Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						—SPURNINGIN—
Hverjartelurðuvera
ástæðurnarfyrirauknu of-
beldí í samfélaginu?
Jón Smári Jónsson
nemi:
Ég hreinlega skil ekki í þessu of-
beldi.
		•».	'"• WM MPl
		%	H
	~yk	—	
/ '	*	m	^^
Matthildur Þórðardóttir
lyfjatæknir:
Aukin eiturlyfjaneysla og vanda-
mál heima fyrir.
Jóhanna Einarsdóttir
fyrrverandi bókbindari:
Ofbeldismyndir hafa mikið að
segja  og  allur  hávaðinn  og
hraðinn í samfélaginu.
Sturla Bjarnar Kristjánsson
sölumaður:
Upplausnin í þjóðfélaginu hleypir
kergju og illsku í fólk.
Maríus Helgason
sjómaður:
Eg hygg félagslegar ástæður
vega þyngst.
Mlðvikudagur 15. ógúst 1990.150. tölublað 55. árgangur
SIMI 681333
SÍMFAX
681935
urn tíma komið hingað,'
Smári.
segrr
Nær óendanlegir
möguleikar í
ferðaþjónustu
Smári segir að nauðsynlegt sé
að heimamenn nýti sér betur þá
möguleika sem bjóðast í ferða-
þjónustunni. Sérstaklega með
það í huga að ferðaskrifstofur séu
farnar að koma með hópa. „Ef
menn hafa hugmyndaflug er hægt
að gera óteljandi hluti. Það er al-
gengt að hér séu daglega 4-500
manns. Til dæmis væri hægt að
koma upp minjagripasölu. Það
var einu sinni komið upp slikri
sölu, en hún lagðist af. í fyrra var
sett upp sjóskíðaleiga en hún datt
líka uppfyrir. Það vantar bara
framtakssemi í menn. Þó eru
sumir farnir að hugsa alvarlega
um þetta og vilja gera ferða-
þjónustuna að atvinnu," segir
Smári.
Þorpið í Hrísey séð frá höfninni.
Hrísey
Galloway og fuglaskoðun
Geysimikill uppgangur íferðaþjónustu íHrísey. Stefnir ímetár ífjölda
ferðamanna. Smári Thorarensen: Endalausir möguleikar
Straumur ferðamanna til Hrís-
eyjar hefur aukist mikið og
ekkert lát virðist vera á. Mest ber
á aukningu erlendra ferða-
manna, en íslendingar hafa
eitthvað dregið úr ferðum sínuin
þangað. Smári Thorarensen
eigandi veitingahússins Brekku
segir að í fyrra hafí um 48 þúsund
manns verið flutt til Hríseyjar
með ferjunni, en af því hafi 25-30
þúsund verið ferðamenn. Búast
mætti við einhverri aukningu í ár.
í júlí í fyrra fóru 11.090 farþeg-
ar með ferjunni til eyjarinnar, en
í júlí s.l. voru flutt 11.200 manns.
Hins vegar segir Smári að júlí hafi
verið lélegur og bæði júní og það
sem af er ágúst hafi verið mun
betri. Milli 5 og 6 þúsund manns
hafa verið flutt með ferjunni til
Hríseyjar í ágúst.
Fuglaskoðarar
Ferðaskrifstofur eru farnar að
koma með hópa af erlendum
ferðamönnum til Hríseyjar.
„Þetta eru fastar ferðir í hverri
viku og það er nýtt af nálinni.
Sjóferðin sem slík er náttúriega
sport fyrir útlendingana, en síðan
virðast þeir vera miklir fugla-
skoðarar. Þeir rölta hér um
eyjuna og eru áhugasamir um
allt. Eins virðast þeir hafa mikinn
áhuga á gróðrinum og hafa gam-
an af að skoða hann. Það er mjög
mikið fuglalíf hérna og rjúpan er
auðvitað í fararbroddi," segir
Smári.
Erlendu ferðamennirnir borða
í Brekku í hádeginu á mánu-
dögum og Smári segir að fiskur-
inn sé vinsælastur. Þrátt fyrir að
Hrísey sé fræg fyrir Galloway
nautakjötið, vilja útlendingar
ekkert með það hafa. „Þeir hafa
nóg af kjöti heima hjá sér. Hins
vegar  er  meirihluti  íslensku
ferðamannanna í Galloway-
kjötinu", segir Smári. Galloway-
nautin eru þekkt fyrir gæði, en
aðspurður sagði Smári að ekki
væru allir sammála um það.
„Lestu bara það sem Jónas Krist-
jánsson skrifar um það í DV.
Hann kallar það rusl. Ég veit hins
vegar ekki til að hann hafi nokk-
Mikið hefur verið unnið að út-
litsbreytingum á eyjunni og hún
lagfærð og fegruð. Mörg þúsund
plöntur hafa verið gróðursettar
og óræktarsvæði ræktuð upp.
„Menn verða að vera samtaka
um þetta og gera eyjuna enn fal-
legri," segir Smári Thorarensen.
ns.
Veitingahúsið Brekka þar sem hið fræga Galloway nautakjöt fæst. Myndir Sáf

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12