Þjóðviljinn - 07.05.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Blaðsíða 2
Samnefnari j af naðarhugsj ónar Síðasta ríkisstiórn skilaði verulegum árangri og mun hennar lengi minnst í sögu vinstri hreyf- ingar á íslandi. Með þessari stjórn urðu ka- flaskil á mörgum sviðum: í efnahagsmálum þar sem verðbólgan komst niður í 5% eða svipað því og lægra en aerist í helstu viðskiptalöndum okkar. Frá sjónarmiði Álbýðu- bandalagsins er þessi árangur sérstaklega mikiivæg- ur þvi hann skapar aðstæður til þess að verja betur en ella félagslegan ávinning; - allar stærðir verða gagnsæjar og Ijósar oa ekki er lengur hægt að gera tilraunir til þess, hvað þá heldur meir, að blekkja fólk með verðbólgnum tölum. Þess veqna fól þjóðarsáttin í sér forsendur til nýrrar sóknar til nfskjarajófn.unar. í menntamálum og menningarmálum mun hróður síðustu stjórnar og lengi uppi. Framlög til menningar- mála voru tvöfölduð að raungildi frá því sem var 1986. Mótuð var skólastefna til langs tíma sem náðist síðan að framkvæma haustið 1990 oa 1991 með lengri skóladegi yngstu barnanna, aukinni námsráð- gjöf, leikskólalógum, nýjum framhaldsskólalögum, auknu sjálfstæöi háskola, minni skriffinnsku, minni miðstýringu og með skipun fullorðinsfræðsluráðs. [ landbúnaðarmálum urðu ekki síður tíðindi. Þar ber hæst búvörusamninginn sem var raunveruleg sáttargjörð milli bænda og neytenda um nýja land- búnaðarstefnu þar sem tekið var á vandamálum í fyrsta sinn í áratugi með myndugum og árangursrík- um hætti. Og í samgöngumálum var margt ánægjulegt, þótt hæst beri framkvæmdir við jarðgöng og aukið fé til samgönguframkvæmda almennt. Margt fleira mætti telja. Hitt verður þó að viður- kenna nú sem fyrr að margt tókst síöur en skyldi. Vaxtamálin klúðruðust eins og annað í höndum Jóns Siqurðssonar á síðari hluta stiórnartímans. Atvinnu- malin fengu ekki næga umfjöllun; enn búum við við gallað og háskalegt kvótakerfi og á sama hátt var um að ræða stöðnun i iðnaði vegna þess að Jón Sig- urðsson iðnaöarráðherra sá aldrei neitt annað en ál- ver. En þeir erfiðleikar sem að mati Alþýðubanda- lagsmanna fylgdu síðustu ríkisstjórn voru ekki aðeins réttlætanlegir með árangri sem náðist í fjölmörgum málaflokkum. Höfuðréttlætingin var sú að með stjórn- arsamstarfinu væri verið að byggja upp fyrir framtíð jafnaðar og vinstri hreyfinqar i landinu þar sem þessi nreyfing aæti til áratuga ekki síöur ráðið úrslitum um daglega framvindu stjórnmálanna en fjölskyldurnar flórtán. Þaö er af þessum ástæðum sem svik Jónanna og þingmanna Alþýðuflokksins eru söguleg: Af því að peir svikust undan merkium framtíðarinnar. Við þær aöstæður á Alþýðubandalagið aðeins eitt svar - það að verða með verkum sínum og áherslum samnefn- ari fyrir vinstristefnu sem er andstæðan við hægri stefnu núverandi ríkisstjórnar. í þeim átökum sem nú eru hafin milli hægri og vinstri stefnu í landinu duga ekki miðflokkar eins og Framsóknarflokkurinn. Þar dugar ekki hópur eins og Kvennalistinn. Þar dugar aðeins flokkur með skýra stefnu, flokkur sem með starfi sínu öllu er og verður samnefnari fyrir jafnaðar- hugsjónina á íslandi. Slíkur flokkur er Alþýðubanda- lagið. Það sýnir árangur liðinna ára. Það sýnir vilji flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum. Og ekki er nóg að vísu að flokkurinn sýni hvað í honum býr í þessum efnum. Straumurinn til Alþýðubandalagsins síðustu daga sýnir líka að fólk sem ekki hafði kosið Alþýðubandalaqið í síðustu kosningum viöurkennir nú flokkinn, stefnu hans og starf. Nú er það þjóðar- innar, íslenskra launamanna, landsbyggðarfólks, listamanna að kveikja á rauðum Ijósum. -S Þ.iqðvijltinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarkl h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasöiu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. % UPPT & SKOIIÐ 12_____FlMMTUDAGllR PBMSSAN 4. APRÍL 1991_ SdKNARNEFNDIN IHLUTVERKI LÆRISVEINANNA Eysteinn G. Gíslason safnaðarfulltrúi, Skáleyjum: FLATEYJARKIRKJA OG FJÖLMIÐLASKRAF Myndirnar í Flateyjarkirkju Afdrif atburða í fjölmiðlum eru oft hin undarlegustu. Baltasar, sem nú hefur efnt til eftirminnilegrar sýningar í Hafnar- borg á því hvemig myndlistarmað- ur langt að kominn upplifir galdur Eddukvæða, hann var eitt sinn á ferð í Flatey. Þeir vom að búa til bók um eyna, hann og Jökull Jak- obsson. Hann bauð þá Flateying- um að myndskreyta kirkju þeirra og var því boði vel tekið. Myndimar hafa ekki staðist raka og aðra tímans tönn og hafa skemmst illa. Var því ákveðið að semja við Baltasar um að endur- nýja myndimar í hvelfingu kirkj- unnar (og fékkst til þess ákveðin fjárveiting). Þetta gerði hann í fyrrahaust. Og, eins og segir í greinargerð Eysteins G. Gíslason- ar, safnaðarfulltrúa í Skáleyjum, um málið: „Þá var ákveðið að nú skyldi bakveggur kórsins myndskreyttur í stíl við hvelfinguna og samkvæmt upphaflegu tilboði listamannsins. Fyrir það verk tók hann ekki greiðslu vegna þess að það var hluti þess verks sem hann gaf kirkjunni 1965.“ Að smíða hneyksli Sem sagt gott. Nema hvað vikublaðið og alþýðublaðskálfúr- inn Pressan ákvað að maðkar væm í þessari mysu. Og bjó til úr litlu efni hneyksli sem svo var orðað í inngangi greinar um málið: „Viðgerðir á gömlu kirkjunni í Flatey hafa nú valdið miklum deil- um. Sóknamefndin fól listamann- inum Baltasar að mála nýja altaris- töflu sem hann og gerði og þáði að launum þá fjármuni sem sóknar- nefndin hafði fengið úr kirkju- garðssjóði og áttu að kosta loftvið- gerðir á kirkjunni en hún er í nið- umíðslu. Það sem veldur deilunum er ekki síst það, að lærisveinamir á altaristöflunni bera svipmót með- lima safnaðamefndarinnar.“ 1 ítarlegri greinargerð Eysteins G. Gíslasonar, sem fýxr var til vitn- að, kemur það mjög skýrt fram að hér er öllu við snúið. „Altaristafl- an“ er gjöf, peningamir fóm til „loftviðgerða" og þá til að endur- nýja eldri myndskreytingu. Og um skelfinguna sjálfa, sóknamefnd á helgimynd, segir Eysteinn sem svo: Emmaus í Flatey „Fjárveiting sem útveguð var til að endumýja myndverk í hvelf- ingu kirkjunnar var notuð til þess. Annað em bein ósannindi. Baltas- ar málaði ekki mynd af sóknar- nefnd á altaristöflu í Flatey. Það em líka ósannindi. í sóknamefnd Flateyjarsóknar em einn karl og tvær konur, en á myndinni í kóm- um sjást þrír karlmenn saman á tali - eins og á gömlu töflunni. Þeir em hins vegar ekki staddir á veginum til Emmaus í kyrtlum og með ilskó á fótum, heldur úti á Tröllenda í Flatey að því er virðist. Líklega hefur listamaðurinn viljað færa gamalt stef nær okkur í tima og rúmi... Enginn sagði Baltasar fyrir verkum um það hvemig hann ætfi að útfæra sina hugmynd, eða hvaða andlitsfall hann ætti að hafa á persónum myndarinnar. Ekki frekar en Jóhannesi Kjarval þegar hann málaði töflu fyrir austfirska kirkju, með söfnuð þeirrar kirkju að hlýða á fjallræðuna með Dyr- fjöll í baksýn. Ekki ffekar en mörgum listamönnum öðmm sem flutt hafa gömul biblíuminni til nú- tíðar og islenskra staðhátta.“ Frekja sölumennskunnar Allt þetta mál verður Eysteini safnaðarfulltrúa tilefni til að ávarpa húsbændur blaðakonunnar sem „hneykslið" smíðaði af öngvu efni á þessa leið: „Þeir vita vafalaust hvað þeir em að gera. Þeirra atvinna er að selja slúður og óhróður um með- bræður sína. I þeirri starfsgrein er ekki spurt um sannleiksgildi held- ur sölumöguleika, sem em stund- um svo ósættanlegar andstæður að hið fyrmefnda verður að víkja.“ Eysteinn G. Gíslason er ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti sem dregur slíkar ályktanir af blöðum sem hafa sterka „gula“ slagsíðu eins og margnefnd Pressa hefur. Og er þessi Pressa þó ekki eins skelfileg í sínum „óhróðri“ og systur hennar í nálægum löndum. Hitt er svo annað mál, að Pressumönnum finnst það eftir sólarmerkjum að dæma ljóður á sínu ráði að þeir standa enn langt að baki sínum fyrirmyndum í harðri sölublaða- mennsku. „Alminnilegt blað“ Sjálfsmynd blaðs eins og Pressunnar er reyndar ffóðlegt fyr- irbæri. Af pistlum ritstjórans má lesa tölverðan gorgeir: Pressumenn setja sig mjög á háan hest and- spænis smærri dagblöðum, Tíman- um, Þjóðviljanum og Alþýðublað- inu (sem Pressan hangir þó utan á eins og kunnugt er). í nýlegum pistli er ritstjórinn að kvarta yfir því að hluti af peningum stjóm- málaflokka renni til þessara blaða og segir afþví tilefni: „Styrkurinn rennur til þess að flokkamir geti skreytt áróður sinn með teiknimyndasögum og Reut- er-fféttum.“ í formúlum af þessu tagi er drjúgur „óhróður" um kollega þeirra Pressumanna í blaðamanna- stétt sem við smærri dagblöðin starfa og hafa mörg ágæt verk unn- ið. Því vitaskuld er það lygi að þessi blöð séu eintómur flokks- áróður (nema þá helst Alþýðublað- ið vegna smæðar sinnar - og þó hafa einnig þar verið ýmsar for- vitnilegar fréttaskýringar). Það er líka dijúg fólska í garð kolleganna að láta sem fréttaskýringar þeirra um innlend og erlend mál eða þá skrif um menningarmál og annað sem Pressan lætur að mestu eiga sig séu einskis virði vegna þess að blöð þeirra hafa pólitískan lit. Fyr- ir nú utan þá fólsku að óska þess helst að nágrannar í blaðaheimi gefi upp öndina: Pressuritstjórinn er einn þeirra sem helst vilja flýta fyrir því að Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið fari á hausinn og þá væri hægt að stofna nýtt blað: ,3æði Mogginn og DV hefðu gott af smá samkeppni ffá alminnilegu blaði.“ Hvað er „alminnilegt blað“ í munni Pressuritstjórans? Dagblað sem fylgir hans vikublaðslínum? Einshverskonar „Daily Horror" á íslensku? Altént er ljóst að Pressu- maður er í þeirra hópi (og þeir eni alltof margir) sem telja að mikil útbreiðsla blaðs sé sama og gæða- stimpill. Fáránleg hugmynd og mundi engum detta hún í hug þeg- ar skoðaður er blaðaheimur í ná- grannalöndum. En hér endurtekur hana hver angurgapinn af öðrum og sá þætti í meira lagi hugrakkur sem héldi því ffam blákalt að t.d. Helgarblað Þjóðviljans sé giska vandað blað og blað eins og Press- an ómerkilegur snepill í samari- burði við það. Og samt - þótt við segjum sjálf ffá - liggur þetta í augum uppi. ÁB. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maf 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.