom í ljós við lok þessa tímabils. Durant gerir mikið úr spilling- unni innan kaþólsku kirkjunnar og lítur greinilega svo á að það ástand hafi flestu eða öllu öðru fremur búið í haginn fyrir siða- skiptin. Það hljómar sennilega; miðað við þá feiknavirðingu, sem páfakirkjan áður naut, er ekki nema eðlilegt að slegið hafi hast- arlega í bakseglin er vitneskja um arðrán og lausung klerka, þar á meðal páfanna sjálfra, síaðist niður á meðal almennings. Við þessar aðstæður var ekki við öðru að búast en að veraldlegir höfð- ingjar, sem lengi höfðu talið sig bera skarðan hlut frá borði í valdabaráttu við kirkjuna, hagn- ýttu sér virðingarmissi hennar til þess að draga frá henni auð og völd. Durant lítur svo á, að aldir þessar hafi verið siðspilltar með afbrigðum og þá sérstaklega hærri stéttir. Stundum bregður fyrir hjá honum ekki mjög skarp- legum skýringum á því ástandi. Lauslæti og léttúð telur hann hafa stafað af því að til hjónabanda hafi yfirleitt ekki verið stofnað af ást. Heldur virðist botninn detta úr þeirri skýringu ef litið er í sam- anburðarskyni til samtíma Dur- ants, sem lést 1985. Höfundur fjallar allýtarlega um klofninginn mikla í kaþólsku kirkjunni 1378-1417, þegar páfar voru þrír er flest var. Það ástand hlaut að rýra stórum virðinguna fyrir kirkju og páfadómi og gera að verkum að menn, hærri sem lægri, óttuðust síður ofurvald þessara aðila en áður hafði verið. Jafnframt speglar klofningurinn þá staðreynd, að páfavaldið hvíldi, jafnvel þegar það var mest, alltaf á fremur veikum Wiil Durant SIDASKIPTIN grunni. Það byggðist að verulegu leyti á hefðbundinni virðingu fyrir Róm sem höfuðstað kristninnar og Vesturlanda. Nokkuð ljóst mátti vera að þau bönd trosnuðu meir og meir eftir því sem ríkin norðan Alpa efldust að fólksfjölda, efnahags- og hernaðargetu. Undir lok miðalda var ekki lengur við því að búast að furstar Vestur-Evrópu og Þýskalands sættu sig við arðrán páfastóls. Inn í þetta kom svo þjóðernis- hyggja. Páfarnir voru ítalir og það út af fyrir sig gerði að verkum að fólk norðan Alpa leit á umsvif legáta þeirra sem ítalskan yfir- gang. Durant gerir ágætlega grein fyrir því hvernig Yorkshire- búinn Wyclif, sem Hússítar og Lúther sóttu mikið til, fékk byr í seglin einmitt á tímum hundrað- árastríðs Englendinga og Frakka. Þá sat í Avignon franskur páfi, sem var í vasanum á Frakkakon- ungi og dró af Englandi fé, sem Gegnum eigin hljóðmúr Jón Gnarr: Miðnætursólborgin. Smekkleysa, Reykjavík 1989. 154 bls. Miðnætursólborgin heitir ný skáldsaga Jóns Gnarr, sem Smekkleysa gefur út. Frumþörf ungra höfunda er yfirleitt að gera á hvassan hátt upp sakirnar við uppeldi sitt og mótun. Flestir henda þessum skrifum. Svo er ekki um Gnarr. Unglingabækur og sitthvað fleira fá fyrir ferðina í bók hans og er gert óspart grín að stíl þeirra. Frumstæðar lýsingar á þörfum mannsképnunnar og hvötum gapa um opnur ritsins. Ennfremur reynir Jón sig við lýs- ingar á misþyrmingum, kynlífsór- um og manndrápum með slökum hætti. Eins og byrjenda er vandi Ráðleggingar um uppeldi Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bókina Ráð sem duga, bók sem fjallar um hegðun og uppeldi barna og veitir ráðleggingar við hundruðum vandamála þar að lútandi. Höfundar bókarinnar, sem eru sálfræðingar, uppeldis- ráðgjafi og kennari, búa öll yfir mikilli reynslu á sviði uppeldis- mála. í bókinni eru gefin svör við ísafold hefur gefið út bókina Svaðastaðahrossin, uppruni og saga, II bindi, eftir Anders Han- sen. í þessu bindi er haldið áfram að rekja sögu þessa merka hross- akyns sem er nú útbreiddasti stofninn innan íslenska hrossa- stofnsins. í fyrra bindinu, sem út kom fyrir ári, var saga Svaðastað- ahrossanna rakin allt frá miðri 18. öld. Nú er haldið áfram þar geysist höfundur um í einni vídd og prófar margar neyðarlegar setningar. Hvorki tekst nú að ganga fram af öllum lesendum með þessu móti né vekja verulega áhuga þeirra. Er þó fleiri orðum eytt á ýmiss konar þefjandi glundur í þessu verki en títt er á íslensku. ÓLAFUR H. TORFASON SKRIFAR Höfundurinn hefur hugsanlega skrapað úr sjálfum sér einhvern hroll með skrifunum. Hins vegar er bersýnilegt að Jón Gnarr hefur það kameljónseðli að geta srneygt sér úr einni stíltegund í aðra furðu fimlega. Ekki kemur það að vísu að neinu gagni í fjölmörgum spurningum sem kunna að vakna þegar vanda ber að höndum við barnauppeldi og benda á hvernig leysa megi vand- amálið á farsælan hátt. Hér er að finna ráð sem duga þegar börn naga neglur, ganga í svefni, eru ofvirk, hrekkja, horfa of mikið á sjónvarp, vilja ekki fara að sofa, eru fingralöng, krota á veggi, þola ekki að tapa, kunna ekki að sigra, vilja ekki læra heima, eru myrkfælin, sjúga þumalfingur- inn, pissa undir... Kristinn R. Þórisson þýddi. sem frá var horfið og getið margra þekktustu gæðinga og stóðhesta landsins. Sérstakir kaflar eru um einstök hross, m.a. Hörð 591 frá Kolku- ósi, og hrossaræktarbú svo sem Svaðastaði, Vatnsleysu, Axlar- haga og Þverá í Skagafirði og Kröggólfsstaði í Ölfusi. Sérstakur þáttur er af ræktun Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki og margir af kunn- ustu stóðhestum landsins fá sér- staka umfjöllun. Bókin er 360 bls. Miðnætursólborginni, en bendir til framtíðar. Stíll Jóns Gnarr, efnisval og efnistök benda til tímabundinnar reiði eða hneykslunar, jafnvel vonbrigða, með veröldina og hörku hennar. Niðurlægingin er eina kenndin sem verulega er fengist við, oftast raunar hamast á. Keimur af hefnd loðir því við ritið. Hvorki tekst höfundinum að kveða niður ófögnuð eða verj- ast honum að gagni með særing- um sínum. Gallinn á síbyljunni er magnleysið sem stafar af endur- tekningunni. Rosaleg atvik, kyn- mök, óþrif og ódaunn hafa smogið gegnum merg og bein les- enda í skáldverkum, þar sem rétt er tæpt á þeim málum. Samheng- ið og bygging textans ráða úrslit- um um áhrifin á lesandann og gagnsemi ritanna. Óþarft er að rekja efni Miðæt- ursólborgarinnar. Orka höfund- ar hefur mestmegnis farið í ein- stakar atvikalýsingar sem tengd- Þættir af skotveiðimönnum Iðunn hefur gefið út bókina Skyttur á veiðislóð eftir Eggert Skúlason og Þór Jónsson. í henni eru frásöguþættir af níu skot- veiðimönnum og lýsir hún sér- stæðri og margháttaðri lífs- reynslu sem tengist veiðum. í kynningu forlagsins á efni bókarinnar segir: „íslenskir skot- veiðimenn eltast við ýmsa bráð og því er á síðum bókarinnar víða drepið niður fæti í íslenskri nátt- úru. í orðum veiðimannanna koma fram öll helstu sérkenni veiðidýranna: kænska og þraut- seigja refsins jafnt og varkárni gæsarinnar. Þar má líka finna glögg merki um þá virðingu sem veiðimaðurinn ber fyrir bráð sinni og fyrir náttúrunni allri.“ Þeir veiðimenn sem segja frá í bókinni eru Ari Albertsson, Snorri Jóhannesson, Markús Hrossaættin merka ar eru með hætti unglingasagna. Öðru hvoru slær bókinni yfir í hrá samtöl. Textinn bendir allur til þess að höfundurinn sé hér á leið gegnum eigin hljóðmúr og hvell- urinn sem sker í eyrun því óvið- komandi möguleikum hans og raunverulegum markmiðum. ÓHT Stefánsson, Sverrir Scheving Thorsteinsson, Magnús Krist- jánsson, Sverrir Hermannsson, Sólmundur Tryggvi Einarsson, Karl Bridde og Páll Magnússon. Frakkar brúkuðu í stríðið gegn Englendingum. Þá skapaðist áreiðanlega með þeim síðar- nefndu hugarfarslegur grund- völlur, sem Hinrik áttundi gat notfært sér er hann sagði skilið við páfastól. Og viðgangur hreyf- ingar Hússíta í Bæheimi stafaði ekki hvað síst af andúð Tékka á Þjóðverjum. Kaflinn um hertogadæmið Búrgund, eitt fremsta ríki Evr- ópu í efnahags- og menningar- málum á síðmiðöldum, er allgóður. Áhugaverð og skemmtileg er sú kenning höf- undar að til þess ríkis, sem Eng- lendingar skiptu mikið við, hafi þeir sótt sína séntilmennsku. Búrgundar héldu sem alkunna er mikið upp á riddaralega kurteisi. Þýðingin er með ágætum af hendi leyst. dþ. Rifbein úr síðum Akureyringa Út er komin bókin .,Rifbein úr síðum“ sem félagið Ólund á Ak- ureyri gefur út. Rifbein úr síðum inniheldur 67 ljóð og sögur á 86 síðum. Höfundarnir eru átta ung- ir Akureyringar. Þau heita Ás- mundur Ásmundsson, Helga Kvam, Heiðar Ingi Svansson, Hannes Sigurðsson, Pétur Eyvindsson, Hlynur Hallsson og Stefán Þór. í tilefni eins árs af- mælis Ólundar sem var þann 3. desember síðastliðinn auglýsti fé- lagið eftir ljóðum og sögum í nýja bók og sendu 12 höfundar inn efni, voru svo átta af þeim valdir. Bókin spannar mjög breitt svið skáldskapar, bæði hvað varðar efnistök, stíl og úrvinnslu. Bókin er fjölrituð á endurunn- inn pappír ög er þetta fyrsta ís- lenska bókin sem gefin er út án þess að stuðlað sé að fækkun trjáa. Rifbein úr síðum er gefin út í 200 tölusettum og árituðum ein- tökum og kostar aðeins 800 krón- ur. Bókin fæst í forlagsbúð Skjaldborgar, Gramminu og hjá höfundum. Smásögur eftir Eirík Brynjólfsson Skákprent hefur sent frá sér safn smásagna eftir Eirík Brynjólfs- son. Bókin heitir Öðru eins hafa menn logið. í þessum sögum kemur höf- undur víða við. Sögurnar fjalla um svo ólík efni sem Hallgerði langbrók í strætóferð í bænum, fanga sem flýr fangelsi, raunir drykkjumanns, mann sem játar á sig morð að yfirlögðu ráði og kemst upp með það, heimsókn danakonungs á íslenskan sveita- bæ og þegar forsetinn neitaði að skrifa undir bréf; og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Þetta er sjötta bók höfundar en hann er einn Orðmanna og sendi frá sér fyrir stuttu ljóðabókina Dagar uppi. Barnabækur um skilningarvitin Sjón, Heyrn, Lykt, Bragð og Til- fínning eru fimm litlar bækur úr flokknum BÓKASAFN BARN- ANNA sem ÍSAFOLD hefur ný- lega sent frá sér, en áður eru út- komnar í þessum flokki fjórar bækur um árstíðirnar, Vetur, Sumar, Vor og Haust. Nýju bækurnar fjalla, eins og nöfnin gefa til kynna, um skiln- ingarvitin. Þetta eru þroskandi, bráðfallegar og skemmtilegar bækur fyrir yngstu kynslóðina. Foreldrar, fóstrur og kennarar geta sótt fróðleik í „fræðilega" smákafla aftast í hverri bók sem auðvelda þeim að útskýra og svara spurningum barnanna. Færustu myndlistarmenn Spánar hafa myndskreytt bæk- urnar og Rannveig Löve, sér- kennari, þýddi textann. Bækurn- ar eru 32 blaðsíður hver bók. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fímmtudagur 21. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.