Þjóðviljinn - 12.02.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1991, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 12. febrúar 1991 — 29. tölublað 56. árgangur Litháen Svo f I jótt sem werða má Utanríkismálanefnd Alþingis er sammála um að tekið verði upp stjórnmálasamband við Litháen svo fljótt sem verða má Utanríkismálanefnd Al- þingis varð í gær sammála um texta að þingsályktunartil- lögu þess efnis að lýst verði stuðningi við ákvarðanir rík- isstjórnarinnar frá því 23. janúar síðastliðinn um að teknar verði upp viðræður um stjórnmálasamband við Lit- háen. Nefndin bætti um betur og varð sammála um að álykta að fela ríkisstjóminni að leiða málið til lykta með því að taka upp stjómmálasamband sem fljótt sem verða má, en um þetta varð nokkur umræða í nefndinni og vom ekki allir á því að þetta ætti að vera með í texta tillög- unnar. Um það náðist þó sam- Loðna Svigrúm til vesöa Stofninn mœlist 450 þúsund tonn Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra segir að niður- stöður mælinga fiskifræðinga á loðnugöngunni fyrir austan gefi eitthvert svigrúm til veiða. En samkvæmt þeim er loðnu- stofninn um 450 þúsund tonn. Ákvörðun hvenær veiðibanni verður aflétt og hversu mikið verður leyft að veiða, verður tek- in eftir að fundað hefur verið með hagsmunaaðilum og viðræður við Norðmenn og Grænlendinga. Ráðherra bjóst þó ekki við því, að allur loðnuveiðiflotinn, rúm- lega 40 skip, fengju veiðileyfi. Sjávarútvegsráðherra fúndaði í gær með fískifræðingum og skipstjómm nokkurra loðnu- veiðiskipa um borð í rannsókna- skipinu Bjama Sæmundssyni RE á Reyðarfirði. Á fúndinum kom fram að loðnugangan fyrir austan mælist um 450 þúsund tonn sem er 50 þúsund tonnum urnfram þau viðmiðunarmörk sem fiski- fræðingar hafa talið vera lág- marksstærð loðnustofhsins. Ráðherra sagðist vera þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að viðhalda mörkuðum fyrir loðnu- hrogn og frystingu, enda miklar hagsmunir í húfi. Hann sagði nið- urstöður mælinganna ekki breyta neinu því starfi sem hin svokall- aða Bjargráðnefnd væri að vinna að til úrbóta fyrir þau fjölmörgu byggðarlög og fyrirtæki sem loðnubresturinn hefði bimað á. -grh staða að lokum. Það er nokkr- um vandkvæðum bundið að taka upp þetta stjómamálasam- band við Litháen þar sem Lithá- ar ráða til dæmis ekki landa- mærum sínum og því ekki hægt að skiptast á sendiherrum. Sá ís- lenski þyrfti sovéska vegabréfs- áritun til að komast inní Lithá- en. Því er mjög óljóst hvenær þess verður kostur að taka upp stjómmálasamaband við Lithá- en. _ I tillögu utanríkismálanefnd- ar er einnig ítrekuð viðurkenn- ing Islands á fúllveldi Litháen frá því árið 1922, en íslendingar hafa aldrei viðurkennt Eystra- saltslöndin sem hluta Sovétríkj- anna, það er að segja í orði, því það hefúr í raun verið gert á borði. Kvöldfúndur var boðaður í Sameinuðu þingi í gærkvöldi og átti að taka tillögu nefhdarinnar fyrir á þeim fúndi og líklegt tal- ið að hún yrði samþykkt ein- róma eftir tvær umræður. Fréttastofan Reuter skýrði frá því í gær að íslenskir stjóma- málaflokkar væm sammála um að flýta upptöku stjómamála- sambands við Litháen og var vitnað í Jóhann Einvarðsson formann utanríkismálanefndar þar sem hann sagði nefndina sammála um að ítreka viður- kenningu Islands á Litháen sem sjálfstæðu ríki frá árinu 1922. I frétt Reuters er bent á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kraf- ist stjómamálasambands nú þegar, en að Framsóknarflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn vildu fara hægar í sakimar með forsætisráðherra Steingrím Her- mannsson í fararbroddi. Þá var þess getið að stuðningur Islend- inga við Litháa hefði reitt stjóm- völd í Sovétríkjunum til reiði og vitnað í talsmann utanrikisráðu- neytisins þar sem aðgerðir ís- lenskra stjómvalda vom for- dæmdar sem afskipti af innan- ríkismálum í Sovétríkjunum. -gpm Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri ( Hafnarfirði tekur á móti ályktun trúnarráðs Verkamannafélagsins Hlffar sem formaður félagsins Sigurður T. Sigurðsson afhenti honum f gær. Þar er harðlega mótmælt 12% hækkun á fasteignagjöldum og tilkomu sérstaks 5 þúsund króna sorphirðugjalds. Mynd: Kristinn. Hlíf Hækkunum mótmælt Hœkkun fasteignagjalda og sérstakur sorpskattur ógnar greiðslugetu launamanna Sigurður T, Sigurðsson for- maður Verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði afhenti í gær bæjarstjóranum í Hafnar- firði ályktun fundar trúnaðar- ráðs félagsins þar sem mótmælt er 12% hækkun fasteigna- gjalda og tilkomu 5 þúsund króna sorpgjalds. Ályktun trúnarráðsins gegn hækkunum á fasteignagjöldum hefúr einnig verið komið á fram- færi við bæjarstjóm Garðabæjar. Þá fór formaður Hlífar þess á leit við bæjarstjóra Hafnarljarðar að komið yrði á fúndi með for- ystumönnum stéttarfélaga í Firð- inum með bæjarfúlltrúum eftir hádegi í dag til að ræða þessi mál frekar. Að mati trúnaðarráðs Hlífar em þessar hækkanir í engu sam- ræmi við við þær kauphækkanir sem launamenn hafa fengið og ógnar greiðslugetu þeirra tekju- lægstu. Trúnaðarráðið skorar á bæjarfúlltrúa í Garðabæ og Hafn- arfirði að endurskoða fyrrgreindar hækkanir á þann veg að að þær verði i samræmi við launaþróun og taka þar með virkan þátt í bar- áttunni við að halda verðbólgunni í skeíjum. Jafhframt bendir trúnaðarráð Hlífar á að hér á landi hafi rikt óðaverðbólga og til þess að ná henni niður og bæta þar með hag fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga, hefúr launafólk tekið á sig vem- lega kjaraskerðingu. Það kemur því úr hörðustu átt ef sveitarfélög ætla sér nú að hækka gjöld sín langt umffam launahækkanir. Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri sagði að vitaskuld væm ráðamenn bæjarins nú sem fyrr tilbúnir.að ræða þessi mál við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar. Hann gat þess þó jafnffamt að samanlögð álögð gjöld í Hafnar- firði, þ.e. fasteignagjöld, útsvar og aðstöðugjöld, væm 15%- 20% lægri en í nágrannasveitarfélög- unum. Auk þess væra gjaldskrár þjónustustofhana í bænum lág og taldi að bæjarstjóm hefði gengið á undan með góðu fordæmi við að halda þjóðarsáttina. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.