Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.11.1990, Blaðsíða 12
þJÓfMflLIINN Fimmtudagur 1. nóvember 1990 206. tölublað 55. árgangur ■ SPURNINGIN ■ Húsvernd Hvenær er maður dauður? Guðmundur Guðmundsson uppeldisfulltrúi: Maður er aldrei dauður. Það er vegna þess að við erum eilíf. Anna Sigurðardóttir þroskaþjálfi: Þegar sannað er að öll líkams- starfsemi hefur stöðvast. Það á að vernda alit líf á meðan það lifir og virða það að því loknu. Lilja Ægisdóttir verslunarmaður: Þegar heilinn er hættur að starfa. Mér finnst það lang eðli- legast uppá líffæraflutninga. Jón Þór Rósmundsson öryggisvörður: Þegar að öll starfsemi líkamans hefur stöðvast. RAFRÚN H.F. Smiöjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusía Islandssagan í húsveggjum Þingholtsstrœti 29 eitt fárra húsa í Sveitserstíl sem varðveist hefur óbreytt hér á landi. Um alda- mótin keyptu íslenskir efnamenn hús sín uppúr norskum pöntunarlistum Svona leit Þingholtsstræti 29 (til hægri) út fyrr á öldinni. Við Þingholtsstræti 29 stend- ur hús sem nú hýsir Stofnun Sigurðar Nordals. Húsið er merkilegt fyrir þær sakir að það er eitt af fáum svo kölluð- um katalóghúsum sem enn standa uppi óbreytt frá bygg- ingu, en húsið lét Jón Magnús- son landshöfðingjaritari, seinna forsætisráðherra, reisa árið 1899. Um þessar mundir er unnið að lokaáfanga viðgerða á húsinu undir stjórn Leifs Blu- mensteins, sem hefur haft um- sjón með endurbyggingu 50-60 húsa i nálægð tjarnarinnar í Reykjavík. í samtali við Þjóðviljann sagði Leifur Höfða einnig vera katalóghús, en nafn sitt draga húsin af því að þau voru keypt inn til landsins eftir pöntunum úr norskum sölulistum. Húsið við Þingholtsstræti er í Sveitserstíl sem á rætur í iðnbyltingunni í Noregi, þegar Norðmenn keyptu inn vélar og tæki til húsbygginga ffá Mið-Evrópu. Leifur sagði muninn á húsinu við Þingholts- stræti og Höfða vera þann, að franski konsúllinn hefði lagt meira í iburð innandyra, en Jón Magnússon utandyra. Þannig væri anddyrið í Höfða í dæmi- gerðum drekastíl norskrar þjóð- emishyggju, en smekkur og kröf- ur franska konsúlsins og konu hans væri áberandi í öðrum her- bergjum. Sveitser-húsin voru uppruna- lega timburklædd að utan. Norsk- ir hval- og síldarspekúlantar voru fyrstir til að flytja þessi hús til Austfjarða og ráðherrabústaður- inn, sem upprunalega var í On- undarfírði, er eitt af þessum hús- um. Fljótlega kynntust íslending- ar hins vegar bárujáminu í Eng- landi í gegnum sauðasöluna þangað og heimfærðu Sveitser- stílinn yfir á bárujámsklædd hús. Leifur segir bámjámið að vísu vera góða vatnsvöm, en hann telji aðalástæðu notkunar þess vera þá eldvöm sem það gefíir. Af þeim ástæðum hefðu tvær hliðar á hús- inu í Þingholtsstræti verið klædd- ar bárujámi. Húsið í Þingholtsstræti er í mjög góðu ástandi, að sögn Leifs, og hvergi fúa að finna eftir 100 ár. En það var aðeins efna- mikið fólk sem hafði auraráð til að kaupa slík hús, almenningur varð að láta sér fátæk- legri húsakost lynda. Sveitserhúsin komu tilsniðin frá Noregi til íslands, en það var þó ekki um einingarhús að ræða eins og Islending- ar þekkja þau í dag. Gluggar og hurðir komu tilbúnar og allar fjalir tilsniðnar og hús- in síðan byggð eftir teikningu. „Þetta er það eintak sem minnst hef- ur verið skemmt með svo kölluðum endur- bótum,“ sagði Leifur. Af öllum þeim húsum sem hann hefði komið nálægt að gera við, væri þetta í einna besta ástandinu. Leifúr sagði húsið alfriðað, þannig að litlu mætti breyta bæði innan- og utandyra. Þetta sagði hann að setti starfsemi Stofnunar Sigurðar Nordals ýmsar skorður. Úlfar Bragason starfsmaður stofnunarinnar sagði húsið hafa verið í óíbúðarhæfú ástandi þegar stofnunin fékk það á miðju ári 1987. Það sem helst hefði háð starfsemi stofnunarinnar væri hvað rikisvaldið væri tregt að láta fé í viðgerðimar. Nú ynni Istak að viðgerðum, en það væri í fjórða skipti sem ráðist væri til atlögu við þetta verk. Stofnun Sigurðar Nordals hefúr skrifstofúaðstöðu sína á jarðhæð hússins, og á efri hæð er fræðimannaíbúð. Astæða þess hvað húsið hefúr varðveist sem líkast upprunalegu ástandi, er sú, að sama fjölskyldan hefur búið í því nánast frá upphafi, að sögn þeirra Leifs og Úlfars. Árið 1915 hefði Pálmi Pálsson yfirkennari I Menntaskólanum í Reykjavík keypt húsið. Eftir hans dag hefði sonur hans Páll Pálmason búið í því til dauðadags, en þá festi ríkið kaup á því undir starfsemi Stofn- unar Sigurðar Nordals. -hmp Leifur Blumenstein (til vinstri) hefur umsjón með viðgerðum á húsinu, en ístak sér um framkvæmdir. Með Leifi á myndinni er Úlfar Bragason starfsmaður Stofnunar Sigurðar Nordals. Sími 641012

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.