Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.09.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Kvnlíf Islendingar sannlútherskir Islenskpör gera það 8 sinnum í mánuði. Karlar ánægðari í hjónabandi en konur. 10% karla og 8% kvenna halda framhjá. 48% karla vilja fá það oftar að sakar hvorki mig né þig að gera það tvisvar í viku,“ sagði Liíther við nunnu þá sem hann tók úr klaustri og kvæntist. Þetta virðast lslend- ingar halda í heiðri því meða- ljónan og meðaljóninn gera það að jafnaði 8 sinnum í mánuði, eða tvisvar í viku. Þetta kemur fram í könnun sem þau Sigrún Júlíusdóttir og Gylfi Ásmundsson hafa gert á ís- lenskum fjölskyldum. Niðurstöð- umar birtast í bók sem ber heitið „Kærlighed og Ligestilling" og er Fasteignaverð í Reykjavík hefur lækkað um 7,4% frá fyrsta ársfjórðungi 1989 til fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs fór að gæta lækkunar fast- eignaverðs í Reykjavík og lækk- aði verðið þá um 2%. Með tilliti til verðlagsþróunar, Iækkaði fast- eignaverð um 3,75% frá fjórða ársfjórðungi síðasta árs til fyrsta ársljórðung þessa árs. Þetta kem- ur fram í Markaðsfréttum, frétta- bréfi Fasteignamats ríkisins. Steinarr Höskuldsson hjá Fasteignamati ríkisins segist telja þessa Iækkun fasteignaverðs hluta af eðlilegri sveiflu. „Við teljum að kaupgeta fólks og fram- boð á lánsfé ráði fasteignaverðinu fyrst og fremst,“ sagði Steinarr. gefin út af norrænu ráðherra- nefndinni. Reyndar er ekki alveg sam- ræmi á milli þess hversu oft ís- lenskir karlar og íslenskar konur gera það, því konumar gera það 8 sinnum á mánuði en karlamir 8,41 sinni. Munurinn kann að fel- ast í því að körlum hættir til að ýkja samfaratíðnina, að sögn höf- unda könnunarínnar. Spumingalisti var sendur til 223 para en 113 svömðu, eða 50,7%. Meðalaldur karlanna var 36,5 ár en kvennanna 35,2 ár. Fasteignir Samkvæmt niðurstöðum kjara- rannsóknamefndar hefði kaup- máttur taxtakaups rýmað um 10% á sama tímabili og fasteignaverð hefur lækkað um 7,4%. Þessi lækkun fasteignaverðs- ins kom af þessum sökum ekki á óvart, að sögn Steinarrs. Útborg- unarhlutfall við íbúðarkaup hefur 90% paranna vom gift en 10% í sambúð. Meðalfjöldi bama á heimilunum var 2,6. 6,5% karl- anna höfðu áður verið giftir eða í sambúð en 10,6% kvennanna. 95% karlanna og 83% kvennanna hafa ffamhaldsmenntun eftir grunnskóla, þar af em 31,5% karlanna og 24,3% kvennanna með háskólamenntun. 50% par- anna búa í einbýlishúsum og er meðalstærð íbúðanna tæpir 150 fermetrar. Könnunin tekur til ýmissa þátta í samlífi karls og konu; einnig lækkað, sem Steinarr sagði að sama skapi eðlilegt. Útborgun- arhlutfallið heíði lækkað mest í minnstu íbúðunum og væri nú komið í 65,2%. Fmmbréf í hús- bréfakerfinu teldust í þessu sam- hengi ekki til útborgunar, en ætla mætti að minnstu íbúðimar væru keyptar af fólki sem er að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti og hefði því ekki húsbréf í höndunum. Út- borgunarhlutfall stærstu íbúðanna er enn mjög hátt, eða 73,5 - 79,1% fyrir fjögurra til fimm her- bergja íbúðir. Steinarr sagðist reikna með að fasteignaverð ætti ekki eftir að lækka frekar. Þegar líða tæki á þetta ár og í byrjun þess næsta megi búast við að verðið farí aftur upp á við. -hmp bamauppeldis, atvinnu, frítíma o.fl. Þegar spurt er um áhrif bams á samband parsins þá er rúmlega helmingur paranna á því að þau séu jákvæð en krefjandi, konum virðast þó finnast bömin ívið meira krefjandi en körlunum. Hinsvegar finnst engum bömin eingöngu hafa neikvæð áhrif á sambandið. 81% karla og 76% kvenna finnst ffítíminn með fjölskyld- unni ekki nægilegur. 37% karla og 33% kvenna hafa hugleitt skilnað en einungis 32% karla og 4,8% kvenna hafa skilið við maka sinn. Þrátt fýrir að rúmlega þriðj- ungur hafi hugleitt skilnað virðast ffamhjáhöld ekki vera mjög al- geng. Tæp 10% karla og tæp 8% kvenna hafa haldið ffamhjá maka sínum, enda kemur í ljós að lang- flestir eru yfirleitt mjög ánægðir með hjónabandið, karlamir þó ánægðari eða tæp 80% þeirra en tæp 69% kvennanna. Langflest pörin virðast sam- stiga í kynlífmu, eða rúm 95% af báðum kynjum segjast vera það. 7,3% kvenna finnst þær þó hafa samfarir óþarflega oft en enginn karlanna er þeirrar skoðunar. 48% karla vilja fá það oftar en þeir fá það og 10% kvenna virðast ekki fá það nógu oft. Langflestar konumar, eða 82,6%, virðast sátt- ar við tíðni samfaranna og 52% karlanna sömuleiðis. Meirihluti karlanna og kvenn- anna eru þeirrar skoðunar að blíða og hlýja séu mikilvægust við kynlíf eða 51% karla og 73,8% kvenna. Næstflestir em þeirrar skoðunar að líkamleg ná- lægð skipti mestu máli, 34,7% karla og 22,1% kvenna. Sjálfar samfarimar em í neðsta sæti en 33,3% karlanna em á því að þær skipti mestu máli en einungis 9,5% kvennanna. Innan við helmingur paranna virðist mjög ánægður með kynlíf- ið, 45,5% karlanna og 48,2% kvennanna. Mun færri em þeirrar skoðunar að makinn sé ánægður með kynlífið, 36% karlanna og tæp 34% kvennanna. Tæplega 98% karlanna telja sig ætíð hafa frumkvæði við sam- farir en tæplega 39% kvennanna er á því að þær hafi frumkvæðið. Konumar virðast ekki eins opnar og karlamir að tjá sig um hvað þær vilja í kynlífi. 73% karlanna segjast tjá það en 69% kvenn- anna. Þá segjast karlamir oftar koma til móts við óskir makans en konumar eða 94,7 karlanna en 84,1% kvennanna. Þá kom í ljós að 3,1% karlanna telja sig þving- aða til að gera eitthvað sem þeir vilja ekki gera en einungis 0,9% kvennanna em sömu skoðunar. -Sáf Vígbúnaður Vopnum fækkar en styrkurinn eykst í skýrslu sem Grænfriðungar gáfu út í gær kom fram að kjarn- orkuvopnum á höfum úti fer fækkandi en hinsvegar hefur styrkleiki þeirra aukist, þ.e. eyð- ingarmátturinn. Á sama tíma og herskipum fer fækkandi stækka þau og hæfileiki þeirra til að standa í stríðsrekstri um langa vegu eykst. Sérstaklega hefur notkun á kjamorku til að knýja skipin aukist sem og kjam- orkuvopnin sjálf, segir í skýrsl- unni. Þar segir líka að þessi breyting sé augljósust í bandaríska sjóhem- um. Þar hafi áður verið lögð áhersla á að halda sjóleiðum opn- um og að betjast við sovéska sjó- herinn. Nú hefúr sjóherinn hins- vegar frekar það markmið að geta hafið árás á land með langdrægum kjamorkuvopnum og öðmm flug- skeytum. Skotmörkin em ekki lengur önnur herskip heldur hem- aðarlega mikilvægir staðir á landi. Sveigjanleiki sjóhetja heimsins kemur vel fram í Persaflóadeil- unni, sagði William M. Arkin, annar höfundur skýrslunnar. Að minnsta kosti 20 skip á flóanum hafa kjamorkuvopn innanborðs. Þetta em skip frá Sovétríkjunum, Englandi, Frakklandi og Banda- rikjunum. Um borð em um það bil 450 kjamavopn. -gpm Ráðstefna Bókfræði ínútíð og framtíð Að frumkvæði Háskólans á Ak- ureyri verður haldin ráðstefna dagana 21.-22. september, þar sem fjallað verður um íslensk bók- fræði í nútíð og framtíð. í fréttatilkynningu sem að- standendur ráðstefnunnar hafa sent frá sér segir að mikill skortur sé á íslenskum bókffæðiverkum. En svo em kölluð rit sem geyma upp- lýsingar um hvað eina sem skrifað hefúr verði af vísindagreinum og öðm því sem merkilegt getur talist. Þess konar rit em síðan notuð til að leita heimilda um ýms mál. Á ráðstefnunni, sem haldin verður á Akureyri, er ætlunin að kanna stöðu bókfræði á íslandi. Sérstök áhersla verður lögð á um- fjöllun um tölvunotkun við bók- fræðivinnu og miðlun bókfræði- efna. Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um bókffæði. Sjálfsbjörg Þjóðfélag án þröskulda Selur endurskinsmerki til að afla fé fyrir endurhœfingaríbúð Um næstu helgi verða endur- skinsmerki með áletruninni „Þjóðfélag án þröskulda“ boðin til sölu um land allt, sem og blað Sjálfsbjargar til styrktar fram- gangi baráttumála fatlaðra í landinu. Sjálfsbjargarfélagar hyggjast nú koma upp endurhæfingaríbúð í Sjálfsbjargarhúsinu, en hún er nauðsynlegur þáttur í endurhæf- ingu fatlaðra á leið þeirra út í þjóðfélagið. I íbúðinni verður komið fyrir sérstökum færanleg- um innréttingum ásamt hjálpar- og kennslutækjum sem kosta mikið fé. Með merkja- og blaða- kaupum geta landsmenn þvi sýnt í verki stuðning sinn við störf Sjálfsbjargar _vd. Kjarvalsstaðir Stærri og smærri skúlptúrar Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari opnar fyrstu einkasýninguna í dag kl. 14 opnar Kristinn E. Hrafnsson sína fyrstu einkasýn- ingu í vestursal Kjarvalsstaða. Á sýningunni gefur að líta þrjá- tíu stærri og smærri myndverk, öll unnin á þessu ári. Kristinn er Norðlendingur, fæddur miðsumars árið 1960. Hann stundaði nám í Myndlista- skóla Akureyrar um eins árs skeið, en hélt síðan suður til náms i Myndlista- og handíðaskóla Is- lands. Að námi loknu sigldi Krist- inn til Þýskalands og nam í Múnchen hjá Eduardo Paolozzi, eins af upphafsmönnum popplist- ar i skúlptúr. Nýlega varð Kristinn hlutskarpastur í samkeppni um listaverk framan við Borgarleik- húsið. Síðastliðið vor tók hann við formennsku Myndhöggvara- félagsins. Við opnunina á morgun frumflytur Öm Magnússon píanó- leikari píanósónötu í þremur þátt- um eftir Ríkharð H. Friðriksson. Sýningin stendur yfir til síð- asta dags septembermánaðar og er opin frá kl. 11 árdegis til 18 síð- Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari á Kjarvalsstöðum. Mynd: Jim Smart. Fasteignaverð lækkar Fasteignaverð í Reykjavík hefur lækkað um 7,4% á einu ári. Steinarr Höskuldsson: Tengist kaupgetu fólks ogframboði á lánsfé 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.