Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.08.1991, Blaðsíða 9
_________ MlNNMG________ Guðmundur Ingólfsson Fæddur 5. júní 1939 - Dáinn 12. ágúst 1991 Ég spilaði fyrst með Guðmundi Ingólfssyni á djasskvöldi í Hafnar- firði fyrir rúmum áratug. Ég var þá kontrabassaeigandi til tveggja ára og varla kominn með sigg á putt- ana, en krotaði samviskusamlega á blað þau lög sem ég taldi mig geta spilað skammlaust og rétti Guð- mundi áður en við byrjuðum. Hann leit á listann án þess að segja orð. Ætli ég hafi ekki sloppið í gegnum helminginn af þeim lög- um sem leikin voru - hvemig ég komst í gegnum hin er mér hulin ráðgáta enn þann dag í dag. Að tónleikunum loknum taldi ég víst að talentleysi mitt væri orðið opin- ber staðreynd; - óhæfur kontra- bassaleikari klúðrar konsert! En þótt heimurinn hefði hmnið í rúst í höfðinu á mér, lét Guðmundur eins og ekkert væri og þakkaði mér meira að segja fyrir. Ekki veit ég hvort þessi uppeldisaðferð gæti flokkast undir mannúðarstefnu, en ég lærði að eyrun em til að nota þau, að maður á að kunna sem allra flest lög og að þrátt fyrir óvæntar uppákomur og boðaföll, þá er líka líf að loknu lagi sem maður ekki kann. Guðmundur Ingólfsson gerðist ungur atvinnumúsíkant og hafði þá numið klassík í áratug. Djassinn fékk hann snemma í blóðið, en það var ekki fyrr en 1977, eftir að hann kom heim ffá þriggja ára Noregs- dvöl, að hann gerðist einn af aðal- spámönnunum. Forvitin ungmenni vom að vanda á útkikki eftir ein- hveiju æsilegu og Guðmundur og nafni hans Steingrímsson spiluðu oft í grasgarðinum á Laugavegi 42, kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11, í Djúpinu og viðar þar sem nógu lágt var til lofts og mögnuðu ein- hvem þann seið sem hvorki fannst í Klúbbnum eða klassíkinni. Ég er ekki viss um að kaupið hafi alltaf náð lágmarkstaxta Félags íslenskra hljómlistarmanna, enda trúboðar aldrei hirt um lög og reglur stéttar- félaga. Hitt þykist ég geta fúllyrt að Guðmundur Ingólfsson hafi sjaldan spilað ókeypis fyrir dansi. Það var salt-í-grautinn- vinnan, eins og hann orðaði það - djass- músíkin var hins vegar það sem máli skipti. Þar gat hann spilað eins og hann lysti og þurfti ekld að þjóna dansandi pömm eða borð- andi fólki. Ekki svo að skilja að hann hafi verið að leika Miles Da- vis, sem snéri afturendanum í áheyrendur - þvert á móti, áheyr- andinn var heilagur í augum Guð- mundar og hann skyldugur til að gleðja hann. Spilamennska á öldurhúsum hefúr aldrei verið vísasti vegurinn til dyggðugs borgaralegs lífemis og meðalhóf Salómons torfúndið þar á bæjum. Heilsunnar vegna hefði sjálfsagt ekki skaðað að Guðmundur hefði borðað meira og dmkkið minna, en hinn fúllkomni ballans í lifinu hefúr nú svosem vafist fyrir fleirum. Fyrirhyggjan varð honum aldrei fjötur um fót, þannig gisti hann nokkrar vetrar- nætur undir dagblöðum í hallar- garðinum í Osló þegar hann kom þangað 1974 og hafði þá ekki hirt um að spara fyrir hóteli. En harkan og dirfskan gátu nýst í öðm, ungur vann hann til verðlauna í skíða- íþróttum og á síðari árum varð hann ástriðufúllur golfspilari. Öryggisnet voru ekki til í heimi Guðmundar Ingólfssonar, og sjaldan lagði hann nótnablöð fyrir óreynda meðspilara sína svo þeir gætu lesið hljómagang eða laglínu af blaði. Hann tilkynnti þó oflast tóntegundina, og væri hann í góðu skapi, gaf hann knappa lýsingu á millikafianum. Svo var talið í og hver bjargaði sér. Það var ekki allt- af þægilegt meðan á því stóð, ekki síst vegna þess að línur Guðmund- ar vom ekki alltaf það skýrar að heyra mætti hljómana í gegn - línubyggingin varð stundum að lúta í lægra haldi fyrir innblæstrin- um. En það var ekki síst sannfær- ingarkrafturinn í spilinu sem afiaði honum vinsælda, áheyrendur skynjuðu að hér var ekkert undan dregið, sálin bemð. Dijúgt er til af spilamennsku Guðmundar á plötum, en ég hygg að hvað djassinn áhrærir, standi tvær upp úr: Jazzvaka, en leikur Guðmundar í lagi hans Seven special er vel heppnað sýnishom af krafúniklum og ágengum píanóstíl hans, og svo Nafnakall þar sem blæbrigðaríkt og yfirvegað spil í Some of these days ber af, að ógleymdu tregaríku harmoníku- spili í Vermalandinu og Þey, þey og ró, ró. Eitt af því síðasta sem hann spilaði inn á plötu var harm- oníkuleikur í blúsuðu lagi Magn- úsar Eiríkssonar, Kallinn er kom- inn í land. Tónamir em ekki marg- ir, en allir á réttum stað. Það þurfti aldrei að biðja Guðmund tvisvar um að spila blús, og bestu skil- greininguna sem ég hef heyrt á frændsemi djass og blús er frá honum komin: Blúsinn er sjálf móðurkartafian. Oft hef ég minnst tónleikaferð- ar með Guðmundi Ingólfssyni og Guðmundi R. Einarssyni til Sauð- árkróks fyrir nokkmm ámm. Við fiugum til Akureyrar og ókum Öxnadalsheiðina yfir í kvöldbláan Skagafjörðinn. Þetta var á laugar- dagskvöldi snemma í maí og ein- hver spenningur í svölu vorloftinu, sumarið beið, þótt úthagi væri lítið farinn að grænka. Það var ekki flygill á staðnum, en ágætt pianó og staðurinn pakkaður af innvígð- um. Það varð fljótlega heitt og menn sveittir og bjórlíkið sálaða vann lítið á, slík vom átökin og hitinn. Ekki veit ég hversu marga klukkutíma við spiluðum, en pásur vom fáar og stuttar og djassunn- andi Sauðkræklingar með Geirlaug skáld í fararbroddi keyrðu prestinn og meðhjálparana áfram með klappi og hrópum. Gestir og band urðu eitt orkestur, viðtökumar kröföust útboðs allra krafta. Og mitt í þessari eldmessu kom Ge- orgia on my mind, píanistinn rétt snerti nótumar og menn sundlaði í saumnálarþögninni. Þetta var ríki Guðmundar og fáa konunga hef ég vitað ástsælli af þegnum sínum. Margar góðar stundir átti ég með honum, þótt hin skagfirska vomótt hafi sérstaklega greypst í hugann. Nú verða þær ekki fleiri, en mig langar til að kveðja Guðmund með þeim orðum sem vom hans ein- kunnarorð þegar menn höföu tekið lagið saman - þakka þér fyrir djammið. Tómas R. Einarsson . Umsión: Ólafur Lárusson Það vantar eitthvað Umsjónarmanni hefúr orðið tið- rætt um starfsemi BSÍ að undan- fömu. Og ekki að nauðsynjalausu. Inni i þau málefúi fléttast landsliðs- mál og fleira. í kjölfarið á góðum ár- angri landsliðs okkar í Opnum flokki á síðasta EM, þar sem liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í Japan í sept- ember, hefúr mér fúndist að BSÍ hafi ekki fylgt þvi máli nógu vel eftir. Uppsveifla í einhveiju, hvort sem það er bridge eða fótbolti, gerist ekki af sjálfu sér. Til að skapa upp- sveiflu, þarf tækni, vinnu og áhuga. Tækni til að koma íþróttinni á ffarn- færi, vinnu til að virkja þá sem hafa einhvem áhuga, sem aftur gæti skil- að vinnuffamlaginu margfalt til baka og síðast en ekki síst áhuga. Það eitt, að hafa áhuga á einhveiju, burtséð ffá tækninni og vinnunni, hefur gert ótrúlega hluti. Uppsveifla er þvi ár- angur einhverra, sem vita hvert ferð- inni er heitið og stefna ótrauðir að þvi markmiði. Nú er árangur landsliðs, hvort sem er í Opnum flokki eða öðmm flokki (ég minni á árangur kvenna- landsliðs okkar á síðasta Norður- landamóti. Þær sigruðu, en samt tókst ekki að senda lið til þátttöku á EM á írlandi. Er þetta hægt?) allra góðra gjalda (ekki útgjalda) verður. En, árangur þeirra liða er ekki endi- lega mælikvarði á styrkleika lands- sambandsins, hveiju sinni. Að mínu mati, er of lítið hér heima í málefn- um íþróttarinnar á kostnað þess sem fyrir liggur i málefnum toppspilara. Við getum litið í kringum okkur. Hlutur kvenna í íþróttinni er aumur og hefúr lítið styrkst frá upphafi. Hlutur yngri kynslóðarinnar er ekki til að hrópa húrra fyrir og má af- greiða með orðum eins landsliðsspil- arans í þeim flokki: „Áhugaleysi". Imiri málefnin em á sömu bók- ina. Á hveiju ári tuðast menn við samþykktir á ársþingi. Sumar gæfú- ríkar og skynsamlegar, aðrar miður. Hver er niðurstaðan? Vísað til nefndar, nema flutningsmaður beiji í borðið og heimti atkvæðagreiðslu. Og hvað gera svo þessar svokölluðu nefndir. Koma saman viku fyrir næsta ársþing og beija saman af- greiðslu. Óg svo kemur ársþingið og næsta ársþing og nefndir koma og fara. Er ekki kominn tími til að vinna? Minnt er á skráninguna í Opna afmælismótið, sem DV gengst fyrir laugardaginn 5. október nk. Þátttaka miðast við fyrstu 38 pörin sem skrá sig. Keppnisgjald er kr. 4 þús. pr. par. Spilaður verður barometer með 2 spilum milli para. Öllum heimil þátttaka. Reikna má með að félögin á höf- uðborgarsvæðinu hefji hauststarf- semi sína á fyrri nótunum f ár, eins og síðustu árin. Aukin þátttaka spila- áhugafólks i Sumarbridge síðutu sumur hefúr valdið því að félögin eru sífellt að „flýta“ upphafskvöld- inu, sem þá lengir starfsemi félag- anna. í sambandi við frjálsa spila- mennsku eins og Sumarbridge býður upp á, er ekki hugsanlegt að bjóða upp á slíka starfsemi árið um kring? Og Bridgefélag Akureyrar stend- ur fyrir Opnu móti í haust. Á þeim bænum hefur keppnisstjóm og önnur undirbúningsvinna á vegum félags- ins, verið boðin út, samkvæmt sér- stökum skilmálum sem stjóm B.A. hefur sett. Undirritaður sá þetta plagg um daginn og verður að játa, að smekklega er staðið að þessu hjá þeim norðanmönnum. í „útboðs- gögnurn" komu nákvæmlega fram verklýsingar og verksvið, hæfnis- kröfúr og annað, sem tilheyrir starfi umsjónarmanns. Aðspurðir um kjör slíks starfsmanns, sögðu þeir það vera milli viðkomandi og stjómar B.A. Eða þannig... Undirritaður hefúr orðið var við mikinn áhuga meðal spilara, að Kauphallarmótið svokalíaða, sem BSÍ gekkst fyrir sl. ár, verði að föst- um keppnislið, á vegum landssam- bandsins. Hér em tvær léttar úrspilsþrautir úr sveitakeppni: 1) ♦ G82 VD54 ♦ ÁKD73 + 82 ♦:Á94 ♦: ÁK873 ♦: G865 + 7 Suður er sagnhafi í 4 hjörtum, eftir að Vestur hefúr strögglað í laufi. Utspil laufaás og laufadrottning. Hvað nú? ÁK32 ¥: ÁK104 ♦:10763 ♦:D ♦: 75 ♦: 553 ♦: ÁKD952 ♦: 107 Vestur vekur á 4 laufum (hindr- un), félagi þinn doblar, Austur pass. Utspil Iaufás og kóngur, sem þú trompar. Þú tekur á ás og kóng i trompi og Vestur á 1 tígul. Hvað nú? I fyrra dæminu blasir við að hættan í spilinu liggur í trompleg- unni 4-1. Hvemig leysum við það vandamál? Trompum síðara laufið, spilum lágu hjarta að drottningu og síðan lágu hjarta að áttunni (Iágt ffá báðum höndum). Þetta gengur, þegar trompin em 4-1. Þú tapar 1 impa, þegar þau liggja 3-2 en græðir heil ósköp annars. í síðara dæminu em sjáanlegir 11 slagir „beinharðir". Sá tólfti verður að koma með einhvers konar þving- un á Austur. Sagnir benda til að Vestur eigi ein 8 lauf, 1 tígul og þá 4 spil í hálitunum. Ef hann hefúr ekki byrjað með drottningu eða gosa þriðja í hjarta, þá má alltaf vinna spilið. En um það þarf að giska rétt á háspilaskiptingu Vestur. Eða hvað segir þú um þessa endastöðu: 4: K32 ♦:K Skiptir S: D10(8) ekki máli H: D(G) 4: 7 V: 53 ♦: 2 Austur getur ekki valdað bæði spaða og hjarta. Einföld trompþving- un. RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 91007 33 kV Rofabúnaður Opnunardagur: Föstudagur 4. október 1991 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunar- tíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 27. ágúst 1991 og kosta kr. 1.000 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík ^ RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 91005 16 MVA Aflspennir Opnunardagur Föstudagur4. október 1991 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunar- tíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 27. ágúst 1991 og kosta kr. 1.000 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.