Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 09.08.1991, Blaðsíða 21
Minning Steinn Stefánsson fyrrverandi skólastjóri Fæddur ll.júlí 1908-Dáinn 1. ágúst 1991 Hann Steinn afi er dáinn. Það er skrýtið að hugsa til þess að hann kemur ekki framar til okkar upp á Skaga. Við minnumst hans alveg frá því að við vorum lítil. Afi kom æfmlega með Akra- borg. Hann var með tösku sem hann passaði vel og upp úr þessari tösku kom bæði Opal og Tópas. Svo sett- ist hann við píanóið spilaði og söng og kenndi okkur að spila lögin sín og lögin hennar ömmu. Hann kenndi' okkur líka á blokkflautu. Þegar við komum í heimsókn fyrst í Áxbæinn og síðar í Laugamesið til hans og Guðmundu fengum við að spila á gamla orgelið hans. Þá var afi tilbúinn að hjálpa og kenna þvi bæði þurfti að stilla takíca og stíga, og það gat verið erfitt fyrir stutta fætur. Afi var alltaf í góðu skapi. Þess vegna hrifust margir félagar okkar af honum og höfðu gaman af að hitta hann. Fæstir áttu von á sífelldu sprelli frá svo gömlum og virðuleg- um manni. Til dæmis svaraði hann okkur alltaf: bæ, bæ, Árbæ, ef við sögðum bæ en ekki bless. Afi var alltaf á hreyfmgu. Hann fór með okkur í sund þar sem hann sýndi okkur og kenndi ýmsar sund- aðferðir. Og oft fómm við í göngu- ferðir með honum um bæinn okkar. Mjög eftirminnileg er okkur morg- unleikfimin hans. Hann byijaði hvem dag með leikfimi á ganginum niðri. Þá var afi í náttfotunum og við líka. Hann var gamall íþrótta- kennari, kenndi okkur ýmsar æfing- ar og fræddi okkur um gagnsemi þeirra. Það fór ekki á milli mála að okkur fannst við vera þrælgóð. Síð- an kenndum við vinum okkar æf- ingamar og stjómuðum leikfimi í kjallaranum. Afi átti orf og ljá. Þegar pabbi og mamma trössuðu að slá garðinn okkar með sláttuvélinni kom afi með orfið sitt og ljáinn og sló upp á gamla mátann. Þegar hann var bú- inn vafði hann striga utan um ljáinn og batt fast svo enginn meiddi sig. Þannig stendur orfið í bílskúmum okkar dyggilega innpakkað. Afi hafði gaman af að spila á spil. Hann kenndi okkur bæði Mar- ías og Manna. I hita leiksins barði haiui stundum hnefanum svo fast í borðið að spilin dönsuðu. Þá var okkur um og ó. Stundum tefldi hann líka, mest við nafha sinn Stein Am- ar. Eftir því sem afi varð eldri kom hann sjaldnar upp á Skaga. Hann var hjá okkur um Hvítasunnuna í vor og var þá ósköp þreyttur. Hann sat mest í stól, gerði ekki leikfimi og gekk lítið úti. En eitt kvöldið settist hann við píanóið, spilaði og söng lögin sín og þá var gamli afi mættur í esinu sínu. Nú kemur hann ekki framar til okkar. Hann er kominn til ömmu sem við fengum aldrei að sjá. Við eigum eftir að sakna hans og allra samverustundanna með honum, en við erum glöð yfir að hafa kynnst honum og geymum minninguna um góðan afa. Steinn Arnar, Eiríkur og Sigríður Víðis, barnabörn á Akranesi Tengdafaðir minn Steinn Jósúa Stefánsson er borinn til moldar í dag. Hann varð bráðkvaddur 1. ág- úst 1991, 83 ára að aldri. Þá var hann að búa sig undir sjúkravist því slæmska hijáði hann m.a. í fæti. En fyrst vildi hann afgreiða öll mál í sínum banka, því ekkert vildi hann láta standa upp á sig í þessu lífi. Að loknu verki gekk hann út úr bankan- um við hlið sambýliskonu sinnar og þá kom kallið. Steinn Jósúa fæddist 11. júlí 1908 í Suðursveit í Austur- Skafta- fellssýslu. Þar var faðir hans Stefán Jónsson lengst af bóndi á Kálfafelli, smiður og hreppstjóri, kvæntur Kristínu Eyjólfsdóttur. Fimm böm þeirra hjóna komust á legg. Systkini Steins sem lifa hann öll eru: Eyjólf- ur, áður bóndi á Kálfafelli og vega- verkstjóri, Regína húsffeyja á Höfh í Homafirði, Magnea húsfreyja á Höfn og Guðný húsffeyja og tals- ímakona á Akranesi og í Reykjavík. Steinn ólst upp við öll almenn bústörf í Suðursveit. Kálfafell var menningarheimili að fomum og nýjum hætti. Fomar sögur og nýjar ftásagnir voru lesnar vetrarlangt á vökunni. Húslestrar fóra ffam á helgum dögum og Passíusálmamir vora lesnir daglega á fostunni. Hús- móðirin hafði gengið í Kvennaskól- ann og einnig aflað sér tónmenntun- ar. Orgelharmóníum var á heimil- inu, á það lærðu bömin og umhverf- is það safnaðist fjölskyldan og söng. Steinn var bókhneigður í æsku og hugði fljótlega á skólagöngu umffam það sem þá stóð bömum al- mennt til boða. Árin 1926-27 var hann í unglingaskóla hjá Sigurði Thorlacius á Djúpavogi. Árin 1927-29 var hann farkenn- ari í Suðursveit. Eftir það hleypti hann heimdraganum að fúllu og settist í Kennaraskólann í Reykja- vík og lauk þaðan kennaraprófi 1931. Að loknu kennaraprófi réð Steinn sig til kennslu á Seyðisfirði og þar átti hans starfsvettvangur eft- ir að verða. Hann varð síðar skóla- stjóri bamaskólans, unglingaskól- ans og iðnskólans og vann að upp- byggingu þessara ffæðslustofhana. Hann var ffumkvöðull í tónlistar- málum, var kirkjuorganisti og stjómaði kirkjukómum, bamakór og samkómum Bjarma. Hann lét fé- lagsmál til sín taka, sat í bæjarstjóm í 16 ár og var varaþingmaður. Um þetta allt saman var Steinn ákaflega áhugasamur, aflaði sér ffekari menntunar og skrifaði grein- ar í blöð og tímarit. Á Seyðisfirði kynntist Steinn konuefni sínu Amþrúði Ingólfsdótt- ur, dóttur hjónanna Ingólfs Hrólfs- sonar og Guðrúnar Eiríksdóttur. Þau gengu i hjónaband 17. maí 1937 og festu nokkra síðar kaup á litlu timburhúsi, Tungu. Steinn og Amþrúður eignuðust fimm böm. Þau era: Heimir, f. 1937, sóknarprestur og þjóðgarð- svörður á Þingvöllum, kvæntur Dóra Erlu Þórhallsdóttur; Iðunn, f. 1940, rithöfúndur i Reykjavík, gift Bimi Friðfinnssyni; Kristín, f. 1946, rithöfundur á Akranesi, gift Jóni Hálfdanarsyni; Ingólfur, f. 1951, ffamhaldsskólakennari og tónlistarmaður i Reykjavík, og Stef- án, f. 1958, heilsugæslulæknir í Búðardal, kvæntur Bimu Erlings- dóttur. Bamaböm Steins og Amþrúðar era orðin tólf að tölu og bamabama- bömin fjögur. Tunga var bömunum kært æskuheimili. Þar ríkti menningar- bragur, og eins og á Kálfafelli forð- um stóð þar orgel sem ffændur og vinir söfnuðust um. Amþrúður var greind og skemmtileg kona, sem var manni sínum stoð og stytta í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Amþrúður lést langt um aldur ffarn 1964 og varð það Steini og fjölskyldunni þungt áfall. Yngstu synimir vora á bamsaldri og yngri dóttirin innan við tvítugt. Steinn bognaði en brotnaði ekki. Hann réð til sin ráðskonur og hélt sitt heimili. Þótt hann gæfi sig minna að félags- málum en áður, gekk hann hart ffarn í baráttunni fýrir bættu og auknu skólahaldi á Seyðisfirði. Steinn kvæntist öðra sinni árið 1970 Ingu Jóhannesdóttur, en þau skildu eftir stutta sambúð. Árið 1975 lét Steinn af störfum og fluttist til Reykjavíkur. Seyðfirð- ingar héldu honum kveðjuhóf. Árið 1980 hlaut hann Riddarakross Fálkaorðunnar fyrir störf sín. Eftir að Steinn flutti suður skrif- aði hann Skólasögu Seyðisfjarðar sem Seyðisfjarðarkaupstaður gaf út 1989. Hann fágaði sönglög þau sem hann hafði samið um ævina og nokkur lög nánustu ættmenna og vann að útgáfú þeirra í tveimur heft- um: „12 sönglög“ útgefið af Seyðis- fjarðarkirkju 1976 og „Fjölskyldu- söngvar“, útgefið í Reykjavík 1988. Eg kynntist Steini þegar ég gekk að eiga dóttur hans árið 1972. Hann var alltaf aufúsugestur á heimili okkar hvort sem var i Þýskalandi eða seinna uppi á Akra- nesi. Hann lék fyrir bömin á píanó og sagði þeim til á hljóðfæri. Hann spilaði við þau og var þeim félagi. Þótt Steini þætti oft horfa illa í heimsmálunum og vildi ræða ýms- an vanda í þungri alvöra var hann fljótur til að taka undir gamanmál og sjá spaugilegu hliðamar á sér og mannlífinu. Alltaf var hann opinn fyrir nýjungum og aldrei lagði hann neinum illt til. Niðri í bílskúr er enn gamla orf- ið og ljárinn frá Seyðisfirði sem hann tók með sér eina ferðina þegar garðurinn var kominn í óhirðu. Aldrei varð úr því að við gengjum með stafi upp í Akrafjall og leituð- um uppi svartbakinn á sama hátt og þeir Suðursveitungar fóra út á Breiðamerkursand og sóttu sér unga úr hreiðram skúma. Við hleyptum heldur ekki fram báti á Langasandi. Eg minnist síðkvölds á Rínarbökk- um yfir hvítvínsglasi og umræðum um Lorelei og leitina að henni. Steinn var sósíalisti og trúmað- ur. I lífi og starfi Jesú Krists sá hann þann sósíalisma sem haiui vildi að næði til alls mannkyns. í lífsskoð- unum var Steinn að mörgu leyti lík- ur foður mínum. Afstaða þeirra til fjölskyldu, vinnu, trúar, þjóðemis og lítilmagnans var hin sama. Þó töldu þeir sig vera á öndverðum meiði í stjómmálum. Eftir á að hyggja risti munurinn ef til vill ekki dýpra en að annar fáraðist yfir óhæfúverkum Bandaríkjamanna en hinn Sovétmanna þegar fjölskyldan sat við matborðið og hlustaði á fréttir í útvarpi. Nú þegar kaldastríðinu lýkur og menn telja að hamingjan felist í stóram þjóðapotti þar sem hver reynir að skara eld að sinni köku svo hagvöxtur verði sem mestur, er okkur hollt að minnast þeirra gilda sem mikilvæg vora þeirri kynlóð sem nú er smám saman að kveðja. Þau era heiðarleiki, samviskusemi í starfi, ræktarsemi við land og þjóð, og samúð og aðstoð við þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Fyr- ir þessu öllu barðist Steinn í verki, ræðu og riti. Steinn kynntist Guðmundu Gestsdótur árið 1987 og tóku þau upp samvistir. Við eram þakklát henni fyrir þann félagsskap og stuðning sem hún veitti honum allt til hinstu stundar. Megi hún hlýja sér við minningar um góðan félaga. Steini vora trúmál hugstæð og hann bryddaði oft upp á umræðum um lífsgátuna. Hafi hann haft rétt fyrir sér í þeim rökræðum hlakka ég til að taka upp þráðinn hinu megin því seint mun ég játa mig sigraðan frekar en Steinn. Við kveðjustund vil ég þakka ánægjuleg kynni. Verk Steins lifa áffarn í ótal mörgu, sáðkom hans búa í dugmiklum afkomendum. Þannig tekur hver kynslóð við af annarri og nýtur þess sem vel er gert. Jón Hálfdanarson Steinn fyrram skólastjóri á Seyðisfirði lézt 1. ágúst s.l. 83 ára að aldri. Steinn var einn af mínum góðu samstarfsmönnum úr pólitísku bar- áttunni á Austurlandi. Steinn var sósíalisti af þeirri gömlu og góðu gerð sem knúði unga og frjálslynda menn á þriðja og fjórða áratugnum til að taka und- ir kröfúr fátækra verkamanna um réttlátari kjör og betra líf. Sósíalismi okkar var að standa með rétti verkafólks til að skipa sér í verkalýðsfélög og semja þar um kaup og kjör. Sósíalismi okkar var um að breyta ranglátum lögum og venjum um að svipta fátækt bamafólk kosn- ingarétti og öðrum mannréttindum vegna þess að leitað hafði verið stuðnings frá sveitarsjóði. Við voram sósíalistar sem kröfðumst þess að böm fátækra jafnt sem annarra ættu rétt til skóla- göngu og nytu jafhréttis um uppeldi og heilsugæzlu. Það var oft höfð barátta á þriðja og fjórða áratugnum um atvinnu og afkomu, um húsnæði og heimilisrekstur. Þá gengu oft fijálslyndir kennarar til liðs við þá sem vora máttar minni í þjóðfélag- inu. Steinn Stefánsson var einn þessara kennara. Hann skipaði sér snemma í raðir róttækra sósíalista og tók að sér margvísleg störf í þágu fátækra erfiðismanna á Seyð- isfirði. Steinn var einn af dugmestu forystumönnum sósíalista á Seyðis- firði. Hann var formaður í Sósíali- stafélagi staðarins. Bæjarfúlltrúi og baráttumaður fyrir hreýfingu verka- fólks á Seyðisfirði. Leiðir okkar Steins lágu aaman. Aðstæður okkar vora um margt svipaðar. Okkur dugði ekki þröng barátta í verkalýðsfélagi og flokki. Við tók- um fljótlega að okkur margvísleg önnur störf, sem flest miðuðu þó að sama marki, að efla menningarlega og efnahagslega baráttu vinnandi fólks á okkar stöðum. Steinn var góður kennari og mikils metinn á Seyðisfirði. Þar var hann söngstjóri og aðaláhugamaður í starfi söngfélags. Steinn var greindur hæfileikamaður. I bæjar- stjóm var hann hugmyndasmiður að mörgum ffamfaramálum. Hann birti greinar í blöðum um áhugamál sín og lét að sér kveða á sameigin- legum fundum okkar sósíalista á Austurlandi. Eg mun ekki í þessum fáu lín- um, rekja starfsferil Steins Stefáns- sonar. Hann var mikill og marg- þættur og snerti auðvitað Seyðis- fjörð og Seyðfirðinga mest. Sá þátt- ur í lífi Steins sem mér stendur næst, er hlutdeild hans í starfi okkar sósíalista á Austurlandi. Á því sviði vann Steinn gott starf og mikilvægt fyrir okkur. Hann var sannur sósíal- isti, sem skipaði sér óhikað með þeim, sem undir höfðu orðið í lífs- baráttunni. Það tók stundum í og var til óþæginda fyrir kennara, að blanda sér í átök verkamanna og atvinnu- rekenda á þessum árum. Sannur sósíalisti lét slíkt ekki á sig fá. Hann gekk í baráttuna þrátt fyrir persónu- leg óþægindi. Eftir að Steinn fluttist ffá Seyð- isfirði og settist að í Reykjavík, hitt- umst við stöku sinnum eða töluðum saman í síma. Það gladdi mig að finna hve áhuginn og rétlætisandinn var óbreyttur hjá Steini ffá fyrri tíð. Fram að hinu síðasta stóð hugur hans með róttækum sósíalistum. Engir stundarerfiðleikar fengu þar breytt neinu um lífsskoðun hans og fyrri baráttuár. Að leiðarlokum þakka ég Steini Stefánssyni samfylgdina og allt okkar góða samstarf. Um leið og ég kveð vin minn og samheija flyt ég öllu hans fólki hlýjar kveðjur og samhug minn. Lúðvík Jósepsson Fallinn er sá, er í forystu stóð um fjölda ára, í fylkingarbijósti seyðfirzkra sósíalista, í menningar- og félagslífi þar í ffemstu röð, ffæð- arinn glöggi og góði; sem gaf hvijum og einum af sjálfúm sér æma gnótt til gjöfúls þroska á lífs- brautinni. Steinn Stefánsson var óvenju fjölhæfur maður, sem auðg- aði samfélag sitt í mjög ríkum mæli, þar sem heilladijúgir hæfileikar og miklir mannkostir fóra saman. Hann var vökumaður góður svo víða á vettvangi, hreif fólk með sér með atorku, geislandi lífsþrótti og leiftrandi sannfæringarkrafti. í sögu Seyðisfjarðar markar Steinn víða spor, í mennt og menning, í at- vinnusögn bæjarins, og allsstaðar þessi fijói lífskraftur og flug hug- ans, sem gerðu orð að alvöru virkí- leikans og athafnanna. Ég hripa kveðjuorð alltof fá- tækleg á hraðfleygri stund til að þakka og sakna um leið, því i Steini fann ég mætan vin og félaga, sem f öllu var heill og óskiptur. Það er enda ekki svo langt siðan ég heyrði í honum síðast, þar sem hvatt var til dáða og djarflega og af einlægni þess, sem alltaf sér út- gönguleið úr hveijum vanda. Gleðinnar maður er genginn, maður glitrandi tóna, hláturinn hlýr og smitandi, hugurinn síungur, svellandi af þori og viðmótið verm- andi og vekjandi í senn. Á vettvangi kennarastarfsins eystra kynntist ég Steini fyrst. Þar voru óvenju fjölhæfir andans menn, sem minnisstæðastir verða, allt bjartsýnismenn, sem trúðu á æsk- una og framtíð hennar, þrátt fyrir brek hennar og bægslagang á stund- um. Nýgræðingi í kennarastétt þótti ekki amalegt að vera með I þeirra hóp sem léttadrengur í lífsins skóla og nema af þeim nokkuð. Hug- myndaauðgi þeirra hreif mig, nýj- ungar vora gripnar á lofti og aðlag- aðar því eldra sem allra bezt, trúin á mátt sannrar menntar, alefling huga og handar, ættjarðarástin hert, sönn og ófolskvuð lífssýn sósíalismans þeim öllum eðlislæg. Þar var Steinn ffemstur í hópi jafningja. Síðar á vettvangi þjóðmálanna, þar sem einlægnin var ofar öðra ásamt brennandi baráttuanda, mál- staðurinn ofar mannlegum duttl- ungum, róttækni og raunsæi héldust í hendur. Það var gott að mega leita í smiðju Steins, mega eiga atfylgi hans til allra góðra verka, finna það traust og þann trúnað, sem hann hafði áunnið sér i heimabyggð sem víðar um fjórðunginn. Ég rek hér í engu ævihlaup Steins Stefánssonar, en minna má á kennslu hans og skólastjóm um ára- tuga skeið, forystuna í tónlistarlífi Seyðisfjarðar, þar sem hin ljúfú lög hans fengu fýrst að hljóma, einkar farsæla og athafnaríka setu í bæjar- stjóm fjögur kjörtímabil, og svo mætti áfram .elja. Hann var í ffamboði til Alþing- is, bæði á Seyðisfirði og í Austur- landskjördæmi, og hans sæti þótti að vonum vel skipað. Alþýðu- bandalagð á Austurlandi þakkar trúa fylgd og forystuhlutverk, ffá- bæran trúnað i hveiju einu og fyrir það sem aldrei verður fúllþakkað - að láta verkin tala svo vel í hveiju þvf sem hann tók sér fyrir hendur. Öllum aðstandendum eru send- ar alúðarkveðjur við leiðarlok. Steinn Stefánsson er kvaddur nú klökkum hug þakklætis og hlýju. Þar fór mikill hugsjónamaður, mannvinur góður og hrifandi per- sónuleiki glaðværðar og góðvildar. Vmátta áranna vermir og skín og veitir birtu á veginn ffam. Blessuð sé minning Steins Stef- ánssonar. Helgi Seljan Föstudagur 9. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.