Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.02.1990, Blaðsíða 9
Evrópskt formleysi Sýning á verkum evrópskra formleysismálara verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun Evrópsk formleysismálverk veröa næstu vikurnar til sýnis í vestursal Kjarvalsstaða. Verkin eru fengin að láni hjá safni Riis í Noregi, en það mun vera eitt mesta og fjölbreyttasta einka- safnið þar í landi. Á sýningunni, sem verður opnuð kl. 16 á morg- un, eru verk eftir helstu Cobra listamennina auk verka eftir franska, spænska og ítalska formleysismálara. Cobra hreyfingin var hópur norður evrópskra myndlistar- manna, sem lögðu stund á form- leysismálverkið, sem svo er nefnt og er ein greinin á meiði ab- straktmálverksins. Pað átti sitt blómaskeið í hinum vestræna list- heimi á árunum 1940-1960 og skiptist í hópa eftir menningar- svæðum, eða auk Cobra, Art In- formel (óhefðbundna list) og Tachisma í Frakklandi og Ab- strakt expressionisma í Banda- ríkjunum. Formleysismálararnir töldu vestræna listmenningu komna í blindgötu og að eina leiðin til ný- sköpunar væri að kasta hefð- bundnum skilgreiningum og list- hugmyndum fyrir róða. Fígúrur og form yrðu að víkja því þau gerðu ekki annað en hefta ný- sköpun. Þar með varð óheft ímyndunarafl að leiðandi hug- myndafræði sem það eina sem iosað gæti menn undan ríkjandi hefðum. Leiðarinnar að því upp- runalega í hverjum manni, því sem væri handan ríkjandi menn- ingar, var síðan meðal annars leitað í gegnum málverk „frum- stæðra" þjóða, barnalist, undir- meðvitundina og kenningar súrr- ealista. Safn Inger og Andreas L. Riis varð til á 25 árum. Þau lögðu frá upphafi áherslu á að safna al- Formleysismálverk hengd upp á Kjarvalsstöðum. Mynd: Kristinn. þjóðlegri myndlist og þá sérstak- lega verkum Iistamanna sem tengdust Cobra hreyfingunni og Parísarskólanum. Þau af verkun- um úr safni þeirra, sem nú getur að líta á Kjarvalsstöðum eru eftir Pierre Alechinsky, Karel Appel, Roger Bissiére, Corneille, Óiivi- er Debré, Lucio Fontana, Sam Francis, Egil Jacobsen, Asger Jorn, Per Kirkeby, André Lands- koy, Jean Messagier, Serge Po- liakoff, Antonio Saura, Marie Helena Vieira Da Silva, Fra- ncisco Toledo og Jacob Weide- mann. LG Föstudagur 23. febrúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.