Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1995, Blaðsíða 6
22 FÖSTUDAGUR 20. OKTÖBER 1995 ngar Sýnjngar Argentína, steikhús Barónsstig 11a L Jóhann G. Jóhannssson sýnir rúmelga tuttugu myndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 23. nóvember. Ásmundarsafn Sigtúni Þar stendur yfir sýning sem ber i yfirskriftina „Stíllinn í list Ás- mundar Sveinssonar". Sýningin er opin kl. 10-16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Árni Ingólfsson sýnir frístandandi verk og myndir á veggjum, unnin sérstaklega fyrir staðinn. Sýningin stendur til 29. október. Gallerí Art-Hún Stangarhyl 7, Rvik Þar stendur yfir sýning á verkum Erlu Axelsdóttur, Helgu Ár- mannsdóttur, Elínborgar Guð- mundsdóttur, Sigrúnar Gunnars- dóttur og Margrétar Salome. ■ Galleríið er opið alla virka daga kl. 12-18. Gallerí Fold Laugavegi118d Opið daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. Gallerí Greip Á laugardag kl. 14 verður opnuð sýning á verkum Birgis Snæ- bjarnar Birgissonar. Sýningin stendur til 5. nóvember og er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Gallerí Guðmundar Ánanaustum 15, sími 21425 Galleriið er opið virka daga kl. 10-18. Gallerí List Skipholti 50b Galleríið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11- 14. Sýningar í gluggum á hverju kvöldi. Gallerí Ríkey Hverfisgötu 59 Sýning á verkum Rikeyjar. Opið kl. 13-18 virka daga en laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Stöðlakot Bókhlöðustíg 6 Á morgun opnar Helga Jóhann- esdóttir leirlistarkona sýningu sem hún nefnir „Ljós" en lista- konan teflir saman leir, málmi, textíl og gleri. Sýningin er opin alla daga kl. 13-18 til 5. nóvemb- er. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Árni Ingólfsson sýnir. Opið virka daga kl. 10-18. Gallerí Úmbra Um helgina lýkur sýningu Þor- steins J á Litabókinni. Sýningin er opin kl. 14-18 föstudag, laug- ardag og sunnudag. Gerðarsafrt Á morgun kl. 16 opnar Kees Ball- intijn sýningu á silkiþrykksmynd- um, unnum eftir Ijósmyndum af íslensku landslagi. w Hafnarborg Á morgun opnar Guðjón Bjarna- son sýriingu á málverkum. Sýn- ingarsalir Hafnarborgar eru opnir alla daga nema þriðjudaga kl. 12- 18, en á fimmtudögum er opið til kl. 21. Inga Rós Loftsdótt- ir opnar sýningu í Sverrissal á morgun. Á sýningunni verða ol- íumálverk og blýantsteikningar. Sýningin stendurtil 6. nóvember. Kaffi Mílanó FaxafeniH Guðbjörg Hákonsdóttir (Gugga) sýnir verk sin. Opið mánud. kl. 9-19, þriðjud., miðvikud. og fimmtud. kl. 9-23.30, föstud. kl. 9-1 og laugard. kl. 9-18. Kjarvalsstaðir Á morgun verður opnuð í vestur- sal Kjarvalsstaða sýning á ís- lenskri samtímalist sem ber yfir- skriftina Eins konar hversdagsró- matík. 16 listamenn sýna. Þá verður opnuð í miðrými og forsöl- DV-mynd BG Á Kjarvalsstöðum eru nú sýnilegar vissar áherslubreytingar í myndlistarheiminum. Samtímalist á Kjarvalsstöðum: Eins konarhversdagsrómantík „Þetta er samsýning sextán ungra myndlistarmanna og þeir eru allir fæddir á sjöunda áratugnum, þeir yngstu 1970. Flestir hafa farið í fram- haldsnám í myndlist erlendis, eða þrettán,“ segir Auður Ólafsdóttir, sýningarstjóri á Kjarvalsstöðum, um sýningu á íslenskri samtímaiist sem verður opnuð þar í vestursálnum á morgun. „Hugmyndin með þessari sýningu var að gera sýnilegar vissar áherslu- breytingar í myndlistarheiminum sem hafa verið í gerjun síðastliðin misseri og eru í deiglunni. Fyrir utan það að vera fuUtrúar fyrir sjálfa sig, eins og allir listamenn eru, eru þeir kannski líka fuUtrúar fyrir ákveðinn tíma,“ segir sýningarstjórinn. Sýningin á Kjarvalsstöðum ber yf- irskriftina Eins konar hversdags- rómantík en eftirtaldir Ustamenn sýna þar: Birgir Snæbjöm Birgisson, Eygló Harðardóttir, Finnur Amar Amarsson, Guðbjörg Hjartardóttir Leaman, Gústaf BoUason, Hlynur Helgason, Hulda Hrönn Ágústsdótt- ir, LUja EgUsdóttir, Pétur Óm Frið- riksson, Ragna Sigurðardóttir, Sig- tryggur Bjami Baldvinsson, Stein- unn Helga Sigurðardóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Victor Guðmundur CUia, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Þorri Hringsson. Sýningin stendur til 6. desember og veröur opin daglega frá kl. 10-18. Kjarvalsstaðir: Arkitektinn Einar Sveinsson Á morgun verður opnuð í miðrými og forsölum Kjarvalsstaða yfirUts- sýning á verkum Einars Sveinssonar (1906-1973) arkitekts. Hann var ráð- inn húsameistari Reykjavíkur 1934 og gegndi því starfi tU ævUoka. Auk þess að gera uppdrætti að byggingum hafði Einar yfirumsjón með skipu- lagsmálum Reykjavíkur á ánmum 1934-49 og skipulagði ásamt sam- starfsmönnum flest bæjarhverfi sem byggðust upp á því tímabiU. Hann var einnig merkur brautryðjandi í hönnun íbúðarhúsa og höfðu hug- myndir hans á því sviði víðtæk áhrif á reykvíska húsagerð um og efdr seinni heimsstyijöld. Á sýningunni er leitast við að gefa sem gleggsta heUdarmynd af starfi Einars með því að beina sjónum að framlagi hans á ólíkum sviðum. Auk ljósmynda og frumteUcninga eru á sýningunni allmörg upprunaleg til- lögulíkön af byggingum Einars. Eitt af verkum Ingu Rósu. Svenrissalur í Hafnarborg: Olíumálverk og blýantsteikningar Inga Rósa Loftsdóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Sverrissal í Hafnárborg á morgun. Sýningin stendur til 6. nóvember en á henni eru olíumálverk og blýantsteikingar. Þetta er fjórða einkasýning Ingu Rósu en hún lauk námi frá MHÍ1987 og stundaði síðan framhaldsnám í Hollandi. Helga teflir saman leir, málmi, textíl og gleri. Leirlistarsýn- ing Helgu Jó- hannesdóttur Leirlistarkonan Helga Jóhannes- dóttir opnar á morgun sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti. Þetta er önnur einkasýning hénnar en Helga hefur auk þess tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Yfirskrift sýningarinnar í Stöðla- koti er „Ljós“ en þar teflir Helga sam- an leir, málmi, textíl og gleri. Hún hefur starfað á eigin vinnustofu á Álafossi frá 1991 en þá lauk Helga námi frá MHI. Gallerí Greip: Mannlausar myndir Á morgun verður opnuð í GaUerí Greip sýning á verkum Birgis Snæ- bjamar Birgissonar. Birgir hefur í nokkur ár málað frá- sagnarkenndar myndir af bömum og unglingum en segist í þessum nýjum verkum nálgast upphaf eöa núllpunkt frásagnar. Þar er ýmist eitthvað í vændum eða hefur þegar gerst en frásögn af því er ekki hafin. Myndimar, sem em mannlausar, em aUar unnar með olíu á striga á þessu ári. Sýning Birgis stendur til 5. nóvemb- er en hann tekur einnig þátt í samsýn- ingu ungra listamanna sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Silkiþrykks- myndir í Gerðarsafni í Gerðarsafni stendur nú yfir sýn- ing á silkiþrykksmyndum eftir Kees Ballintijn, unnum eftir ljósmyndum af íslensku landslagi. Balhntijn sýndi fyrst 1967 en hefur síðan haldið fjöl- margar ljósmyndasýningar. Á sýningunni eru 24 myndir og að auki 6 grafískar landslagsljósmynd- ir. Guðjón í Hafnarborg Guðjón Bjarnason opnar sýningu á verkum sínum í Hafnarborg á morg- un. Þetta eru sömu verk og lista- maðurinn sýndi í Drammen Kunst- forening í Noregi fyrr á árinu. Uppstillingar Vignis Um helgina er síðasta sýningarhelgi á verkum Vignis Jóhannssonar i Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi. Listamaðurinn sýnir þar skúlptúra (uppstillingar) og málverk. Sýningar um yfirlitssýning á verkum Einars Sveinssonar arkitekts (1906- 1973). Sýningin Kjarval-mótun- arár 1885-1930 verður opin fram í desember. Kaffistofa og safn- verslun opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur er frá Freyju- götu. Listasafn Islands Fríkirkjuvegi 7 Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Listasafn Kópavogs Hamraborg 4 Listasafn Kópavogs og Nýlista- safnið hefur nú tekið höndum saman um að efna til sýningar á grafíkverkum eftir þýsk-sviss- neska listamanninn Dieter Roth. Uppistaðan í sýningunni eru myndir sem Dieter hefur fært Nýlistasafninu að gjöf á undanf- örnum 13 árum. Sýningin stend- ur til 29. október. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson, Þessir kollóttu steinar, mun standa í all- an vetur. Safnið er opið á laugar- dögum og sunnudögum kl. 14- 17. Kasffistofa safnsins er opin á sama tíma. Listhúsið í Laugardal Engjateigi 17, sími 680430 Þar stendur yfir myndlistarsýning á verkum eftir Sjofn Har. Sýning- in ber yfirskriftina „íslensk nátt- úra, íslenskt landslag." Þá sýnir einnig spænski listamaðurinn Antonio Hervás Amezcua mál- verk og skúlptúra. Sýningin er opin til 30. október. Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Mokkakaffi v/Skólavörðustíg Birgir Schiöth sýnir blýantsport- rett af oddvitum íslenskrar mynd- listar og stendur sú sýning til 27. október. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Norræna húsið Þar stendur yfir sýning á málverk- um eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Hún sýnir olíu-, akrýl og vatns- litamyndir, unnar á sl. tveimur árum. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og lýkur 22. október. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarf., sími 54321 Opið sunnud. og þriðjud. kl. 15- 18. Sparisjóður Hafnarfjarðar Garðatorgi 1 Jóhann G. Jóhannsson sýnir rúmlega 20 myndir, unnar með blandaðri tækni. Sýningin stend- ur til 26. október. Þjóðminjasafnið Opið sunnud., þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 12-17. Málverkasýning á Akranesi Friðrik Jónsson heldur málverka- sýningu í Listahorni Upplýs- ingamiðstöðvar Ferðamála á Akranesi og stendur sýningin frá 15. otkóber til 31. nóvember. Á sýningunni eru aðallega vatns- litamyndir auk þriggja olíumál- verka. Kirkjuhvoll Akranesi Síðasta sýningarhelgi Vignis Jó- hannssonar á verkum hans. Vign- ir sýnir skúlptúra (uppstillingar) og málverk. Opið í dag kl. 16-18 og um helgina kl. 15-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.