Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						SkráIr
GKim
Ekki fyrir feita
Á Kjarvalsstöðum er hin gagn-
merkasta sýning á verkum fjöl-
listakonunnar Yoko Ono. Sjálft
anddyriö inn f sýningarsalinn er
listaverk, hálfgerð smámynd af
völundarhúsi, með rennibraut og
þröngum göngum, sem sumir
liggja ( hring en aðrir inn I sýning-
arsalinn. Krakkamir kunna vita-
skuld vel að meta þetta listaverk,
sem fyrir þeim er einskonar leik-
grind og iðulega llflegt um að
vera. En sá galli er á gjöf Njarðar,
að feitt fólk lendir (bölvuðu basli
við að komast inn á sýninguna,
því saiurinn er ekki opinn annars-
staðar. Sá sem þetta ritar heim-
sótti sýninguna um helgina og
varð vitni að þvf að eldri maður,
með myndarlega vömb, splgspor-
aði vandræðalega fyrir framan
anddyrið, hristi að lokum kollinn
og snéri burt. Vissulega er hægt
að snúa sér að þeim sem sitja yfir
sýningunni og biðja um að neyð-
arútgangurinn verði opnaður, en
dulftið er það vandræðalegt. Þá
virðist ekki ætlast til þess að þeir
sem eru hreyfihamlaðir komist
inn á sýninguna heldur, nema I
gegnum neyðarútganginn. Varia
hefur friðarsinninn Yoko ætlað að
mismuna fólki með þessu verki
sfnu og verður að ætla sem svo
að þarna hafi hugsunarleysi ráðið
gjörðum hennar, enda manneskj-
an smávaxin og nett og kæmist
hæglega í gegnum flest göt lista-
:v;.\
verksins. Hinsvegar gæti starfs-
fólk Kjarvalsstaða haft neyðarút-
ganginn opinn, svo þeir sem ekki
hafa áhuga á að troða sér f gegn-
um lístaverkið, eða geta þaö ekki,
þurfi ekki að niðuriægja sig með
þvf að hverfa á braut eða biðja
um sérstaka þjónustu.
Stígið ekki á verk
sem á að stíga á
Meira um sýningu Yoko. Eitt verk-
anna á sýningunni ber heitið
„málverk til að stfga á" og liggur
það á gólfinu og þvf kjörið til þess
að stfga á það, hafi fólk áhuga á
þvf. Hinsvegar hefur verið sett
skilti á Islensku ofan á verkið.
„Bannað aö stfga á verkið" stend-
ur þar.
Stigi til að príla upp
sem ekki má príla upp
Eitt þekktasta verk Yoko Ono er
stigi, sem stendur á gólfi og fyrir
ofan hann er hvltt léreft og hangir
stækkunargler við strangann. Á
striganum er örsmátt orð. Lista-
verkið byggist þvf upp á því að
gestir prlli upp stigann og lesi
orðið f gegnum stækkunarglerið.
Þá blastr við þeim enska orðið
„Yes" eða já. Verkið er þekktast
fyrir það að John heitinn Lennon
prflaöi upp stigann áöur en hann
kynntist Yoko og hreifst af hinum
jákvæða boðskap stigans. Það
var upphafið á ástarsögunni sem
allir þekkja. En ( stiganum á Kjar-
valsstöðum er miði sem á stend-
ur: „Bannað að klifra I stiganum".
Óþolandi þulur
Fjölmiðlaskrif DV eru oft hin
kostulegustu. I gær var m.a. fjall-
að um sýningu sjónvarpsins á
Gullæði Chaplins. Þar stóð: „(
stað þess að vera með texta við
kvikmyndina sem er þögul fór
óþolandi þulur með textann og
auk þess var mikil ofnotkun á tón-
listinni. Lá við að það væri búið
að eyðileggja þetta meistaraverk
kvikmyndanna." Fjölmiðlaskríbent
DV skal bent á, að þessi „óþol-
andi þulur" var Chariie Chaplin -
og höfundur tónlistar var Chariie
Chaplin, sá hinn sami og bjó til
þetta meistaraverk kvikmynd-
anna.
RÚSÍNAM...
Myntubitar, veiðipylsa,
léttreykt rauðvínslæri
og ávaxtaperlur
Matvælajðnaður er mesta gróskugreinin í íslenskum iðn-
aði, sagði Ólafur Davíðsson framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda á kynningu á nýjungum í kjöt- og sælgæt-
isframleiðslu nýlega.
Framleiðendur, sælkerar og meistarakokkar voru mættir
til að kynna og kynnast því nýjasta sem sælgætis- og kjöt-
framleiðendur hafa upp á að bjóða. Síðastliðinn áratug hafa
innlendir sælgætisframleiðendur átt í harðri samkeppni við
erlenda framleiðendur, en þrátt fyrir það hafa þeir haldið um
helmingi af markaðinum, enda eiga íslendingar heimsmet í
gotteríisáti. Kjötiðnaðurinn hefur ekki átt í samkeppni við er-
lenda kjötframleiðendur, en bins vegar keppt við alls kyns
aðra marvöru, bæði innlenda og innflutta. Að sögn matvæla-
fræðinga og - framleiðenda sem staddir voru á kynningunni
hafa orðið miklar breytingar á framleiðslu kjötvöru. T.d. yar
fyrir nokkrum árum hætt að nota gerviHtarefni í kjöt, og á ís-
landi eru í gildi mjög strangar reglur um þau efni sem notuð
eru í vinnslunni. Staðlar þeir sem stuðst er við í framleiðsl-
unni hér eru svipaðir þeim sem gilda á hinum Norðurlöndun-
um, að Danmörku undanskilinni, þar sem gilda EB staðlar
sem ekki eru jafnstrangir og hérlendis.
Greinilegt er að mikil áhersla hefur verið lögð á vöruþró-
un að undanförnu og er úrval miklu meira nú en fyrir nokkr-
um árum, sagði Hilmar B. Jónsson matreiðslumaður. Sigmar
B. Hauksson sælkeri sagði þær nýju áleggspylsur sem nú
væru í boði hérlendis jafnast á við þær bestu erlendis, og
hreinn óþarfi væri orðinn að láta grípa sig í tollinum með
smyglaða spægipylsu. Hann sagði mikilvægt að kynna út-
lendingum það að hér færi fram fjölbreytt framleiðsla á há-
gæðamatvöru.
Besti bakhjarl íslenskrar matvælaframleiðslu eru íslenskir
neytendur, sagði Ólafur Davíðsson. Matvælaframleiðendur
þekkja þarfir og smekk neytenda hér betur en erlendir fram-
leiðendur. Sigmar B. Hauksson tók undir þetta, og sagði að
það hefði sýnt sig í Danmörku að þrátt fyrir mikinn innflutn-
ing af matvöru frá EB-löndum kysu danskir neytendur inn-
lenda vöru annarri fremur. Þá nefndi hann dæmið um ís-
lensku stúdentana erlendis sem biðja um að fá sendar Ora-
baunir í dós að heiman, því þeim eru þeir vanir og líkar best.
Aætlað er að endurtaka slikar kynningar í framtíðinni, og
verða þá nýjungar annarra greina dregnar fram í dagsljósið.
BE
Sigmnr B. Hauksson sælkeri bragðar á þvf nýjasta nýja I pylsu-
gerö fslenskra kjötframleioenda. Mynd: Kristinn.

Jæja... þá er það
heimalærdómurinn.
^s
Þetta hlýtur aö flokkast undir
innbyrðis átök!
Hvemig dirfistu? Ætlarðu að
róla burt allar mæður þínar,
unnustur, eiginkonur
og systur?
Veistu hveriu ég hef tekið
eftir, Kobbi? Maður hefur
ekki áhyggjur af hlutum
"-^--lef maður hugsar
$trr   \ V ekki um þá,
Héðan I frá ætla ég aldrei
að hugsa um neitt leiðin-
jt og þá verð ég ham-
ingjusamur það
^

Finnst þér það
ekki nokkuð
heimskulegt og
ábyrgöarlaust?
Síða 19
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20