Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.09.1990, Blaðsíða 6
MINNING ísland er töfraveröld. Fjöllin klæðast nýjum lit á hverjum degi. Fjarlægðin færir jökla í bláma dulúðar. Ár falla langan veg til sjávar, lax stekkur í fossum, sil- ungur rýfur spegilsléttan flöt heiðarvatnsins. Fuglar: krían, lóan, hrafninn, mávurinn í fjör- unni-oggæsin. Heiðargæsin sem heillar veiðimanninn þegar hann einn í för bíður langan dag og nætur eftir góðu færi. Örskots- stund þegar maður og náttúra ögra hvort öðru. Hvílíkt land. Hvílík dýrðargjöf skaparans til okkar allra. Ög gjöfult hafið, þorskurinn, ýsan, steinbíturinn og síldin. Trillan og togarinn, tæki sjósóknarans sem sækir auð þorpsins og þjóðarinn- ar í hafdjúpið. Mannlífið á bryggjunni, strákar að veiða marhnút, karlinn í brúnni að bæta við nýrri sögu. Og niðri í lúkar eru fluttar stökur og ortar nýjar. Hvílík sinfónía mannlífsins. Upp til fjalla og út á haf er lífs- björgin sótt í fang ögrandi nátt- úru. Ár eftir ár. Öld eftir öld. Stefán Jónsson kunni öðrum fremur að slá umhverfið allt, náttúru landsins, sögu þjóðarinn- ar og mannlíf hversdagsins, slík- um töfrasprota að sá sem naut með honum fáeinna stunda gleymir því aldrei. Og við sem árum saman deildum með honum önn dagsins, gleði og erfiði, mun- um ætíð minnast góðs drengs og einstaks vinar. í vitund þjóðarinnar var hann sögumaðurinn snjalli. Hvort heldur það voru frásagnir af at- burðum líðandi stundar eða rit- verkin þar sem hjarta mannlífsins sló ört og náttúran hló af fugli og fiski, hvort heldur það voru við- töl sem klæddu frásagnar- persónur holdi og blóð, eða stök- ur sem flugu svo ótt að fáir höfðu kunnáttu til að nema hvað var Stefáns og hvað þjóðskáldanna góðu - þá vissum við öll að Stefán var einstakur, stíllinn svo hreinn og taktur persónuleikans svo hár- fínn að smátt og smátt varð Stef- án í senn fulltrúi þess besta í hefð og menningu íslenskrar þjóðar, og vinum sínum slíkur veislugjafi að á kveðjustund þakkar þjóðin öll og syrgir góðan dreng. Sjálfstæði þjóðarinnar, jafn- rétti allra og verndun náttúrunn- ar voru honum svo sjálfsögð Stefán Jónsson Fæddur 9. maí 1923 - Dáinn 17. september 1990 markmið að kjarninn í stjórn- málastarfi hans var ávallt skýr. Stefán var herstöðvaand- stæðingur og þjóðernissinni, hann deildi hagsmunum sjó- mannsins og bóndans, setti bar- áttu alþýðu til sjávar og sveita ávallt í öndvegi. Pað var við hæfi að þingeyskir bændur, sjómenn á Húsavik og erfiðisfólk á Akur- eyri kysi hann sem fulltrúa sinn á Alþingi íslendinga. Þar naut hann virðingar allra og vináttu margra. Og er hann hvarf af vett- vangi þingsins var fátæklegra um að litast í salarkynnum við Austurvöll. Alþýðubandalagið færir Stef- áni Jónssyni þakkir á þessari kveðjustund. Hann var tákn um að flokkurinn væri breið fylking. Hann var fulltrúi menningar og mannlífs sem skapar fjölda- hreyfingu dýpri rætur en nokkur kenning nær að gera. Ólafur Ragnar Grímsson Stefán Jónsson rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður lézt að heimili sínu í Reykjavík 17. sept- ember sl. 67 ára að aldri. Stefán kom til liðs við okkur Alþýðubandalagsmenn í alþing- iskosningunum sumarið 1971. Hann tók þá að sér að skipa fyrsta sætið á lista flokksins í Norður- landskjördæmi eystra. Miklar sviptingar voru á þess- um tíma í stjórnmálum eins og oft áður. Alþýðubandalagið hafði klofnað og tveir af forystu- mönnum þess, Hannibal Valdi- marsson og Björn Jónsson stofn- uðu nýjan flokk. í Norðurlands- kjördæmi eystra bauð Björn Jónsson sig fram fyrir nýja flokk- inn, svo hlutverk Stefáns að keppa við Björn á hans heima- slóðum var ekki létt verk. Hlutur Stefáns varð góður í kosningunum, þó að hann næði ekki kjöri í það skiptið. Stefán hlaut í þeim kosningum fyrsta varamannssæti flokksins fýrir landskjörna þingmenn. Hann kom því til starfa á Alþingi veturinn 1972 og varð strax á- hrifamaður í liði okkar Alþýðu- bandalagsmanna. Þegar Stefán kom til samstarfs við okkur voru tvö stórmál ofar- Vinningstölur laugardaginn 22. sept. ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.193.334 2. 4^gg 2 272.349 3. 4af5 128 7.340 4. 3af 5 4713 465 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.869.097 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 lega á dagskrá á stjórnmálasvið- inu. Annað var krafan um endur- skoðun herverndarsamningsins við Bandaríkin með það að mark- miði að herinn færi úr landi, en hitt var krafan um stækkun fisk- veiðilandhelginnar í 50 mflur. Stefán var harður hernáms- andstæðingur og hafði verið það frá fyrstu hernámsdögum. Hann fylgdi skoðunum sínum í því máli fast eftir í Alþýðubandalaginu og átti sinn þátt í því að flokkurinn samdi í vinstri stjórninni 1971 til 1974 um að herstöðvasamningn- um skyldi sagt upp og herinn látinn fara. Það er svo annað mál, að þeir sem þá sömdu við okkur Alþýðubandalagsmenn stóðu ekki við samkomulagið, en gugn- uðu fyrir ofurvaldi hernáms- manna. Hitt stórmálið sem Stefán Iét sig líka miklu skipta var stækkun landhelginnar í 50 mflur. f því máli, eins og öðrum, var Stefán sannarlega góður liðsmaður. Hann gaf oft góð ráð og hélt fast á okkarmálstað. Stefán hafði lengi verið mikill áhugamaður um stækkun fiskveiðilandhelginnar. Enn muna líklega margir frétta- þætti hans frá deilunni um 12 mfl- urnar 1958, og minnast afskipta hans af átökunum þá. Stefán Jónsson var góður sam- starfsmaður á Alþingi. Hann var gagnfróður, sóknharðurog aldrei líklegur til að gefa eftir frá sannfæringu sinni. Stefán var með orðsnjöllustu mönnum sem ég hefi þekkt. Orðsnilldin kom vel fram í bókum hans, sem margar voru skrifaðar á hnitmiðuðu og þrótt- miklu máli. Stefán Jónsson var mikill nátt- úruunnandi. _Hann naut að lifa með landinu og kunni að meta gögn þess og gæði. Stefán var því harður andstæð- ingur þeirra er stóðu að náttúru- spjöllum, eða virtust fúsir að fór- na landsgæðum fyrir léttvægar greiðslur. Hann var j afnframt tengdur til- finningaböndum því fólki sem býr í nánustum tengslum við ís- lenska náttúru. Hann skildi betur en margir aðrir stöðu bóndans, eða einyrkjans og lífsháttu fiski- mannsins á lítilli fleytu. Mér fannst Stefán skynja á skarplegan hátt náttúru íslands sem landið, fjöllin og fólkið, allt í senn og óaðskiljanlegt. Um leið og ég kveð góðan vin og traustan félaga, votta ég eigin- konu hans Kristíönu Sigurðar- dóttur og öllu hans fólki innilega samúð mína. Lúðvík Jósepsson Við vorum 14 sem kosin vorum á þing fyrir Alþýðubandalagið 25. júní 1978. í þessum hópi voru 4 rithöfundar - Jónas, Gils, Sva- va, Stefán, - og einn tilvonandi rithöfundur - Ragnar. Inn í þing- flokkinn höfðu komið nýliðar: Kjartan, Ólafur Ragnar, Hjör- leifur og undirritaður. Og öllu var stýrt af festu og röggsemi af Lúðvík Jósepssyni sem þarna var formaður flokksins. Þetta var erf- iður tími fyrir suma, til dæmis þann sem þetta skrifar; mann sem kunni ekki neitt og hafði aldrei komið inn í Stjórnarráðið. En þingflokkurinn tók þessum nýliða í þingflokki og ráðherra- sveit ótrúlega vel. Og ekki síst var mér minnisstætt hversu gott var að vera með Stefáni Jónssyni. Ég hafði auðvitað kynnst honum fyrr; mundi reyndar fyrst eftir honum inni við Skipasund þegar ég var barn. En Stefáni var ekki hægt að kynnast af samtali einu eða sjón. Strengirnir í hljóðfæri hans voru svo margir og sá sem er eftirminnilegastur er lífsviljinn, lífsgleðin og lífsþrótturinn. Og þá er alveg sama hvar er borið niður: hvort það eru fundir fyrir norðan, þorrablót á Húsa- vík, fundir Norðurlandaráðs eða samgöngunefndar Norðurlanda- ráðs eða erindrekstur úti á landi, dögum saman í vondri færð og vondum veðrum eða heimsóknir á Laufásveginn eða jafnvel þing- flokksfundir - Stefán átti það til að breyta þessum samkomum í óviðjafnanlegar skemmtistundir og er þá vissulega mest það afrek hans að hafa gert fundi þing- flokka Alþýðubandalagsins að tilhlökkunarefni. Slíkt hefur eng- inn maður afrekað svo ég þekki til, hvorki fyrr né síðar. Satt best að segja man ég þó fátt betur en ferðalög um Þingeyjarsýslur þar sem leiftrandi frásagnarhæfi- leikar Stefáns nutu sín þannig að í mínum huga er hann listamaður frásögunnar þar sem allt fór sam- an, næmur skilningur á högum fólksins, rætur dúpt í íslenskum jarðvegi og sögu og lygilega hug- kvæm fyndni. Það hæfir kannski ekki að nefna það í þessu sam- hengi en skal þó gert að aftur og aftur varð greinarhöfundur að stoppa bflinn á löngum ferðum okkar ekki vegna óveðurs eða óf- wMm ærðar, heldur af því að menn urðu gjarnan voteygir og með þindarverk undir fyndni og hug- kvæmni Stefáns Jónssonar. Stefán Jónsson var sósíalisti og þjóðfrelsissinni í besta skilningi þeirra orða. Hann var náttúru- barn og listamaður frásögunnar sem gat tvinnað þetta allt saman í eina heild eins og best sést af síð- ustu bókum hans. Hugmynda- fræði hans hefði kannski ekki tryggt honum doktorsnafnbót við Institut fúr Marxismus - Lenin- ismus; engu að síður er það þessi hugmyndafræði sem kannski get- ur orðið okkur öllum betra leiðarljós á komandi árum og áratugum en flest annað. Þar fer saman virðing fyrir þjóðinni, sögu hennar og landi, lífríki okk- ar í heild og krafa um jöfnuð í lífskjörum, ekki aðeins handa okkur hér á þessu landi heldur öllum sem byggja þessa jörð. Með þakklæti fyrir að hafa kynnst Stefáni Jónssyni. Svavar Gestsson Leiðir okkar Stefáns Jónssonar lágu fyrst saman fyrir alvöru á út- mánuðum 1978. Mér er í fersku minni eins og það hefði gerst í gær að símtal sem ég fékk, þá nem- andi í Háskóla íslands, búsettur á stúdentagörðunum, hófst á þessa leið: „Heyrðu Steingrímur, ég hefði þurft að ná í þig til að ræða við þig dálítið sem tengist póli- tík.“ Þar hringdi Stefán Jónsson, þingmaður okkar á Norðurlandi eystra, að leggja snörur sínar fyrir þá talinn brúklegan rauðliða til að fylla upp í gat framboðslista flokksins; einn af yngri kynslóð- inni. Úr þessu er þegar orðin nokkur saga sem ekki verður rak- in hér, en óneitanlega markar da- gurinn í dag kaflaskil. Stefán kom til liðs við Alþýðu- bandalagið á Norðurlandi eystra á tímamótum í sögu þess. Hann tók því erfiða hlutskipti að fara í framboð eftir átök og klofning í röðum sósíalista. Hann, ásamt nokkrum fleirum, naumast hand- fylli baráttufólks sem þá sneri bökum saman, náöi þeim mark- verða árangri að skila lands- kjörnum varaþingmanni í hús í fyrstu kosningunum við vægast sagt erfiðar aðstæður. Stefán vann síðan þingsætið í alþingis- kosningum 1974 og sat á þingi allt til ársins 1983. Þegar litið er til baka verður því ekki á móti mælt að Stefán var farsæll stjórnmálamaður og vin- sæll og til hans hefur staðið góður hugur og vinátta frá því hann lét af þingmennsku. Þegar Stefán kom til starfa á Norðurlandi eystra voru þar að ýmsu leyti tímar breytinga og árin eftir 1968 yrðu víðar umrótsár en úti í hinni stóru Evrópu. Þingeyskir bændur risu upp í einhverri merkilegustu uppreisn sem sögur fara af til varnar landi og náttúru og engum duldist hugur um hvar Stefán Jónsson tók sér stað í þeirri miklu deilu. Hans menn voru þeir sem stóðu fast á rétti sínum til þess að vernda og varðveita landið sem þeir unnu og reyndust tilbúnir að ganga býsna langt ef þörf krefði í þeirri baráttu. Þegar maður síðan kynntist Stefáni varð auðskilið að annarsstaðar gat hann ekki stað- ið. Maður sem bar þær tilfinning- ar til lífríkis og náttúru sem hann gerði. Ég er ekki frá því að segja hafi mátt um Stefán sem stjórn- málamann að hann hafi jafnvel verið full vandlátur á atkvæði. Þeir voru til að ég vissi hverra atkvæði hann kærði sig lítið um, en hinir voru líka margir hverra atkvæði honum þóttu miklum mun betri en önnur. Það er ekki ætlun mín í þessum fáeinu kveðjuorðum að fara að gera úr Stefáni heilagan mann. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.