Þjóðviljinn - 11.01.1991, Blaðsíða 21
H: ? áT^
ÍL JL/Vjt.
Allir eru velkomnir án boðskorta kl. 16
á laugardaginn á opnun sýningar Hall-
gríms Helgasonar á Kjarvalsstöðum, þar
sem eiginkona hans Áshildur Haralds-
dóttir flautuleikari og frænka hennar
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari sjá
á meðan um hljóðfæraleik.
Hallgrímur sýnir 100 olíumálverk og
400 teikningar og hafa engar myndanna
sést hér áður, eru flestar gerðar í New
York, en líka í París og á íslandi, síðustu
fimm árin. Þetta er því yfirlitssýning, en
alls hefur Hallgrímur haldið 10 einkasýn-
ingar hérlendis, eina í Boston og aðra í
New York, auk samsýninga. Haligrímur
stundaði nám við MH og MHÍ, en fram-
haldsnám í Munchen.
Hallgrímur ritaði reglulega mynd-
skreyttar greinar í Þjóðviljann á sínum
tíma og hefur síðan 1983 starfað sem rit-
höfundur og myndlistarmaður. Á síðasta
ári gaf hann út skáldsögu sína „Hellu“,
og undanfarin tvö ár hefur hann lagt til
þætti undir heitinu „Útvarp Manhattan" á
Rás 2. Nemendaleikhúsið frumsýnir í
næstu viku þýðingu hans á leikritinu
„Leiksoppum" eftir Craig Lucas.
Hallgrlmur Helgason, fjöllistamaður með Mann-hatt: Módemisminn fer sömu leið og kommúnisminn. Mynd: Kristinn.
Ut úr skápnum, listamenn!
Hann málar aðeins myndir af fólki og íyrir fólk: Listmálarinn, rithöínndurinn og Manhattan- útvarpsmaðurinn Hallgrímur
Helgason opnar á laugardaginn á Kjarvalsstöðum viðamestu sýningu sína til þessa, 500 málverk og teikningar
- 500 nýjar myndir á íslandi í
einu og þú skartar um leið nýjum
hatti, Hallgrímur?
- Þetta er Mann-hattur, það
hafði aldrei hvarflað að mér að
ganga með hatt fyrr en hann var
skyndilega settur á mig rétt fyrir
jólin í Paris. Ég fann þessa koll-
hlýju og get síðan ekki án hans
verið, skil ekki hvemig fólk getur
verið án höfuðfats, allra síst í
þessum kulda. En ég á enn eftir að
læra á hattinn, taka ofan og hvar
má bera hann. Gengur það að hafa
hatt innanhúss?
- Ekki í kirkjum, en þetta er til
ef menn fara að gerast þunnhærð-
ir.
- Ég er náttúrlega orðinn það,
dálítið. En í sambandi við hattinn
vil ég rifja upp vísu sem kviknaði
fullmótuð á vömm mér, sú fyrsta
sem það gerði, eina sumarstund
eftir morgunverð í útilegu í miklu
tungllandslagi á Hraunflöt í Ber-
serkjahrauni. Forsaga stökunnar
sú, að fólk er stundum að bera
upp á mig að ég fari frjálslega
með staðreyndir, villi á mér heim-
ildir og ljúgi því í útvarpinu hvar
ég er staddur. Af þessum sökum
hef ég fengið nafnið Lygarinn i
vinahópi. En vísan er svona:
Lygarinn hér lauk við skatt,
laug sér fullan matarhatt,
þykir miður segja satt,
saddur kveður’ann fljótt og
hratt.
- Þetta minnir á þulustílinn
þinn í „Útvarpi Manhattan“.
- Rímið er sterkur strengur í
mér, ég er mjög mikið fyrir form í
listum, öll málverkin mín em
form. Ég hef því meira gaman af
hefðbundnum kveðskap en form-
leysu, finnst hún heldur ekki hæfa
íslensku máli eins vel, í henni er
ekki hægt að nýta allan styrkleika
tungumálsins.
Ég er almennt mikið fyrir
hefð og sömuleiðis alveg nýja
hluti, allt þar á milli er ffekar leið-
inlegt. Ég vil bara það hæsta og
lægsta, botninn og toppinn, og
sæki því áhrif í lágmenningu og
hámenningu. Hlusta til dæmis á
poppgaul meðan ég mála, það
gefur kraft og vinnustuð, en klass-
ík á sunnudögum. Ef ég hlustaði á
klassík hversdags yrði ég sunnu-
dagsmálari. f skáldsögunni
„Hellu“ var ég að reyna að ná nýj-
um veruleika inn í bók, en halda
mig í hefðinni um leið. Bestu
hlutimir em yfirleitt gömul tíð-
indi sögð að nýju, á nýjan hátt.
Mála á vetuma,
skrifa á sumrin
— Þetta er feikna stór sýning
hjá þér, 100 olíur og 400 teikning-
ar. Sverrir heitinn Haraldsson
sagði að það væri mddaskapur að
mála meira en um 40 myndir yfir
ævina, - að þykjast vera meiri en
Vermeer.
- Jaá, Vermeer... En mér leið-
ist á sýningum sem hægt er að
skoða í einum bolsnúningi, á
nokkrum sekúndum. Ég hef áður
verið gagnrýndur fyrir að hengja
of mikið upp í einu, en fæ kannski
leyfi núna af því að þetta er yfir-
litssýning. Sumir kvarta yfír því
að ég máli of mikið, og það er að
vísu staðreynd að magn er ekki
sama og gæði, nema saman fari
gífurlegt magn og gífurleg gæði.
En það er ekki tilviljun að margir
bestu listamenn heims hafa um
leið verið þeir afkastamestu, ffá
Shakespeare, Mozart og Bach yf-
ir í Chaplin, Picasso og Laxness.
Ég teikna yfirleitt um 50
myndir á dag með tússpenna,
byija morguninn á því, síðan get
ég farið að mála. Þetta er ekki
regla sem ég hef sett mér, heldur
ávani. Ég er alltaf að reyna að
hætta þessu, eins og reykinga-
mennimir, enda heitir teikninga-
sýningin „Við teiknum ekki hér“.
Aður undirbjó ég hvert málverk
með teikningum, en er farinn að
þora að mála beint á strigann nú-
orðið.
Teikningin er það mikilvæg-
asta, undirstaða allra myndlistar-
manna, nema kannski þeirra sem
fást aðeins við hugmyndalist, og
skilyrði fyrir málara að hafa tök á
henni. Ég held því fram á sama
hátt að skáld verði að geta sett
saman ferskeytlu. Vísnagerð ætti
að vera á inntökuprófinu í skálda-
skólann.
- Heldurðu teikninga- og rit-
listardagbók sem þú vinnur síðan
úr?
- Nei, minnið er besta sían,
eins og George Michael orðaði
það, lag er aðeins gott ef hægt er
að muna það. Það sem maður
gleymir er einskis virði.
- Ertu með bókmenntir í
smíðum?
- Ég mála á vetuma, skrifa á
sumrin. 18. janúar frumsýnir
Nemendaleikhúsið leikritið
„Leiksoppa“, eða „Reckless",
sem ég þýddi, eftir Bandaríkja-
manninn Craig Lucas. Ég skrifaði
mónólóg fyrir Nemendaleikhúsið
í fyrra og hef mikinn áhuga á að
skrifa meira fyrir leikhús. Næsta
skáldsaga verður svo með sjálf-
sævisögulegu ívafi, meira í stíl
við pistlana í útvarpi og í Þjóð-
viljanum.
Ég leit alltaf á mig sem rithöf-
und frá upphafi, en reyndi á tíma-
bili að einbeita mér að málverk-
inu, hélt að ég gæti ekki náð ár-
angri í hvom tveggja. En ég get
ekki barist gegn sjálfum mér og
gafst svo upp þegar fólk hvatti
mig til að halda áfram ritstörfun-
um. Við lifum líka á svo miklum
fjöllistatímum. Ég geri það sem
ég get.
Verður Linda með?
- Af hveiju málarðu alltaf
fólk?
- Ég byijaði nú reyndar á
landslagi þegar ég kom úr hörmu-
legu akademísku námi í Þýska-
landi. Það var nostalgia í mér og
ég heillaðist af íslenska landslag-
inu upp á nýtt. En það er lítið
hægt að þróa það. Hins vegar trúi
ég alltaf á figúratíva myndlist og
teikninguna, þótt það hafi ekki
verið í tísku, allra síst myndir af
fólki. En ég geri málverk af fólki
og fyrir fólk. Ég lít á mig sem
framhald af vestrænni hefð 1 mál-
verki. Ég var í fyrstu skíthræddur
og lúsfeiminn að sýna landslags-
myndimar, þær stungu svo í stúf
við allt sem þá var í gangi, en nú
er annar hver ungur myndlistar-
maður að mála landslag, þannig
að fordómamir em fallnir sem
betur fer. En auk mín em það
varla nema Bragi Ásgeirsson og
Helgi Þorgils sem einbeita sér að
mannamyndum núna. Maður
verður líka að halda áfram að
mála eitthvað sem maður er
hræddur við að sýna, það er hin
nauðsynlega spenna sem fylgir
nýjum hlutum. Til dæmis er ég
enn óráðinn í því hvort ég kippi
inn á sýninguna á Kjarvalsstöðum
á síðustu stundu mynd sem ég hef
málað af Lindu Pétursdóttur al-
heimsfegurðardrottningu.
Ég sem svertingi
- Em miklar einkapælingar í
þínum myndum?
- Ég hef alltaf barist gegn því
að myndlistarmenn séu bara að
mála fyrir sjálfa sig og verði svo
torskildir að enginn nái þeim. Það
er ekki við almenna listneytendur
að sakast ef þeir sinna listinni lít-
ið, heldur listamennina sjálfa sem
em oft að gera hluti sem koma
fólki ekki við. Ég lít á mig sem
póst-módemista, þótt það orð hafi
fengið skrima merkingu á Islandi.
Módemisminn er eins og komm-
únisminn, nema módemisminn
lifir enn góðu lífi meðan komm-
únisminn er fallinn. Módemism-
inn reis líka í upphafi gegn ríkj-
andi hefðum og átti að vera fyrir
allan fjöldann. En módemismann
dagaði uppi í einhverjum harð-
línu- einmenningskjördæmum
sem fólkið sjálft á engan aðgang
að. Ég bíð eftir því að módem-
isminn fari endanlega sömu leið
og kommúnisminn.
Kannski er póstmódemisminn
einhvers konar kratismi að lokn-
um kommúnisma. Það verður
enginn minni maður af þvi að
segja skilið við kreddumar, held-
ur maður að meiri, ef hann aðlag-
ar hugmyndir sínar nýjum að-
stæðum. Það vantar meiri real-
pólitík í listina.
Að mörgu leyti er miklu erfið-
ara að skapa hluti sem em einfald-
ir og auðskildir heldur en ein-
hvem þungmeltan vitsmunagraut.
Ég bendi þar sem dæmi á mynd-
ina af mér sem svertingja: „Portr-
ait of the artist as a black man“.
Hún er einfold og auðskilin og
vekur sömu viðbrögð fólks og
brandari eða dægurlaga-smellur.
Þetta er samt ein erfiðasta mynd
sem ég hef málað um ævina. Það
var svo örðugt að ná þessu full-
komna jafnvægi, milli sjálfs mfn
og blökkumannsins. Þetta var há-
visindalegt og læknisfræðilegt
verkefni, sem gæti notast í
fræðslubæklingi um lýtalækning-
ar. Það er að mörgu leyti mjög
hallærislegt að vera hvítur, ég hef
lengi verið hrifinn af svertingjum
og þeirra menningu og séð hvað
þeir hafa mikla yfirburði yfir okk-
ur. Ég er þama líka að koma til
móts við tónlistarmanninn Miche-
al Jackson, sem alltaf er að reyna
að verða hvítur maður.
Sykur-kúbisminn
- Inntak sýningarinnar?
- Ég stilli myndunum upp í
tímaröð, þannig að ef fólk gengur
rangsælis um salinn getur það
komið auga á ákveðinn söguþráð.
Þó ég hafi aldrei og muni aldrei
mála hreina abstrakt mynd, þá
þróaðist ég um skeið frá hreinu
fígúratívu málverki, teygði mig
eins langt og ég gat, en hafði allt-
af prófíl, munnsvip eða mann-
eskju í myndinni. Um leið reyndi
ég að losna við bakgrunninn og
fór að skilja strigann eftir hvítan
kringum myndefnið. Fór svo að
nota blágræna jökulsárlóna-litinn,
ísjakagrænan, sem ég hafði aldrei
verið hrifinn af, þetta er svona
sundlaugagrænt. Útlendingar
sögðu mér að þetta væri mjög ís-
lenskt, liturinn og formið minnti á
ís í ýmsum gerðum - og jafhvel
aðrar tegundir af sælgæti. Ég
fræddi þá á því að þetta væri
„sugarcube- ism“ eða „sykurkú-
bismi“. í þessum myndum er að
finna grunninn að framtíðarmál-
verkum mínum. En undanfarin
tvö ár hef ég verið að fikra mig að
auðsæilegri málverkum á ný, eftir
að hafa rekist á vegginn. Og er
það vel við hæfi að þessar myndir
hanga nú á endavegg Kjarvals-
staða.
- Myndir af fólki, list fyrir
fólkið?
- Ég er ekki alltaf sammála
JefTKoons, en tek undir með hon-
um um það að listin eigi að hafa
meiri áhrif á lff fólks. Við lista-
menn eigum að finna til ábyrgðar
og koma list víðar og meira á
framfæri, koma út úr skápnum.
Vandinn er bara sá, að þegar mað-
ur vill ná til fólks er mikilvægt að
gera það án þess að svíkja sjálfan
sig.
ÓHT
Föstudagur 11. janúar 1991 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21