Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Heimspeki
Líffræðisprengjan
Michel Serres rœðir um kaos, goðsagnir, vísindi, landbúnað og sáttmálann um náttúruna
Michel Serres er 59 ára fransk-
ur heimspekingur og hefur
markað sér mikla sérstöðu í
fræðunum. Hann kýs að skil->
greina sjálfan sig sem „licim-
speki- og vísindasagnfræðing",
en að loknu námi í heimspeki fór
hann ótroðnar slóðir. Hann hvarf
úr háskóiaheiminum um langa
hríð og gerðist sjómaður, - var
meðal annars í franska flotanum í
Súez-deilunni á sjötta áratugn-
um, - og hins vegar hefur hann
ævinlega haft mikinn áhuga á
raunvísindum, sem er næsta fátítt
um heimspekinga á okkar tíð.
Serres er því heimspekingur
sem hefur beint athyglinni að
hversdagslegum hlutum heimsins
í kringum sig og vísindunum og
þessi þrenning hefur gert honum
kleift að skoða viðfangsefnin af
þverfaglegum grunni. Af þessu
leiðir að hann fær hugmyndir
sínar og hvata að verkefnum á
óvæntum stöðum og dregur sam-
líkingar milli sviða sem ætla
mætti að væru óskyld.
Hann hóf feril sinn með því að
gefa út risavaxið verk um stærð-
fræðiskrif      heimspekingsins
Leibniz. Síðan birti hann á sjö-
unda áratugnum Hermes-ritröð
sína, sem ber heiti af gríska guðn-
um. í rökræðum við marxistann
Althusser sagði Serres einu sinni:
„Það er ekki Prómeþeifur, fram-
leiðslan, sem er guð okkar tíma,
heldur Hermes, guð samskipta
og samgangna.
í ritum sínum hin síðari ár hef-
ur Serres fjallað um stofnun ríkja
og þjóðfélaga með sérstökum
hætti og stflbrögðum. Meðal
þeirra rita má nefna Genese og
Styttur. Stíll hans er ljóðrænn og
Serres dreypir þar á heimildum
úr goðfræði, bókmenntum og
raunvísindum. 1985 kom út bók
hans Skilningarvitin fimm, en þar
reynir hann að koma heiminum á
skiljanlegan hátt inn í heimspeki-
hugmyndirnar. Ennfremur rit-
stýrir hann ritröð sígildra verka,
þar sem einnig er mikið magn af
frönskum ritum sem hann telur
ekki hafa notið nægilegrar at-
hygli. í fyrra var var hann ritstjóri
nýstárlegs vísindasagnfræðirits
sem út kom undir franska heitinu
Elements dhistorie des sciences.
Loks var að koma á markaðinn
bók hans Le contrat naturel, sem
gæti heitið á íslensku Sáttmálinn
við náttúruna eða kannski öllu
fremur Hinn náttúrlegi samning-
ur. Þar stingur hann upp á að
gerður verði „náttúrusáttmáli" til
þess að þjóðfélögin átti sig á því
hve háð þau eru náttúrunni og til
þess að hamla gegn innbyggðri
skammsýni stjórnmálanna.
Natturu-
sáttmálinn
Fyrir skömmu hélt Michel
Serres fyrirlestur innan um súlur
og myndastyttur Glyptoteksins í
Kaupmannahöfn um skoðanir
sínar. Blaðamaður danska dag-
blaðsins Information hlýddi á og
hitti heimspekinginn síðan að
máli. f ræðu sinni fjallaði Serres
um andstæðurnar milli styttunnar
- sem hjá honum er tákn stirðn-
aðs þjóðfélagsveruleika, - og
þátta eins og þeirra menningar-
legu táknheita og táknmynda
sem við höfum þegið í arf og eru
Á þessari sömu blaðsíðu Þjóð-
viljans í gær birtist umsögn um
ljóðabók/safcs Harðarsonar, Síð-
ustu hugmyndir fiska um líf á
þurru. Þar urðu þau mistök að
nafn höfundar pistilsins féll niður
en hann var eftir Magnús Gezzon.
Við biðjumst velvirðingar.
öllum nauðsynleg, auk þess að
stilla upp réttarhefðum og þeirri
ringulreið í tjáskiptum og sam-
ræðum sem ekki er hægt að festa
á hefðbundnum menningar-
legum grunni lengur. Og fyrir
hann var lögð þessi spurning:
„í fyrirlestri þínum talaðir þú
um „hvítasunnu-undrið", það
kraftaverk sem sameinar þjóðfé-
lagshóp. í nýju bókinni um „nátt-
úrusáttmálann" veltir þú fyrir þér
möguleikanum á sáttmála milli
manns og náttúru. Er það
nauðsynlegt eða yfirleitt mögu-
legt fyrir mannkynið að „samein-
ast" á þann hátt til að geta stað-
fest slíkan sáttmála?"
„Árum saman hefur mann-
kynið fundið til sívaxandi sam-
kenndar. Bandaríkjamenn jafnt
og Frakkar, Danir og Ástralir
hafa skoðað myndir geimfaranna
af jörðinni. Þetta færir okkur í
allt annað og miklu raunveru-
legra samband við hana heldur en
mönnum bauðst á 19. öldinni í
„heimsmynd" sinni eða „Welt-
anschauung". Þegar jörðin er
skoðuð að utan verður miklu erf-
iðara að skapa hugmyndir um
landamæri og takmörk.
En þar við bætist, að nú hafa
komið til sögunnar tvenns konar
önnur form af samkennd. Önnur
felst í skilningnum á því, að ver-
knaður sem í sjálfu sér er smá-
vægilegur (t.d. notkun úðabrúsa)
hefur í för með sér afleiðingar
fyrir allt vistkerfi jarðar - en
þetta dæmi færir okkur beina efn-
islega samkennd sem nær afar
langt. Og hitt form samkenndar
sem ég nefni til sögunnar er hagf-
ræðilega samkenndin. Hins vegar
er það nauðsynlegt að byggja
þessa heimsvitund upp en venju-
legir vísindamenn vinna aðeins
með smáatriðin. í dag sjáum við
að þörf er á sameiginlegri lausn
allrar jarðarinnar.
ímynd mín af „náttúrusáttmál-
anum" er ekki pólitísk, - ég er
ekki stjórnmálamaður, - heldur
er þetta lögfræðilegt viðhorf og
bók mín fjallar um samhengið
milli vísinda og réttlætis, sem eru
einu greinarnar sem hafa
eitthvert langtímamarkmið á
okkar dögum. Það verður að
finna jafnvægi á milli þeira, teng-
ingu. En auðvitað kviknar pólit-
íska spurningin líka, - og kannski
verð ég einhvern tíma að skrifa
bók um hana líka.
Hins vegar sjást þess þegar
merki, að þessi heimsvitund sé
líka að verða að veruleika í dag-
lega lífinu. Ég bendi til dæmis á
nýliðna umhverfisráðstefnu 30
eða fleiri ríkja í Noregi, þar sem
reynt var að ná samkomulagi um
umhverfisvernd. Þetta er byrjun
á náttúrusáttmála.
En þessar 30 þjóðir sem voru
sammála voru frá ríkjum af með-
alstærð, sem ekki bera í sér metn-
að um heimsyfirráð, frá Frakk-
landi, Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku. Það var dæmigert að stór-
veldin vildu ekki skrifa undir til
þess að skerða ekki sjálfstæði sitt.
Ef við  ætlum  að  lifa  af  er
nauðsynlegt að vera bjartsýn.
Bjartsýnisfólk baráttunnar."
Heima á ný
„Þróunin í Austur-Evrópu
bendir einnig til hins sama. Ég er
svo gamall að ég man París áður
en Evrópu var sundrað. Á kaffi-
húsunum heyrði maður ung-
versku, rúmensku og búlgörsku,
það var eins og París væri höfuð-
borg Mið-Evrópu. Nýlega var ég
á ráðstefnu í Búkarest, og mér
leið eins og ég væri kominn heim
aftur. Það er nefnilega styttra frá
París til Prag heldur en til Nice.
Þegar ég dvelst í Bandaríkjunum
ber ég ævinlega kennsl á Evrópu-
menn og hitti þá sem vini..."
„Þú skrifar í bókinni „Náttúru-
sáttmálanum" að markverðasta
fyrirbærið á okkar tímum sé sí-
fellt minna vægi staðbundinn at-
burða á litlum heimavöllum.
Hvað álíturðu um hættuna á því
að einhvers konar hagrænn fas-
ismi muni stjórna þessari nýju
heimsvitund? Að einhvers konar
einræðisstjórn muni stýra þessari
einingu?"
„Þegar ég er að tala um sífellt
minna mikilvægi staðbundinna
fyrirbæra er það í sambandi við
örlög landbúnaðarins. Allt frá
síðari steinöld hefur landbúnað-
urinn verið driffjöður samfélags-
ins. Það kom fram í málverkum,
höggmyndum, heimspeki, í öllu.
Þetta var inntak franskra bók-
mennta allt fram á 19. öld. En á
okkar öld hverfur landbúnaður-
inn sem grundvallarafl samfé-
lagsins. Ef til vill gæti það leitt til
hagræns fasisma, - sem er ágætis
hugtak, - en þá væru þar raunvís-
indin að baki. Þau „hafa rétt fyrir
sér", þegar velt er upp andstæð-
unum satt og logið. Þau gnæfa
yfir réttlætið á okkar tímum.
Gagnvart þessari hættu sé ég
fyrir mér nýja menntun, nýja
myndun: Vísindin þurfa að læra
að vera varfærin, skynsöm, hug-
leiðandi, spök. Við verðum að
stöðva pau þrjú öfl sem engin
önnur öfl andæfa gegn á okkar
tímum: Vísindin, fjölmiðlana og
stjórnmálin. Má hugsa sér nefnd
spekinga, lögfræðinga og vísinda-
manna?
Eitt af stærstu vandamálum úr-
lausnar núna er fólksfjölgunin.
Það er sprengja öðrum mikilvæg-
ari. Vinur minn, líffræðingurinn
Jacques Monod, sagði við mig
áður en hann dó, að hann hefði
alltaf verið ánægður með að til-
heyra einni af hinni „góðu grein-
um vísindanna", sem lækna fólk,
andstætt eðlisfræðinní, sem nú á
dögum hefur gerst „vond", en
hann áttaði sig nú á því að líffræð-
in bar líka þunga ábyrgð, á-
kveðna sök á fólksfjölgunar-
sprengingunni. Líffræðin er eins
og dr. Fást. Andstæðurnar milli
norðurs og suðurs eru núna miklu
mikilvægari en andstæðurnar
milli austur og vesturs voru."
„Hvaða áhrif hafa kenningar
áttunda áratugarins um kaos haft
á hugsun þína?"
„Eg hef nú eiginlega hugsað í
kaosi, áður en kaos-kenningarn-
ar komu fram. En þetta eru án
nokkurs vafa mikiivægustu og
fallegustu kenningar okkar tíma.
Þetta er spurningin um hvað er
ákvarðað og hvað óákvarðað.
EN menn hafa varla dregið nægi-
legar ályktanir af þeim enn þá, til
dæmis í sagnfræðinni, sem kann-
ski er margslungið kaos-kerfi.
Ef menn trúa ekki á guð á okk-
ar tímum eru menn ekki guðleys-
ingjar, heldur bara vanrækjend-
ur. Ég er eins konar guðleysingi
hvað varðar hinn ytri heim. Eg
trúi ekki á fjölmiðlana, sjónvarp-
ið o.s.frv. En ef litið er aímennt á
vandamálið sem tjáskipti, tækni-
legt vandamál, þá er nútíminn
um leið kominn í samband við
fornöldina."
„Þú notar oft goðsagnir forn-
aldar í bókum þínum. Hvaða
þýðingu hefur hlutverk mýtunnar
í hugarheimi nútímamannsins?"
„Eg nota oft sögur til að skýra
mál mitt, því að sögur og mýtur
duga stundum betur en sönnun-
argögn. Og þess vegna eru bók-
menntirnar eiginlega dýpri en
heimspekin.
ÓHT byggði á Information.
BÆKUR
Bakviö vegg úr sporum
Magnús Gezzson skrifar um Ijóðabœkur
Jón Hallur Stefánsson
Tangó
Hið dimma fet, 1990.
Jón Hallur er enginn nýgræð-
ingur í eiginútgáfugeiranum því
auk þess að vera prýðilegur
poppari í hljómsveitinni „Lestum
frá Reykjavík", yrkir hann ljóð.
Þeir tangóar sem fylla þessa bók
sækja þó ekki áhrif til þessa þek-
kta ástríðudans „heldur tónlistar-
innar: argentínska tangósins eins
og hann var sunginn af Carlos
Gardel...," segir höfundur m.a. í
eftirmála við bókina.
Þetta ljóðasafn geymir 22 tang-
óa, ljóðrænar frásagnir þar sem
hið óvænta og órökrétta ræður
ríkjum.
kynni gleymast ekki. Lítum á eft-
irfandi ljóð. Þar leikur tíminn
aðalhlutverkið sbr. 3., 7. og 12.
línu og örlítið innskot í 6. línu.
Tangó með Iifandi fiskum
Ég gæti næstum snertþig kona
enfiskarnir synda hægtá milliokkar
þeirgeta ekki lokað augunum einsog ég
hvortsemþeireru vakandieða dauðir
íköldu vatni eða volgu herbergi
aðeins nartað íframrétta höndmína
þeirgeta ekki lokað augunum einsogþú
fagrir eða íhvarfi
bakvið vegg úrsporum
aðeins strokið vanga sem ég hefkysst
þú gœtir nœstum snert mig kona
og allirfiskarnir eru dauðir og vakandi
tónlistferðast hœgtgegnum saltvatn
svo það kann að líða á löngu uns þú heyrir til mín.
Tangó með konu og hesti
Hún bað um glas af vatni
og hann bræddi snjó með húðinni
trekktu klukkuna
hann sýndi henni skeifu
og hún lagðist og beið hans titrandi
langur tími styttist
trekktu klukkuna
þau heyrðu bæði hneggjað
og litu út um dimman gluggann
hvort með sínum augum
hans voru svampur hennar ísmolar
trekktu klukkuna sagði hún aftur
og fingur hennar minnkaði herbergið
það herptist saman einsog sjáaldur við Ijós
tíminn var hættur að líða og hesturinn
drakk ótta í skugga gluggans.
Burðarveggir þessa ljóðs eru
nokkrir, 1. línan og sú 11. en af
snertingu getur ekki orðið því
fiskarnir eru fyrir. Að svo búnu
koma 3. og 7. lína og að síðustu 4.
og 12. Það sem er heillandi við
þetta kvæði er tilfínningin fyrir
hugsanlegri snertingu og „veggir
úr sporum" gætu táknað eitthvað
ósnertanlegt.
Þessum endurtekningum stefja
bregður fyrir í fleiri ljóðum og
ætti markviss notkun þeirra að
sannfæra lesandann um að
skáldið yrki ekki út í loftið heldur
vinni háttbundið að því að ná
tökum á lesandanum, sem þarf
að leggja nokkuð á sig til að ná
sambandi við ljóðin.  En þau
í fimmtándu línu losnar um
heljartök tímans og ró færist yfir
sviðið en hún er óttablandin.
Epli og væntir eru orð sem
koma fyrir í ljóðunum, freistingin
og flugið; þau gæða ljóðin
kynferðislegum þokka ásamt
eggjum, tungum, fingrum (sem
líkt er við blíða hnífa) og hör-
undi.
Málfarið á bókinni er gott
nema ég tel að í ljóðinu Tangó
með Carlos Gardel og eyra vísi
fornafnið „hvort" til fleiri en
tveggja og ætti því að vera
„hvert".
Égflaug með Carlitos sat við hlið hans
og hugsaði um ástina meðan fólkið í vélinni
týndi lífinu og hvort öðru
Að öllu samanlögðu er hér á
ferðinni það besta sem Jón Hall-
ur hefur ort til þessa dags.
Miðvikudagur 15. ágúst 1990  ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12