Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Listasafn ASI
Amánudaginn kemur eru 30 ár liðin síðan
Ragnar Jónsson í Smára gaf Alþýðusam-
bandi íslands 120 málverk, eftir marga
meistara íslenskarar málaralistar, og lagði
með því grunninn að Listasafni Alþýðusambands
íslands. Seinna bætti Ragnar enn við gjöfina, en
henni fylgdi jafnframt myndarlegt framlag til ritunar
íslenskrar myndlistarsögu.
Ólafur Jónsson forstoðumaður Listasafns ASÍ
sagði m.a. í samtali við Þjóðviljann í fyrradag:
„Hugmynd Ragnars var sú að með því að gefa
samtökum íslenskra erfiðismanna málverkin væri
þáð undirstrikað að myndlist ætti ekki bara heima í
stássstofum betri borgara, heldur ættu bestu verk
íslenskra málara erindi til alþýðunnar."
í reynd verður slík gjöf aldrei metin til peninga og
hún ber ekki arð í venjulegum skilningi. Skyldurnar
sem þiggjandinn tók a sínar herðar voru á hinn bóg-
inn miklar og af allt öðrum toga en verkalýðshreyf-
ingin hafði áður tekist á hendur. Þær fólust í því að
bua svo að gjöfinni og því safni sem hún varð stofn
til að sómi væri að fyrir samtökin. Jafnframt varð að
sjá til þess að vinnandi fólk um land allt ætti þess
kost að sjá verkin. Aðstaða safnsins var smátt og
smátt bætt og á þingum Alþýðusambandsins
ákváðu verkalýðsfélögin að greiða sérstök gjöld til
reksturs safnsins og einnig í því skyni að reisa við-
eigandi húsnæði yfir það.
Blómlegt listasafn er annað og meira en
geymslustaður fyrir myndir, sem sýna má við hátíð-
íeg tækifæri. Á vegum þess fer fram margvísleg
önnur starfsemi. Þessi hefur sem betur fer orðið
raunin í Listasafni ASÍ. Það hefur að sjálfsögðu
staðið fyrir fjölda sýninga í eigin húsakynnum við
Grensásveg í Reykjavík en jafnframt hafa myndir úr
safninu venð til synis á fjöldamörgum vinnustöðum
um allt land. Vinnustaðasýningar nófust snemma á
starfstíma safnsins og ma fullyrða að það hafi orðið
brautryðiandi á þessu sviði her á landi.
íslendingar hafa löngum talið sér til gildis að
menning og listir væru almenningseign í landinu.
Tölur hafa raunar lengi talað sínu mali um réttmæti
þessarar fullyrðingar. Á öllum sviðum lista er áhugi
almennings mikill. Hér koma út fleiri bækur miðað
við höfðatölu en í öðrum löndum, hér eru leikhús-
gestir hlutfallslega miklu fleiri, tónlistarlíf stendur
með blóma og myndlistin einnig. Ekkert af þessu
gerist af sjálfu sér. Til að listir verði almenningseign
parf að skapa skilyrði til að báðir geti starfað, túlkað
og skapað, atvinnulistamenn og ahugafólk. Til þess
þarf stuðning ríkis og sveitarfélaga og raunveruleg-
an áhuga og margvísleg framlög einstaklinga, fyrir-
tækja og stofnana.
Með gjöf sinni skapaði Ragnar Jónsson verka-
lýðshreyfíngunni tækifæri til að láta að sér kveða á
nýjum vettvangi þjóðlífsins. Það pund hefur verið
ávaxtað þannig að nú eru í safninu á þriðia þúsund
myndir, og hafa margir lagt í þann sjóð á premur
áratugum. í annan stað hefur safnið, ýmist eitt eða í
samvmnu við aðra, staðið fyrir vönduðum útgáfum
um íslenska myndlist og myndlistarmenn.
Enda þótt lista- og menningarstarfsemi á vegum
samtaka launafólks skili félagsmönnunum ekki
beinhörðum peningum i launaumslögin, er hún þó
afar þýðingarmikill liður í starfi samtakanna og eyk-
ur reisn þeirra og virðingu, ekki einasta meðalfé-
lagsmanna, heldur meðal þióðarinnar allrar.
Þjóðviljinn óskar Listasafni Alþýðusambands ís-
lands allra heilla á þessum tímamótum.
hágé.
18
ÞioevmiNN
Málgagn sósfalisma  þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar
Síðumúla 37—108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandí: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjórn, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík.
Auglýslngar: 681310, 681331.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
s^^Skenns^
i frpniiir      vr yfirlcid ö„r„
^r^mansT,    »r«ni
bvp^ annr veg*r °»
'"'"'¦-EvrónurH,?  san'"*«rfi
-•» vcrifl cr „fl r""",a'   Þar
ewnn„ip0n,*nvaráít0/.
Um- "«r nedfi *? ' n,an-
1'sí/<5rnn,^1™ufi8'mid/a.
• ,,a»«oia* a;0<r„na^«-
nenn, par /"" °<? Mjón,-
""•   fram"  g ^infred
*nne.rmafe Uam
mg vX.em v«r„-
lp*rhmlref««v,ð
.""•^VlT'f:

f "slcýrt: V„
treru«hkilc
"°ht er ásta
fpslfkucraTt
aoSovétmen„ '¦
"r-E^Pu  hT
Uo*s*B „„„, 5ífa
'nnan Sovélrtí- al
2««3ES2»tt
Mia«» aSL ""¦
""Peors áS^F!
?'av<". scm viÍuí? 0i
"rlanda   v« °ar VlV
m«nnuni f v  l!usý>
Kríatíu eóa 32*" **> '
"«*'«vne."anit,lt *•
saman. Gamla Z," v"'
«12* t!$f£**'*«
k°°>Bnl f& *a"«
sw"a *te?*k 5
°2 vorif Sfttf:«' „afa
tófri«arl0g/G<nJ,r,,''lds'natUr
oæt,s' via „anuo^ »«• pegar
SL1* h«f' lí^n,
„Hinar ógnarhröðu
breytingar"
Málsvarar Atlantshafsbanda-
lagsins leita nú logandi ljósi að
nýju hlutverki fyrir NATO að sýsla
við. Hin einfalda heimsmynd, þar
sem óvinurinn var í austri, skýrt og
greinilega merktur inn á alheim-
skortið, bæði það landfræðilega og
pólitíska, er gerbreytt. Óvinurinn
er algerlega máttlaus, liðsafnaður
hans komin á tvist og bast og það
sem eftir kann að vera í stöðugum
innbyrðis deilum, jafnvel blóðug-
um átökum.
Við þessi skilyrði hefði ekki
verið fráleitt að hugsa sér að hlut-
vcrki NATO væri óskðp einfald-
lega lokið, engan væri við að berj-
ast lengur, og gæti því hver farið til
síns heima sæll og glaður.
Hafi einhver haldið að NATO
myndi taka þær ákvarðanir sem
eðlilegastar sýndust, þá er það
mikill misskilningur. I stað þess
hefur verið haldið mikið af fundum
og lærðir menn verið fengnir til að
skilgreina verkefni NATO á nýjan
leik. Blaðamaður Morgunblaðsins,
Ólafur Þ. Stephensen, sat eina slíka
á eyju úti fyrir ítalíuströndum fyrr
í mánuðinum, og skrifar grein um
ráðstefnuhaldið í blaðið 27. júní sl.
Þar stendur meðal annars þetta:
„Þar ræddu fjölmiðlamenn,
stjómmála- og hagfræðingar, há-
skólamenn og stjórnmálamenn, þar
á meðal ýmsir ítalskir þingmenn
og Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, um
þessa nýju heimsmynd, hvað í
henni fælist og hvernig Atlánts-
hafsbandalagið, sem varnarbanda-
lag vestrænna lýðræðisríkja, ætti
að bregðast við hinum ógnarhröðu
breytingum, sem eiga sér stað í
heiminum. Allar umræður beindust
í sama farveg - menn fóru að tala
um Persaflóastríðið. Þeir sem fjalla
um alþjóðamál, Iíta margir á stríðið
sem kennslubók í því sem koma
skal."
Ólíkar og ófyrirsjáan-
legar hættur
Ekki spyr maður nú að. Auð-
vitað hljóta margir að líta á Persa-
flóastríðið „sem kennslubók í því
sem koma skal," og er áreiðanlega
sturt í tilhlökkunina hjá sumum,
þegar þeir sjá fyrir sér nýtt hlut-
verk NATO, sem samkvæmt öllum
þeim upplýsingum sem nú liggja
fyrir um hugmyndir manna í þeim
efhum, á að gera að einskonar
milliríkjalögreglu innan bandalags-
ins sjálfs, í næsta nágrenni við það
og jafnvel víðar. Um síðasta atriðið
er víst deilt eins og fram kemur hér
á eftir.
Blaðamaðurinn fjallar síðan
um þær breytingar sem orðið hafa
og bendir réttilega á að línurnar í
heimsmálum séu nú óskýrari en á
meðan striðsógnarjafnvægið hélt
ríkjum austurs og vesturs á mott-
unni. Hann kemur svo að Persa-
flóastríðinu og segir:
,JvIönnum kemur saman um að
af því megi draga mikilvæga lær-
dóma um hversu ólíkar og ófyrir-
sjáanlegar hættur geti steðjað að
vesturlöndum á næstu árum," og
segir að herveldi Saddams sé ein-
mitt dænii um „að þjóðir, sem áður
skiptu ekki máli í alþjóðakerfinu,
geta komið sér upp miklum hern-
aðarmætti, sem ógnar öryggi í heil-
um heimshluta." Hér fer nú ekkert
á milli mála um það að þær þjóðir
einar skipta máli í „alþjóðakerf-
inu," sem koma „sér upp miklum
hernaðarmætti," og hefði verið
fróðlegt að hafa fulltrúa frá fátæk-
um þjóðum þriðja heimsins á um-
ræddri ráðstefnu til að heyra þessi
viðhorf. Þá segir hann að Persa-
flóastriðið sýni að hrun Sovérveld-
isins skapi ákveðið tómarúm, en
segir síðan:
„I þriðja lagi gefur Persafióa-
stríðið til kynna að Atlantshafs-
bandalagið þurfi að endurskoða
vamarstefhu sína. Til þess að geta
brugðist við hættum á borð við
Persaflóadeiluna, sem komið geta
upp hvar sem er og hvenær sem er,
þaíf NATO annars vegar að þróa
áfram getu sína til „kreppustjóm-
unar", að tryggja með pólitískum
aðgerðum að ekki sjóði upp úr.
Slíkt krefst víðtæks pólitísks sam-
ráðs, til að mynda við Sovétmenn.
í Persaflóastríðinu var taumhald
Bandaríkjanna dæmi um áhrifaríka
kreppustjórnun. Með því að fá
ísraelsmenn ofan, af þvi að svara
eldflaugaárásum íraka var komið í
veg fyrir að átökin breiddust enn
frekar út ogarabaríki snemst enn
frekar gegn ísrael. Hins vegar þarf
að breyta hernaðarskipulagi
NATO. Fyrstu skrefin hafa þegar
verið stigin með því að setja á fót
hraðsveitir, vopnaðar meðfærileg-
um en háþróuðum búnaði. Stofnun
þessara sveita tekur mið af hinum
nýju kringumstæðum; hægt er að
senda þær með hraði þangað sem
spenna er vaxandi. Persaflóadeilan
sýndi í fyrsta lagi hversu mikil
þörf er á sveitum af þessu tagi;
Bandaríkjamenn vom hálfan mán-
uð að koma nægilegum herstyrk til
Saudi-Arabíu til að bregðast við
ógnunum Saddams Hussein. í öðm
lagi færði deilan heim sanninn um
hvemig hægt er að beita hersveit-
um á pólitískán hátt. Með því að
senda herlið NATO til Tyrklands
vom Saddam Hussein gefin skýr
skilaboð um að ekki borgaði sig að
ógna öryggi Tyrkja."
í þetta vantar ekki snjallar
ábendingar og mikilvæga lær-
dóma! Menn em bara fyrst núna að
átta sig á að beita megi „hersveit-
um á pólitískan hátt"! Þeir sem
þannig hugsa og ráðslaga hljóta að
hafa komist hjá að lesa nokkuð um
heimsstyrjöld sem stóð frá haust-
inu 1939 og fram á sumar árið
1945, enga bíómynd hafa þeir séð
um stríð í Kóreu sem hófst um
þetta leyti árs fyrir 41 ári, þeir
hljóta að hafa gleymt því, að í
Kina var stofhað nýtt ríki haustið
1949 eftir blóðuga borgarastyrjöld
sem í raun hafði staðið linnulítið í
nokkra áratugi, þeir hafa áreiðan-
lega ekki verið fæddir þegar rúss-
neskur her mddist inn í Búdapest
haustið 1956, og líklega verið
reifaböm öll árin sem Bandaríkja-
menn börðust við Víetnama og
þess vegna ekki haft nokkra hug-
mynd um að herir Varsjárbanda-
lagsins raddust inn í Tékkóslóvak-
íu 21. ágúst 1968, og svo ungir
hljóta þeir að vera að þeir geta ekki
vitað að sovéskur her kom heim
frá Afghanistan fyrir aðeins fáum
áram. Þar fyrir utan hefur þeim á
dularfullan hátt tekist að komast
hjá að heyra fréttir af því hvernig
beita má „hersveitum á pólitískan
hátt" í löndum Suður- Ameríku.
Ný alríkslögregla.
Hvað er nú það?
Grein Ólafs Stephensen lýkur
svo með vangaveltum um þá mik-
ilvægu spumingu um á hve við-
tæku svæði NATO á að láta til sín
taka, „aðgerðir utan svæðis" (act-
ing out of area) heitir þetta á vönd-
uðu NATO-máli. En gefum Ólafi
og Manfred Wömer orðið:
.^largir vilja halda því fram að
hinar nýju hættur í þriðja heimin-
um krefjist þess að NATO sé tilbú-
ið að nota herafla sinn til að setja
niður deilur utan vamarsvæðisins.
Manfred Wörner segir að vamar-
svæði hafi verið skilgreint með
þessum hætti við stofnun banda-
lagsins 1949 vegna þess að mörg
aðildarríkin hafi enn verið ný-
lenduveldi og viljað forðast að
draga bandalagið inn í átök vegna
nýlendna sinna. Wömer segir að
við nýjar aðstæður, þar sem Sovét-
rikin era ekki lengur helsti ógn-
valdurinn, sé ekki jafn augljóst og
fyrr við hvaða landsvæði NATO
eigi að takmarka umsvif sín. Eng-
inn sé að leggja til að bandalagið
taki að sér hlutverk alþjóðalög-
reglu, en hættumar í umheiminum
hljóti að hafa áhrif á hvernig at-
hafnasvæði þess sé skilgreint. Um
þetta efni era hins vegar deildar
meiningar innan NATO. Búast má
við að „aðgerðir utan svæðis"
verði eitt helsta úrlausnarefni Atl-
antshafsbandalagsins á næstunni."
Svo mörg voru þau orð. En að
sjálfsögðu era menn ekki að hugsa
um að stofna „alþjóðalögreglu"
þegar þeir „setja á fót hraðsveitir,
vopnaðar meðfærilegum en háþró-
uðum búnaði," sem „hægt er að
senda með hraði þangað sem
spenna er vaxandi," (fyrrverandi
nýlendur sem NATO-ríki vildu
ekki láta skipta sér af áður?), held-
ur eitthvað allt annað!
hágé.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur29. júií 1991
S(ða2

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16